Morgunblaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.2005, Blaðsíða 1
2005  FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A STEFÁN OG GUNNAR DÆMA Á EM Í SVISS / C3 NÝR heimslisti Alþjóða skíða- sambandsins, FIS, í alpagreinum var gefinn út í gær og tekur listinn gildi fyrir opnunarmót heimsbik- arsins sem hefst í Sölden í Austurríki á laugardag. Landsliðið í alpagreinum hefur stórbætt árangur sinn á heimslista, en Björgvin Björg- vins (Dalvík), Kristján Uni Óskarsson (Ólafsfirði), Kristinn Ingi Valsson (Dalvík) og Sindri Már Pálsson (Breiðablik) hafa bætt sig verulega í öllum sínum greinum. Karlalandsliðið hefur dvalið við æfingar og keppni í Ástralíu og á Nýja Sjálandi og í tilkynningu frá Skíðasambandi Íslands kemur fram að þær æfingar hafi skilað góðum árangri. Landsliðið er nú við æfingar í Pitztal í Austurríki utan Guðrúnar Jónu Arinbjarn- ardóttur, en hún er í Saas Fee í Sviss. Björgvin Björgvinsson er nú í 77. sæti í svigi, en var í 103. sæti á síð- asta lista. Dalvíkingurinn er í 137. sæti í stórsvigi en var áður í sæti 347. Árangur hans í Eyjaálfukeppn- inni í sumar hefur fært honum rás- númer 31-32 í öllum Evrópubikar- mótum í stórsvigi í vetur. Gera má ráð fyrir að Björgvin taki þátt í völdum mótum í Heimsbikarnum en hans megináhersla verður á Evrópubikarmótin. Dagný Linda hefur verið á sjúkralista að undanförnu vegna hnémeiðsla og hefur ekki keppt. Hún er hins vegar við æfingar þessa dagana. Björgvin þokast upp listann Björgvin ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magdeburg, er einn þeirra manna sem orðaður er við starf þjálfara hjá þýska hand- knattleiksliðinu Hamburg SV en það leysti Christian Fitzek frá störfum á mánudag í kjölfar slaks árangurs liðsins á keppnistímabilinu. Afar ósennilegt er að Alfreð yfirgefi Magdeburg til að taka við HSV þar sem vel hef- ur gengið hjá Magdeburg á keppnistímabilinu auk þess sem hann er samningsbundinn félaginu til vorsins 2007. Frá þeim tíma hefur hann gert samkomulag um að taka við þjálfun Gummersbach. Forráðamenn Hamburg gerðu sér vonir um að geta klófest Martin Schwalb, þjálfara Wetzlar, en forráðamenn Wetzlar neita að leysa Schwalb undan samningi nema Hamburg greiði 225.000 evrur, jafnviðri um 17 millj. króna. Hamborgarmenn segja það óviðunandi kröfu. Aðrir sem þykja koma til greina auk Alfreðs eru Velimir Petkovic, þjálfari Göpp- ingen, Bogdan Wenta, aðstoðarþjálfari Flensburg og landsliðsþjálfari Pólverja og Erik Veje Rasmussen, sem nú stýrir Århus GF, en þjálfaði eitt sinn Flensburg. Alfreð orðaður við HSV Hamburg SIGURÐUR Jónsson skrifaði í gær undir undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Grindavíkur. Undanfarin þrjú ár hefur Sig- urður þjálfað knattspyrnulið Vík- ings en hann hætti þar störfum fyr- ir skemmstu eftir að hafa komið liðinu upp í Landsbankadeildina á ný. Milan Stefán Jankovic verður aðstoðarþjálfari Sigurðar ásamt Magna Fannberg Magnússyni. Sinisa Kekic, fyrirliði Grindvík- inga, skrifaði einnig undir nýjan samning við félagið í gær. Kekic áfram í Grindavík Woodgate skoraði fyrsta markiðog jafnaði þar með metin fyrir Real Madrid en Beckham skoraði fjórða og síðasta markið með skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta er þriðja markið sem Woodgate skorar fyrir Real Madrid, en fyrstu tvö mörkin voru reyndar sjálfsmörk. Hann er að ná sér á strik eftir að hafa verið utan vallar í um 17 mánuði samfellt vegna meiðsla en varnarmaðurinn var keyptur frá Newcastle í ágúst árið 2004. Í fyrsta leiknum sem hann lék með Real Madrid skoraði Woodgate sjálfsmark og var síðan vísað af leik- velli í sama leiknum. Woodgate fagnaði markinu gegn Rosenborg með þeim hætti að eftir að hann var búinn að veita til áhorf- enda, hljóp að varamannabekk liðs- ins og faðmaði dr. Alfonso Del Corral, sem er læknir Real Madrid. „Ég fagnaði með áhorfendum í fyrstu en síðan gat ég ekki annað en farið til dr. Del Corral og fagnað með honum því hann hefur reynst mér ómetanlegur frá því ég kom til liðs- ins. Hann á mikið hrós skilið,“ sagði Woodgate kampakátur eftir hinn sögulega leik. Woodgate og Beckham í sögubækur Real Madrid á Spáni AP Enski lands- liðsmaðurinn Jonathan Woodgate fagnar marki sínu og á öðr- um myndum á síðunni fagnar hann með Del Carral, lækni Real Madrid. Fagnaði marki sínu með lækni liðsins DAVID Beckham og Jonathan Woodgate skráðu nöfn sín í sögu- bækur spænska stórliðsins Real Madrid á miðvikudaginn er þeir skoruðu báðir í 4:1 sigri liðsins gegn norska liðinu Rosenborg. Þeir eru fyrstu ensku leikmennirnir sem skora í sama leiknum hjá Real Madrid frá upphafi. ENSKU úrvalsdeildarlið Birmingham og Everton voru með „njósnara“ á leik Halmstad og Hertu Berl- ín í Svíþjóð í gær, 0:1 – liðin hafa fylgst grannt með íslenska landsliðsmanninum í knattspyrnu, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni, framherja sænska liðsins, að undanförnu. Gunnar Heiðar, 23 ára, er markahæstur í Svíþjóð – hefur skorað 16 mörk í úrvalsdeildinni. BBC greinir frá því að útsendarar frá ensku lið- unum hafi verið á leiknum hjá Halmstad í gærkvöld til þess að fylgjast betur með Gunnari og kom einnig fram að menn frá þýska liðinu Hamborg hefðu einn- ig verið að fylgjast með Eyjamanninum. Tvö ensk 1. deildarlið eru einnig á lista BBC yfir þau lið sem eru með Gunnar Heiðar í sigtinu. Gunnar hefur leikið fimm landsleiki og skorað eitt mark. Ensk lið fylgjast með Gunnari Heiðari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.