Morgunblaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 2005 9 FRÉTTIR Verðhrun Síðustu dagar útsölunnar Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 www.lyfja.is - Lifið heil ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S IS L 29 09 9 06 /2 00 5 VERÐUR HALDIÐ Á BAKKAHOLTSVELLI ÞANN 13. ÁGÚST. MÓTIÐ ER OPIÐ HÁGJAFAMÓT (PUNKTAKEPPNI). GÓLFMÓT LYJFU SKRÁNING Á GOLF.IS EÐA Í SÍMA 566-8480 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási VEGLEG VERÐLAUN FYRIR 1. - 3. SÆTI. VEITT VERÐA NÁNDARVERÐLAUN OG VERÐLAUN FYRIR LENGSTA TEIGHÖGGIÐ. Mörkinni 6, sími 588 5518. Stórútsala Yfirhafnir í úrvali Mörg góð tilboð Stuttkápur Heilsársúlpur Jakkar Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 20-50% afslátt ur RÚMLEGA hundrað manns hafa farið í skipulagðar gönguferðir um Kárahnjúkasvæðið í sumar á vegum Augnabliks að sögn Óskar Vilhjálms- dóttur leiðsögumanns. Ósk segir ferðirnar hafa gengið afar vel en fimm ferðir voru farnar í júlí og voru leiðsögumenn á svæðinu í þrjár vikur óslitið. Stefnt er á að bjóða upp á eina fjögurra daga ferð um svæðið í ágúst enda hefur eftirspurnin verið mikil. „Við höfum ekkert auglýst en þetta hefur spurst út og eftirspurnin hefur verið mikil. Okkur finnst það mikilvægt að fólk sjái þetta svæði enda skiptir það máli að vera upp- lýstur,“ segir Ósk en hún tekur fyrir það að ferðirnar séu einungis fyrir andstæðinga Kárahnjúkavirkjunar. Ekki baráttuferðir „Þetta eru engar baráttuferðir og hver og einn kemur í þessar ferðir á sínum forsendum. Virkjunarsinnar hafa komið í þessar ferðir og verið ánægðir en okkur finnst það vanta inn í umræðuna að fólk hafi kynnt sér þetta svæði.“ Augnablik hefur í samvinnu við Eddu miðlun gefið út kort með gönguleiðum á svæðinu og hvetur Ósk sem flesta til þess að verða sér úti um kortið. „Það þurfa ekki allir að koma hing- að með okkur. Það er hins vegar mik- ilvægt að fólk leggi leið sína á þetta svæði og sjái það með eigin augum og dæmi þetta sjálft.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort ferðunum verður fram haldið að ári en Ósk segir að það ráð- ist af því hvernig framkvæmdum miðar og hvort svæðið verður opið. „Það á að hleypa á lónið í sept- ember á næsta ári en við munum ganga ef það er mögulegt. Við hvetj- um hins vegar alla til þess að fara nú í sumar og gefa sér tíma en láta sér það ekki nægja að þekkja þetta af af- spurn. Það er allt annað að vera þarna, en dýralífið á Kringilsárrana er engu líkt,“ segir Ósk að lokum. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar um ferðir á vegum Augnabliks á heimasíðu félagsins. Skipulagðar gönguferðir á vegum Augnabliks um Kárahnjúkasvæðið njóta talsverðra vinsælda „Mikilvægt að fólk sjái þetta svæði“ Töfrafoss er eitt þeirra náttúruundra sem ferðamenn sem ferðast um Kárahnjúkasvæðið heillast af. TENGLAR .............................................. www.this.is/augnablik. Jónssyni vegna þess að Íslendingar nýti sér glufu í samningi Norðvest- ur-Atlantshafsfiskveiðistofnunar- innar, NAFO, sem geri ríkjum kleift að hunsa kvóta samtakanna og ákveða eigin kvóta. Fjölmörg íslensk skip hafa stund- að rækjuveiðar á Flæmska hattinum í gegnum tíðina og árið 1996 var afl- inn þar 20.000 tonn. Síðan var komið á umdeildri veiðistjórn fyrir svæðið sem byggir á dagakerfi. Íslendingar höfnuðu þeirri leið og úthlutuðu sér þess í stað föstum kvóta. Í ár er kvót- inn 4144 tonn og veiðir Pétur Jóns- son allan þann kvóta. Grænfriðungarnir reyndu að mála orðið „Legal?“ eða „löglegt?“ á skipshlið togarans en þegar áhöfnin GRÆNFRIÐUNGAR reyndu í gær að mála slagorð á togarann Pétur Jónsson RE, þar sem hann var við rækjuveiðar á Flæmska hattinum austur af Kanada. Með þessu vildu Grænfriðungar mótmæla botn- vörpuveiðum á alþjóðlegum haf- svæðum. Í kanadískum fjölmiðlum segir að áhöfnin á Pétri Jónssyni hafi hinsvegar komið í veg fyrir að Græn- friðungunum tækist ætlunarverk sitt með því að sprauta á þá vatni. Skip Grænfriðunga, Esperanza, hefur verið á Flæmska hattinum í nokkra daga í mótmælaskyni. Bunny McDiarmid er í áhöfn Esperanza og á kanadíska fréttavefnum Mcleans.ca segir hún að Grænfrið- ungar beini spjótum sínum að Pétri á Pétri Jónssyni sprautaði yfir þá vatni urðu þeir frá að hverfa. Þá reyndu þeir að festa borða með sömu áletrun með seglum á íslenska togar- ann en það tókst ekki heldur. Að lok- um sigldu Grænfriðungarnir á tveimur gúmmíbátum með borðann meðfram Pétri Jónssyni, að því er kemur fram í kanadískum fjölmiðl- um. Grænfriðungar með mótmæli gegn botnvörpuveiðum á Flæmska hattinum Reyndu án árangurs að mála slag- orð á íslenskan togara á miðunum FELLIHÝSI og tjaldvagnar eru einungis skoðuð við nýskráningu að sögn Jóns Hjalta Ásmundssonar, tæknistjóra ökutækjasviðs hjá Frumherja hf., en hann segir Frum- herja hafa möguleika og getu til þess að skoða umrædd ökutæki. Það velti hins vegar á vilja stjórnvalda hvað verði aðhafst í þessum málum. „Við buðum upp á ókeypis skoðun á þessum tækjum fyrir verslunar- mannahelgina og um hundrað manns nýttu sér þá þjónustu,“ segir Jón Hjalti. Engar reglur gilda um geymslu- stað gashylkja á slíkum tengivögn- um og því er hægt að koma þeim fyrir á afturhluta tengivagnsins án þess að það brjóti í bága við lög og reglur þrátt fyrir að sú hætta sé fyrir hendi að hylkin springi verði einhver ökumaður fyrir því óláni að aka aftan á tengivagninn. Jón Hjalti segir að engar athugasemdir séu gerðar við staðsetningu gashylkja við skoðun fellihýsa og tjaldvagna enda séu þau sjaldnast til staðar þegar skoðunin fari fram. Fátæklegar reglur „Það segir í reglum að gashylki eigi að vera í tryggilegri hæð yfir akbrautum og með læsanlegum hlíf- um en reglurnar eru að öðru leyti afar fátæklegar hvað þetta varðar,“ segir Jón Hjalti og bendir á að þó sé til staðar almennt ákvæði í reglu- gerð um gerð og búnað ökutækja en þar undir falli meðal annars fellihýsi og tjaldvagnar. Umrædd regla er í 2. gr. reglugerðarinnar og hljóðar svo: „Ökutæki skal svo gert og því haldið í þannig ástandi að nota megi án þess að af því leiði hætta eða óþægindi fyrir aðra eða skemmd á vegi.“ Árni Friðleifsson, varðstjóri í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykja- vík, segir það ekki hafa tíðkast að gera athugasemdir við staðsetningu gashylkja á tengivögnum líkt og fellihýsum og tjaldvögnum. Það sé hins vegar ástæða til þess að veita þessu athygli og skoða hvort þörf sé á reglum hvað þetta varðar. „Þetta getur auðvitað verið hættulegt,“ segir Árni. Engar reglur um stað- setningu gashylkja á felli- hýsum og tjaldvögnum Einungis skoðuð við nýskráningu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.