Tíminn - 02.07.1970, Qupperneq 9

Tíminn - 02.07.1970, Qupperneq 9
jnywrruPAGUR 2. júM mo. _________TIMINN____________________________________________________________9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkuæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórairiasson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helga9on og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, sirnar 18300—18306. Skrifstofur Bamkastræti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsinigasími 19523. Aðrar sfcrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — f lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Bráðabirgðalögin um farmannadeiiuna Bráðabirgðalög ráðherra Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins um farmannadeiluna, hafa óneitanlega borið þann árangur, að kaupskipin hafa haldið úr höfn að sinni. Hins vegar vofir sú hætta yfir, að lögin eigi eftir að skapa meiri vanda og torleystari síðar. Það ræðst að sjálfsögðu mest af því, hver verður úrskurður gerðar- dómsins, sem verður skipaður samkvæmt lögunum. 'Viðbrögð farmanna, þegar þeir hleruðu, að stjórnar- flokkarnir væru að bræða sig saman um bráðabirgðalög, urðu þau, að þeir ákváðu að segja upp störfum með lög- legum þriggja mánaða fyrirvara. Sú uppsögn gengui í gildi 10. október í haust- Þá verður úrskurður gerðar- dómsins kominn og telji farmenn hann viðunandi vnimo þeir endurráða sig og deilan þá leysast. Telji þeir hins vegar úrskurðinn ekkert betri en það, sem atvinnurek- endur buðu nú, hyggjast þeir ganga af skipunum og láta þau stöðvast, án þess að ákvæði gerðardómslaganna séu nokkuð brotin. Þá getur hafizt deila, sem örðugt getur reynzt að leysa. Því fer þannig fjarri, að bráðabirgðalögin hafi leyst deiluna. Þau hafa aðeins frestað henni að sinni, en sá frestur getur átt eftir að leiða til stóraukinna árekstra. Ríkisstjórnin hefði vissulega átt að gera sjálf ýt.rustu tilraun til sátta í deilunni áður en hún greip til gerðaf- dómslaganna. Það gerði hún ekki. Það er ljóst merki þess, hve þreytt og værugjörn stjórnin er orðin. Þess vegna fer hún þá leið, sem er fyrirhafnarminnst fyrir hana, en getur átt eftir að hefna sín síðar, þótt hún fresti átökum að sinni. Reynslan af gerðardómslögum er vissulega orðin slík, að beita verður þeim af varkárni. í þeim efnum er skemmst að minnast gerðardómslaganna í flugmanna- deilunni í fyrra. Flugmenn böfðu boðað tveggja daga verkfall. Ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög til að afstýra því. Flugmenn svöruðu þeim með því að veikjast. Flug- félögin sömdu því við þá bak við tjöldin og úrskurður gerðardóms var ekki haföur að neinu, þegar hann loksins birtist. Enn.er í fersku minni hver urðu örlög hinna al- mennu gerðardómslaga 1942. Launþegar hafa mörg ráð til að sniðganga gerðardóma, eins og uppsagnir, veikindi, baksamninga o.s.frv. Það er vegna þessarar reynslu, að þeim er mjög lítið beitt í nágrannalöndum okkar. Það, sem verður að leggja megináherzlu á hér eins og annars staðar, er að endurbæta og fullkomna samn- ingaleiðina. Báðir aðilar eiga að styðjast við hagstofn- anir, sem geta lagt gögnin á borðið. Aðilar eiga að hafa fasta samninganefnd, sem er starfandi allt árið og vinnur að lagfæringum og breytingum á samningum í sam- ræmi við breyttar aðstæður og vinnutilhögun. Nú talast þessir aðilar yfirleitt ekki við í alvöru fyrr en verkfall er skollið á, og þá stöðvast atvinnureksturínn oft lengi eftir að búið er að ná samkomulagi um meginatriði vegna þess að verið er að þrátta um sérkröfur smáhópa, sem eru í sambandi við breytta vinnutilhögun eða nýjar vinnuvélar. Þetta er óhafandi ástand og úr því á að bæta með fastri samninganefnd, sem m.a. vinnur að því að leysa öll slík minniháttar atriði, svo að þau þurfi ekki að flækjast fyrir við gerð aðalsamninga. Vinnudeilur verða bezt leystar með bættu og nánara samstarfi aðiia, sem byggja málfærslu sína á hagfræði- lega studdum rökum. Deiluaðilar og Alþingi þurfa að taka höndum saman um að bæta og fullkomna sjálft samningakerfið og Ieggja með þvi grundvöll að bættri sambúð stéttanna og r.iknum vinnufriði í landinu. Þ.Þ. Ritstjórnargrein úr Poiitiken, Kaupmannahöfn: eldisfræðingar og kennarar eru mjög ósammáia um prófin Andstaðan gegn þeim fer vaxandi í Danmörku. SVO er að sjá sem andstaða gegn prófunum og árásirnar á þau ætli að verða ákafari og hávaðasamari á þessu vori en nokkru sinni fyrr. Námsmenn i skólum eru ekki emir um að krefjast afnáms prófanna eða róttækra grundvallarbreytinga á þeim. Þaj- eru einnig að verki álitlegir hópar kennara. sem ’/örfum gegn hér og hvar innan fræðslukerfisins. Ekki er því að leyna, að prófin eiga sér einnig marga trúa fyrgjendur, og er þar ekki ernvörðungu ira að ræða fólk. sem er yfirleitt andsnúið öllum brevtingum. Fjbldi fóiks lítur á p.ófin sem lýð’-æðislega tryggingu jafr.réttls og óttast mjög, að ráðningar til starfa og embættaveitingar í vináttu skyni og al frændrækni kunni að fara stór'.ega í vöxt ef próf in verða aírumin. MIKILL fjöldi námsmanna, ekki hvað sízt við framhalds nám, óskar eindregið prófa og prófskírteina til sönnunar því, að það hafi stundað nám sitt og lokið því. Sumir upp- eldisfræðihgdf og kennarar eru einnig þeirrar skoðunar, að líkurnar á a'ð öðlast prófskír teini auki nemendum vinnu- gleði. Aðrir kennarar og uppeldis fræðingar gagnrýna þessa skoð un ákaft og halda.fram, að prófin stuðli að röngum vinnu brögðum. Námið kunni að verða stundað í þeim tilgangi einum a® geta svarað ákveðn um spurningum rétt, í stað þess að kynna sér efnið allt, leysa ýmiskonar verkefni og læra að meta og vega hvaðeina sem að höndum ber. og fyrirferðarmiklu baráttu, sem háð er alltaf öðru hvoru með og móti prófum almennt, þá eru horfur á, að hún muni að minnsta kosti ýta undir þær umbætur, sem verið er að gera á kennslukerfinu og flýta þeim. Verið er hægt og hægt að fjarlægjast flausturkenndan og vafasaman dóm um vitneskju og kunnáttu einstaklingsins, byggðan á spurningum ,sem lagðar eru fyrir hann á fáein- um mínútum. Ljóst er og, að bæði spyrjanai g svarandi eru oft og' einatt á valdi mik illar taugaspennu, sem hlýtur ein út af fyrir sig að koma i veg fyrir, a® dómurinn verði réttlátur. VÍÐA er verið að þreifa fyrir sér með próf, sem veiti aukin tækifæri ti.l athugunar og valdi minni trufUinum en eldri aðfer® ir, Stundum er leyft að nota bækur og öiinur hjálpargögn við lausn verkefna, rétt eins og skynsamt íólk væri að gera sér grein fjTÍr hversdagslegum viðfar.gsefnum í veruleikanum. Oft er einnjg veittur nokkurra klukkustunda frestur til að leysa verkefni, sem lögð eru fyrir nemendur. og er þá stundum rætt við þá í ró og næ®i um verkefnið á meðan fresturinn liður. Kennslan er orðin frjálsari en áður var og nemendur hafa miklu meiri möguleika til að velja milli námsefna. Þróunin stefnir einnig i þá átt. að tefcin séu allmörg smærri próf í ró próf“, en tækifæri verði svo gefið til a® reyna að nýju fljót lega, ef ílla fer. ÞEGAR þessi almenna þróun er höfð í huga virðist nokkurn veginn öruggt, að hin illræmda „þrettán-regla“ við stúdents- próf verði fljótlega úr gildi numin. Hún hefir sem kunnugt er í för með sér, að engin vissa er fyrir, a® nemandinn hafi náð prófi þó að hann hafi fengi® meðaleinkunnina 5,5 sem krafizt er. Reglan lætur í eyrum líkt og ainhvers konar samkvæmisleik ur. Hún er í því fólgin, að lægstu einkunnirnar tvær eru lagðar saman og útkoman dreg in frá tölunni þrettán. Meðal- sinkunn annarra námsgreina verður að vera að minnsta kosti jafn há útkomunni úr þessu dæmi til þess að nem andinn sé talinn hafa staðizt prófi®. ÞETTA er sannarlega enginn samkvæmisleikur í augum þess pilts eða stúlku, sem verður af einhverjum ástæðum fyrir óheppni í einhverri námsgrein í upphafi prófs. Sá nemandi, sem fyrir slíku verður, hlýtur að verða miklu taugaspenntari en aðrir nemendur í öllum þeim prófum, sem á eftir fara, jafnvel þó að hann telji sig öruggan um dugnað og kunn- áttu til að fá meðaleinkunina 5,5. Augljóst er, að þetta getur auðveldlega haft í för með 3 -.1M HVER svo sem lokaniðurstað an kann að verða ; hinni hörðu námi stendur, í stað hins eína, stranga prófs að loknum náms tímanum. Þá lítur einnig út fyrir að einkunnir þoki fyrir hinum ’einföldu umsögnum „stóðst próf“ e®a „stóðst ekki og næði öðru hverju meðan í- sér, að nemandinn fái lægri einkunn en ella í þeim náms greinum, sem hann skilar góð um árangri í að jafnaði. Hitt er ekki síður ljóst, að reglan hefir ekki við nein eðlileg rök að styðjast. J Frá fundi fiskifræðinga á Seyðisfirði: Ástæðulaust að rengja sjómenn um að síld hafi fundizt, en hún myntíar ekki torfur Dagana 24. og 25. júní var Iiald inn fundur sovézkra og íslenzkra haf- og fiskifræðinga á Seyðisfirði. Á þessum fundi voru rædd gögn, sem sýndu ástand sjávar, átuskil- yrði og dreifingu síldar og kol- munna í Norðurhafi seinni hluta maj óg júní. Helztu niðurstöður fundarins voru þessar: Hitastig sjávar í Norðurhafi í júní er í heild með lægra móti. Þannig gætir Golfstraumskvísl- anna, sem leita inn í Norðurhaf milli Færeyja og Shetlandseyja annars vegar (Noregsstraumur) og vestur og norður fyrir fsland hins vegar (Irmingerstraumur) minna en í meðalári. Fyrir norð- an Jan Mayen var hitastig sjávar þó hærra en í meðalári og hita- mæljngar í hinum kalda Austur- íslandsstraumi, sem leitar suð- ur milli Langanéss og Jan Mayen, sýna þá athyglisverður niðurstöðu, að sjór er þar hlýrri en undan- farin ár síðan 1964. Þessar niður- stöður benda til þess, að selta sjá ,'ir á þessum slóðum sé hin sa;na og hún var áður en haflss tók að gæta í auknum mæli hér við land eftir 1964. Athuganir, sem gerðar voru í marz í vetur, höfðu þegar bent til þess að ástand þarna norðurfrá hefði breytzt, þannig að pólsjávar gætir nú minna en undanfarin 5 ár. Lega ísbrúnarinnar í vor var einnig fjær landinu en á sama tíma á undanförnum árum. Hitastig sjáv ar fyrir norðan fsland og austan er því nú 1—2°C hærra en á liðn- um köldum árum (hitastig 0—4°C, minnkandi austureftir og yfirborðs hiti allt að 6°C vegna uuphitunar sólar), en vegna þess hve Golf- straumurinn er nú veikur er hita- stig í Norðurhafi og þá einnig norðan fslands (þar 2—3°C) und- ir meðallagi áranna 1950—1960. Þörungamagn í júní reyndist vera mest á landgrunnssvæðinia úti fyrir Vestfjörðum og utanvert við landgrunnsbrúnina norðan og norðaustanlands. Þetta er í sam- ræmi við hitastig sjávar. Nokkur þörungagróður var einnig grunnt úti fyrir Norður og Norðuaustur- landi. í hafinu milli íslands og Noregs var aðalþörungsmagnið í austurmörkuip kaldsjávarins suð- ur af Jan Mayen. en annars stað- ar lítið. f maí var fremur lítið um átu í hafinu austan íslands nema við hitaskilin milli 64. og 65. breidd- arbaugs. Var þarna aðallega um kaldsjávartegundir að ræða. Að venju var í heild fremur lítið Framhaltí 8 ots 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.