Tíminn - 08.03.1970, Blaðsíða 1
Jóhannes Nordal og „yfirráðuneytið'7 í Seðlabankanum - bls. 6
Leikfélag
Rvikur
fyrirmynd
um lýðræði
í leikhúsi
SJ-Re>'kjavík, laugardag.
Skoðanakönnun Framsóknarmanna
í Reykjavík hefst á föstudaginn
Frambjóðendur í skoðanakönnuninni í Reykjavík - sjá bls. 2 og 3
Víða um lönd ræðir leikhúsfólk
um það sín á milli hvernig leik
húsi verði bezt stjórnað. Menn
hneigjast nú æ meir að þeirri
skoðun að beztur árangur náist í
ieikhússitarfinu sé stjórn þess lýð
ræðisleg. Nú er svo mál með
vexti, að leikhús Leikféiags
Reykjavíkur í Iðnó er eitt af fá-
um á Norðurlöndum, sem rekið
er á algerlega lýðræðislegum
grundvelli. Það er raunar lang-
elzt þeirra alira. Á öðrum Norð-
urlöndum eru til nýir leifchópar,
sem starfa efcki á ólíkan hátt, en
stjóm Leikfélags Reykjavíkur hef
ur verið lýðræðisleg frá stofnun
þess 1897, og sú skipan hefur
haldizt alia tíð síðan. Endurbætur
hafa verið gerðar á skipulagi fé-
lagsins, ekki sízt eftir að Leikfé-
lagið tók til starfa sem atvinnu-
leilrhús 19S3—64. Við fengum af
því lauslegar fregnir, að Leikfé-
laginu bærus't iðulega bréf og fyr-
irspurnir um stjórn og starfshætti
leifchússins. Reyndist þetta rétt
vera, og eru bréf þessi einfcum
frá Norðurlöndum, en leikhúsfólk
þar hefur áhuga á að kynnast,
hvaða raun starfshættir Leikfé
lagsins hafa gefið. Fyrir skömmu
var Sveinn Einarsson, leikhús-
stjóri, fenginn til að flytja fyrir-
lestur u'm þetta efni á norrænu
leikhúsþingi ytra og er norrænt
leikaranámsskeið var haldið hér
fyrir nokkrum árum, fengu marg-
ir þátttakenda áhuga á starfsað-
ferðum Leikféiagsins.
Af þessu tilefni leitaði blaðið
til Steindórs Hjörleissonar, for-
manns Leikfélags Reykjavílkur, og
bað hann að skýra í stuttu máli.
frá því hvernig félagið er rekið.
Varð hann góðfúslega við þeirri
málaleitan.
„Leikféiaq Reykjavíkur er sam
eignarfyrirtæki, og tekur hver og
einn meðlimur á sig skyldur gagn
vart því, þ.á.m. vissa fjárhagslega
ábyrgð.
Stjórn er kosin til tveggja ára.
Hana skipa þrír menn. formaður,
ritari og meðstjórnandi. Vara-
stjórn skipa einnig 3 menn. Á síð-
ari árum starfar einnig leikhús
ráð á vegum félagsins, en í því
Framhald a bls. 11.
Tómas Vigfússon
— og sagan um það, hvernig
lítill spámaður í Alþýðu-
flokknum verður stór í sínu
föðurlandi.
— sjá bls. 24
Margt er nú gert til þess að
endurvekja íslenzka þjóobúning-
inn, en sennilega fara* konur þó
ekki a- klæ'ðast honum dag-
lega, eins og áður var. Kvenfélög
efna til þjóðbúningakvölda, og
koma þá sem flestar konur í peysu
fötum eða upphlutum. Þessi mynd
var tekin á kvöldvöku hjá kven-
félaginu Hrönn og er nánar sagt
frá henni á kvennasíðu blaðsins
í dag á bls. 19. (Tímam. Gunnar)
Skoöana-
könnun
á Selfossi og
prófkjör í
Kópavogi í dag
KJ-Reykjavík, laugardag.
Um helgina fer fram skoðana-
könnun hjá Framsóknarmönnum á
Selíossi, og prófkjör allra flokka
fer fram í Kópavogi.
Skoð an akön nun Fr amsóknar-
manna á Selfossi fer fram í Iðn-
sfcálanum, og stendur frá klufckan
tvö til tiu. Kosningarétt hafa þeir
sem verða á kjörskrá 31. maí n.b.
f Kópavogi fer prófkjörið fram
í Kársnesskóla og Víghólaskóla og
kosið er klufckan 9 til 21. Kosn-
ingarétt hafa allir þeir, sem verða
orðnir 20 ára 31. maí í vor. Upp-
lýtsingar um próffcjörið verður að
fá hjá yfirkjörstjórnarmönnum í
síma 40655.
Skák Friðriks og Larsens fór aftur í bið í gærmorgun:
„Ég hef mögu-
að ná jafntefli“
Friðrik:
leika á
OÓ—Reykjavík, laugardag.
— Ég á enn möguleik á jafn
tefli í skákinni við i.arsen, —
sagði Friðrik Ólafsson, er Tím
inn hafði samband við hann í
Lugano, þar sem stórmeistara
mótið fer fram. Þeir Friðrik og
I.arsen tefldu biðskák í morgun
og fór hún aftur í bið.
— Ég tefli við Larsen aftur
á mánudag, og reikna ég fast
lega með að sk„kinni ljúki þá.
Larsen hefur betra tafl, en ég
tel mig enn hafa jafnteflismögu
leika, þótt útiitið sé.ekki sér-
lega gott.
Einni skák lauk í morgun.
Unzioker vann Donner.
Staðan er nú þannig að Lar
sen er efstur með 4 vinninga
og biðskák. Friðrik er næstur
með 3 vinninga og biðskák.
Byrne er með þrjá vinninga
Gligoric og Unzicker eru með
tvo vinninga. Donner, Szabo og
Kavalek eru með 1 og hálfan
vinning hver.
í dag teflir Friðrii; við Gli-
goric, en alls á hann níu skákir
eftir ótefildar.
í gær var fimmta umferð og
fór þá skák Friðriks og Larsens
í bið eins og fyrr segir, og enn
var skákin ekki útkljáð í morg
un og fást efcki úrslit fyxr en á
mánudag. Aðrar skákir í þeirri
umferð urðu jafntefli eða fóru
í bið.
FriSrik Ólafsson