Tíminn - 07.01.1970, Síða 9

Tíminn - 07.01.1970, Síða 9
WIÐVIKUDAOOl 7. janúar 1970. ~ - — TIMINN 9 flffiMfWI Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frarrikvæmdastj óri: Kristján Benedilctsson. Riitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Aiuglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjómar- sikrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306, Skrifstofur Bantoastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsinigasimi: 19523. Aðirar slkrifstofur sími 18300. Ásikrifargjald kr. 165.00 á mán- uði, innamlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. - Prentsm. Edda hf. í áramótagrein sinni minnti Ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins, á þingsályktunartillögu Gísla Guðmundssonar, sem nú liggur fyrir Alþingi, um endurskoðun stjórnarskrárinnar. í tillögunni er m. a. lagt til að athugað verði, hvort ekki sé rétt að taka upp einmenningskjördæmi við kjör til Alþingis. Sagðist Ólaf- ur minna á þetta af því að það væri sannfæring hans, að þetta mál muni verða mjög á dagskrá á þessu ári. Um tillögu Gísla Guðmundssonar sagði Ólafur m. a. í grein sinni: „í tillögunni eru nefnd ein tuttugu efnisatriði, sem nefndinni ber sérstaklega að taka til athugunar. Er hér eigi kostur að nefna þau öll. En þeirra á meðal eru t. d. þessi: Hvort fyrirkomulag æðstu stjómar ríkisins sé svo heppilegt, sem það gæti verið og hvaða skipun hennar myndi vera bezt við hæfi þjóðarinnar. Hvort skipting Alþingis í deildir sé úrelt orðin og ein málstofa heppilegri. Hvort nauðsyn sé nýrra ákvæða til að marka rétt rík- isstjórnar og Alþingis um samninga við aðrar þjóðir. Hvort rétt sé að breyta kjördæmaskipuninni á þá leið, að landinu öllu verði skipt í einmenningskjördæmi þar sem aðalmenn og varamenn séu kosnir saman óhlut- bundnum kosningum en uppbótarmenn engir. Hvort þörf sé lagasetningar um skyldur og réttindi þingflokka. Ég tel, að hér sé hreyft hinu merkasta máli og að til- laga þessi sé tímabær. Þess vegna vek ég hér athygli á henni. Og ég vil benda mönnum á hina ágætu framsögu- ræðu Gísia Guðmundssonar, sem birtist í Tímanum 14. desember síðastliðinn. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er mál, sem taka verður til umræðu og athugunar á komandi ári. Þar verð- ur breytt kjördæmaskipun efst á blaði. Kjördæmaskipun sú, sem lögleidd var með stjómarskrárbreytingunni 1959, hefur nú staðið í 10 ár. Af henni og hlutfallskosninga- kerfinu er því fengin nokkur rejmsla. Það virðist býsna almenn skoðun, að sú reynsla sé ekki góð. Þess vegna þarf að taka það til rækilegrar rannsóknar, hvort ekki sé rétt að hverfa að einmenningskjördæmum og óhlut- bundnum kosningum. Að sjálfsögðu yrði þá að miða við það að mínum dómi, að íbúatala í hverju kjördæmi væri svipuð.“ Um starfshætti Alþingis sagði Ólafur Jóhannesson m. a. í áramótagreininni, að þeir væru úreltir orðnir, um- ræðuformin stöðnuð og nefndastörfin oft til málamynda og fréttaflutningi frá Alþingi áfátt. Hér þyrftu að koma til nútímavinnubrögð og starfsaðstaða þingmanna og þingflokka að batna. Sýna þyrfti í sjónvarpi svipmyndir frá Alþingi, ekki aðeins af samkomum þess heldur og frá þingflokkum og nefndastörfum. Þessi sögulega stofnun má ekki fá það orð á sig, að hún sé aðeins afgreíðslustofnun fyrir ríkisstjórn á hverjum tíma. Stiórnarandstaðan þyrfti t. d. að fá fulltrúa í stjórn þingsins, svo sem víðast hvar væri nú talið sjálfsagt í lýðræðislöndum. TK ERLENT YFIRLIT Hefur franskur afbrotamaður skrífað bók ársins 1969? Merkilegt ritverk um 13 ára vist í frönskum fangelsum EINS OG oft áður, hafa bóka gagnrýnendur og bókaunnend- ur verió að veilta þvi fyrir sér um áramótin, hvaða sKáldverk eða ritverk megi telja í fremstu röð þeirra verka, sem kom út á hinu nýliðina ári. Lákt og oft vill veröa, sýnist þar sdtt hverjum, því að smekk uirimi er mismunandi. Engir menn virðast líka öllu meira ósamimála um skáldverk og rithöfunda en gagnrýnendiur. Það, sem einum þykir gott, rifoir hinn niður. Af skáldsögum, sem komu út á árinu, virðist ritverkið Portnoy’s Comjplaint eftir Philip Roth þykja líklegt til að öðlast mesta frægð. Philip Roth er í hópi hinna yngri skáldsagnahöf un da í Banda- ríkjumum, er vakið hafa mesta athygli á síðari árum. Hann er kominn af Gyiðingaættum og fjallar hann aðallega um vanda mái amerískra Gyðinga í rit- verkum sínum. í þessu seinasta verki sdnu lætur hann 34 ára gamlan ógiftan Gyðing rekja sögu sína og þó einkum and- legar rauindir, sem hafa hlotizt af sérstæðu uppeldi hans og uimihverfi. Þetta ritverk er raun ar ekki alveg nýtt, því að Roth birti fyrsta hluta þess í apríl- hefti Esquiire 1967 og síðan birtust kaflar úr þvi í ýmsum tímaritum á árunum 1967 og 1968. Ritverkið kom svo út í bókarformi á síðastliðnu ári og var um langt skeið metsölubók í Bandaríkjunum og hlaut yfir leitt mikið lofsorð gagnrýnenda. Enskir gagnrýnendur hafa og borið mikið lof á það. Yfirleitt virðast ritdómarar eammála um aið hér sé á ferð heilsteypt verk, sem hafi verulegt bók- menntagildi bæði vegna efnis og stíls. Að sjálfsögðu hefur verið samið uim aið kvikmynda það en efcki er víst, aið það verði til að auika hróður þess, ANNARS spá ýmsir fróðir menn því, að sú bók ársins 1969, sem eigi eftir að lifa lengst, sé ekki skrifuð af nein- um þekktum rithöfundi eðia skáldsnillingi, heldur sé höf- undiur hennar franskur saka- maiður, sem m. a. hefur verið dæmdur fyrir morð. Bók þessi hefur veriið með helztu sölu- bókum í Frakklandi á undan- förmum mánuðum og verðux bráðlega gefin út á mörgum tungumálum. Fleiri kvikmynda- félög hafa sótt uim réttinn til að kvikmynda hana, en önnur, m. a. Warner Brothers, hafa sótt um að mega byggja á hemni framhaldskvikmynd fyr- ir sjónvarp. FUestir bókmennta- gagnrýnendur og rithöfundar á borð við Franrois Mauriac segja hana hafa mikið bók- menn'talegt gildi, en sérfræið- ingar í afbrotamálum segja HENRI CHARRIÉRE hana lærdómsrika og áréttuðu það með þvi að bfjóða höfundin um að taka þább í ráðstefnu, sem þeir héldu í París, og fékk hann 48 klst. dvalarleyfi þar til þess að geta sótt hana. Sum frönsku blöðin mæla með bók- inni sem hollxi aðvörun fyrir þá, sem eru veikir fyrir afbrot- um. Þau segja, að höfundur- inm hafi unnið þjóðfélaginu gott verk með þessari bók sinni, en meginkerming henmar er sú, að afbrot borgi sig ekiki. BÓK ÞESSI ber n-afnið Popllon, eða fiðrildið, og er höfundurkm oft mefndur því nafni, en rétt heiti hans er PHILIP ROTH Henri Charriére. Hann er fædd- ur 1906 í Suður-Frakklandi, en fór þaðan til Parísar og lifiði þar brátt ævimtýralegu lífi og gerði sig sekan um margs- konax afbrot. Haustið 1931 var hamn dæmdur í ævilamgt fang- elsi fyrir að hafa orðið manni að bana, en hann hefur stöiðugt haldið því fram, að þar væri hamn hafður fyrir rangri sök. Ýms önnur afbrot sín hefur hann viðurkennt. Aið uppkveðn- um þessum dómi, var hann fluttur til frömsbu Guiamai, Suð ur-Ameríbu, en þar höfðu Frafckar þá illræmdustu fang- elsi sín, Charriére tókst fljót- lega að strjúka úr famgelsinu en var handsamaður. Alls tókst honum aið strjúka 10 simnum og var hann þó búinn að vera í öilum helztu fangels- um Frafcka á þessum slóðum, m. a. á Djöflaey. 1 tíunda sinnið tókst hor.um að komiast til Venezuela og tókst honum að fá borgararéttindi þai’. Átti hann það því að þabka, að bylt- ing var þar nýlega um garð gengin og voru hinir nýju stjórnanherrar engir vinir Frafcba. Síðan hefur Ohaxriére átt heima í Caracas, höfuiðborg Veneauela, þar sem hann hefur lemgistum rekið vínveitingastað. Hann hefur verið reglusamur og löghlýðinn í besta lagi, kvæntur og átt börn og reynzt prýðilegasti fjölskyldufaðir. Síðastl. vor réðist Charriére í það verk að rita endurmimn- ingar sínar frá nær 13 ára larngri divöl í fangelsum Frakka. Hann skrifaði og skrifaði sam- fleytt í tvo mánuiði og hafði þá lokið ritverki, sem er um 2 500 prentaðar blaðsíður. Fyrir þetta verk er hann að verða heimsfrægur. EN FRÆGÐIN og vi/ður- kenningin er Charriére ekki nóg. Hann þráir nú fátt meira en að setjast að í París. Sam- kvæmt frönsbum lög- um getur maður, sem hefur verið dæimdur fyrir morð, ekki sezt að í því lögsagmar- umdæmi, þar sem dómurinn var kveðinn upp, þessvegma er París eini staðurinn í Frakk- landi, þar sem Charriére get- ur efcki dvalið, nema með sér- stöku leyfi, sem aðeims má veita til skamms tíma í semn. Þá undantekningu má þó gera afð veita viðkomandi fulia sakaruippgjöf, ef hann hefur umnið mikilvægt starf í þjón- ustu lands síns. Fái hann sakar- uppgjöf, getur hann dvalizt hvar í landi, setn hann lystir. Charrére hefur ntl fengið tvo fræga lögfræðinga tii að sækja fyrir sig um slíta sakarupp- gjöf og verður húm einkum rökstudd með því. að hann hafi með umræddri bók sinni unnið verk, sem réttlæti fula sakar uppgjöf samkvæmt framan- greimdu ákvæði lagamna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.