Tíminn - 02.07.1970, Page 7

Tíminn - 02.07.1970, Page 7
EOTMTUDAGUR 2- júlí 1970. TIMINN 70E0BA MEST NOTUÐU HJÓLBARÐAR Á ÍSLANDB Fiestar gerðir ávallt fyrirliggjandi SMURSTOÐ BP VESTMANNAEYJUM Lögregluþjónsstarf Hjá lögreglunni í Kópavogi er laust til umsóknar starf eins lögregluþjóns- Nánari upplýsingar gefur yfirlögregluþjónn. Umsóknarfrestur er til 10. júlí n.k. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Fiskiskip til sölu Til sölu er 56 tonna bátur í góðu lagi. H ÚSAVAL, SkólavörSustíg 12, Símar 24647 og 25550. Þorsteinn Júlíusson, hrl. Helgi Ólafsson, sölust., sími 41230. VJtf$efldiferðabifreið4W 5 manna -VW svefnvagn" VW 9manna-Landrover 7manna ■ Listahátíð í Reykj avík ÚT UM GRÆNA GRUNDU Af blaðaskrifum undanfarna daga er lýðum rui væntanlega ljóst ríkjandi ástand í dans- kúnstinni innan veggja Þjóð- leikhússins. 0« af sýningu þeirri, sem efnt. var til í Iðnó síðastliðinn sunnudag, ætti öll um að vera ljóst það ófremdar ástand, sem aðrir dansskólar í borginni búa við. Staðreynd in er nefnilega sú, að utn leið og nemendur einkaskólanna hafa numið frumsporin og eru farnir að taka námið alvar- lega, leggja þeir leið sína inn í musterið — Listdansslkóla Þjóðleikhússins — þar setn þá dagar síðan uppi — eða hvað verður eiginlega um þá? Þann ig er Þjóðleikhússkólinn ekki eingöngu hemill á eigin fram- gang, heldur stöðvar hann hugsanlegan framgang annarra skóla hér í höfuðborginni. Á þessari sýningu á sunnu- daginn var grætilegt að sjá, hversu langt að baki nemendur í ballettnámi standa kollegum sínum í öðrum listgreinum, þrátt fyrir það, að hér hafi verið starfandi ballettskóli í tvo áratugi eða meira. Tvær ungar ágætiskonur, þær Edda Scheving og Ingibjörg Björns- dóttir, tóku að sér að semja ballett við sumarlega tónlist Skúla Halldórssonar. Þó svo að þær byggju yfir einhverri frumlegri æð þá hlaut þeim að vera fyrirmunað að sýna, hvað í þeim byggi, einfaldlega sökum kunnáttuleysis og æsku dansara sinna. Þær áttu ber- sýnilega ekki annarra kosta völ en að notast við örfá ein- föld frumspor, sem þær síðan endurtóku hallettinn út í gegn. Þessi spor jöfnuðust á við það, að túnlistarfólkið unga, sem fram kom síðar á skemmtun- inni, hefði eingöngu spilað létt ar fingraæfingar upp úr Czerny eða eitthvað álíka. Enda var listrænn árangur eftir því. Nú, en hins vegar má segja, að þetta hafi verið snotur skemmtun, sem smáhörn höfðu gaman af og kannski var ekki ætlazt til, að þetta yrði annað né meira. Börnin, sem döns- uðu, vorá falleo og glaðleg og stóðu sig með prýði innan síns ramma. Tjöld og búningar voru hugmyndaríkir og sagan skemmtileg. En að endingu vil ég ekki gleyma að þakka þeim Ingihjörgu Björnsdóttur og Maríu Gísladóttur þeirra framlag. Þær hafa báðar mik inn þokka og mundu njóta sín vel í húpi jafnoka sinna. Tónlistarfólkið unga, sem fram kom eftir hlé, hafði yfir sér mikinn alvöruhlæ og festu. Þar var greinilega nnn ið með ákveðið takmark í huga, og það er alltaf hrífandi að sjá ungt fólk, sem gleymir sér í áhugamálum sínum. — Laufeyju Steingrímsdóttur tókst meira að segja að ná verulegum tökum á áheyrend- um með fiðluleik sínum. — Telpnakór Öldutúnssfeólans hafði hreinan og tæran tón, og lúðrasveitin undir lofein var heillandi fersk og taktföst. Börnin lyftust úr sætum sín- um og klöppuðu óspart lof í lófa. Bryndís Sehram. IHLIÓMLEIKASAL Jaqueline du Pré og Barenboim Það var eins og töfrar kvölds ins góða, • þegar Barenboim stjórnaði Sinfóníuhljómsveit- inni lægju enn í loftinu, þegar menn komu til að hlýða á hann aðstoða konu sína Jacque line du Pré á cellótónleikum hennar kvöldið 30. júní. — Efnisskráin kynnti tvær, af cellósónötum Beethovens, en báðar í öðrum tóntegundum en þær raunverulega vo'a. — Á fyrri hluta efnisskrár voru svo cellósónöturnar í F og A dúr. Jacqueline du Pré er heimsþekkt listakona þótt ung sé að árum. Tónninn er þýður og mjúkur en skaphiti ólgar undir. Innlifun hennar í efnið er sönn og einlæg og í sameiningu gefa þau hjón hlustanda inn- sýn í samleik (Kammermúsík) sem er ofar öllu því sem venju legt má teljast. — Þótt munur væri á tónflugi og túlkunar- máta í sónötum Beethovens, var sú í Adúr öllu stórfeng- legri í túlkun. — í sónötunni eftir Brahms, kveður við ann- an tón, þar ræður rómantíkin ríkjum. Listakonan hélt þav þó öllu í skefjum, með hjart næmum og innilegum Ieik án allra öfga. Daniel Barenboim, eiginmaður Jacqueline du Pré, er í senn hljómsveit og hljóð- færi í undirleik sínum. Aðlög un hans að hinum minnstu styrkleikabreytingum cellosins er aðdáanleg og næstmn ó- skiljanleg. Hæfileiki hans, til að skynja hvern hárfínan and- blæ í víxlsporum stefja og tóntegundaskipta, er vinna og tjáning þess er algjöra yfir- burði hefur til að bera. Víð- sýni hans á því sviði sem hann hefir kynnt okkur virðist ómæl anlegt. Við höfum nú kynnzt Barenboim og frú hans, sem göfugum túlkendum kammer tónlistar og við höfum einuig fengið forsmekk af stjómand anum Barenboim me® töfratón sprotann. Það var engin upp- gerðarhrifning, sem fylgdi þeim hjónum í lok tónleikanna í gærkveldi. Sú hrifning kom frá hjartanu og yljaði langt inn í sálina. Unnur Arnórsdóttir. Iv 1 Bílaraf sf. Yfirmenn á kau pskipaflotanum a m nln nri i i'Vt Varahlutir og viðgerðir á rafkerfum bifreiða. motmæla ger oaroomsiogum BILARAF S.F. Borgartúnj 19 Sími 24700 (Höfðavík v/Sætún) EB—Reykjavík, miðvikudag. Eins og skýrt var frá í blað- iru í gær, héldu yfirmenn á kaup skipaflotanum fjölmennan fund í gærkvöldi ' húsi Slysavarnafélags ins, þar sem bráðabirgðalögunum var mótmælt harðlega, og í lok fiuidarlns var eftirfarandi yfir- lýsing samin og samþykkt: „Fundur stýrimanna vélstjóra, loftskeytamanna og brvta á ís- lenzka farskipaflotanum, haldinn í húsi Slysavarnafélags íslands 30. júní 1970, mótmælir svívirði- legri valdníðslu ríkisvaldsins með setningu bráðahirgðalaganna í dag. Fundurinn samþykkir að fela stjórnum félaganna, stjórnum Stýrimannafélags fslands, Vél- stjórafélags íslands, Félags ís- lenzkna loftskeytamanna og Fé- lagi bryta, að segja upp úrskurði gerðardóms strax og lög leyfa, og hefja kjarabaráttu að nýju, og verði þeirri fejaraharáttu efeki hætt fyrr en laun faimanna eru orðin sambærjleg við hsð sem grejtt er í landi.“

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.