Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Qupperneq 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 28. október 1963 JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: Bókmenntafélagið ogmennta mólaráð — Tvær heimssögur Það er liðin ein öld síðan Bókmenntafélagið gaf út sögu menningarþjóðanna í mörgum bindmn. Sú framkvæmd var gerð að ráði Jóns Sigurðssonar. Hann var að endurreisa gamalt ríki. Hin unga þjóð sem þráði frelsið þurfti viða að leita um aðdrætti. Eitt af því var sagan, reynsla menningarþjóðanna. Frelsismönnum þeirrar aldar þótti einsætt að borgarar í hinu endurreista þjóðveldi þyrftu að nema hollar lífsreglur af for- dæmi fyrrí kynslóða. í>ar þurfti að fara saman glögg fræðileg þekking, hrífandi ritsnilld og fagurt íslenzkt mál. Jón Sig- urðssson vandaði að vonum vel til verksins, Hann valdi til rit- stjómar æsku vin sinn og sam- foýlismann á Hafnarárunum, Pál Melsted sagnfræðing, læri- svein Sveinfojamar Egilssonar úr Bessastaðaskóla. Páll var •hugfanginn af snilligáfu fom- ritahöfundanna og fylgdi þeim góða sið að lesa Njálu einu sinni ár hvert til að fjarlægj- ast aldrei uppsprettu íslenzkrar málfegurðar. Forráðamenn Bók- menntafélagsins ákváðu að semja og þýða heimssöguna eft ir foeztu fræðimenn þeirrar ald- ar. Fyrirtækið gekk að óskum. Félagar í Bókmenntafélaginu fengu árlega álitlegt bindi af hinni nýju almenningssögu, rit- aða á Bessastaðamali. Þar rann saman í einum farvegi göfgi hins foma ritmáls og líf og andi íslenzkunnar eins og hún hafði lifað og dafnað öldum saman, þar sem gott og gáfað Auglýsið r i Mánudagsblaðinu íslenzkt fólk stundaði samtimis dagleg störf lífsbaráttunnar og djúpstæð þjóðleg og kristin fræði. Jóni Sigurðssyni og stallbræðr- um hans tókst að Ijúka með miklum glæsibrag útgáfu al- heimssögunnar. Þar kom saga fomaldar, miðalda og nýrri tíma, nokkuð langt fram á 19. öld. Gáfumenn landsins, konur jafnt og karlar lásu, eftir því sem verkinu skilaði áfram, hvem þáttinn öðrum skemmti- legri um margbreytilega þróun menningarþjóðanna. Þar vom hvarvetna fordæmi til eftir- breytni lítilli þjóð á torsóttum frelsisvegi og þar voru líka frá sagnir um villuleiðir sem betra var að varast. Saga Páls Mel- steds var ekki áróðursbók held- ur lífræn og skemmtileg frá- sögn byggð á traustum heimild um þeirra tíma. Nú er þjóðin búin að mynda lýðveldi og leggur sínu skipi fram á langa siglingu í flota menningarþjóðanna. Nú vantar nýja heimssögu, byggða á for dæmi og reynslu snjallra sögu- manna undangenginna alda. Menntamálaráð hefur ákveðið að gefa út nýja veraldarsögu í nokkrum bindum. Fylgt verður fordæminu frá dögum Jóns Sig urðssonar að velja fullkomn- ustu heimildir sem völ er á. Þýða þetta verk á ritmál sam- tíðarinnar. Miða stærð hinna ár legu binda, eins og Bófcmennta- félagið gerði bæði við útgáfu- kostnað og lesþol góðra og greindra borgara. Frumrit það sem byggt er á er í sjö bindum. Hið fyrsta um frumþjóðir menn ingarinnar. Annað um Grikki. Þriðja um Rómverja og upphaf kristindómsins. Hið fjórða fjall- ar um öld trúarinnar þegar dætur Gyðingdómsins kristnin og kenning Múhameðs ruddu nýjar leiðir í menningarlöndun- um. Þá koma næstum samhliða fimmta og sjötta bindi: Siða- skiptin og endurreisn vísinda og mennta. Sjöunda bindið nær yf- ir nýsköpun menntaþjóðanna að afloknum hinum miklu og tvíþættu átökum í trúmálum, listum og heimsvísindum. Enn vill höfundur foæta við tveim bindum. Hinu áttunda um veldistíma einvaldra landsfeðra og síðan um fæðingahríðir yfir- standandi tíma, þar sem Volta- ire og samtáðarmenn hans und- irbúa byltingu í stjóramálum, andlegum viðhorfum og lífshátt um. Það er mál þeirra manna sem hafa kynnt sér sagnritun síð- ustu áratuga að ritverk það sem Menntamálaráð vill koma út á vönduðu máli og öllum búnaði, sé hið merkasta. Fyrsta bindið Keísari og Kristur á að koma út á tveim árum, og eíðan önnur bindi af svipaðri stærð. Ef fé- lagsmenn útgáfudeildar menn- ingarsjóðs telji að hér sé réttí- lega fylgt í spor Jóns Sigurðs- sonar mun þetta rit verða fastur og öruggur þáttur í einkabófca- söfnum á þús. heimila. Slík saga getur aldrei orðið annað en sjálfmenntunarfyrirtæki. All ar sögubækur sem notaðar eru við kennslu í prófskólum eru allt annars eðlis, eða ætluð önn ur verkefni. En þar verður ekki komið að nema heimildum um ótal smáatriði. Ef borgari í frjálsu landi hefur ékki lífræn- ar heimildir um þróun menning armála í heiminum er hann lítt búinn undir þátttöku í frjálsu mannlífi í varasamri veröld. Eg hygg að útgáfa vel sam- innar og vel orðfærðrar verald- arsögu sé líklegasta úrræðið til að gefa greindu og þjóðræknu fólki glögga og áhrifamikla yfir sýn um hin miklu og marg- þættu vandamál samtíðarinnar. Ekki er því spáð, eða mælt með að allur þorri væntanlegra eíg- enda lesi hina nýju menningar- sögu spjaldanna milli eins og Grettíssögu eða Gunnlaugs sögu ormstungu. Bezt mundi athugul um og þó önnum köfnum mönn um lánast, þegar þeir hafa tómstundir að líta yfir efnis- skrána og grípa inn í og fá á einni eða tveim blaðsíðum mynd sem gleymist ekki auð- veldlega. 1 góðri mannkynssögu eru í þúsunda tali stuttir þætt- ir sem hrífa lesandann eins og góður sjónleikur, fallegt kvæði eða málverk eftir snjallan lista mann. Þannig ætti að nota hina tilvonandi sögu í heimilum, í vegavinnutjaldi eða á togara, þar sem tómstundir bjóðast margar ef vel er að gáð. Ef bvo er haldið á hverfa hinir einstöku þættir smátt og smátt saman í eina heild. Tómstunda lesturinn er þá búinn að gera önnum kafinn eljumann að víð- sýnum heimsborgara. Það tókst með framsýnni forgöngu Bók- menntafélagsins og það getur lánazt öðru sinni, ef góðir Is- lendingar meta og nota rétti- lega hina nýju útgáfu Mennta- málaráðs. ,, Orðsending fró S.Í.B.S. Dregið hefur verlð í merkjahappdrætti Berklavarnardags- ins og kom upp númer 15156. Vinningurinn er bifreið að eigin vali að verðmæti 130 þúsund krónur. Eigandi vinningsnúmersins er beðinn að framvísa því f skrifstofu vorri að Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. S. I. B. S. Leikrit Brendan Behans, „GlSL.“, hefur nú verið sýnt 14 sinnum í Þjóðleikhúsinu við ágæta aðsókn. Það er álit flestra að þessi sýning hafi tekizt mjög vel. Einnig vekur ágæt þýðing Jón- astar Árnasonar verðskuldaða athygli. Allt þykir benda til þess að leikurinn verði sýndur frani eftir vetri. — Myndin er af Val Gíslasyni og Helgu Valtýsdóttur í hlutverkum sínum.. Grein Einars Guðmunds- sonar, sem hér birtist í fyrsta skipti i eíðasta tölu- blaði, vakti í senn athygli og ánægju. Hefur Einar nú sam þykkt að rita fyrir blaðið stuttar athugasemdir í þess- um stíl. Einar er iðnaðarmað ur, athtigull, var sfcörungur í. sundi og hefur gaman af að athuga mannlífið. Væntir blaðið þess, að lesendur kunni vel að meta málefni „frá sjónai'hóli" Einars. Svei mér þá, en ég held bara, að hann nágranni minn sé að fá mikil- mennskubrjálæði. Hann er annars bezti strákur, ungur kennari og talsvert metnaðargjarn. En hann er farinn að haga sér all undarlega upp á síðkast- ið, og konan hans er far- in að hafa áhygg'jur af honum. Fyrir skömmu byrjaði hann að tala mikið um það, að hann ætlaði að flytja, af því að það væri ekki nógu mikið af lista- mönnum í hverfinu. Þetta kom auðvitað nágrönnun- unum sem eru eingöngu stjórnmálamenn og kaup- sýslumenn, talsvert á ó- vart. Hineað til höfðu þeir ekki orðið varir við, að kennarinn hefði neitt vit né áhuga á listum. En nú er sagt, að hann lesi Art- hur Miller,, Sigurð A. Magnússon og William Shakesneare. fnema Róm- eó og Júlíu). Þetta byrjaði allt með bví, að hann var kjörinn formaður í byggingarsam- vinnufélagi, og upp úr því fór hann að hafa allund- arlegar draumfarir. Fvrstu nóttina dreymdi hann að hann gseti ekki sam- ið kvikmyndahandrit. það, að hann væri orð- inn leikhússtjóri. Talaði hann mikið um það við konuna sína daginn eft- ir, hvað það mundi vera skemmtilegt starf. Fylgdi því að géta boðið vinum sínum í forsetastúkuna, hvenær sem væri. Næstu nótt lét hann illa í svefni. Sýndist konu hans hann hafa martröð. Tók hún til að vekja hann, en gekk illa. Hann virtist ekki þekkja konu sína og svaraði henni í sífellu á sænsku. Það var ekki fyrr en þrem kortér- um seinna, þegar kennar- inn var búinn að fara í bað og drekka brjá bolla af svörtu kaffi, að hann var orðinn nægilega tal- andi á íslenzku til að segja konu sinni draum- inn. Kvaðst hann hafa liðið ógurlegar kvalir. því að hann hafði dreymt Morguninn eftir vakn- aði kennarinn hress og glaður. Skýrði hann konu sinni frá, að nú hefði hann samið ballett í rúminu, og væri hann samnorrænn að eðli og uppbyggingu. Kom sér nú vel reynslan úr bygging- arsamvinnufélaginu. Nú liðu tvær draum- lausar nætur. Kona kenn- arans var jafnvel farin að vona að ekkert yrði meira úr draumum hans. En ekki varð svo vel. Þriðja morguninn vaknar kennarinn heldur en ekki hróðugur og söng nú lög úr „Teenage Love“ á sænsku um leið og hann rakaði sig. Fékkst hann lengi vel ekki til að segja konu sinni, um hvað hann hefði dreymt. Sagði kenn- arinn loksins, að í draum- inum hefði hann nú rek- izt á mann til að skrifa kvikmyndahandritið fyr- ir sig. Auk þess hefði hann rekið uppáhalds nemandann úr leikskólan- um. Konu kennarans var nú hætt að standa á sama, og fór til sálfræðings, sem þau hjónin höfðu kynnst í afmæli Páls fs- ólfssonar. Sálfræðingur- inn sagði, að þetta hlyti að vera allt í góðu lagi. Ef að maðurinn væri svona sannfærður um yf- irburði sína, þá gæti jafn- vel farið svo. að hann yrði leikhússtjóri. Hann benti frúnni á það. að sumir menn söfnuðu frímerkj- um, aðrir veiddu lax, og svo vrðu einstaka menn leikhússtiórar. Það er eins oi? FreuH sagði: Vilj- inn flytur fjöll! Frá sjónarhóli Einars Guðmundssonar

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.