Morgunblaðið - 14.07.2005, Blaðsíða 1
2005 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
NICKLAUS KLÁR Í SLAGINN Á OPNA BRESKA MÓTINU / C3
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri tekur þátt á Opna Norður-
landamótinu sem fram fer í Svíþjóð 20.–26. júlí. Ísland
er í riðli með Bandaríkjamönnum, Dönum og Þjóð-
verjum. Elísabet Gunnarsdóttir landsliðsþjálfari hefur
valið átján manna hóp sem heldur út hinn 19. júlí. Heim-
ilt er að nota fimm eldri leikmenn í mótinu, fædda
1981–83, en annars eru leikmennirnir fæddir 1984 og
síðar.
Hópurinn er þannig skipaður:
Elsa Hlín Einarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Bryndís Bjarnadóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Guð-
rún Erla Hilmarsdóttir, Hallbera Gísladóttir, Hólm-
fríður Magnúsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir, Nína Ósk
Kristinsdóttir, Elfa Björk Erlingsdóttir, Embla Grétars-
dóttir, Fjóla Friðriksdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir,
Erla Steina Arnardóttir, Dóra Lárusdóttir, Dóra
Stefánsdóttir, Málfríður Sigurðardóttir og Margrét
Lára Viðarsdóttir.
Elísabet velur átján
manna hóp á NM
JÖRUNDUR Áki Sveinsson, þjálf-
ari landsliðs kvenna í knattspyrnu,
hefur valið liðið sem mætir Banda-
ríkjamönnum í vináttuleik þann 24.
júlí í Los Angeles. Þjóðirnar mætt-
ust í tveimur vináttulandsleikjum í
lok september í fyrra og höfðu
Bandaríkjamenn betur í báðum
leikjunum, 4:3 og 3:0. Alls hafa
þjóðirnar mæst sjö sinnum, Banda-
ríkjamenn hafa unnið sex leiki og í
einum varð jafntefli. Bandaríska
liðið hefur unnið átta leiki í röð og
alla sex leiki ársins án þess að fá á
sig mark. Nú síðast bar liðið sigur-
orð af úkraínskum stöllum sínum,
7:0.
Tveir nýliðar eru í hópnum,
Björk Gunnarsdóttir og Sandra
Sigurðardóttir, báðar úr Stjörn-
unni. Aðrir leikmenn eru eftirfar-
andi:
María Ágústsdóttir, Katrín Jóns-
dóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Edda
Garðarsdóttir, Guðrún S. Gunnars-
dóttir, Laufey Ólafsdóttir, Íris
Andrésdóttir, Hrefna Jóhannes-
dóttir, Erna Sigurðardóttir, Rakel
Logadóttir, Ásta Árnadóttir, Elín
Steinarsdóttir, Ólína Viðarsdóttir
og Erla Hendriksdóttir, fyrirliði
liðsins.
Leikið verður á Home Depot
Center leikvanginum í Carson í
Kaliforníu sem er heimavöllur LA
Galaxy sem leikur í MLS-deildinni
bandarísku – en leikvangurinn tek-
ur 27 þúsund áhorfendur.
Kvenna-
landsliðið
til Banda-
ríkjanna
KÖRFUKNATTLEIKSLIÐI Þórs
frá Akureyri hefur borist góður
liðstyrkur en Helgi Freyr Mar-
geirsson hefur gert samning við fé-
lagið, sem er nýliði í úrvalsdeild.
Undanfarin þrjú ár hefur Helgi,
sem er tuttugu og þriggja ára gam-
all, leikið með háskólaliði Birm-
ingham-Southern í Bandaríkj-
unum, því sama og Jakob Sigurðs-
son lék með.
Hann ákvað að snúa heim aftur
eftir útskrift og höfðu nokkur lið í
úrvalsdeildinni borið í hann víurn-
ar. Helgi er fjölhæfur leikmaður og
getur leikið sem framherji, skot-
bakvörður og jafnvel leikstjórn-
andi. Hann er ættaður úr Skaga-
firði og lék með Tindastól áður en
hann hélt til Bandaríkjanna.
Liðstyrkur
til Þórsara
Guðlaugur hafði undir höndumupptöku af leik B36 í deildinni
og sýndist á öllu að liðið væri sterkt.
Leikurinn lagðist hins vegar vel í
hann og sagði hann verkefnið vera
verðugt fyrir ungt Eyjaliðið.
„Evrópukeppnin er skemmtilegur
bónus fyrir okkur og við ætlum að
hafa gaman af þessu og um leið að
sjálfsögðu að reyna slá þetta lið út.
Að mínu mati eigum við alveg mögu-
leika á því – alla vega jafna mögu-
leika. B36 er með fínt lið og virðist
nokkuð sterkt. Ég fékk upptöku af
leik frá þeim og þeir virðast nokkuð
þéttir. Þeir léku gegn öðru toppliði í
deildinni og voru nokkuð varnar-
sinnaðir, vel skipulagðir og svona
héldu sig til baka og fóru meira hratt
á menn. Þeir eru með, að ég held,
fjóra landsliðsmenn. Þá eru í her-
búðum þeirra tveir Brasilíumenn og
Nígeríumaður þannig að þetta eru
hörkustrákar. Einnig eru tveir leik-
menn sem léku hér á landi, Fróði
Benjaminsen sem lék með Fram á
síðustu leiktíð og Allan Mörköre sem
lék með ÍBV,“ sagði Guðlaugur og
bætti við að þeir þyrftu að skora
mörk á heimavelli.
„Liðið er efst í færeysku deildar-
keppninni, hefur gengið vel og leik-
mennirnir mæta fullir sjálfstrausts.
Við verðum að ráðast á þá á
heimavelli og skora hjá þeim mörk til
að fara með í síðari leikinn. Þá verð-
um við að vera skipulagðir og passa
að fá ekki á okkur mark.“
Liðið að mjakast í rétta átt
Liðin mætast öðru sinni í Færeyj-
um 28. júlí og Guðlaugur sagðist vita
til þess að leikurinn ytra færi fram á
grasvelli sem væri ánægjulegt.
Hann mun stilla upp svipuðu liði og í
síðustu leikjum og sagði liðið vera að
slípast saman.
„Þetta er á uppleið hjá okkur, hef-
ur verið svolítið skrykkjótt framan
af sumri en er vonandi að mjakast í
rétta átt. Það er fínn andi í liðinu og
ef við förum að vinna einhverja leiki
þá kemur sjálfstraustið sem við þurf-
um. Þetta eru ungir strákar sem
þurfa smá meðbyr og þá held ég að
okkur séu allir vegir færir.
Það væri því mjög gott að fá sigur
á morgun, það er engin spurning, og
munum við reyna að sækja eins mik-
ið og við mögulega getum, við ætlum
nátttúrlega ekki að vera í einhverri
skel hérna á heimavelli, það eru
hreinar línur, en gerum þetta á skyn-
samlegan hátt.“
Skemmtilegur bónus
fyrir alla Eyjamenn
FYRRI leikur ÍBV og færeyska liðsins B36 í forkeppni UEFA-
keppninnar fer fram í kvöld á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og
hefst kl. 18. Eyjamönnum hefur ekki gengið sem skyldi í Lands-
bankadeildinni og eru í þriðja neðsta sæti eftir tíu umferðir. B36 er
hins vegar á fínni siglingu í færeysku 1. deildinni og er í 1.–3. sæti.
Morgunblaðið náði tali af Guðlaugi Baldurssyni, þjálfara Eyja-
manna, sem var að leggja línurnar fyrir leikinn.
Reuters
Steven Gerrard fagnar ásamt félögum sínum fyrsta af þremur mörkum sínum í leiknum við TNS í forkeppni Meistaradeildarinnar.