Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.04.1968, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 22.04.1968, Blaðsíða 6
Máiradagmr 22.' april 1958 6 Mánudagsblaðið Framhald af 8. síðu. nema að því leyti, sem „þýzkir" menn áttu hlut að máli, því að í algeru stríði er skiljanlegt að gengið sé býsna langt til þess að klekkja á öflugum og harðskeytt. uan andstæðingi. „Getur þaS því talizt nokk- urt drembilaeti af mér, þegar ég segi að það tákni jafnvel eitthvað ennþá hágöfugra — nefnilega samfylkingu hinna góðu afla í heiminum gegn hinum illu öflum, sem nú hafa * varpað ódyggðarskugga sín- um yfir alla Evrópu og mikinn hluta Asíu á svo áhrifamikinn og ögrandi hátt?“ — Winstoii Churchill forsæt- isráðherra Stóra-Bretlands, í ræðu í Neðri málstofu brezka þingsins 24. Ágúst 1941. („GREAT WAR SPEECHES“, Transworld Publishers Ltd., (Corgi Books), London, 1957,' bls. 120—121). En Sefton Delmer og hinir 298 „þýzku“ lýðræðissinnar hans létu sig lögmál siðaðra manna í léttu rúmi liggja. Baráttuaðferðir þeirra áttu ekkert skylt við það, ! Sö/ubörn sem vilja se/ja Mánu-1 | dagsb/aBiB i \ \ úthverfum J \ geta fengiB \ þaS sent \ | heim sem allur fjöldi manna hefði bú- izt við af „öflum hins góða í heiminum". Sefton Delmer leggur sjálfur sannanirnar á borðið: „Við vorum svo heppnir að hin þýzku yfirvöld þéssara hersjúkra húsa höfðu fyrir venju, að senda hinum staðbundnu flokksbæki- stöðvum í Þýzkalandi ólykluð út- varpsskeyti, þar sem farið var fram á að tilkynna ættingjum hins látna dauðsfallið. Þessar orð sendingar voru skrifaðar niður og lagðar fyrir mig. Og með þeim „ » óðluðumst við allar mögulegar upplýsingar: Nafn hermannsins, nöfn aðstandendanna og nafn hers j úkr ahússins. Síðan sömdum við hjartnæmt bréf, sem var skrifað með þýzk- um skrifstöfum á bréfsefni með bréfhaus viðkomandi hersjúkra- húss. Svo var látið *líta út sem bréfið væri frá einhverri hjúkr- unarkonu eða félaga hins látna, sem hefði fengið einhverjum' öðr um það, sem átt hefði að vera að leggja upp í orlof til Þýzkalands og hefði átt að póstleggja það þar. Bréfritarinn gat þess í bréf- inu, að hann — eða hún — hafi verið við banabeð hins látna til hinztu stundar ,og ætli nú að skrifa aðstandendunum nokkrar linur í samúðarskyni. Með hrífandi orðalagi lýsti „vinurinn" því næst foringjaholl- ustu hins deyjandi hermanns, hinni óbifanlegu trú hans á loka- sigurinn og skilaði hinztu kveðj- um til vandamanna hans. Og þá, svona næstum þvi í eftirþanka minntist hann — eða hún — á úrið með gimsteinunum, gullmen ið eða einhvern annan dýrmætan mun, er hinn látni hermaður hafði ætlað ástvinum sínum heima. „Úrið hefur verið afhent herra héraðsflokksleiðtoga .... (hér kom viðeigandi nafn) til þess að hann eða einhver stað- gengla hans fái tækifæri til þess að afhenda yður það persónu- lega.“ Að ákveðnum tíma liðnum og þegar við töldum sennilegt að bréfið væri komið aðstandendun- um í hendur, og hefði haft sín áhrif, tók hermannaútvarpið við. í hástemmdri hneykslunarræðu, sem Sepp Obermeyer eða feinhver annar þulur okkar í þýzku deild- inni hélt helltum við okkur yfir hinn „viðurstyggilega líkræn- ingja“, sem ekki hikaði við að leggjast á mann, er hefði fórnað lífi sínu fyrir föðurlandið. Og vitanlega nefndum við dæmi og nöfn til sönnunar slíkum tegund- um „glæpa“ ...... Við önnur tækifæri notuðum við sömu aðferðina til þess að koma því á framfæri við aðstand endur látinna hermanna, að þeir hefðu ekki dáið af völdum sára sinna, heldur af „dauðasprautu”. Við létum hina dularfullu hjúkr- unarkonu okkar tilkynna, að hinn flokksbundni læknir við her sjúkrahúsið hefði komizt að þeirri niðurstöðu að hinn særði myndi ekki hafa orðið bardaga- hæfur fyrir Stríðslok. Þess vegna hefði læknirinn ákveðið að láta hann rýma beð sinn fyrir öðrum hermanni, sem hefði haft betri möguleika til þess að gróa sára sinna innan skamms tíma. Bréf- um, sem fundust á föllnum her- mönnum var svarað um hæl: „Kæra frú .... “ skrifaði einn Þjóðverjanna okkar á þýzka rit- vél, „vinsamlegast grenslizt ekki fyrir um afdrif Martins. Hann dvelur heill á húfj( ásamt mörg- um félögum sínum í hlutlausu landi og þar vegnar honum vel. Þegar þetta hræðilega stríð, sem Hitler hefir komið af stað, er á enda, mun hann annað hvort snúa aftur til yðar eða gera ráð- stafanir til þess að þér komið til hans. Hann biður mig að skila \ hjartanlegustu kveðjum til yðar, 1 • Ernu og Martins litla, og vonar að ykkur líði öllum vel. Vinsam- legast segið engum frá þessu bréfi.“ — Bréfið var undirritað með hring úr rauðu bleki. Bréfið var póstlagt í Þýzkalandi. Að minni hyggju myndu for- eldrar aldrei standast þá freist- ingu að trúa að minnsta kosti ein um vina sinna fyrir hinni gleði- legu fregn um björgun sonar síns. Og á þennan hátt myndu tíðindin um happasæl liðhlaup þýzkra hermanna til hlautlausra landa breiðast út og, að því að ég vonaði, myndi fregnin verða til þess að hvetja, stöðugt fleiri Þjóðverja til þess að fylgja for- dæminu.“ Sefton Delmer var ötull bar- áttumaður fyrir „betri heimi“ — og Churchill því þóknanlegur. Og er ‘ ;ekki fegurð veraldarinnar heillandi síðan ,,hinum illu öflum var útrýmt?" Auk stöðvarinnar „Gustav Sieg fried 1“ voru fleiri slík fyrirtæki sett á laggilnar, t.d. „Soldaten- sender Calais“, „Christus der König“, „Faschistisch-Republik- anischer Sender" og „Soldaten- sender West“. (Þess má aðeins geta hér innan sviga, að mikið af þeiln fréttum, sem dagblöðin og kommúnistasella Ríkisútvarps ins birti hér sem „Berlínar-frétt- ir“ á stríðsárunum, var orðrétt sótt 1 þessa vizkubrunna). Þegár stríðinu var eiginlega lokið og fjöldamorðin gátu því hafizt fyrir alvöru, reyndist Del- mer auðvelt að útvega sér leyfi yfirherstjórnar Bandamanna til þess að beita áhrifum útsendingk sinna í þeim tilgangi að óbreytt- ir þýzkir borgarar leituðu ekki skjóls í kjöllurum sínum eða loft varnab.yrgj um, heldur biðu komu frelsissveita lýðræðisins rólegir hver á sínum stað. Tilgangurinn var augljós: Hrekja skyldi grandalausan almenning i ör- væntingu undan sprengjuregninu a borgirnar út á þjóðvegina og víðavang, inn á sjálf orrustu- svæðin! Denis Sefton Delmer virðist líka vera ákaflega upp með sér af afrekum sínum á þessu sviði. Sjálfsánægjan leynir sér ekki. Hann segir svo frá: ,;Við höfðum lánið með okkur. Allt lék í lyndi varðandi fyrstu atrennu okkar með „Digru Berthu“ („Die Dicke Bertha" var sérlega öflug sendistöð, sem Delmer hafði verið fengin til um- ráða, eingöngu í ofannefndum tilgangi. Innsk. mitt). Ríkisútvarp Köln, skotspónn okkar hafði starfað eins og eftir okkar eigin geðþótta. Siðustu vik urnar hafði það oft gert hlé á reglulegri dagskrá sinni til þess að útvarpa viðvörunum og opin- berum tilkynningum. Við höfðum hljóðritað þessa aukaútsendingar og lagt þær í plötusafn okkar á- samt öðrum „lof’tárásarfyrirmæl- um“ og sérstökum ráðleggingum annarra þýzkra útvarpsstöðva. Nú tókum við plöturnar fram og hlustuðum á þær enn einu sinni. Karlmaður og kvenmaður höfðu lesið þessar tilkynningar til skiptis upp í Köln. Fyrirtak. Eg hafði karlmann og kvenmann, sem gátu tekið þessi hlutverk að sér. Karlmaðurinn var Moritz Wetzold, þýzkur stríðsfangi, sem hafði verið þulur við þýzka rík- isútvarpið áður en hann var kvaddur til herþjónustu. Hann hafði gerzt liðsmaður okkar fyrir sex mánuðum og ég hafði geymt mér hann til þessara nota. Konan var Margit Maass, eiginkona Al- exander Maass. Hún var leikkona og gat gert sér upp hvaða rödd sem var. Auk þess höfðum við til um- ráða hertekin skjöl, sem upplýstu okkur um hersvæðaskiptinguna beggja megih Rínar og hvaða yfirstjórnandi -úr flokknum færi með herstjórn hverrar fyrir sig. Við höfðum þegar gefið aðgerð okkar dulnefni: Siegfried. Aðgerð irnar sjálfar nefndum við R-að- gerðirnar. Bókstafurinn R stóð fyrir orðið „Riickfiihrung“ (brott flutningur). Þessi smáatriði myndu auka á sannfæringarkraft fyrirmæla okkar. Nú settust þeir Clifton Child, Stevens og Hans Gutmann niður til þess að semja texta tilkynninga sinna. í stórum dráttum gaf ég þeim leiðbeining- ar‘ I „Skipanirnar verða gefnar út í nafni héraðsflokksforingjans“, sagði ég. „Þar á að standa, að ó- vinahersveitir nálgist og að'allt kvenfólk og öll börn eigi þegar í stað, strax í nótt, að yfirgefa heimili sin. Þau eigi aðeins að taka það allra nauðsynlegasta með sér, ekki tneira en fimmtán kíló á einstakling. Flokksforingi borgarinnar, bæjarins eða þorps- ins, skuli hafa umsjón og yfir- stjórn með flóttalestunum, ef mögulegt sé. Karlmennirnir skuli vitanléga vera eftir í borgarvarð- liðinu og verja heimkynni sín. Kvenfólkið og börnin skuli taka handkerrur, barnavagna, reið- hjól og önnur flutningtæki með sér. Við verðum að gefa þeim upp staðarákvarðanir til þess að safnast saman og fara yfir Rín, svo og aðkomustað hinum megin á Rínarbökkum — eins langt inn í landi og mögulegt væri, Tilkynning frá Vöruskemmunni Grettisgötu 2 Höfum tekið upp nýjar sendingar af skófatnaði Hjá okkur fáið þér mikið fyrir litla peninga. KOMIÐ SKOÐIÐ SANNFÆRIZT Vöruskemmcn í húsi Ásbjörns Ólafssonar, Grettisgötu 2 Krepsokkar .................. kr. 25. Ungbamaföt ................. kr. 50. Bamasokkar ................. kr. 10. Hárlakk .......................... kr. 40. Eplahnífar .................. kr. 20. Ömmubökunarj ám .................. kr. 20. Skólapennar .................... kr. 25. Bítlavesti, jiý gerð ............. kr. 150. Nýjar vörur teknar fram daglega. Inniskór bama 50. Bamaskór „ kr. 50 og kr. 70. Kvenskór 70. Kvenbomsur kr. 100. Drengjaskór kr. 130. Gúmmístígvél bama kr. 50. Ýmsar aðrar tegrundir af skófatnaði. fannst mér hyggilegast. Á að- komustöðunum myndi siðan auka lestir bíða þeirra til .þess að flytja þau í flóttamannabúðir NSV í Bayern. Áminna skal fjölskyld- urnar um að taka persónuskilríki sín með sér og um háls barn- anna skuli binda lítinn böggul með nöfnum þeirra“. Með slíkum og þvílíkum þorp- arabrögðum tókst Bandamönnum að narra örvinglað, vamarlítið fólk, fyrst og fremst konur og börn, í hundraða þúsunda tali undir vélbyssukúlna. og sprengjuregn vígvallanna. Delm- er og félagar urðu svo hrifnir af árangri sínum gegn íbúpm Köln- ar-svæðisins, að þeim fannst ekki stætt á öðru en að endurtaka snilldina gagnvart fólki annars staðar: „Eftir að frumtilraun okkar með Köln hafði gefið svo góða raun, snerum við okkur næstu nætur að Frankfurt og Leipzig. Með tilkynningum um aukalestir NSV reyndum við að lokka íbúa Frankfurt og Darmstadt út úr húsum sínum. Við staðhæfðum að þessar lestir kæmu á ákveðn- um tímum á ákveðna staði, og þar myndi fólkið fá heitan mat, svaladrykki og klæðnað. Jám- brautadeild hafnbannsráðuneyt- isins og Stevens höfðu samið á- kaflega sannfærandi áætlun fyrir lestirnar. og valið staðina, með það fyrir augum að fólkið þyrfti að takast reglulegt ferðalag á hendur til þess að komast þang- að.“ Að loknum jafn óyggjandi • vitnisburði eru allar frekari at- hugasemdir að sjálfsögðu óþarf- ar. Þó er rétt að geta þess að Sefton Delmer og haps nótar áttu sér margar hliðstæður í lýðræð- inu, bæði fyrr og siðar eins og síðar mun sýnt verða. Hann átti sér því síné jafningja — en hon- um var enginn fremri, að því er að ég tæzt veit. En gegn hverju, og hvers vegna, barðist Sefton Delmer í umboði húsbænda sinna með svo níðingslegum hætti? Því hefir hann sjálfur svarað í upphafi bókar sinnar: „Maður getur sagt um það, hvað sem manni dettur í hug, en árið 1936 var Þýzkaland blómstr- andi, hámingjusamt land .... Og þeir, Þjóðverjar, höfðu allar á- stæður til þess að vera Hitler þakklátir. Hitler hafði útrýmt atvinnuleysinu og gefið þeim nýtt, blómstrandi efnahagslíf. Hann hafði gefið Þjóðverjunum sínum nýja sannfæringu um þjóð legt afl sitt og þjóðlegan metnað. Hin Þjóðernis-sósíaliska Þýzka Vinnufylking, sem komin var í stað hinna fyrri veralýðssamtaka, hafði komið fram mörgum kjara bótum við vinnuveitendur og bætt vinnuskilyrðin, en í þeim umleitunum hafði ríkisstjórnin aðstoðað hana með mjúkum en sígandi þrýstingi." Ekki er ólíklegt að sá mæti spekingur, Rousseau, hafi haft Englendinga eins og Sefton Delm er í huga, þegar hann sagði: „Mér finnst það alveg ágætt, að þeir skuli bara vera Englend- ingar, því að þá finna þeir ekki til neinnar þarfar fyrir að vera manneskjur." J. Þ. Á.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.