Morgunblaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 1
2005 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
JÓHANN ÁRNI ÓLAFSSON SETTI 89 STIG Í LEIK MEÐ NJARÐVÍK / C3
MATTHEW Williams, bandarískur körfuknattleiks-
maður, sem lék með Fjölni í upphafi Iceland Express-
deildarinnar, er farinn til síns heima.
Williams lék aðeins tvo leiki með Fjölni og stóð sig
vel í þeim, gerði meðal annars 21 stig og tók 10 fráköst
í síðari leiknum sínum, sem var við Hauka. Hann virtist
rétti maðurinn fyrir Fjölni, sem leitaði að stórum leik-
manni og manni sem léki góða vörn. En Williams var
ekki í góðri æfingu þegar hann kom til landsins og síð-
ar kom í ljós að hann var með astma og fór hið íslenska
kalda loftslag illa í hann þannig að ákveðið var að rifta
samningum og er hann farinn til Bandaríkjanna.
„Það er grátlegt að svona skyldi fara því þetta var
góður leikmaður,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálf-
ari Fjölnis í samtali við Morgunblaðið, en hann vinnur
nú hörðum höndum að því að finna annan bandarískan
leikmann. Sá yrði þá þriðji bandaríski leikmaðurinn
sem kæmi til liðs við Fjölni á þessari leiktíð því sá sem
kom fyrstur fór heim áður en mótið hófst.
Matthew Williams
farinn frá Fjölni
TVÍSÝNT er hvort ÍBV teflir fram
liði í Landsbankadeild kvenna í
knattspyrnu á næsta tímabili. Eyja-
konur hafa þurft að sjá á eftir þrem-
ur sterkum leikmönnum upp á síð-
kastið. Olga Færseth og Hólmfríður
Magnússon eru að öllum líkindum á
leið aftur til KR og Elín Anna Stein-
arsdóttir er gengin í raðir Breiða-
bliks að nýju en samtals skoruðu
þær 24 af 41 marki liðsins á síðustu
leiktíð. Þá hefur illa gengið að
manna nýtt meistaraflokksráð.
„Það getur alveg farið svo að ÍBV
verði ekki með næsta sumar. Ég er
ekki alltof bjartsýnn. Hópurinn var
ekki stór í sumar. Það er alltaf að
fækka hér í Eyjum og við erum í
vandræðum út af því. Ég myndi
segja að það ylti á heimastelpunum
sjálfum, hversu tilbúnar þær eru og
hversu margar ætla að vera með,
hvort við getum haldið úti liði eða
ekki. Það er ekki endalaust hægt að
kaupa leikmenn, hvort sem þeir eru
íslenskir eða útlendir, og satt best að
segja lítur þetta ekki vel út,“ sagði
Rúnar Vöggsson, formaður meist-
araflokksráðs ÍBV, við Morg-
unblaðið en fjórir útlendingar léku
með ÍBV í sumar. ÍBV hafnaði í
þriðja sæti á Íslandsmótinu í sumar
en í fyrra varð liðið í öðru sæti og
varð bikarmeistari í fyrsta sinn.
Fari svo að ÍBV sendi ekki lið til
leiks segir í reglugerð KSÍ um knatt-
spyrnumót að mótanefnd KSÍ skuli
ákveða hvaða félag tekur sætið sem
losnar.
Við mættum fullir sjálfstrausts íþennan leik og við ætlum að gera
allt sem í okkar valdi er til að verða
fyrstir til að leggja stórveldið að velli.
Það var ansi ánægjulegt að sjá
Chelsea tapa loks stigum í deildinni
um síðustu helgi og vonandi höldum
við bara okkar striki. Við þurfum
toppleik til þess að sigra Chelsea
enda á ég ekki von á öðru en að Mour-
inho verði með vel mannað lið á móti
okkur,“ sagði Hermann við Morgun-
blaðið en Charlton tapaði, 2:0, fyrir
Chelsea í leik liðanna í úrvalsdeildinni
á The Valley, í síðasta mánuði.
Hermann býst við því að Alan Cur-
bishley, stjóri Charlton, tefli fram
sínu sterkasta liði.
,,Stjórinn hefur verið lítið fyrir það
að gera breytingar á liðinu og nú þeg-
ar vel gengur á ég ekki von á því að
hann breyti til þó svo að leikurinn sé í
deildabikarnum. Charlton hefur aldr-
ei verið með stærri og sterkari hóp en
í ár svo það breytir ekki miklu þó ein-
hverjar mannabreytingar séu gerð-
ar,“ segir Hermann en meðal þeirra
leikmanna sem lítið hafa fengið að
spreyta sig á tímabilinu eru Jonathan
Fortune, Talal El Karkouri og fyrir-
liðinn Matt Holland. Curbishley er þó
tilneyddur að gera í það minnsta eina
breytingu frá liðinu sem lagði
Portsmouth um síðustu helgi. Rúss-
inn Alexei Smertin má ekki spila þar
sem hann er í láni frá Chelsea.
William Gallas og Claude Makelele
verða hvíldir í liði Chelsea í kvöld,
Damien Duff er meiddur en að öðru
leyti getur Jose Mourninho, stjóri
Chelsea, stillt upp sínu sterkasta liði
og vonandi fær Eiður Smári Guðjohn-
sen að byrja inn á. Wayne Bridge
kemur inn í hópinn að nýju en hann
hefur verið lengi frá síðan í febrúar
þegar hann varð fyrir því óláni að fót-
brotna í leik gegn Newcastle.
,,Við tökum þessa keppni alvarlega
eins og í fyrra og stefnan hjá okkur er
að vinna þau mót sem við tökum þátt
í. Leikurinn við Charlton á The Valley
var mjög erfiður og við reiknum með
öðrum eins á Stamford,“ sagði Steve
Clarke, aðstoðarmaður Jose Mour-
inho, í gær.
Hermann Hreiðarsson um viðureign Charlton og Chelsea í kvöld í ensku deildabikarkeppninni
TOPPSLAGUR er á dagskrá í ensku deildabikarkeppninni í knatt-
spyrnu í kvöld þegar tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Chelsea og
Charlton, leiða saman hesta sína á Stamford Bridge. Eiður Smári
Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea eiga titil að verja en spurning
er hvort sigurganga Charlton á útivelli heldur áfram en Hermann
Hreiðarsson og samherjar hans í Charlton-liðinu hafa unnið alla
fimm útileiki sína á tímabilinu.
Reuters
Hermann Hreiðarsson á í höggi við Michael Essien í deildarleik Charlton og Chelsea fyrr í vetur.
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
Viljum verða
fyrstir til
að leggja
stórveldið
Óvíst um þátttöku
ÍBV næsta sumar
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
FORRÁÐAMENN spænska knatt-
spyrnuliðsins Atletico Madrid hafa
nú á teikniborðinu áform um bygg-
ingu stærsta knattspyrnuvallar í
Evrópu. Verði ráðist í framkvæmd-
ina á völlurinn að verða tilbúinn
eftir fjögur ár og rúma alls 110.000
manns í sæti. Stærsti knattspyrnu-
völlur Evrópu um þessar mundir er
í Barcelona, Camp Nou. Þar er
pláss fyrir 105.000 áhorfendur í
sæti. Til stendur að völlurinn verði
reistur í Alcoron, rétt sunnan við
Madrídarborg. Gert er ráð fyrir að
fullbyggður kosti völlurinn 120
milljónir evra, jafnvirði 8,8 millj-
arða króna. Liðið hefur árum sam-
an leikið á Vicente-Calderon leik-
vanginum í Madríd þar sem
ævinlega er uppselt.
Bygging risa-
vallar í Madríd