Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Blaðsíða 5
Mánudagur 28. október 1963 Mánudagsblaðið 5 Glen Bradshaw var hinn skemtmilegasti. Það leið ekki á löngu áður en öll feimni og ó- kunnugleiki var horfin, og Buddy var farin að hlæja og tala eins og þau hefðu þekkzt frá blautu barnsbeini. Billinn, sem hann hafði kom ið að sækja hana í, var mjög ó- líkur bílnum hans Philips, en samt fannst Buddy hún kunna betur við sig í honum en hún hafði nokkurn tíma kunnað við sig í tvö þúsund punda bílnum hans Philips. „Það er vegna þess að hann er líkari því, sem ég er vön,“ hugsaði hún angurvær. „Lík- lega er það fáránlegt af mér að reyna að lifa í stíl við Philip“. Svo tók hún sig á og ákvað að vísa Fhilip á bug úr huga sér, því að hún ætlaði að skemmta sér þetta kvöld. Og eflaust var Philip sæll og á- nægður án hennar. Glen hóf að segja Buddy af sjálfum sér, eins og hann væri handviss um, að á því hefði hún hinn mesta áhuga. Þau voru mörg systkinin, sagði hann, en hann var eini sonurinn. Hitt voru allt stelpur — ágætar stelpur svo sem, en mér fannst þetta of mikið kvennaríki, svo ég flutti að heiman og settist að í London. Gamli maðurinn ætlaði ekki að sleppa mér — ég er EBenjamín f jölskyldunnar — skilurðu mig ? — og hann vildi, að ég gengi inn í fyrirtækið hans — sitj- andi á stól og leggjandi saman töiur allan daginn.“ Hann gretti sig. „Nei, takk, það var ekki fyrir mig. Eg ætlaði nefnilega að verða listamaður.“ „Listamaður!” át Buddy eftir honum dolfallin. Ólistamanns- legri mann en þann sem sat hjá henni, gat hún ekki hugsað sér 1 gömlum tweedfrakka utan yfir smókingnum, akandi gömlum bílgarmi á ofsahraða. „Já.“ Hann brosti glaðhlakka Iega. „Eg lít ekki út eins og einn af þeim, er það? Enda er það aðallega, skopteikningar í svörtu og hvítu. Það er ákaf- lega skemmtilegt. Eg skal ein- hvem tíma sýna yður þær .... Það er ekkert upp úr því að hafa enn sem komið er, en ég lifi í voninni og á heima í þak- herbergi." „Nei, er það virkilega? 1 þak herbergi?“ Þetta fannst Buddy fróðlegt að heyra. Hún hafði lesið bæk- ur ípn bóhema, listafólk, sem átti heima í þakherbergjum, sem voru í senn vinnustofur og svefnherbergi, steyktu beikon í olíuofnum, en hún hafði aldrei kynnzt neinum þeirra áð- ar. „Já, það er á efstu hæð,“ svaraði hann. „Eg skal bjóða yður heim einhvern daginn, ef þér kærið yður um. Þar er allt i óreiðu og lítið um þægindi, en mér líkar það ágætlega.“ „Mér þætti mjög gaman að sjá það.“ „Þætti yður það?“ spurði hann efablandinn. „Það er n i. frekar niður á við mið- íð við þá staði, sem þér eruð vanar, ef þér skiljið, hvað ég á við.“ „Eg er ekki vön neinu stór- kostlegu. Heima h já mér er allt ósköp fábrotið." „Jú, en ég átti við þá staði, sem þér farið á með Ashton. Tökum til dæmis ibúðina henn- ar systur hans.“ „Hún er falleg, finnst yður ekki ?“ „Hún er það, en ekki vildi ég búa þar. Allt of mikið af púðum og þægilegum stólum. En aftur á móti heima hjá mér hef ég málað fjalagólf og tvær smámottur, einföld tré- húsgögn og rúm, sem ég nota sem legubekk á daginn.“ „Þetta hljómar fallega," sagði Buddy. eins og annað fók gerir, borða á vissum tímum dagsins og haga mér meira og minna eins og siðað fólk. En þar sem ég geri ekki ráð fyrir að giftast, þá er sama hvað ég geri. Mér fannst ég þurfa að segja yður þetta,“ bætti hann við í léttum tón, „til þess að þér hélduð ekki, að ég ætlaðist til þess af yður, að þér ættuð heima í þak herbergi og lifðuð eins og villi- maður.“ „Eg hélt ekkert í þá átt,“ sagði Buddy. „En ég get ekki að mér gert að undrast, hvers vegna þér skylduð koma á bas- arinn.“ teikna myndir af áhorfendum á handstúkur sínar Um leið og tjaldið féll að leikslokum, stökk hann á fætur og sagði: „Mér hefur dottið sniðugt í hug. Við skulum koma í Ding- Dong klúbbinn. Hafið þér nokk- um tíma komið þangað?“ „Eg hef aldrei heyrt hann nefndan áður.“ „Eg gerði ekki heldur ráð fyrir því. Það er ekki staður af því tagi, sem Ashton mundi fara með yður á. En hann er skemmtilegur. Eg er einn af hinum upphaflegu meðlimum.“ „Hvað gerir fólk þar?“ spurði Buddy. Hún hafði grun um, að FRAMHALDSSAGA FRAMHALDSSAGA FRAMB'RA: THALDSSAGA FRAMHALDSSAGA FRA» R. M. AYRES: in x/x BUDDY © FRAMHALDSSAGA FRAMHALDSSAGA FRASFRAMHALDSSAGA FRAMHALDSSAGA FRAJV ar og héit á henni, en fékk sína kápu í hendur manni, sem var klæddur eins og franskur stúd- ent, í krumpuðum buxum og blárri sikyrtu. Allir virtust þekkja Glen, og hann heilsaði til beggja handa, er hann gekk á undan Buddy gegnum mannþröngina að eina auða borðinu, sem stóð út í horni, rétt hjá palli, þar sem þunglyndislegur maður með sítt, ljóst hár og skrautlegan hálsklút sat og lét af mikilli list á píanóið. Hann kinkaði kolli til Glens og varð starsýnt á Buddy. „Þetta er eins og atriði á leiksviði," hvíslaði Buddy. „Eg hef aldrei komið á svona stað áður.“ Þau pöntuðu beikon og egg og flösku af víni, „— nema þú viljir heldur kaffi?" sagði hann við IBuddy. En Buddy hafði þegar tekið eftir, að allir drukku vín, og hún var áikveðin í að vera ekki öðru vísi en aðrir. „Nei, ég vil heldur vín,“ sagði hún. Hún settist hjá Glen við borð ið. Það var ekki þægilegt, því hér voru engir stólar, bara harð ir trébekkir. „Komið þér oft hér?“ spurði hún. Glen hló að þessu. „Þar er alls ekki fallegt um- horfs, það get ég fullvissað yð- ur um. Þér munduð fá óbeit á því.“ „En hver sér um yður? Eg meina: þvær upp og býr um yð- ur.“ „Eg.ge.rj það, venjulega sjálf- ur. Svo kemur kona einu sinni í viku og rótar öllu til og kallar ar það að taka til. Eftir þennan bölvaðan umsnúning hennar get ég venjulega ekki fundið nokk urn skapaðan hlut.“ „En hvemig komust þér í kynni við systur Philips?" „Það var hún, sem komst í kynni við mig. Hún var áður vitlaus eftir fólki, sem hún hélt, að væri efni í eitthvað. Það var áður en maðurinn hennar slas- aðist. Vesalings maðurinn. Nú er þetta auðvitað breytt, en hún býður mér ennþá heim til sín. Eg held hún hafi ennþá veika von um að ég eigi eftir að verða annar Cruikshank". Hann hló lágt. „Fólk er skrítið, finnst yður ekki?“ „Eg hugsa, að henni geðjist að yður.“ „O, ég veit ekki. Eg sé ekki, hvers vegna henni ætti að gera það. En hún veit, að ég er allt- af til, þegar hana vantar ein- hvern til að hlaupa í skarðið. Og maður fær líka gott að borða hjá henni.“ „En þér erað ekki fátækur?" spurði Buddy, því hún áttaði sig ekki fullkomlega á þessu. „Það fer eftir þvi, hvaða skilning þér leggið í fátækt. Eg er ekki milljónari eins og Asht- on, en ég hef allt, sem ég þarfn ast. Eg fék-k töluverðan arf eft- ir hana móður mína.“ Hann varð að stöðva bílinn vegna umferð- arinnar, og hann leit á Buddy og sagði: „Auðvitað geri ég ráð fyrir að ef ég gifti mig nokkurntíma, þá yrði ég að lifa „Eg sagði yður, hvað bar til þess. Presturinn er frændi minn, en satt að segja fór ég efcki eingöngu til að þóknast honum. Eg fór til að teikna. myndir af þessu skrítna fólki, sem ég vissi, að mundi vera þar. Þar á meðal náði ég einni ágætri af yður.“ „Finnst yður þá ég vera skrít in persóna." „Nei, hamingjan hjálpi mér. Eg teiknaði yður sem mótsetn- ingu við allt hitt fólkið. Eg skal sýna yður teikninguna einhvem daginn.* 4 „Þér ætlið að sýna mér heil- mikið „einhvem daginn“,“ sagði Buddy í stríðni. „Jæja, í kvöld ef þér viljið. Við getum farið heim til mín eftir sýninguna og lagað okkur kaffi. Hvað segið þér um það? Það væri gaman. Það hefur komið þangað til min alls konar fólk í smápartí. Við getum líka steikt okfcur egg, ef þér viljið,,. Buddy hló. Hún hafði aldrei kynnzt svona manni áður. „Eg held ég ætti að fara beint heim. Það yrði annars svo framorðið, ef ég færi heim með yður.“ „Hvað kallið þér framorðið? Eg fer aldrei að sofa fyrr en fjögur eða fimm á morgnana. En hér erum við komin. Þetta er leikhúsið. Sýndur var söng- og gaman- leikur. „Það getur ekki verið mjög gott,“ sagði Glen á sinn hrein- skilnislega hátt. „Annars hefðu mér ekki verið gefnir miðarnir. Og ef okfcur leiðist, þá getum við farið eitthvað annað.“ „Mér mun ekki leiðast,“ full- vissaði Buddy hann „Eg hef ekki oft komið í leikhús, en ég hef alltaf skemmt mér.“ Og hún skemmti sér prýði- lega, en Glen geispaði af leið- indum og dundaði við að þetta væri æsispennandi, og að þarna væri líf, sem hún hefði. aldrei komizt í tæri við.‘ „Það étur, drekkur og dans- ar,“ sagði Glen. „Þetta er lítill staður. En þeir hafa dásamleg- an píanista, og það hefur ekki lítið að segja. Eg þykist vita, að gerð verði rassia þar eins og á öllum hinum stöðunum, en til þessa höfum við sloppið." „Rassia!" sagði Buddy for- viða. „Því í ósköpunum?“ En í troðningnum í gangin- um fór spurning hennar fram- hjá honum. „Eg held ég ætti að fara beint heim aftur,“ sagði Buddy, er þau óku af stað á ný. „Ef við gerðum það eitt, sem við ættum að gera, væri lífið ekki þess virði að lifa því,“ sagði Glen. „Staðurinn er héma rétt hjá — aðeins fyrir hornið. Við þurfum efcki að ílengjast þar, ef yður lízt ekki á hann.“ En Buddy fannst þetta mjög spennandi, og spenningurinn var alltað því orðinn að ótta, þegar Glen leiddi hana að mjög óveglegum dyram, sem hefðu alveg eins getað verið að fjósi eða hesthúsi, og niður tröppur, sem lágu að öðrum dyram. Þar var loku skotið frá, þegar hann barði að dyrum, og andartaki síðar var þeim hleypt inn. Þegar inn var komið, þóttist Buddy aldrei hafa komið á stað, sem værí svo þéttskipaður, heitur og hávaðasamur. Fólkið dansaði, át og matbjó í einu og sama herberginu, sem þó ekki var mjög stórt. Luktirnar, sem héngu á bitum í loftinu, voru eins og götuljósker frá miðöld- um. „Þetta er gamall vinkjallari,“ sagði Glen til skýringar. „Eg held það sé bezt að þú látir mig fá kápuna þína, fatageymsl an er sjálfsagt yfirfull." Hann tók við kápunni henn- „Já, mjög oft. Eg kann ágæt- lega við mig, hér er allt svo frjálst og óþvingað, og allir geta hagað sér eins og þeim sýnist.“ Buddy tók eftir því, að fátt af fólkinu var uppdubbað. „Hvaða fólk er þetta?“ hvisl aði hún. , Glen var sfcemmt. „Þetta er bara venjulegt fólk. Frægt sumt af því. Sérðu ná- ungann þarna með rauða hárið — nei, þennan sem er að reykja vindil. Það er Mouehin, celló- leikarinn, og stúlkan, sem er með honum, er Fay Dysart, danemærin.“ Buddy tókst öll á loft. Henni fannst hún allt í einu komin í nýjan heim. Sem snöggvast var Philip og allt sem hann var full trúi fyrir í hennar lífi, gleymt. Hún borðaði með ánægju eggin og fleskið, en eftir fyrsta sop- ann af vininu snerti hún það ekki meir. Henni fannst það sterkt og lákast ediki. Mjög ó- likt kampavíninu, sem hún hafði fengið hjá Isabel Stev- ens kvöldið áður. „Munduð þér vilja dansa?’’ spurði Glen, og Buddy kvaðst það gjaman vilja. „Og stendur þetta yfir fram á morgun ?“ spurði Buddy. Skammarleg framkoma Framhald af 1. síðu. þessa manns „yfirhöluð“ fyrir tæp 23 þús. kr., eem eigandi greiddi auðvitað sjálfur, en síð an hafa komið smávægilegar rispur á bílinn, óverulegar hver um sig, en leiðinlegar á ný- legri bifreið. Gefa fæstir bíl- stjórar skýrslur til tryggingafé- laganna þegar bifreið rispast lítilsháttar, enda ekki talið að taki þvi. Auk þeas sagði skoð- unarmaður Sjóvá, að ekki lægi á slíkum skýrslum, sérstaklega bráðlega. FULLTRtri UMHVERFIST Þegar bifreiðastjórinn kom nú með bifreið sína til að sýna fé- laginu, trúnaðarmanni þess, risp ur þessar og krafðist, að það greiddi lagfæringar á þessu, brást fulltrúi félagsins hinn versti við, kvað félagið ekkert borga því vera mætti að þessar rispur hefðu komið áður en nýj asta kaskó-tryggingin var tek- in. Var liann hinn versti og nálega rak viðskiptavininn burtu, eftir viðskipti frá árinu 1942. Þetta var afgreiðslan fyr- ir mann, sem greitt hefur ár- lega a. m. k. tru þúsund krón- ur, nú sextán þúsund til félags- ins. Svona framkoma er svo ein stærð og svívirðileg, að raun- verulega er hún refsiverð. ÓÞOLANDI AFSTAÐA — ENDURBÆTUR NAUÐSYNLEGAR Maður þessi mun að vísu ekki hafa fleiri viðskipti við þetta félag. Framkoma þess er í alla staði með þeim rennusteina- brag, sem er alls ósæmandi. Við getum nefnt nöfn allra þeirra, sem við sögu koma, og Ieitt sannanir að öllu sem hér er sagt. Menn tryggja farartæki sín eða vinnutæki í góðri trú fyrir tugi þúsunda, en þegar smávægilegar bætur erii annars vegár, þá leika félögin svona leik í skjóli þess, að viðsldpta- vinurinn muni láta það gott heita. Annars verður að gæta þess, að félögin vanda hvergi nærri nógu vel til eftirlits né eftirlitsmanna, heldur rekast og þvælast fyrir þegar kröfurnar koma unz enginn veit hvar hann stendur. Þetta er ekki eina dæmið, en það er nærtækast, ekki það versta né heldur það bezta, af mörgum hildarleikn- um, sem bifreiðastjórar hafa átt við tryggingarfélögin. SAMKEPPNI — VINSÆLDIR Það er sögð samkeppni milli þessara félaga og vissulega er hún sízt minnst í sambandi við bifreiðatryggingar. Svona dæmi eru ekki til þess að auka vin- sældir né viðskipti hjá fyrir- tækjunum, því að vitað er að til eru tryggingarfélög liér í höf- uðstaðnum, sem ekki hafa leik ið svona leik, og hafa betra eftiriit og mannskap en önnur. GREIÐI Forstjóra Sjóvá er í lófa lag- ið að fá allar upplýsingar um þessi mál, sem hann auðvitað getur ekki vasazt í sjálfur, enda ekki til ætlazt þar sem hann hefur mannskap til þess arna. En vissulega er honum greiði gerr með því að láta liann vita, að kurr er í ýmsum viðskipta vinum þess, og svona þverhaUs háttnr af hálfu starfsmanna í garð viðskiptavina er fyrirtæki, sem hefur gott orð, til óleiks eins en ekki annars.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.