Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar N ýir eigendur hafa tekið við Arctic Trucks, fyrirtæk- inu sem hefur til þessa svo til eingöngu sinnt breyt- ingum á Toyota-jeppum og selt ýmsan búnað og fylgihluti sem tengjast jeppum. Ætlun forráða- manna Arctic Trucks Ísland, eins og fyrirtækið heitir nú, er að bjóða upp á breytingar á flestum gerðum jeppa, taka upp hjólbarðasölu og smurþjón- ustu og áfram verður lögð áhersla á sölu aukahluta og búnaðar sem til- heyrir jeppasporti. Verið er að reisa nýtt hús fyrir starfsemina að Kletthálsi 3 í Reykja- vík og er ráðgert að opna þar sýning- arsal, verslun og verkstæði í septem- ber. Þar verður einnig aðstaða til að taka upp ýmsar nýjungar sem tengj- ast jeppum og ferðalögum. Háleit markmið Stofnað hefur verið móðurfélagið Arctic Trucks International, sem á Arctic Trucks Ísland og Arctic Trucks Noreg og eru hinir nýju eig- endur Emil Grímsson, Skúli K. Skúlason og Loftur Ágústsson, sem allir störfuðu áður hjá P. Sam- úelssyni, og Örn Thomsen, fram- kvæmdastjóri Arctic Trucks í Noregi. Stefnt er að því í næstu framtíð að starfsmenn félaganna eignist hlut í félaginu. Nýju eigendurnir tóku yfir starfsemi Arctic Trucks 21. júlí. Þar sem nýbyggingin er ekki tilbúin verð- ur starfsemin í lágmarki næstu vik- urnar en lögð verður áhersla á útveg- un varahluta og fylgihluta sem tengjast jeppabreytingum. Hafa nýju eigendurnir notað síðustu vikur til að undirbúa starfsemina sem þeir segja að verði útvíkkuð nokkuð. Stefnan hefur verið sett á ekkert minna en að gera Arctic Trucks að einu öflugasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum. „Við höfum margra ára reynslu í sölu- og markaðssetningu á bílum, ekki síst jeppum, og þjónustu við þá sem vilja láta breyta jeppum sínum. Við leggjum mikla áherslu á gæði og vandaða þjónustu og höfum ráðið til okkar starfsmenn sem bæði eru menntaðir á þessu sviði og hafa mikla reynslu,“ segir Skúli K. Skúlason, sem er framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Undir það tekur Loftur Ágústsson markaðsstjóri og segir að síðustu mánuðir hafi að mestu farið í und- irbúning á að takast á við ný verkefni og koma nýrri byggingu á laggirnar. „Arctic Trucks hefur sinnt jeppa- breytingum í ein 15 ár og fyrir sjö ár- um var stofnað fyrirtæki í Noregi til að sinna breytingum þar. Örn Thom- sen hefur stýrt því af mikilli elju og umsvifin sífellt aukist. Með þessa reynslu leggjum við óhikað út á nýjar brautir með Arctic Trucks Ísland og munum þreifa fyrir okkur með enn frekari sókn til annarra landa,“ segir Loftur en Emil Grímsson, stjórnar- formaður móðurfélagsins, mun ekki síst sinna því verkefni. Ný og glæsileg aðstaða Eins og fyrr segir er verið að reisa nýtt hús yfir starfsemina við Klett- háls 3. Það er tæplega 1.700 fermetr- ar að stærð, að hluta á tveimur hæð- um. Í nýja húsinu verður sýningarsalur þar sem koma má fyrir allt að fjórum breyttum jeppum og gott pláss verð- ur fyrir verslun og aðstöðu viðskipta- vina sem vilja ræða við starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar, skoða vöruúrvalið og versla. Á efri hæð yfir verslunarhlutanum verða skrifstofur og fundarsalur fyrir allt að 100 manns. Í hinum helmingi hússins verður verkstæðið en þar verða sjö lyftur, smurstöð, dekkjaverkstæði og fullkomin sölu- og ástandsskoðunar- stöð og eru síðastnefndu atriðin með- al nýjunga fyrirtækisins. Mikið hefur verið lagt upp úr að fá vandaðan tækja- og tæknibúnað, m.a. öflugt tölvukerfi. Með öflugu tölvukerfi á að halda nákvæmar skrár um hvaðeina sem tengist jeppabreytingunum, hvað gert er við hvern og einn bíl þannig að til verður ferilskrá um allt sem gert hefur verið við bílinn. Þetta segja þeir félagar mjög þýðingarmik- ið upp á viðhald og endursölu. Þeir félagar segja einnig ætlunina að hafa hreinlæti í hávegum og að öll umgengni eigi að vera til fyrirmyndar hvar sem er í fyrirtækinu. Öll aðstaða fyrir starfsmenn og viðskiptavini verður mjög góð, en Guðbjörg Magn- úsdóttir arkitekt á heiðurinn að hönn- un innanrýmis hússins. „Í versluninni bjóðum við margs konar aukahluti ásamt íhlutum til breytinga,“ segir Loftur, „nánast hvað sem er af því sem tengist breytt- um sem óbreyttum jeppum og ferða- mennsku. Ein nýjungin er að Arctic Trucks hefur látið hanna fyrir sig sérhæfðan fatnað fyrir jeppamenn og aðra er stunda hálendisferðir. Þangað eiga menn einnig að geta komið til skrafs og ráðagerða við starfsmenn.“ Nýjar áherslur Þeir félagar segja að auk breyting- anna sjálfra verði tekin upp margs konar ný þjónusta. Arctic Trucks verði ekki aðeins fyrir þá sem vilji breyta jeppanum sínum, heldur verði kappkostað að þjóna öllum jeppa- eigendum með ýmsum búnaði sem gott er að hafa við höndina á ferða- lagi. „Við höfum fengið umboð fyrir ýmis þekkt vörumerki sem tengjast jeppunum og get ég nefnt ýmis jeppa- dekk sem dæmi,“ segir Skúli. „Við ætlum að selja jeppadekk á flestar gerðir jeppa og annast þjónustu í sambandi við þau sem er sérhæfð grein og allt annar handleggur en þjónusta kringum fólksbíladekk. Við munum kynna og hefja sölu á nýju 38 tommu dekki strax í haust. Þetta er milligróft vetrarmunstur, sérhannað fyrir íslenskar aðstæður sem gefur yfirburðagrip í hálku og snjó ásamt því að vera sérlega hljóð- látt og gripgott á malbiki. Þá erum við að láta sérsmíða fyrir okkur nýjar gerðir af jeppafelgum. Nýju felgurn- ar eru sterkari en áður hefur þekkst. Við stefnum á að fá erlenda gæða- vottun á flestar þær nýjungar sem við munum kynna og því er mikilvægt fyrir okkur að allir nýir íhlutir séu eins vandaðir og góðir og frekast er kostur. Við ætlum m.ö.o. að gera svip- aðar gæðakröfur til þeirra íhluta sem við notum og bílaframleiðendur gera til sinnar framleiðslu. Með þessu get- um við tryggt stöðug gæði og góða þjónustu við viðskiptavini okkar. Við viljum að viðskiptavinirnir upplifi að hér séu fagmenn að störfum og að vel sé vandað til verka á öllum sviðum.“ Enn ein viðbótin við starfsemi Arctic Trucks er aðstaða fyrir skoð- unarstöð. „Við ætlum að bjóða bíla- sölum að annast söluskoðun bíla en við höfum orðið varir við að það þarf að efla þessa þjónustu,“ segir Loftur. „Bæði umboðin og almennir bílasalar þurfa að geta átt greiðan aðgang að skjótri söluskoðun og við ætlum að bjóða þessa þjónustu, að menn geti komið hingað með bíla sína, fengið hressingu og litið í blöð á meðan skoð- un fer fram. Þetta á bæði við um alla venjulega bíla og ekki síður til dæmis breytta jeppa. Það er ekki á allra valdi að söluskoða breytta bíla, þar þarf að koma til sérþekking, sem byggir á reynslu og kunnáttu. Tveir starfs- menn okkar verða sérhæfðir í sölu- skoðun og smurþjónustu og þegar meta þarf til dæmis ákveðin atriði í breyttum jeppum geta þeir kallað til samstarfsmenn frá verkstæðinu sem veita þeim ráðgjöf.“ Fullkomin kennsluaðstaða Áður er minnst á allt að 100 manna fundar- og kennslusal í húsi Arctic Trucks og þar á að bjóða upp á aðra nýbreytni sem er námskeiðahald. „Þar munum við bjóða bílaumboðun- um að taka fólk á námskeið og fara yf- ir helstu atriði er varða alla meðferð jeppa, atriði sem kaupendur grípa ekki alltaf þegar bíllinn er afhentur, og svara spurningum sem koma upp þegar menn hafa kynnst bílnum nokkuð og reyna á hann. Á námskeið- unum verður einnig farið í umhverf- ismál og öryggi á ferðalögum. Einnig verður mögulegt að halda námskeið fyrir sölu- og tæknimenn er varða til dæmis jeppabreytingar og aðra sér- hæfða þjónustu sem umboðin veita.“ Næg verkefni? En verða næg verkefni fyrir Arctic Trucks á Íslandi? „Já, við erum sannfærðir um að þetta gangi upp,“ segir Skúli. „Við vitum að við þurfum að leggja okkur fram til að ná árangri og það munum við og allt okkar starfsfólk gera. Við höfum leitað eftir fjölbreyttu sam- starfi við stærstu bílaumboðin og fengið góðar undirtektir. Við hugsum Arctic Trucks sem bakhjarl bílaumboðanna varðandi hvers kyns jeppaþjónustu og breyt- ingar. Við treystum því að hin almenni jeppamaður, hvort sem það er óbreyttur eða breyttur jeppi, nýti sér þjónustu okkar og finni hversu gott er að koma til okkar. Við ætlum að vera sérfræðingar í heildarlausnum fyrir jeppaeigandann og áhugafólk um ferðalög. Til þess höfum við alla aðstöðu, sér- fróða og reynslumikla starfsmenn og við höfum lagt niður fyrir okkur ákveðna hugmyndafræði sem við ætl- um að tileinka okkur sem best verður lýst með nokkrum einkunnarorðum. Við ætlum að vera mannleg, skemmtileg, áræðin, hugmyndarík, alúðleg og ábyrg. Okkur langar til að gera Arctic Trucks að skemmtilegum stað til að koma á, þar sem fólk mætir glaðlegu viðmóti með prakkaralegu ívafi. Við ætlum okkur að kalla fram löngun hjá viðskiptavininum til að koma til okkar aftur og aftur.“ Nýtt húsnæði Arctic Trucks við Klettháls er stálgrindahús og hluti þess á tveimur hæðum. Flatarmál verður nærri 1.700 fermetrar að stærð. Arctic Trucks með nýja þjónustumiðstöð Í nýrri þjónustumiðstöð Arctic Trucks verða teknar upp ýmsar nýjungar til viðbótar við jeppabreytingar. Þar má t. d. nefna hjólbarðaþjónustu, námskeiðahald og rekstur skoðunarstöðvar. Jóhannes Tómasson ræddi við nýja eigendur fyrirtækisins. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Skúli K. Skúlason (t.v.) framkvæmdastjóri Arctic Trucks, og Loftur Ágústsson markaðsstjóri eru hér við nýbygginguna sem á að verða tilbúin í september þegar starfsemin fer af stað. Við húsið verða líka ein 60 bílastæði. joto@mbl.is Verða bakhjarl bílaumboða og jeppaeigenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.