Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 1

Morgunblaðið - 09.11.2005, Page 1
2005  MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BREIÐABLIK KÆRIR KKÍ / C3 EINS og kom fram í fréttum helgarinnar komst Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi en Birgir komst áfram af 2. stigi úrtökumótsins með ævintýralegum hætti – þar sem hann fékk fugl á 1. holu í 9 manna bráðabana um fjögur laus sæti á lokamótinu sem hefst á fimmtudaginn á San Roque vellinum í Cadiz á Spáni. Þar verða leiknar 72 holur á tveimur völlum og komast 70 efstu áfram á lokahringina tvo, sem leiknir verða á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Það eru margir þekktir kylfingar sem eru í sömu stöðu og íslenski kylfingurinn og nokkrir þeirra hafa leikið fyrir hönd Evrópu í Ryderkeppninni. Þar má nefna Peter Baker frá Englandi, Jarmo Sandelin frá Svíþjóð og Írann Philip Walton en þeir verða að sanna tilverurétt sinn á meðal þeirra bestu á ný. Sá síðastnefndi tryggði Evrópuliðinu sigur gegn Bandaríkjamönnum árið 1995 en hefur átt erfitt upp- dráttar sem atvinnumaður að undanförnu. Kunnir kappar þurfa að sanna sig FORSVARSMENN Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ís- hokkísambands Íslands funduðu í gær vegna bréfs sem ÍSÍ sendi til Íshokkísambands Íslands fyrir helgi vegna átaka sem urðu í ís- hokkíleik Bjarnarins og SA og sýnd hafa verið ítrekað í sjón- varpi. Að mati framkvæmdastjórnar ÍSÍ eru átök í íþróttaleik af því tagi sem þarna áttu sér stað, algerlega óásættanleg bæði fyrir viðkomandi íþróttagrein og hreyf- inguna í heild. Fram kom í máli forsvars- manna ÍHÍ að atvik það sem upp kom í áðurnefndum leik væri ekki hluti af íþróttinni og skilaboð um það til íþróttahreyfingarinnar yrðu að vera skýr. Aðilar eru af þessu tilefni sammála um að hefja endurskoðun á agareglum sam- bandsins með það að markmiði að taka sérstaklega á grófum brot- um. Er að því stefnt að nýjar aga- reglur flytji iðkendum þau af- dráttarlausu skilaboð að ofbeldis- brot verði ekki liðin í íþrótta- greininni. Laganefnd ÍSÍ mun verða Íshokkísambandinu til aðstoðar í málinu. Frá þessu var greint á fréttavef ÍSÍ í gær. Endurskoða agareglur EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrir- liði Íslands í knattspyrnu, sagði við enska fjölmiðla í gær að ósigurinn gegn Man- chester United á sunnudaginn myndi ekki hafa slæm áhrif á leikmenn liðsins, sem væru tilbúnir í aðra og ekki síðri sigur- göngu. Tapið á Old Trafford var það fyrsta í 41 deildaleik hjá Chelsea. „Látið ykkur ekki bregða þó við verðum aftur ósigraðir í 40 leikjum. Við erum með sterka persónuleika í okkar liði og höfum ekki minnstu áhyggjur. Það er ekkert neyð- arástand hjá okkur, við þurfum bara að halda áfram á okkar braut. Eins og við lék- um gegn Real Betis í síðustu viku verð- skulduðum við ekkert, en ég vil ekki bera þann leik saman við það sem við sýndum gegn United,“ sagði Eiður og kvaðst von- svikinn yfir úrslitunum á Old Trafford, en leikmenn liðsins væru jafn hungraðir í sigra og áður. Eiður kom inn á sem varamaður er um hálftími var eftir af leiknum og hafði hann góð áhrif á Chelsea liðið og lífgaði verulega upp á sóknarleik liðsins. „Það eru vonbrigði að tapa og það er nokkuð sem við viljum ekki að komist upp í vana, en ég er sannfærður um að við verð- um fljótir á rétta braut á ný. Það þarf eng- inn að efast um löngun okkar og einbeitingu og ég tel að við höfum sýnt að þeir sem hafa gagnrýnt spilamennsku okkar höfðu rangt fyrir sér. Við getum spilað sóknarfótbolta,“ sagði Eiður Smári en ekkert verður leikið um næstu helgi í ensku úrvalsdeildinni. Tilbúnir í aðra 40 leikja sigurgöngu Eiður Smári Hörður, sem er 22 ára, skoraði 14mörk fyrir Keflvíkinga í sum- ar, níu í úrvalsdeildinni og fimm í UEFA-bikarnum, og var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Ragnar er 19 ára og kom skemmti- lega á óvart í liði Fylkis í sumar en hann vann sér þar fast sæti í vörn liðsins. Hörður sagði við Morgunblaðið í gær að sér hefði litist mjög vel á sig hjá Midtjylland, sem er með aðset- ur í bæjunum Ikast og Herning á Jótlandi og er í 9. sæti af 12 liðum í dönsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Liðið endaði í þriðja sæti í fyrra, á eftir Bröndby og FC Köbenhavn, og er því einn af fulltrúum Danmerkur í Skandinav- íudeildinni sem fer af stað 24. nóv- ember. „Þeir eru að leita að sóknarmönn- um því þeir eru í miklum vandræð- um að því leyti. Þrír af fjórum fram- herjum í þeirra hópi eru meiddir til lengri tíma og sá fjórði er reyndar frá líka eins og er. Ég sá liðið spila gegn Silkeborg um helgina, það tap- aði 0:2 þrátt fyrir að hafa fengið fullt af færum, enda þurfti það að tefla fram bakverði og kantmanni í fremstu víglínu,“ sagði Hörður. Spila skemmtilegan fótbolta sem hentar mér Hann telur að möguleikar sínir á að vera boðinn samningur hjá félag- inu séu þokkalegir en það komi ekki í ljós strax þar sem ekki er opnað fyrir félagaskipti í Danmörku fyrr en í janúar. „Ég verð bara að bíða og sjá, þeir hljóta að skoða fleiri sóknarmenn og svo kemur þetta í ljós. En mér leist mjög vel á mig hjá félaginu, þetta er ungt lið og spilar skemmtilegan fótbolta sem ætti að henta mér vel. Ég hefði ekkert á móti því að ganga til liðs við Midt- jylland,“ sagði Hörður, sem einnig var til reynslu hjá AIK í Svíþjóð og Brann í Noregi fyrir skömmu. Hörður er spenntur fyrir Midtjylland HÖRÐUR Sveinsson, sóknarmaður úr Keflavík, og Ragnar Sigurðs- son, varnarmaður úr Fylki, eru komnir heim frá Danmörku en þeir voru þar til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu Midtjylland. Ragnar í viku og Hörður í sex daga. Ragnar lék einn æfingaleik með varaliði félagsins en Hörður missti af honum. Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ernir Hrafn Arnarson, leikmaður Aftureldingar, bar sig fagmannlega er hann sveif inn úr horninu gegn HK í gær í 16-liða úrslitum SS-bikarkeppninnar en það dugði ekki til þar sem HK sigraði. /C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.