Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 26.08.1974, Blaðsíða 1
j‘Bl&Ófyrir alla 26. árgangur Mánudagur 26. ágúst 1974 25. tölublað FJÁRKÚGARAR Á KREIKI VIÐ SKEMMTISTAÐINA Fjárkúgun út af hliðar- sporum í einkamálum er ekki nýtt fyrirbæri, en sem betur fer hefur slík iðja ekki verið stunduð sem atvinnuvegur í fjár- aflaskyni hér á landi sem neinu nemur til þessa. Mánudagsblaðið hefur óyggjandi heimildir fyrir því, að þessi skepnuskap- ur hafi nú haldið innreið sína á þann hátt, að menn, sem blaðið vill ekki að svo komnu nafn- greina, sitji fyrir utan fjölsótta skemmtistaði borgarinnar í bifreiðum og fylgjast með góðborg-®- urum, sem eru að gera j sér glaðan dag, einkum ef þeir sjást í félagsskap með stúlkum, sem eru sömu erinda úti að skemmta sér. Síðan er haft „vinsam- legt“ samband við þessa menn, sem oftar, en ekki eru kvæntir, og þeim gef- inn kostur á að losna við öll óþægindi, ef þeir greiði tilteknar fjárhæðir fyrir þagmælsku um gleð- skapinn. Að öðrum kosti er þeim hótað öllu illu, meðal annars því að eiginkonum verði gert viðvart með ljósmynd- um, sem þessir þokka- piltar segjast hafa undir höndum. Enda þótt íslendingar hafi, sem betur fer, haft lítið af þessarri rottu- starfsemi að segja, hafa þeir margir séð dæmi hennar í kvikmyndum eða lesið um hana í er- lendum fréttum og af- brotasögum. Hafa menn í lengstu lög ekki viljað trúa því, að þessar að- ferðir yrðu innleiddar hérlendis. Allir vita, að enda þótt menn lendi í gleðskap við skál, gera þeir sjaldnast nokkuð það, sem spillt getur mannorði þeirra eða hjónabandsheill. Hins vegar er það jafn kunn- ugt, að oft þarf ekki nema órökstuddar grun- semdir um framhjáhald, til þess að valda tíma- bundnum óþægindum og jafnvel varanlegri ógæfu heilla fjölskyldna. Þessar staðreyndir spila frumstæðir glæpamanna- heilar á, og dreymir um lífsviðurværi af fjárkúg- unarstarfsemi, eins og þeirri, sem að framan greinir. Þeim, sem verða fyrir hótunum af þessari teg- und, skal á það. bent, að einfaldasta ráðið gegn þessum ófögnuði er að tilkynna þegar í stað lög- reglu og sakadómi um slík tilræði. Hvort heldur sem um er að ræða eigin- menn eða eiginkonur, og hvernig sem málum er Framhald á síðu 7. ÖkuhraSi of lítill Hámarkshraðareglur þverbrotnar I Nú styttist dagurinn og senn byrja skólarnir. Þá upphefst vanalegur söngur umferðarráðs og lögregluyfirvalda um það að skólabörnin séu í hættu, for- eldrar eigi að fylgja þeim í skólann og bílstjórar að gæta sín sérstaklega. Því miður er vafalítið að þrátt fyrir alian Slysin á sjónum Vinnuslys gerast nú óhugn- anlcga tíð uni borð í nýjustu veiöiskipuin okkar, svo að ljóst er að þar er einhverju áfátt, annað hvort útbúnaði eða kunnáttu inanna, ncma hvort tveggja sé. Hvað skyldu niarg- ir sjómenn þurfa að farast við sttírf sín áður en eitthvaó raun- hæft er gert? -<S> Er það satt að sjónvarp- ið sé að feta i fótspor út- varpsins um ráðningar starf smanna eftir ættartengslum og vensla? Það er ótrúlegt, ef satt er, að yfirmenn fiskiskipa þráist við að rcyna tilltígur til úr- bóta í þcssum ináluin. Auðvit- að eru þeir alvísir á sínu sviði, rétt eins og allir aðrir íslcnd- ingar, en þcim hlýtur að fara að verða Ijóst að einhvers staðar er pottur brotinn. Það er cölilegt að það taki menn einhvern tíma að venjast nýju skipulagi og nýjum veiðarfær- um, cn síendurtckin banaslys hljóta aö benda mtínnum á að eitthvað mcira en lítið er að. Tefla skipstjórar í afla- kóngaleik inönnum sínum í hættu, til þess að veiðarnar gangi betur? Er kannski eitt- hvað að útbúnaðinuin sem lag- færa mætti, cf útgcröin timdi að láta í það peninga? Þaö þýðir ekkcrt að koma ineð einhverjar málamyndaskýring- ar, nú verður rannsóknarnefnd sjóslysa aö reka af sér slyðru- orðið og heiinta eitthvað raun- hæft og svo verða yfirvöld að sjá til þess að framfylgja sett- um reglum, jafnvel þótt ein- hver bveinki sér. áróður verða einhver óhöpp, því það er eins og ómögulegt sé að koma því á hérlendis eins og í hinurn siðmenntuðu löndum, að ökuhraði sé áætl- aður skynsamlega og svo hart gengið eftir því að eftir laga- ákvæðum sé farið. Ökuhraði á fjölmörgum göt- um hér í Reykjavík er hafður allt of lítill — í rcglum og lög- um.Afleiðingin er sú að menn þverbrjóta allar reglur, lög- reglumenn og strætisvagnabíl- stjórar ekkert síður en hinir al- mennu ökumenn. Reglurnar eru svo fáránlegar víða, að engurn dettur í hug að fara eftir þeim, og þegar þeir svo koma í götur, þar sem virki- lega er nauðsynlegt einhverra hluta vegna að takmarka öku- hraðann verulega þá eru menn ónæmir fyrir því og halda sama ólöglega hraðanunr. Hvernig væri nú að umferð- aryfirvöld tækju sig til og á- kvæðu skynsamlegan ökuhraða á hinum ýmsu götum? Sums staðar á alls ekkert að hækka hann frá því sem nú er, til dæmis í þröngum íbúðar göt- um, þar sem búast má við börnum að leik. En eftir því sem göturnar batna á að hækka hann og ekki síst á hinum svokölluðu „hraðbrautum“ okkar. Jafnframt á svo að fara um hámarkshraða, eins og gert er í siðmenntuðum löndum og hiklaust að refsa brotlegum ökumönnum með sektum og ökuleyfissviptingu, svo menn veigri sér við að brjóta settar reglur og hugsi ekki eins og nú að andsk..........reglurnar séu svo vitlausar að engum lögreglumanni detti í hug að angra menn þótt þeir aki tals- vert hraðar en leyfilegt er, svo lengi sem ekki sé um neinn ofsahraða að ræða. Tékkamis- ferli og f/árglæfrar Er hringurinn að lokast í langvarandi stórfelldu tékka- misferli? Dagblöð borgarinn- ar hafa nýlega getið þess, að „kunnur maður í viðskiptalíf- inu“ hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um stórfellt tékkamisferli. 1 þessu sambandi hafa verið nefndar úpphæðir, sem nema 7,5 milijónum króna í innistæðu- lausum tékkum. Nú er það vitaö, að aðrir miklu „kunn- ari menn í viöskiptalifinu“ hafa verið á þtínum til þess að bjarga eigin skinni, og að því er virðist hefur þeim tck- ist það. Sá, sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvaröhald, er ekk- ert annað en peð í siðlausum fjárglæfrum manna, sem enn- þá leika lausum hala, og eng- in höft hafa verið sett á í þeirri áraltíngu iðju að svíkja stórfé út úr grandalausum mtínnum og fyrirtækjum með afleiðingum, sem ekki varða cinungis fjárhagslega velferð. I fréttum, sem sagðar hafa verið um tékkamisferli þess sem nú situr í varðhaldi, er allt nokkuð orðum aukið, sem ekki breytir þó kjarna málsins. Hitt er svo annað mál, að hvað sem þessu máli Hð- ur, væri sakadómi og bönk- unum sóini að því að taká ur umferð þá rncnn : aðra, sem árúm sáman hafa stundað okun iðskipti, béinán þjófnað og tékkamisfcrli og gengiö af mannorði og jafnvel lífi manna, hlæjandi í allsnægt- um. Leikfang Mánudagsblaðsins

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.