Tíminn - 02.07.1970, Page 1

Tíminn - 02.07.1970, Page 1
LÆKNAR I SJSJKRA- 61FREIÐIR? EJ—Reykjavík, miðvikudag. Á dagskrá borgarstjómar á morgun, fimmtudag, er eftirfar andi tillaga frá Alfreð Þor steinssyni: „Borgarstjórn Reykjavíkur felur Heilbrigðismálaráðj að láta nú þegar fara fram athug im á eftirfarandi atriðum: 1. Hvort ekki sé orðið nauð synlegt að hafa sjúkrabifreiðir víðar í borginni en á Slökkvi stöðinni við Reykjanesbraut. 2. Hvort ckki sé mögulegt að hafa lækna eða læknanema að staðaldri í sjúkrabifreiðum og búa þær betur að sjúkratækj um en nú er. Þá er einnig á dagskrá fund arins eftirfarandi fyrirspurn frá Alfréð Þorsteinssyni: „Hvaða reglur gilda um það, hve lengi fyrhtæki, sem hafa hús í smíðum við fjölfarn ar umferðargötur, mega hafa vinnupalla við götuna?'*. Borið á bithaga með flugvél á Skeiðum og í Biskupstungum KJ—Reykjavík, þriðjudag. í gær og í dag, hefur verið unnið að því að bera á bithaga með áburðarflugvélinni i Biskupstungum og á Skeiðum í Ámessýslu. Útséb mun nú um það, að engin kind verður rekin á af- rétt úr Flóa og af Skeiðum. þar sem afrétturinn er ösku þakinn, og ekki viðlit að reka þangað. Venjulega eru mörg þúsund fjár rekin á afrétt Flóa og Skeiðamanr.a, en hann liggur ásamt afrétti Gnúp verja inn með Þjórsá að vest an. Framhatd a bls. 14. Hætta frétta- menn útvarps á laugardag? FB—Reykjavík, miðvikudag. Fréttamenn ríkisútvarpsins, hljóðvarps, sögðu fyrir löngu upp stöðum sínum .og miðast uppsagnirnar við 4. .lúlí næsv komandi. Ástæður uppsagnanna voru m. a. óánægja með launa flokka og starfsfyrirkomulag. Blaðið sneri sér í dag til Gunnars Vagnssonar fjármála stjóra útvarpsins og spurðist fyrir um þetta mál. Sagði hann að fréttamenn hefðu ekki dreg Framhald á bls. 14. Þióðminjasafnið lætur fara fram viðgerðir á mörgum gömlum bæjum í sumar: Fékk 225 þúsund til kaupa og viðgerðar á Þverá í Laxárdal — en þar var fyrsta kaupfélag landsins stofnað árið 1882 SB—Reykjavík, miðvikudag. • Samband ísl. samvinnufélaga og tvö kaupfélög hafa lagt fram fé til að hjálpa Þjóðminjasafninu að kaupa og gera við gamla torfbæ- inn og kirkjuna á Þverá í Laxárdal í S-Þingeyjarsýslu, en þar var fyrsta kaupfélag landsins stofnað. • Þjóðminjasafnið mun í sumar láta fara fram viðgerðir á mörgum gömlum bæjum og merkilegum, víðsvegar um landið. Gamli torfbærinn á Þverá í Lax bærinn færi ekki undir vatn, við | virkjun i Laxá, en ef svo skyldi árdal er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þetta er stór og mik ill bær, sem er fyllilega þess virði að halda við. Steinkirkja er líka á Þverá, byggð 1878. Fyrsta :aup- félag landsins, Kaupfélag Þingey inga, var stofnað að Þverá árið 1882 og m. a. þess vegna hafa SÍS og K.Þ. lagt fram 100 þús. kr. hvort og Kaupfélag Borgfirðinga 25 þús. til að gera Þjóðminjasafn inu kleift að gera við bæinn og eignast hann. Blaðið hafði tal af Þór Magnússon, þjóðminjaverði, í dag og spurði hann um fram- kvæmdir á vegum safnsins í sum- ar og þá sérstaklega á Þverá. Þór sagði, að fullyrt væri, að Þverár- þó fara, væri Laxárvirkjunnr- stjórn gert skylt að kosta björgun bæjarins og flytja hann á þurrt land. Viðgerðir á Þverárbænum og kirkjunni hófust fyrir 2 árum og verður haldið áfram i sumar og eru það heimamenn, sem verkið vinna. Af öðrum húsum og bæjum, sem gert verður við í sumar á veg um Þjóðminjasafnsins, má nefna Viðeyjarstofu, en þar hófust end- urbætur í fyrra. Þór sagði fimm menn vera nýlega byrjaða að gera við þar ytra undir yfirstjórn Þor steins Gunnarssonar, arkitekts. Mörg ár munu líða, áður en að fullu verður lokið viðgerðum á Við eyjarstofu, því fara þarf yfir hvert smáatriði í húsinu, sem er stórt. Gamlj bærinn á Keldum mun vera fornlegasta hús, sem nú er uppistandandi á íslandi og veit enginn, hversu gamall hann ér. Gert vai við baðstofuna í fyrra og í sumar verður endurbótum haidið áfram. Þá verður gert við Selið í Þjóð garðinum i Skaftafelli, sem er að vísu ekki gamall, byggður 1912— ’13, en hann. er gott dæmi um skaftfellskan bæ með fjósbað- stofu og full ástæða til að láta hann prýða þjóðgarðinn. A Austurlandi verður lappað upp á gamla torfbæinn að Bursta- felli í Voi nafirði, sem er stór og mikill og æskilegt að varðveita. Laufásbærinn við Eyjafjörð þarfnast og einhverrar lagfæring- ar. Þór sagði, að ekki yrði neitt um uppgröft á vegum safnsins, nema eitthvað sérstakt kæmi til, kuml fyndist, eða þess háttar. Þór Magnússon. Eins og áður hefur verií, getið, átti í sumar að rannsaka miðbæj- arsvæðið i Reykjavík, en því verð ur frestað um eitt ár. Eins og venjulega verða farnai .argar eft- irlitsferðir um landið á vegum Þjóðmin.jasafnsins í sumar. Undanfarinn hálfan mánuð hafa dvalið hérlendis 24 bandarískir há skólaprófessorar og visindamenn frá Geimvísindastofnun Bandaríkj anna. Hópurinn hefur ferðazt víða um landið og gert margvís legar jarðfræðilegar og líffræði legar rannsóknir. Telja þeir árang ur þessara rannsókna mjög at- hyglisverðan og hyggjast margir þeirra koma hingað aflur og halda rannsóknum áfram. Vísinda mennirnir tóku roeð sér utan mik ið af sýnum af íslenzkum jarð vegi og létu þeir orð falla við brottförina i dag, að vonandi tækju Loftleiðir ekki hart á yfir- viktinni. Myndin var tekin í dag, þegar vísindamennirnu voru að biða eftir flugvallarbíinum fyrir utan Hotel Sögu. MeO þeim er Steingrimur cie’-mannsson, fram kvæmdastjón Rannsé.ínarráðs rík isins. en hópur’nn hafði á ferða laginu samvinnu við rannsóknar ráðið (Tímamynd Gunnar) HnHHBHBRnHHftMHHMmBHHBHBHnHHinVHIBIMBnHnM VIÐRÆÐUR UM BETRI UNDIRBÚNING OG AÐFERÐIR VIÐ SAMNINGAGERÐ? EJ-Reykjavík, miðvikudag. Ríkisstjórnin hefur leitað eftir samstarfi við Alþýðusamband ís- lands og Vinnuveitendasamband íslands til þess að rannsaka og gera tillögur til úrbóta, m.a. varð andi undirbúning og aðgerðir við samningagerð i kaupgjaidsmálum, en í frétt frá forsætisróðuneytinu segir, að ríkisstjórnin telji að mjög sé áfátt í þeim efnum. Blaðinu barst frétt frá forsætis ráðuneytinu um þetta, og segir þar eftirfarandi: „í gær. þriðjudaginn 30. júni 1970, var svohljóðandi samþykkt gerð á fundi í ríkisstjórn íslands: .,Þar sem margföld reynsla sýnir: 1. að víxlhækkanir á kaupi og verðlagi hafa mjög orðið til þess að draga úr gildi kauphækk ana fyrir launþega, jafnframt því sem þær hafa ofþyngt atvinnu- vegum, svo að gagnráðstafanir hafa orðið óumflýjanlegar, og: 2. að mjög er áfátt um undir- búning og aðferðir við samninga gerð í kaupgjaldsmálum, — óskar ríkisstjórnin samstarfs við Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands um rannsókn þessara vandamála og tillögugerð, er verða megi til varanlegra umbóta í þessum efn- um. Hefur báðum framangreindum aðilum verið tilkynnt um sam- þykktina."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.