Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.02.1964, Side 3

Mánudagsblaðið - 17.02.1964, Side 3
Mánndagur 17. febráar 1964 Mánudagsblaðið 3 Ritstjóm og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 í lausasölu; áskrifenda- gjald kr. 260,00. Súni ritstjómar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans, 17. aidar vitleysan 1964 — Vökulög barnanna „Vökulög b’arnanna" er eitt nýjasta dæmi um þá erkiekkisinn hræsni, sem oft virðist grípa þing- menn okkar, þegar þeir ekki hafa annað betra að gera af sér. Nýlega fluttu nokkrir þingmenn krata þingsályktunartillögu um, að sett yrðu „vökulög", sem gerðu ráð fyrir hámarksvinnu barna og ung- linga, en lög þessi eru í fullu samræmi við endi- vitleysu þá, sem hér var haldið fram, þegar rætt var um unglingaþrælkun og aðra áþján á íslandi . . . fyrir nokkrum árum. Vissulega var sú tíð, að börn voru þrælkuð, ekki aðeins hér heldur og í nágrannalöndunum. Þessi tíð er löngu horfin og ekkert barn í dag getur kvart- að um þrælkun eða áþján, hvað vinnu snertir. Hins' vegar er það staðreynd, að börn og unglingar hafa nú yfírleitt hæga vinnu og ábatasama, svo ábata- sama að gróði þeirra eða kaup, er þeim miklu hættulegri en hið líkamlega erfiði. Flutningsmenn þessarar tillögu finna það til síns máls, að skort- ur sé á vinnuafli og sótzt eftir æskulýðnum meira en góðu hófi gegnir. Vissulega er sótzt eftir vinnu- afli, jafnvel unglingum, en ekkert foreldri og ekk- ert barn er neytt til vinnu og vinna almennt eins og hún nú er er mjög létt likamlega. Þá telja fyrir- svarsmenn tillögunnar, að börn fari á mis við eðli- legar tómstundir og „holla útivist". Það væri ansi gaman ef flutningsmenn gætu bent á EITT EIN- ASTA tilfelli þess, að krakkar eða unglingar verði af skíðaferð eða annarri svipaðri hollustuferð, dansleik eða hollri útiveru annarri, vegna þess að vinna bindi þau á vinnustað. Þess er ekkert dæmi á íslandi, að nokkur einn í þessum aldurshóp þurfi að láta nokkuð á móti sér í þessum efnum. Tillaga af þessu tagi er ekki annað en einn aukadindill- inn í viðbót við öll þau óhugnanlegu lög og regl- ur, sem eru að sliga þjóðina. Hvorugur flutnings- mannanna hefur annað markmið að bezt verður séð en það, að gera sig ódauðlegan á blöðum þings- ins og má mikið vera ef einhverjum þingmanna verði ekki einhverntíma hált á svona uppskafn ingshætti og stertimennsku. „Vökulög barnanna" eins og kratablaðið kall- ar þessi lög er ekki annað en ákaflega óraunhæf tillaga um mál eða vandamál, sem ekki er fyrir hendi og á 'sér engan tilverurétt. Það er undarlegt að ekki eldri menn en flutningsmenn skuli ljá svona vitleysu nafn sitt, en hvað gera menn ekki fyrir frægðina. Þjóðin býr vel og áratugir síðan við þurftum að reka óharðnaða unglinga til vinnu. Þjóðin hefur á öðru þörf nú, en þessari reginfirru og svo mun vera einsdæmi að á íslandi eða í Evr- ópu eða Vesturheimi skuli vera til menn, sem hljóma eins og uppvakningar frá 17. og 18. öld. Það er ansi líkt því eins og flutningsmenn tillög- urnar hefðu síðari vikurnaar séð of margar Oliver Twist-myndir. en bara ekki tekið eftir ártalinu. Flutningsmenn hefðu orðið riddarar alþýðunn- ar og kúgaora barna á fyrri öldum. Övíst er nú, hvort börnin árið 1984 þakki þessum heiðursmönn- um, að banna beim að vinna fyrir sér. Það er ekki alveg nóg að íá holt loft. Það skaðar ekki að hugs- unarblærimi sé ögn ferskari. ! ! I KakaH skrífar: hreinskilni sagt Leiftrandi vopn á himni siðvæðíngarinnar ~ x4ron Kauphallarforstjóri fylkir liði — Allsherjar vitlausraspítali — Övenju tímabær hvatning- arorð — Þjóðin að vakna — Þjóðarböl leyst — Coea Cola hreinsar allt * Þegar stói-mál eru á döf- inni og miklir menn í þjóð- félaginu leggja sinn skerf til málanna fer ekki hjá því, að alþýðumenn, eins og t.d. ég hrífist. Um þessar mund ir eru ýmis skemmtileg spill ingarmál til umræðu, og verður Alþýðubl. einkum tíðrætt um þessa voðalegu eymd, orsakir hennar og merkar tillögur til úrbóta. Per vel á þvi, að eini flekk- lausi flokkurinn skuli þann- ig hefja sókn á vígvelli sið- gæðis, og munu fá vopn á lofti nú, sem blika eins fag urlega og vopn flokksins og blaðsins hans. Sá tími var, að vísu, að sumir köstuðu illyrðum í garð einstaklinga innan flokksins og sökuðu þá um víxlspor á sviði fjár- mála, en þau ár etru liðin, og nú, þegar „stórir" menn innan stóru flokkanna heyra marra í fangelsisdyrum, þá er gott, að hinn slcæri lúður blástur Alþýðublaðsins hljómar yfir þessu synda- djúpi, sem þjóðin öll horfir aðgerðarlítil upp á. Það var ekki fjarri því, að mér vöknaði um augu; þegar mitt í öllum ósómanum heyrðist ákveðin og ógn- þrungin rödd Arons Kaup- hallarforstjóra, hins skel- egga útvarðar hinnar frjálsu samkeppni. Aron er bæði blettlaus og flekklaus og sönn Ieiðarstjarna á þessum tindrandi himni umvöndun- ar. Ferill hans er prýddur ilmljúfri fegurð, sverð hans er bjart, og allir, sem til fjármála kunna, þekkja hans heilbrigðu viðbrögð, þegar vegið er að anda frjálsrar samkeppni. Aron er ómyrkur í máli, eins og frændi hans á Sturlungaöld, bendir í greinarkorni sinu í Alþýðublaðinu réttilega á, að hann sé u.þ.b. sá eini, sem mark sé á takandi í þessum „alls herjar vit- lausraspítala, þar sem lækn- irinn er í fríi“. Allt, sem hann segir í umræddri grein, er frumlegt og áður óheyrt í íslenzkum blöðum. Menn • em slegnir niður, nöfnin ekki bir.t, húsaleigulögin æ ofan í æ brotin, krónan lækkar, hlífiskildi er haldið yfir misyndismönnum, misk- unnsemi þjóðfélagsins er allt réttlæti að drepa, og að lok- um spyr hann þrumandi röddu, þessi einstæði hóp- andi í eyðimörkinni: Hvenær verða þau talin, óhappaverk in, sem framin eru af póli- tískum ástæðum? Og kapp- inn svarar, svar sem um munar: Þið, sem eigið að sjá um rekstur þjóðfélagsins — upphrópunarmerki — Þvoið slepjuna af höndum ykkar, svo að þær verði ekki eins hálar, þegar þið þurfið að taka á einhverju. Þetta eru ný orð, nýtt við horf og frumlegt. viðhorf, sem öðrum hefur dulizt, unz Aron, einn manna, þorði að koma því á framfæri, und- ir nafni og með mynd (góðri mynd). Og þessi orð falla ekki í ófrjóan jarðveg. Við munum það allir Reykvíking ar, þegar til stóð, að Bænda höllin skyldi reist. Þá bjó Aron að Hótel Borg, og Bændahöllin var bein ógnun við Borgina. Var þá mót- mælt, var þá ógnað? Ónei, alvörublöðin birtu greinar um bændahöllina og hvöttu til, að hún væri byggð, og það var almannarómur, að það væri einmitt Kauphallar forstjói-inn, sem þannig ó- hfræddur byði heim hættunni. Það var sko ekki neinn lim ur af þeim allsherjar vit- lausraspítala, sem þá réð. Þetta var útrétt hönd hins frjálsa framtaks, og menn sáu hana hefja fána þess á loft og veifa — í ákafa. Síðan hafa mörg ár liðið, og margt breytzt. Enn lifir Borgin, Aron og Kauphöllin, og Bændahöllin hjarir á sinn hátt. En ógnin er ekki horf in. Alþýðublaðið sér skelf- inguna og hleypur til varna, en skortir' liðsmenn. Og sjá — þeir koma, allir ferskir og allir hreinir. Þvoið ykkur hrópar fyrirliðinn, svo þið verðið ekki sleipir. Þetta eru sterk orð — ekki hefðu gömlu kempumar látið slík friunarorð sem vind um eyru þjóta. Þeir hefðu þveg ið sér, þótt það hefði drepið þá. En upp úr hverju? spyrj- um við —- hugfangin alþýð- an. Vatnið dugær ekki — það vantar í það svo mörg hreinsandi efni. Mjólkin er of dýr, og börnin þurfa hennar. Því ekki Coca Cola ???? Kókið hreinsar a.m.k. bíl- rúður, sem eru orðnar olíu- bornar, hálar og sleipar. Coca CoIa er einmitt þvotta efnið, sem fyrirliðinn hrópar á. — Og það er ódýrt. Á þessum „allsherjar vit- lausraspítala" fæst þó Kók — kaldur Kók og heppileg- ur til þvottar. Og til að fylgj ast með leiðtoga okkar, þá ! i kaupum við af honum þetta undravatn. Á Hótel Borg fæst gnægð af Kók — flaskan kostar ekki nema litlar k. 24,00 tuttugu og fjórar — ekkert gler fylgir. Verksmiðjan sel ur kókinn út á tæpar þrjár krónur en kostnaður á þess um „vitlausraspítala" er að- eins 21 kr. frá verksmiðju að sölustað. Þessvegna skul um við öll þvo okkur úr Kók, þessir syndugu menn, sem skiljum ekki, að mitt á meðal vor er bjartur brand- ur, sem allt meiu vill skera k burtu. Aron þekkir spilling- * una, en vill engan þátt eiga að henni og hefur aldrei átt né viljað eiga. Honum verð- ur ekki kennt um „vitlaaisra spítalann“, sem þjóðin rek- ur. Það er gott, að þjóðin hefur átt og á enn sína Arona, jafnt á sturlungaöld- inni sem viðreisnaröMinni. „Af mjóum þvengj,um læra hundarnir að stela,“ stendur í fyrirsögn greinar þeirrar hinnar miklu, sem Aron rit- ar undir. En sá málsháttur varð til áður en þjóðin varð „vitstola“, áður en Kókið, undralyfið og uppþvottarefn ið, kom í gang. Það er kom- inn tími til, að við leggjum betur við Mustirnar, þegar til máls taka hreinlyndir menn, bjartsýnir menn og leiðtogaefni, eins og nú þró ast við Austurvöll, steinsnar frá Jóni Sigurðssyni. Aron Kauphallarforstjóri getur, eins og einhver í góðu bókinni gerði, sagt: „Ég þakka þér guð .... o.s.frv. Og fleirum en guði mun vökna um augu. Að gefnu tilefni ítrekar Húsnæðismálastjórn fyrri tilkynningu sína um að hér eftir verða allar teikningar, sem berast með lánsumsóknum að vera áritaðar af viðkomandi bygg- ingaryfirvöldum, byggingamefndum. Með hliðsjón af framansögðu er því hér eftir tilgangs- laust að sækja um lán út á hús eða einstakar íbúðir sem ekki hafa hlotið áritað samþykki fyrrgreindra aðila. Húsnæðismálastofnun ríkisins. Laus staða Staða talsímakonu við utanlandsafgreiðslu er laus til umsóknar. Áskilið er að umsækjandi hafi gagnfræða- próf og sé vel að sér í dönsku og ensku, sérstaklega talmálinu. Væntanlegir umsækjendur verða látnir ganga undir próf í þessum tungumálum. Laun samkvæmt 9. launaflokki. Umsóknir sendist póst- og símamálastjórninni fyrir 25, febrúar 1964 á sérstökum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu póst- og símamálastjóra. Reykjavík, 4. febrúar 1964. Póst- pg símamálastjórnin.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.