Mánudagsblaðið - 18.05.1964, Síða 2
2
Mánudagsblaðið
Jónas Jónsson frá Hriflu:
Tunglspeki og þjóíarsjónvarp
Fyrir skömmu var ung, fal-
leg og velmenntuð stúlka í
borginni að tala um daglega
atburði við utianbæjarmann.
Talið barst að ævisögu Hannes
ar Hafsteins. Ungfrúin lét
orð falla á þá leið að hana
minnti að hún hefði heyrt þann
mann nefndan.
Utanbæjarmaðurinn fann að
ungfrúin var eðlisgreind og af
afstöðu hennar var honum
ljóst að hún átti heima í nokk-
uð háum flokki í kjaradómi.
Hún bjó þess vegna að allmik-
illi skólagöngu eins og rikis-
valdið skiptir þeim gæðum. Ef
eitthvað mætti finnia að þroska
hennar þá var það mannfélagið
ritt sem vanrækir skyldu sína
við ungviði, sem það tókur í
skyldunám frá barnæsku og
fram á fullorðinsár.
Islenzk ungmenni sem hafa
ekki lært neitt um ævi og störf
Bannesar Hafstein skifta mörg-
um hundruðum en eiga það
sameiginlegt að þau hafa ó-
Ijósar hugmyndir um þjóðlíf Is-
lendinga frá dauða Jóns Sig-
urðssonar og þar til þau byrja
að lesa Mbl. Þetta kemur víða
fram í almenn. umræðum. Ný-
verið ritaði ungur lærdómsmað-
ur með fullkomin, há skólapróf.
um sögu íslands eftir 1874. Ber
sýnilegt var að hann gerði ráð
fyrir að sú merkilega kynslóð
sem lyfti þjóðinni með risatök-
um frá 1874 og fram yfir alda-
mót í stöðugri baráttu við alls
konar erfiðleika og heimskt
danskt vald í ofanálag. Sú
hætta sem fylgir þessu þröng-
skorðaða andlega uppeldi er vel
til þese fallin að skapa tungl-
spekinga. Það fólk er líka til
hjá stórum þjáðum í stórum
löndum. Einna frægastir eru
þeir vitringar sem undirbúa
heimsóknir til tunglsins og
jafnvel víðar um stjörnugeim-
inn án þess að hafa af því
önnur not en skyndilegan dauða
við leiðarlok, fjarri ætt og upp-
runa. Hættan við þetta undir-
stöðulitla uppeldi er enn mein-
legra í litlum löndum heldur en
hjá stórþjóðum. Þar koma til
greina fleiri straumar heldur en
í smálöndunum.
Sennil. hæfi'r bezt að kalla þá
menn tunglspekinga sem kunna
ekki fótum forráð en glíma við
ýmiskonar himinljós eða leift-
ursiur. Gylfi Gíslason ráðherra
hefir flutt langa tölu um sjón-
varpsþörf Isiendinga og látið
gamminn geysa. Þjóðarsjónvarp
á að koma á Islandi. Eftir á-
ætlunum tunglspekinga á það
að kosta nokkur hundruð millj-
ónir. Hér þarf volduga miðstöð
upp á háu fjalli og fjölmörg
útvirki víða um land. Þettia er
dýrt fyrirtæki og það mun á-
reiðanlega þurfia mikla fram-
kvæmdamenn til að gera þessa
hugsmið að veruleika.
Sýnilegt er að tunglspeking-
arnir hræðast mjög sjónvarps-
stöð vamarliðsins í Keflavik.
Sú stöð virðist vera vinsæl í
höfuðstaðnum. Þrjú þúsund
móttökutæki munu vera starf-
andi í bænum. Fólkið hefur
langað til að fá þessa nýung.
Varnarliðið hefur hvorki löng-
un eða aðstöðu tii að telja Is
lendinga á að setja upp heimil-
ilsstöðvar. Stöðin í Keflavik
fékk heimild til stækkunar og
endurbóta í fyrra. Það leyfi
hlýtur að vera fengið fyrir at-
beina góðborgiam í Reykjavík.
Varnarliðið hefur endurbætta
stöð fyrir sitt heimafólk en að
öðru leyti hefur vamarliðið
engan ávinning af stækkuninni.
Afnot sjónvarpsins eru ókeyp-
is eins og margt fleira sem
sótt hefur verið í Vesturbæ-
inn. Sjónvarpið er tómstunda-
gaman fyiir þá Vestmenn, sem
dvelja hér á fremur tilbreyt-
ingarlausum útskaga eftir
beiðni allra borgaraflokka ls-
lendinga um varnarlið til vam-
ar íslenzku þjóðinni móti ugg-
vænlegri innrás frá framandi
þjóð. Allt öðru máli er að
gegnia um sjónvarpsstöð Islend
inga. Eins og landshættir
eru hér á Fróni er sjónvarps-
notkun í senn bæði dýr og tor-
veld í framkvæmd. Þar að auki
hafa Xslendingar nú um allt
anniað að hugsa heldur en þær
fréttir sem fólk kynnist nógu
vel úr blöðum og útvarpi svo
sem manndráp á Kípur, hem-
aðarátök í Anabalöndum eða
ævintýri soldánsins á Zansibar.
Mótstaða gegn sjónvarpi á Is-
landi er réttlætanleg af því að
hér er um mjög dýra og ófull-
komna fræðslu og skemmtun
að ræða. En að því leyti sem
tunglspekingar vam við sívax
andi enskum áhrifum af sjón-
varpi, þá er hér helzt til seint
til vopna gripið móti hinu sig
ursæla hemsmáli Breta. Við
kennum ensku í öllum skólum
meim en önnur mál og í mun
og veru meira en móðurmálið.
Við kennum unglingum á
fermingaraldri að reyna að rita
ensku, sem er þó þarflítið fyr
ir flestalla Islendinga, enda er
sú kunnátta oftast dauður bók
stafur. Ofan á alla enskuna í
skólunum koma svo hinar al-
voldugu ensku og amerísku
kvikmyndir sem fylla dag út
og dag inn Öll stór og lítil kvik
myndahús. Ofan á allt heima-
nám bæta Islendingar við sí-
felldum dvölum í enskum og
amerískum skólum og löngum
ferðalögum um enskumælandi
lönd. Þessi dæmi eru ekki hér
tekin til að mótmæla námi
enskrar tungu þó að óþarflega
miklum bíma sér til þessa
náms varið í skólum, heldur til
að vara tunglspekingana við
þeirri skemmtilegu hræsni og
ótta við enska tungu, þar sem
þjóðin sjálf hefur opnað allar
dyr í skólum, bókum, myndum
og mæltu og rituðu máli fyrir
enskri tungu.
Þegar menntamálaráðherra
íslends flytur þjóðinni þau tíð-
indi að sjónvarp sé á næsta
leiti.þá er þetta vítaverð fram-
koma frá mörgum sjónarmið-
um. Þjóðarsjónvarp er undir
núverandi kringumstæðum al-
gerlega ofurefli Islendinga
bæði fjárhagslega og að því er
snertir andlega orku. Við fætur
ráðherranna liggja óafgreidd
fjölmörg nauðsynjamál sökum
þess að stjómina skortir fram-
kvæmdarþrek, peninga og
vinnuafl. 1 menntaskólanum
eru 700 nemendur á raunveru-
legum vergangi. Húsið sæmi-
legt fyrir 200 nemendur en
þeir eru 900. Nú verður að
marghlaða bekkina í gamla
sikólanum og leigja stofur til
kennslu úti í bæ. Náttúrugripa
safn ríkisins er húsnæðislaust
en því komið fyrir í verk-
smiðjuhverfi í óviðeigandi húsa
kynnum. Stjómarráðið er hús-
lauist en hefur þó til umráða
bæði úrvals hússtæði og nokkra
sjóði, en þá skortir vinnuafl
og fleira. Enn vantar landið
viðimanlegt fangelsi í höfuð-
staðnum fjrrir sína mörgu
þjófa. Þá vantar landið viðun-
anlegt spítalaihúsnæðí fyrir 300
geðsjúka menn sem hvergi fá
þak yfir höfuðið. Ekki er
byggt skýli þeim til handa og
bjargar.
Gylfi ráðherra og stallbræð-
ur hans hafa horft of lengi á
hræringar tunglsins undan-
gengnar nætur áður en þeir
lögðu út í að prédika um hin
væntanl. mannvirki þjóðarsjón-
varpsins á tindum fjalla víða
um land. Vel mætti ráðherrann
minnast þess þar sem hann er
auk ráðherradóms í stjóm Þjóð
leikhússins. Þar er hálfsteypt
bráðnauðsynleg geymsla rétt
við húsið fyrir hinar sívaxandi
eignir leikhússins. Ráðherra
tók ákvörðun um þetta bygg-
ingarmál með öðrurn nefndar-
mönnum og þjóðleikhússtjóra.
Síðan var geymslan byggð,
veggir og þak úr steinsteypu
en skortir síðasta frágang. Síð
en eru liðin mörg ár. Veggir
og þak grotna af ónógri hirð-
ingu. Gylfi veit að hann ber
ábyrgð á þessari bjánalegu
vanrækslu, en bætir ekki úr
skák en lætur móðan mása um
framkvæmdir sem eru meir en
óþarfar og auk þess óviðráðan
legar sökum ónógrar tækni,
fátæktar og dreyfbýlis í land-
inu. Betur fóVst Jóni Þorláks-
syni þegar Ásgeir greip fé
Þjóðleifchússins meðan húsið
stóð fokhelt. Jón bað Alþingi
að skilja eftir af hinum burt
flutta sjóði nægilegt fé til að
slétta steypu veggi hússins og
það var gert. Jón Þorláksson
bjargaði megin byggingunni,
sem hann stóð ekki að. Gylfi er
á góðri leið með að láta grotna
niður geymsluhús leikhússins,
sem hann ber persónul. ábyrgð
á og er í stjórn leikhússms.
Sjónvarpið er óþarft og ó-
viðráðanlegt fyrir litla þjóð í
fjallalandi. Allar bollaleggingar
Með íslenzkum
fararstjórum
sumarið 1964
Margra ára reysla að baki tryggir farþegum okkar skemmtilegt og snurðulaust ferðalag
undir leiðsögn reyndra fararstjóra. Flestar ferðir okkar eru farnar óbreyttar ár eftir ár.
Vinsælar og viðurkenndar ferðir af þeim f jölmörgu, sem reynt hafa.
NORÐURLANDAFER® 1. JtJLl — 17 DAGAR,
Flogið til Bergen og farið þaðan í viku ferðalag um hinar undurfögru norsku fjarða- og
dalabyggðir. Leiðin er skipulögð um margar af heimabyggðum íslenzku landnámsmann-
anna. Dvalið í Osló og nokkra daga í Kaupmannahöfn áður en farið er heím
B.YGGÐIR VESTUR-ÍSLENDINGA OG HEIMSSÝNINGIN, 27. JÚLÍ — 7—30 DAGAR.
Þessi ferð er miðuð við Heimssýninguna í New York og ferðalög um byggðir Vestur-ís-
lendinga í Kanada og Bandaríkjunum. Dvalið verður á Gimli á hinum veglegu hátíðahöld-
um íslendingadagsins á 75 ára afmæli íslen/.ka Iandnámsins í Nýja íslandi, þar sem Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra verður heiðursgestur, sem fulltrúi íslen/ku þjóðarinnar. Þeir
sem hakla ferðina á enda fara vestur á Kyrrahafsströnd. Tilvalin ferð fyrir þá sem heim-
sækja vilja ættingja og vini Vestanhafs, skoða Ameríku og heimssýninguna. Flogið er allar
langleiðir.
PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS, 26. ÁGÚST — 18 DAGAR.
Þessi ferð til eftirsóttustu ferðamannastaða Mið-Evrópu er bæði skeinmtileg og tilbreyt-
ingarík, en þó róleg, þar sem ekki er farið of hratt yfir. I París fær fólk tækifæri til að
skemmta sér í heimsborg gleðinnar og njóta þess að dvelja í hinni undurfögru borg á Signu-
bökkum. Dvölinni í hinum fögru og glöðu Rínarbyggðum gleymir enginn. Farið er með
skemmtibátum á Rrá og tekið þátt í hinni óviðjafnanlegu Vínhátíð Rínarbúa, sem haldin
er meðan ferðafólkið dvelur þar. Loks er dvalið í Lu/ern, sem af mörgum er talin fegurst
af mörgum fjallaborgum Alpalandsins. Meðan dvalið er þar gefst fólki ltostur á að fara í
tveggja daga ferð suður yfir Gotthardskarð til Italíu.
EDINBORGARHAtIÐIN, 23. ÁGÚST — 7 DAGAR.
Flogið er t.il Glasgow og ekið þaðan til Edinborgar, þar sem dvalið er á frægustu lista-
hátíð Evrópu, sem einnig er orðin einskonar samfelld skozk þjóðhátíð með dönsnm, leikj-
um og söng. Farið I stutt ferðalög um liinar undurfögru byggðir skozku hálandanna, en
auk þess gefst góður tími til hvíldar og dvalar í hinni fögru hö.fuðborg Skotlands. Ödýrt
og skemmtileg ferð, fyrir þá. sem ekki ætla í langa utanlandsferð I ár.
iTALÍA 1 SEPTEMBERSÓL, 2. SEPTEMBER — 21 DAGUR.
Þessi ferð hefur reynzt óskaferðin til ítalíu, því viðurkennd dönsk ferðaskrifstofa hefur tek-
ið upp okkar ferðaáætlun og notað fyrir vandláta ítalíufara. Flogið héðan til Mílanb, elíifl
síðan stutta áfanga og dvalið 2—4 daga í sögufrægustu og fegurstu borgum Italíu,
Feneyjum, Florenz, Sorrento við Napoliflóann og fimm daga í Róm. I stað þess að aka
tii bakaa upp alla Italíu siglum við með glæsilegasta hafskipi Itala, Leonardo da Vinci
33.000 smál. með 3 sundlaugum og glæsilegum veizlusöium á næst dýrasta farrými til
Cannes í Suður-Frakklandi, ökum þaðan stutta leið til Nizza og dveljum þar í nokkra daga
áður en flogið er heimleiðis með viðkotnu í Londin, eða Höfn að vild. Þetta er vönduð
ferð fyrir þá, sem njóta vilja septembersólar í fögrum byggðum og frægum borgum Suð-
urlanda.
SlÐSUMARDAGAR A PARADlSAREYNNI MALLORCA, 4. SEPT. — 16 DAGAR.
Flogið til Mallorca og dvalið þar í hálfan mánuð á góðum hótelum, m.a. Bahia Palace og
Sant Ana, se mhundruð Sunnufarþega þekkjafrá okkar vinsælu páskaferðum. Á heimleið-
inni er stanzað tvo daga í London og hægt er að framlengja ferðina þar á eigin vegum
Mallorca er sannkölluð paradiís á jörð fyrir þá sem þekkja til og þangað leitar fólk ár eftir
ár, enda orðinn fjölsóttasti ferðamannastaður Evrópu.
LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN, 22. SEPT. — 12 DAGAR.
Þessi ferð var í fyrsta sinn farin í fyrra og hlaut þá vinsældir. Þetta er stutt og ódýr
ferð, þar sem fólki gefst góður tími til að kynnast þremur helztu borgum Norður-Evrópu,
sem þó eru allar mjög ólíkar. Heimsborgin London með sín miklu tízkuhús og sögufrægð
Amsterdam sem spegast í fljótum og skurðum Hollands og Ioks Kaupmannahöfn, borg-
inni við Sundið, þar sem Islendingar eru alltaf eins og hefma hjá sér, í glöðum og góðum
félagsskap.
ITAUA OG SPÁNN, 25. SEPTEMBER — 20 DAGAR.
Þetta er óvenjuleg ferð, þar sem fólki gefst kostur á að kynnast Italíu og Spáni í sömu
ferð og sigla með glæsilegu hafskipi Itala Cristoforo Colombo, sem er 34.000 lestir. með
sundlaugum og veizlusölum. Með skipinu er farið frá Napoli til Gibraltar. Flogið er til
Rómar með viðkomu í London. Þaðan ekið til Napoli og Sorrento og dvalið þar við
Napoliflóann. Siglt út tii Oapri. Eftir hina skemmtilegu ferð með hafskipinu milli Napoli
og Gibraltar er ekið um sólströnd Spánar og dvalið í hinum víðfræga baðstrandarbæ
Torremolinos við Malaga Þeir sem ekki nota allan tímann á baðströndinni þar, skreppa
í skyndiferð til Tangier í Marokko. Frá Malaga er ekið hina undurfögru fjallaleið norður
um Granada til Madrid. Þaðan er flogið heim með viðkomu í London.
Allar Sunnuferðir eiga það sameiginlegt að eingöngu eru notuð góð hótel, sem þekkt eru
að því að hafa góðan mat og þjónustu. Engar þreytandi bílferðir. Flogið eða siglt með
Skemmtiferðaskipum lengstu áfangana. Reyndir fararstjórar, sem hafa allt að fimm ára
reynslu við fararstjórn í vinsælustu SUNNU FERDUNUM. I öllum ferðunum getur fólk
framlengt dvölina erlendis og flogið heim síðar með áætlunarflugvélum.
Við gcfum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þá sem reynt hafa. Mörg hundruð á-
nægðra viðskiptavina hafa fcrðazt á vegum SUNNU í hópferðum og sem einstaklingar.
Margir ár eftir ár og oft á ári. Vitnisburður þessa fjömenna hóps viðskiptavina er okkar
bezta auglýsing.
Ferðaskrifsofan
SUNNA
Bankastræti 7.
Símar 16400 og 21020.
Biðjið um nákvæmar ferðaáætlanir.
Komið, skrifið eða símið
PANTIÐ SNEMMA, þegar eru margir
skráðir þátftakendur og aðeins hægt að
taka 20—30 manns í ferð.