Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Síða 3

Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Síða 3
Manudagur 28. október 1963 Mánudagsblaðið 3 Bl&óJynr alla Ritstjóra og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskriíenda- gjald kr. 260,00. Sími ritstjómar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsxniðja Þjóðvfljans. Nú.... Nú fljúga þoturnar um ísland Þotuflug alla miðvikudaga r? 9nKefla^ 08,30 * GlasS°w kl. 11,30 f London kl. 13,20. — Fra Keflavik kl. 19,40 í New Vork kl. 21,35 (staoartimi). Þotan er þægileg Þotan er þægilegrasta farartæki nútímans, — það vlta þeir, sem hafa ferðazt með þotunum frá Pan Am. Keflavík — New York — Keflavík kr. 10.197,00, ef ferðin hefst fyrir lok marz-mánaðar og tekur ekki lengri tíma en 21 dag. Keflavík — Glasgow — Keflavík kr. 4.522,00. Keflavík — London — Keflavík kr. 5.710,00, ef ferð- in hefst í þessum mánuði, — og tekur ekki lengri tima en 30 daga... og það er ástæða til að kynna sér liin hagstæðu innflytjendafargjöld til Kanada. Keflavík — Toronto G.446,00. — Keflavik — Winnipeg 7.957,00. — Keflavík — Vancouver 10.029,00. — Kefla- vík — Seattle 10.438,00. VÖRUFLUTNINGAR Við viljum sérstaklega vekja athygli á því að vörurými er ávallt wóg^ í þotun- um frá Pan Am. — Við grreiðum götu yðar á leiðarenda. Farmiðasala og önnur fyrirgreiðsla hjá ferðaskrifstofum og aðalumboðinu Hafn- arstræti 19. — Þotuflug er ódýrt. Aðalumboð á íslandi fyrir PAN AMERICAN World Airways G. HELGASON & MELSTED. Hafnarstræti 19, Símar: 10-275 — 1-1644. ■m MYSTICUS: HESTARNIR Eg er saumakona, og ég hef oft mikjð að gera. Eg hef allt- af unnið ein út af fyrir mig, ég gæti ómögulega hugsað mér að viima á verkstæði. Þar er allt fullt af ungum stelpum, sem kunna enga mannasiði og eru ekfcert nema frekjan og dóna- skapurinn. Já, ungdómurinn nú til dags, hann er sannarlega ekki upp á marga fisfca. Eg er farin að eldást og ég er oft þreytt á kvöldin. Svo er ég stundum Iasin. Læknirinn minn segir þó, að það sé ekk- ert alvarlegt að mér, ég sé bara þreytt og ekki sterk á taugum. Hann er alltaf að segja mér, að ég skuli taka mér hvíld í nokkrar vikur, þá muni þetta lagast. En ég þori efeki að fara frá saumaskapnum í svo langan tíma. Eg er svo hrædd um að viðskiptavinimir yfirgefi mig þá og leiti eitthvað annað með það, sem þeir þurfa að láta sauma. Og maður verður þó að lifa og vinna fyrir sér. Upp á síðkastið hef ég stund um átt bágt með svefn. Og þetta hefur versnað núna síð- ustu vikurnar síðan ég fór að finna til þessa fiðrings í hand- arbakinu. Hann er bara á vinstri hendinni. Eg fór að finna til einhvers undarlegs kláða- í vinstra handarbakinu, þegar ég er lögzt ,út af á kvöldin og ætlaði að fara að sofna. Þetta hélt stundum lengi fyrir mér vöku. Og þetta er alltaf að ágerast. Nú finn ég þetta líka á daginn, þegar ég er að sauma, stundum svo mik- ið, að það tefur fyrir mér við vinnuna. Eg fór til læknisins míns og lét hann skoða höndina. Hann sagðist ekki sjá neitt á henni, það væru engin útbrot eða neitt þess háttar. Hann sagðist halda, að þetta væri bara eitt- hvað nervöst, taugaveiklað fólk fyndi oft til svona fiðrings. Og hann ráðlagði mér enn einu sinni að tafca mér hvíld. Svo skrifaði hann resept upp á ein hverja taugamixtúru. En mér batnaði ekkert af henni, fiðring urinn var alltaf að versna, og ég svaf ekki hálfan övefn á nóttunni. Eg á sterkt stækkunargler, sem ég nota stimdum til að skoða fíngerðasta saumaskap- inn hjá mér. Núna um daginn datt mér allt í einu í hug að skoða handarbakið á mér í stækkunarglerinu til þess að vita hvort ég sæi ekki einhverja bólgu eða útbrot. Glerið var svo sterkt, að ég sá greinilega allar rákimar, sem liggja þvert yfir handarbafcið eins og þjóðvegir. En þegar ég fór að horfa leng- ur brá mér í brún. Eg sá ekki betur en að eitthvað væri á hreyfingu eftir einni rákinni. Og þegar ég fór að horfa leng ur, skýrðist þetta smátt og smátt. Eg vai’ð svo undrandi og hrædd, að það dró úr mér allan mátt. Það, sem var þama á hreyfingu, var örsmár hvítur hestur. Hann var svo lítill, að hann var eins og rykögn, en þetta var greinilega hestur. Hann var skapaður alveg eins og venjulegur hestur. Hann var auðsjáanlega viljugur og rann eftir rákinni með reist- an makka. Og þegar ég fór að horfa betur á hinar rákirnar sá ég líka hvíta hesta þar, sums staðar einn og einn, sumsstað- ar fleiri saman. Þeir voru svo smáir, að það reyndi mikið á augun í mér að sjá þá greini- lega. En þama vom þeir, marg ir tugir af þeim. Eg lagði frá mér stækkunar- glerið. Það var þá af þessu, sem fiðringurinn kom. En það hlaut að vera til ráð við þessu. Eg fór fram í vask og hélt hendinni lengi niðri í snarp- heitu vatni. Svo þvoði ég hana rækilega úr grænsápu. Þetta hlaut að bíta á hestana, Eg hlaut að hafa drekkt þeim öll- um. Þegar höndin var orðin þurr tófc ég upp glerið aftur og horfði á hana gegnum það. En þið getið hugsað ykkur, hversu undrandi ég varð, þegar ég sá hestana aftur á fleygiferð eins og ekkert hefði í skorizt. Vatn- ið og sápan virtist ekki hafa bitið neitt á þá. Þeir voru jafn vel ennþá hressilegri og fjör- ugri en áður. En ef ég notaði glerið hlaut ég þó að geta drepið þá einn og einn í einu og útrýmt þeim á þann hátt. Eg tók títuprjón og reyndi að stinga honum í einn af hvítu hestunum. Það var erfitt að hitta haim, því að hann var svo lítill og alltaf á harða hlaupum. Og loksins, þeg ar mér fannst ég vera að hitta hann með títuprjónsoddinum hvarf hann inn í holu, sem var þama á handarbakinu eins og smáhellir. Og þegar ég leit á hina hestana voru þeir sem óð- ast að hverfa inn í sams konar holur. Þeir höfðu auðvitað flúið inn í þessar holur á meðan ég var að þvo méí um hendumar og bjargazt þannig af. Og lík- lega náðu þessar holur langt inn. Það var víst enginn hægð- arleikur að útrýma þessum litlu hestum. En ég vissi þó loksins, af hverju fiðringurinn kom. Þessi uppgötvun hafði fengið svo mikið á mig, að ég gat með engu móti hugsað mér að vinna Breyting á ferðaáætlun M.s. Gullfoss Sú breyting verður á ferðaáætlun m.s. „GUUjFOSS”. að ferð skipsins frá Reykjavík 3. janúar 1964 flytst fram mber 1963. Ferð skipsins breytingu: er þannig áætluð Frá Keykjavík 26. desember 1963. Frá Kaupmannahöfn 8. janúar 1964. Frá Leith 10. janúar 1964. Til Reykjavikur 13. janúar 1964. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF — 90 % GULL MINNISPENINGUR JÚNS SIGURDSSONIIR Eftir nokkur ár verður Minnispeningur Jóns Sigurðssonar orðinn fágætur og eftirsóttur dýrgripur. Verð kr. 750,00. Fæst hjá ríkisféhirði, í hðnkum og Póststofunni í Reykjavík. Póstsent út um land. meira þennan dag. Eg fór út og fór til læknisins mins. Og ég sagði honum alla söguna hrein skilnislega eins og þetta liafði borið fyrir mig. Svo spurði ég hann, hvort hann gæti efcki út- vegað mér einhvem sterkan á- burð, sem gæti unnið á hestun- um, þó að þeir héldu sig inni í holunum. Eg stakk líka upp á því að reyna að svæla þá út með sterkum reyk. Læknirinn hlustaði þegjandi á sögu mína. Svo bara hló hann. „Þér haldið þá, að þér séuð komnar með heilan miskrókosm os þarna á handarbakinu." sagði hann. „Er það einhver sjúkdómur?“ spurði ég. „En mér finnst þetta nú bara ekk- ert hlægilegt." „Jæja“ sagði hann. „Nei, míkrókosmos er enginn sjúkdómur.“ Svo varð hann allt í einu mjög alvarleg- ur. „Eg segi yður það, fröken, að þetta getur efcki gengið svona lengur. Þér bókstaflega verðið að taka yður hvíld. Taugakerfi yðar er allt í upp- námi af ofþreytu. Hestarnir em bara missýningar, þér emð á- reiðanlega búnar að stórskemma í yður augun af þvi að rýna í saumaskapinn. Ef þér ekki tak- ið yður hváld nú enda þetta með ósköpum." Eg varð bara móðguð af því að hann trúði mér eklri. „Þér hljótið að hafa stækfcunargler“ sagði ég. „Sjáið þér bara sjálf- ur. Einmitt núna finn ég svo mikinn fiðring í handarbakinu, að ég veit, að hestamir em á ferðinni.“ Hann tók stækkunar gler og horfðí á handarbakið á mér, en mér fannst hann ekki horfá neitt gaumgæfilega, það var eins og hann langaði ekk- ert til að sjá hestana. „Nei, ég sé ekkert“ sagði hann svo. „Þetta með hestana er bara í- myndun, sem hverfur, þegar þér emð búin að hvíla yður.“ „Nei, þetta er engin ímyndun“ sagði ég með miklum sannfær- íngarkrafti, „ég horfði Iengi á þá í dag og taldi marga tugi af þeim. En það getur verið, að þeir séu inni í holunum þessa stundina." Hann bara hristi höfuðið og skipaði mér enn einu sínni að taka mér langa hvild. Um kvöldið tók ég aftur upp stækkunarglerið og þá sást nú bezt, hvort þetta var ímyndun úr mér. Hestamir vom þama hópum saman á fleygiferð eftir ráfcunum á handarbakinu. Lækn irinn hefði átt að vera kominn, þá hefði hann þó loksins orðið að viðurkenna, að ég hafði rétt fyrir mér og að hestamir em engin ímyndun. Þeir em jafn raunvemlegir og saumavélin mín sem stendur þama á borð- inu. Þar'na heyrði ég líka í fyrsta skipti hljóð í hestunum. Eg lagði handarbakið að eyranu, og þá heyrði ég greinilega veik hljóð, eins og pínulítil hnegg. I nótt var fiðringurinn í hand arbakinu alveg óbærilegur. Eg gat ekki sofið neitt. Það var auðsjáanlega meiri æsingur í hestunum en nokkru sinni fyrr. Þeir voru alla nóttina á harða hlaupum fram og aftur um handarbakið. Eg veit ekki, hvemig þetta fer allt saman. Mysticus.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.