Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 B 15 bílar VW GOLF 2,0 GTI, 02/2005, ek. 10 þús., 6 gíra, 3 dyra, álfelgur 18”, abs, topp- lúga, leður, rafmagn í rúðum og spegl- um, fjarstýrðar samlæsingar o.fl. Verð 3.350 þús. (SM-152) TOYOTA LANDCRUISER NEW 90 VX, 05/ 2003, ekinn 64 þús., 4,0 bensín, ssk., abs, álf., leður, topplúga, litað gler, fjar- stýrðar samlæsingar, rafmagn í öllu o.fl. Verð 4.290 þús. (SF-064) FORD EXPLORER XLT 4,6, 06/2004, ek. 25 þús., 5 dyra, ssk., abs, álf., filmur, cd, leður, rafm. í öllu, fjarstýrðar samlæsing- ar o.fl. Vel búinn og glæsilegur umboðs- bíll. Tilboð 3.290 þús. (VN-503) Musso Grande Luxe 2,9 TD-I, High Out- put (155 hö), árg. 3/2000, EKINN AÐ- EINS 24 þús. km, 35” breyttur, 5 gíra, beinskiptur, undirvagnshækkaður, loft- læstur framan og aftan, loftdæla, álfelgur, geislaspilari, 1 eigandi. Bíll í algjörum sérflokki. Verð 2.690,000. (lz-882) BMW 520 IA, árg. 9/2004, ekinn 34 þús. km, sjálfskiptur, abs, álfelgur, spólvörn, bakkskynjari, glertopplúga, leiðsögukerfi o.m.fl. Verð 4.900,000. (yg-951) Musso E-32 BRABUS 3,6L (295 hö), árg. 9/1998, ekinn 65 þús. km, 38” breyttur, sjálfskiptur, loftlæsingar framan og aft- an,120 L aukatankur, 3” púst, milligír, undirvagnshækkaður, o.m.fl. Gríðarlega öflugur og vel búinn bíll. Verð 3.590,000. (SE-047) LEXUS RX 300, 12/ 2002, ek. 54 þús., abs, 17” álf., 5 dyra, ssk., leður, rafmagn í rúðum og speglum, cd magasín o.fl. Verð 3.570. þús. Tilboð 3.350 þús. (MX-929) HONDA HR-V, 04/2005, ek. 4 þús., ssk., 5 dyra, abs, álf., cd, rafmagn í rúðum og speglum, fjarstýrðar samlæsingar, þjón- ustubók. Verð 2.190 þús. (AI-089) M. BENZ ML 270 CDI, 07/2004, ek. 31 þús., ssk., 7 manna, álf. 17”, abs, cd, dráttarkrókur, fjarstýrðar samlæsingar, leður og tau á sætum, rafmagn í rúðum og speglum, spólvörn o.fl. Glæsilegur bíll. Verð 4.990 þús. (ZS-125) VW Toureg V-6, sjálfskiptur, árg. 8/2003, ekinn 16 þús. km, sumar- og vetrardekk, abs, álfelgur, geislaspilari, spólvörn, stöðuleikakerfi, hiti í sætum, leðurinnrétting, xenon aðalljós o.m.fl. Innfluttur af umboði. Verð 4.780,000. (yp-055) BÍLASALAN ● SKEIFAN ● BÍLDSHÖFÐA 10 ● S. 587 1000 / 577 2800 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is SJÓVÁ hefur skoðað hverjar afleið- ingarnar voru fyrir einstaklinga sem lentu í aftanákeyrslum árið 2003. Of snemmt er að sjá árið í fyrra þar sem oft þurfa að líða 1–3 ár frá slysi til að meta afleiðingar. Á höfuðborgarsvæðinu voru um 2.300 aftanákeyrslur árið 2003 þar sem rúmlega 650 manns slösuðust. Þessar aftanákeyrslur hafa kostað samfélagið um 3,8 milljarða króna. Um 4.900 bílar skemmdust og var tjón þeirra sem voru valdir að tjón- inu um 800 milljónir króna. Sumir voru með kaskótryggingu og þurftu aðeins að greiða sjálfsábyrgð, en aðrir sátu uppi með sitt eigið tjón. Árið 2003 slösuðust í umferðinni á Íslandi 2.933 einstaklingar. Flestir slösuðust í aftanákeyrslum eða 35%. Í öðru sæti voru slys þegar ekið var útaf eða í 24% tilfella. Þau eru reynd- ar yfirleitt alvarlegri enda hraðinn oftast meiri þegar bíll ekur útaf. Varanlegar afleiðingar algengar Í dag er búið að meta 21% ein- staklinganna sem slösuðust árið 2003 í varanlega örorku eða 613 ein- staklinga. Af þeim eru 43,7% vegna aftanákeyrslna og 18% slysa vegna útafaksturs. Af öllum þeim sem slösuðust 2003 í aftanákeyrslum hafa nú þegar 26% hlotið varanlega örorku og 15,7% í útafakstri. Ljóst er að aftan- ákeyrslur eru eitt stærsta vanda- málið í umferðinni, sérstaklega í þéttbýli. Þær eru líka stórt heilsu- farslegt vandamál. Til að fyrirbyggja aftanákeyrslur, þurfa ökumenn að vera betur vak- andi fyrir umferðinni sem á undan ekur og vera í viðbragðsstöðu sjái þeir að umferð næstu bíla á undan er farin að hægja og ekki síst að hafa nægilegt bil milli bíla. Sem dæmi má nefna á bíl sem ekið er á 60 km hraða má reikna með ef viðbragð öku- manns er gott að þeir þurfi 3–4 bíl- lengdir bara til að bregðast við áður en bíllinn fer að hemla. Of lítið bil milli bíla á götum höfuðborgarsvæðisins Í samantekt Umferðarstofu á um- ferðargreinum Reykjavíkurborgar er sláandi hve margir ökumenn aka með of stutt bil milli bíla. Umferðarstofa kannaði bil á milli bíla í Ártúnsbrekkunni. Þar er leyfð- ur 80 km hraði. Á einni viku óku þar um 309.522 bílar. Af þeim voru 8.039 með nóg bil í næsta bíl. Það þýðir að aðeins 3% ökumanna hafa nóg bil og 97% hafa of lítið bil. Ef eitthvað ber út af er ómögulegt að koma í veg fyr- ir aftanákeyrslu og það þýðir að ekki aðeins tveir bílar heldur hugsanlega mun fleiri geta lent í árekstri með til- heyrandi afleiðingum. Þar sem leyfð- ur er 80 km hraði verða afleiðingar aftanákeyrslu mun alvarlegri en þar sem hægar er ekið. 650 manns slösuðust í aftanákeyrslum 2003 Aftanákeyrslur eru eitt stærsta vandamálið í umferð- inni á höfuðborgarsvæðinu. Afleiðingar þeirra eru oft vanmetnar. Of margir þjást alla ævi af áverkum sem þeir hlutu í slíkum slysum. Auk þess er um mikið fjárhagstjón að ræða. Árið 2003 varð tjón af þessum völdum t.a.m. um 3,8 milljarðar króna. Morgunblaðið/Ásdís Svona geta bílar verið útleiknir eftir aftánkeyrslur. Morgunblaðið/ÞÖK Of stutt bil á milli bíla er helsta ástæða aftanákeyrslna. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.