Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.05.1964, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 18.05.1964, Blaðsíða 3
Mámjdagar 18, m«f 19SÍ Manuctagsblaðið 3' Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögtun. Verð kr. 6.00 í lausasölu. Áskrifenda- gjald kr. 260.00. Sími ritstjómax: 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Táningaást — sýnd 15 sinnum Þjóðleikhúsið hefur sýnt leikritið Táningaást 15 sinnum við góða aðsókn. Herdís Þorvaldsdóttir og Búrik Haraldsson hafa vakð mikla athygli í þessu leikriti fyrir ágæta túlkun í hinum erfiðu aðalhlutverkum og er myndin af þeim. Næsta sýning verður n.k. föstudag. Tilkynning frá HeiIsuverndarstöð Reykjavíkur Athygli skal vakin á því, að Heyrnarstöð bama- deildarinnar verður lokuð frá- 1. !júní til 1. sept. n.k. — Þeim foreldrum, sem ætla að fá skoðun á bömum innan skólaaldurs, er bent á að panta tíma sem fyrst. Reykjavík 12. maí 1964, Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Auglýsing < s t , I - —-------------------------J HjP ~ „—. 9titet!a;aæf ' ' end l’dth iUtrcb, 1 sua dirocted 'oy tr.e Seorðtary of 3tate A-' ' .< ió B&J' thíit hð undarstattó* tr«a iho- Reglstrftr Öonar?tl that tho cc'fiey of tho birtfc-.oertificate i$3Ued tc you ir. ruspect ot fclizabðth Jvdic. Stgurdrvrdoittr a!iould hovo be®0 markod "Adopted".: T5ie copy birtfc cortifioatc uni the booklðt »hiofc ycu ouoloáS'i witb youx letter of v x :: • • 3rd Februaíý fcavð tfaerefore b'enn eaut to, th.é Íle«ietr3J Gonersl at Soooröet líousu .ao tfcat tfca TOttur osu be ?ut Tbe etatenmnt fiiade by tfca britioh Eciboaey, Efiýkíavik in thie letter of L-Sth Fefcruary ie not untruthful. ' ’fffcen en fldoþtion order ie maúfi, sm eutry 1 o made in thc Adopted Qfcildren ;Te6'i,oter and under the Idoption Act 1956 «ul earlier Adoptifcn Acto, it io a copy of ouch w- entry tfcat ia evidcnce w? tbe Bdoption to wl.icb it rolateí-.. I ftCl, Sir, Tuux obod.ieot Scrvant, tir. H. Jofcannnson 22 Gordon Place LO.m'1 VI .8 \ Kakali skrífar: í hreinskilni sagt Skandalinn í svínaræktinni — Óætur varningur — Hættið framleiðsl- unni — Svínaeldi vandasamt og matfrekt — Óheyrilegt verð — Ódýr- ara að flytja inn 1. flokks vöru — Niðursoðið drasl — Beljukjöt og rollukjöt ~ Verðið í skýjuniím Ég var um daginn að kaupa dálítið svínakjöt til helgar- innar rétt til að breyta of- urlítið frá „lærinu“ eða ,,hryggnum“, sem gjama er aðalrétfcur sunnudagsins á mörgum heimilum hér í borg. Hafandi meðalheimili keypti ég hvorki meira né minna en sex sneiðar af svinakjöti, fallegar sneiðar í útliti, sæmilega þykkar. Verðið á þessum góða mat var aðeíns kr. 230,00 eða það, sem nægja myndi ná- lega fyrir tveim sæmilegum „Iærum“. Nú, maður lifir að- eins einu sinni, svo því ekki að leyfa sér þann lúxus, að éta svínakjöt á tyllidegi, því að ékki eru þeir *vo margir? Gallinn er bara sá, að þegar þessi dýri matur kom á borðið, reyndist hann ekki vera sá, sem maður hafði búizt við. Svínakjöt, því komst ég að síðar, er dýr fæða á Islandi, en held- ur kostalítið og sannast bezt sagt, hinn mesti óþverri, þá er borið er saman við er- lent svínakjöt. Það mun vera sannreynd, að svínakjöt er í framleiðslu- löndum þess mjög ódýrt kjöt. svínahald er stundað í Bandaríkjunum, en þó að- eins í tveim eða þrem fylkj- um þar, sem skara fram úr, og svo í Póllandi. Meðal þeirra fylkja er Virginia, sem býr til hinn nafnkunna Virginia Ham, enda eru þar allar ástæður af náttúrunn- ar hendi líkar þeim sem, eru í ýmsum héruðum PólandS, en Póland er frægast allra landa í Evrópu fyrir ekta svinakjöt. Vissulega fram- leiða miklu fleiri lönd þetta kjötmeti, en þama er það af miklu bezt. Því miður er svo farið á Islandi, að svínakjöt, þótt ætur matur sé að vissu leyti, er hvergi nærri sambærilegur erlendu kjöti af sömu teg- und. Ber þar margt til. Á Islandi eru enn alls ekki möguleikar á þvf, að ala svín á þann hátt, að hið bezta, hið ljúffenga náist fram. Is- lenzkt svínakjöt er of feitt, bragðvont, og reyndar of oft með fiskbragði, og nær aldrei því verulega góða, sem svínakjöt þarf að hafa sér til ágætis. Bæði ,,ham“ og „bacon“ eru yfirleitt hrein- asta óæti, lítið annað en fitulengjur, og sjálft kjötið, er alls ekki ljúffengt. Á- stæðan er auðvitað sú, að svínin eru ekki alin á réttu fóðri, en rétt fóður fyrir þessi dýr er bæði dýrt og nasstum ófáanlegt hér á landi. Sum svínabú verða að búa við úrgang veitingahúsa, önnur búa við úrgang vam- arliðsins, en hvortveggja þessi fæða er ófær eða ill- fær til svínaeldia, enda er árangu’rinn þegar kominn í ljós. Það er því ekki ástæða til, eins og sakir standa, að rækta svín til mann- eldis á Isiandi,. enda ber öllum saman um, sem skyn bera á, að þessi mat- ur sé mjög lélegur saman borið við svínakjöt i þeim löndum, sem stunda þenn- an atvinnuveg. Auk þess er eldi svínanna hér á Islandi óhemju dýrt og verðlagið auðvitað eftir þvi. Það er sannreynd, að svínakjöt í öllum mynd- um er einn al-ódýrasti réttur i Bandaríkjunum, en jafnframt eins góður og bezt verður á kosið. Líku máli gegnir um önnur lönd, enda er svínakjöt, þ.e. „bacon' og ,,ham‘, tal- ið sjálfsagður morgunmat- ur víðsvegar um heim og þá ekki sízt hér í Evrópu og Ameríku. Það er útilokað fyrir hverja miðlungsf jölskyldu, að kaupa svona mat vegna verðs- ins, sem framleiðendur krefj- ast, enda þótt þetta sé einn ákjósanlegasti morgunverður, sem hægt er að hugsa sér. Vegna þess eru ekki lengur skilyrði til þess að rækta hér svín, heldur liggur beinast fyrir að flytja inn fleskið í hverri mynd, sem það fæst. Nú er það að fæstir bænd- ur eig að ráði við svina- rækt, heldur eru þar komn- ir til sögunnar allskyns framfaramcnn, eins og t.d. í öðrum „ræktunarmáium", og þykjast eiga erindi hing- að ,enda þjóðin skyldug til að kaupa framleiðslu þeirra. Þetta sjónarmið er afar vafa- smt, enda sjá allir, að það er ekki nokkurt vit að búa til hér ofsalega dýra og lélega matvöru, þegar kaupa má hana inn með góðu móti í nágrannalöndum okkar, jafn- vel á vöruskiptum. Svína- hirðar hér á landi eða eig- endur svínabúa búa ekki all- ir við þær ástæður, að geta dregið að sér föng frá banda- ríska varnarliðinu, né held- ur eiga þeir því að fagna, að geta komið vamingi sínum tiltölulega Iéttilega inn á hótelin eða matsölustaðina, og ekki geta þeir notað af- ganga í annað, þegar þeim býður svo við að horfa. Flestir, sem svínarækt stnnda, hafa ónógt og alls 6- hæfilegt fæði fyrir gripi sína, verða að grípa til alskyns sjófangs til að ala þau, enda ber bragðið þess oft vitni, að fiskur eða álíka fæða er aðaleldið. Það er engin nauðsyn að ala hér svín til manneldis og alrangt gagnvart almenningi að les4a þessum framleiðend- ur að pranga inn á almenn- ing Iélegri sýndarvöru, þegar kaupa má hana með hægu móti, og miklu betri, að utan. Allar líkur benda til, að bráðlega mnni þessi ósómi enn hækka í verði, og sjá allir, hvert stefnir, ef hið opinbera spyrnir ekki við fæti, ekki svo mjög til að stöðva framtak þcssara ein- staklinga, heldur vegna hins að þeir geta ekki, jafnvel þótt þeir vildu, framleitt, frambærilega vöru af þessari tegund. Það er því sjálfsagt að Ieggja niður þennan íslenzka „iðnað', því að .hann á sér hér ekki rétt, heldur skemm- ir aðeins fyrir og kastar rýrð á bá landbúnaðarvöru aðra, sem hér er framleidd. ★ Maður gæti haldið, að hér væri ekki annað gert en éta, Ekkert eftirlit —- en fyrst svínin eru komin á dagskrá, mætti um leið minn- ast dálítið á kjöt yfirleitt einkum það, sem kallað er smásteik og sélt í „íslenzkum dósum”. Niðursuðudósir eiga sinn góða þátt í íslenzkum matartilbúningi, en oft er það, að innihaldið er nánast sagt hreinasti óþverri, eink- um ef um niðurskorið kjöt er að ræða. Smásteik gæti verið ágætur matur að grípa til í neyð eða útilegum en því miður er þó svo að sjá, að í dósimar farið lítið ann- að en aldraðar rolhir eða jafnvel kýr við háan aldur. Niðursuðumatur er allsstaðar ódýr, en aúðvitað er hann hér hverju öðru dýrari, og eru færðar fyrir því margar ástæður, en veigalitlar. Nokkrir bitar af niður&oðn- um ■ mat kosta nærri fimm- tíu krónum, og þegar kom- ið er í „lúxus“ vörur eins og nækjur, nálgast prisam- ir himininn Allt gæti þetta þó verið fyrirgefíð, ef þau fyrirtæW. sem frameiða þetta, sýndu einhverja sóma- tilfinningu, þegar í dósir er Iátið. Einhver hlýtur að velja matinn í þetta en þama kemur fram svo furðuiegur óþverri, að nánast má heita, að óætur sé. Þau félög, sem böa tfl slík- an mat, verða að gera sér ljóst, að strmi af honum er selt til útíanda, eða étið af gestum landsins hér. Þótt sulla megi flestu ofan f smekklausan ajmúgann, er ekki hollt fyrir íslenzkan iðn- að, að það komist í hámæli, að niðursoðnar vörur á fs- landi séu að gæðum vart svínamatur, svo að ekki sé sterkar tekið til orða. Það trúa því fáir að ó- reyndu, að matareftirlitið Iáti það viðgangast að framleið- endum sé leyft að sjóða niður allskyns óæti og úrgang, eins og oft hefur tíðkast í pylsu- gerð og vínarbrauða. Það verður að hafa strangt eft- irlit með öllum vamingi, sem búinh er til á þann hátt, en hér virðist eftirlit algjörlega sofandi.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.