Tíminn - 02.07.1970, Side 16

Tíminn - 02.07.1970, Side 16
Flmmtudagur 2, |úlí 1970. Út um græna grundu - Sjá bls. 7 Myndin til vinstri var tekin á fundi járniðnaðarmanna í Kópavogsbíó i í gær, en hin myndin er af fundi trésmiða í Iðnó. Á báðum þessum fundum var fjallað um samkomulag, sem gert hafði verið við at vinnurekendur, og það samþykkt. (Tímamyndir Gunnar). FÆKKAR, SLYSUM FJÖLGAR FB—Reykjavík, miðvakudag. Brunaútköllum hjá Slökkvi- liðinu í Reykjavík hefur fækk- að um 48 það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra, að því er Rúnar Bjarna son slökkviliðsstjóri tjáði blað inu í dag. Rúnar sagði, að frá áramótum til 1. júlí væru bruna útköllin orðin 134 talsins, þar af 20 utan borgar, en í fyrra voru þau 182, þar af 25 utan borgar. Árið 1968 voru bruna- útköllin enn fleiri fyrstu sex mánuði ársins, eða 209, en þar Pramnaio a bls. 14. Fluormengun á öskufallssvæðinu hefur minnkað mjög mikið Framsóknar menn juku fyigi sitt í Búnaðar- OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Sérfræðingar sem unnið hafa að rannsóknum á flúormengun, gróðri og búfénaði á öskufalis svæðinu, héldu í dag með sér fund til að bera saman bækur sín ar. Sdðustu niðurstöður af efna rannsóknum í gróðri sýna áð flúormagnið hefur lækkað veru lega síðustu vikurnar. Er talið óhætt að beita búfénaði á af- réttir og ekki er talin hætta á að of mikið verði af flúormagni í grasi til heyöflunar á öskufalls svæðinu. f yfirliti, sem sérfræðingarnir gerðu eftir fundinn segir: í uppsveitum Árnessýslu neðan til er flúormengunin orðin lítil eða 20 til 40 p. p. m. (þ. e. milli grömm í kílógr. þurrefnis). Á efstu bæjum sýslunnar er flúor magnið breytilegt og sums staðar enn nokkuð hátt eða allt að 100 p. p. m. Einnig hafa nýlega komið fram fremur há gildi í Gnúpverja- hreppi og gæti það stafað af nýju öskufalli. Síðustu tölur norðanlans benda til mikillar lækkunar í flúormagni og er nú um 15 ti'l 60 p.p.m. Frá afréttum hafa verið athug uð tæp 30 sýni og hafa þau yfir leitt sýnt litla flúormengun eða að meðaltali um 30 p. p. m. Af 8 sýnum. sem safnað var af af- réttum í síðustu viku hefur ekk ert sýni hærri flúor en 30 p.p.m. Niðurstöður efnagreininga á gróðri af afréttarlöndum benda því til þess að afréttir séu nú yfirleitt ekki svo mengaðir að bú- fé stafi veruleg hætta af flúoreitr un. Síðustu niðurstöður gefa eins til kynna, að ekki þurfi verulega að óttast flúormengun í grasi til heyöflunar. Hinsvegar þykir þó full ástæða til að fylgjast áfram með mengun í grasi og heyi. Flúormagn þeirrar ösku, sem féll í upphafi gossins hefur lækk Framhald á bls. 14. FÁIR EFTIR í VERKFALLI EJ—Rcykjavík, miðvikudag. Málmiðnaðarmenn og trésmiðir í Reykjavík hafa nú náð sam- komulagi um nýja kjarasamninga og félagsfundir samþykkt þá, og er verkfalli þessara aðila lokið. Eru nú fáar stéttir í verkfalli, en ósaniið var í kvöld við byggingar iðnaðarnicnn í Hafnarfirði og á Akureyri, vi'ð rafvirkja og pípu- lagningarmenn og við vcrzlunar menn, en hinir síðasttöidu eru ekki í verkfalli. Þá er ósamið við verkafólk í Vestmannaeyjum. Samkomulag málmiðnaðar- maana felur í sér í meginatriðum sömu atriði og aðrir hafa samið um. Hjá trésmiðum í Reykjayík er um nokkru meiri hækkun að ræða. sérstaklega varðandi tíma kaupið, en tómakaup þeirra var lægra en annarra iðnaðarm. Hef- ur tekizt að brúa það bil mjög verulega í þessum samningum. f öllum samningunum hefur verið samið um ýmis sérmál. Þá er það nýtt í samningum Tré smiðafélagsins, að nú er einnig samið fyrir bryggju- og brúar- smiði. Samkomulag trésmiða náðist í viðræðum, sem fram fóru án sátta semjara. HESTHUS AÐ RISA AF GRUNNI I SELÁSLANDI — vegna niðurrifs Kardemommubæja rog Stanleyville. EB—Reykjavík, miðvikudag. Ákveðið var, vegna aukinnar mengunarhættu í Elliðaánum, að hesthús þau, er staðið hafa við árnar, vestan þeirra, skyldu fjar lægð og er nú byrjað að vinna við að rífa þau, eða fjarlægja á annan hátt. Það eru „Sjálfshirð ingarfélagið“ og hestamannafélag ið „Birkihvammur" sem eiga fyrr greind hús, og hefur Reykjavíkur borg úthlutað báðum félögunum svæði í Seláslandi, rétt sunnan við athafnasvæði hestamannafélags ins Fáks. Hafa bæði félögin nú hafizt handa um byggingu hest- húsa þar. Hesthús þessi, sem nú skulu fjarlægð, hafa almennt gengið und ir nöfnunum ,,Kardemommubær“ og „Stanleyville" og hafa staðið þarna við árnar í kringum fimm ár. Á svonefnt „Sjálfshirðingarfé- lag „Kardemommubæ" en „Birki hvammur" „Stanleyville". Valgarð Briem iögfræðingur og einn af áðilum „Birkihvamms" tjáði blaðinu í dag, að ráðgert hefði verið, að húsin í Stanley ville skyldu fjarlægð fyrir 1. júlí, en sú ráðstöfun hefðj eðlilega raskazt eitthvað vegna verkfall- anna, en væri nú unnið að bví af kappi, að fjarlægja húsin, og gerði Valgarð ráð fyrir, að öll húsin yrðu farin um næstu helgi — en alls munu 11 hesthús hafa verið í „Stanleyville". Verður eitt kosningum ICJ—Reykjavík, miðvikudag. Samhliða hreppsnefndarkosning um á Suðurlandi s. 1. sunnudag, fóru fram kosningar til Búnaðar þings. Komu fram tveir listar. B-listi Framsóknarmanna og D- listi Sjálfstæðismanna. B-listi jók fylgi sitt og fékk kjörna þrjá menn af fimm. Hlaut listinn 748 atkvæði. en fékk 724 síðast. D-listi hlaut 423 atkvæði og 2 menn kjörna, en fékk 431 at- kvæði síðast. Af B-lista voru kjörnir: Hjalti Gestsson, ráðunautur, Selfossi, Jón Egilsson bóndi á Selalæk og Jón Gíslason bóndi Norðurhjá- leigu. Af D-lista voru kosnir þeir Lárus Ágúst Gáslason bóndi Mið húsum og Sigmundur Sigurðsson bóndi Syðra-Langholti. HJÚKRUNARÞINGIÐ HEFST Á MÁNUDAG III. þing Samvinnu hjúkrun- arkvenna á Norðurlöndum (SSN) verður sett í Háskóla- bíó, mánudaginn 6. júlí að við stöddum verndara þingsins, forseta íslands, dr. Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru, heil- brigðismálaráðherra. borgar- stjóra og fleiri gestum. Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN) var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1920. Á þessu ári eru því lið- in 50 ár frá stofnun SSN. — Hjúkrunarfélag íslands varð aðili á öðru hjúkrunarkvenna- þinginu, sem haldið var í Osló 1923. Tilgangur og markmið SSN er: a. Að vinna að aukinni mennt- un hjúkrunarkvenna. b. Að hvetja til framhalds- náms og rannsókna á sviði heilsuverndar og sjúkra- hjúkrunar. c. Að aðstoða hjúkrunarkonur í réttindamálum þeirra. d. Að styðja alla viðleitni þjóð anna til bættrar hjúkrunar og heilsufars almennings. e. Að vinna að umbótum í sam bandi við ráðningar og vinnuskilyrði hjúkrunar- - kvenna. f. Að halda uppi samvinnu við önnur norræn menningar- samtök. Þátttakendur þingsins verða um 700, þar af 600 erlendir. Núverandi formaður SSN er Gerd Zetterström Lagervall frá Svíþjóð. Þingið stendur í 3 daga. húsanna flutt í tvennu lagi yflr á nýja svæðið, og sett þar upp, en hin verða að Híkindum öll rifin. Sagði Valgarð,' að þeir fé- lagar í Birkihvammi væru ánægð ir með að hafa fengið athafna svæöi, þótt enn væri raf- magn ekki komið þarigað og vatn, en öruggt má telja, að því verði kippt í lag svo fljótt sem auðið er. Guðmundur Ólafsson gæzlumað ur, einn af eigendum hesthúsanna í Kardemommubæ. var eins og Valgarð, mjög ánægður með þetta nýja svæði, sem þeim hefur verið úthlutað og kvaðst mjög þakklátur. borgaryfirvöldunum fyrir þessa ráðstöfun. Sagði hann, að þeir í Sjálfshirðingarfélaginu væru byrjaðir að byggja fyrsta hesthús sitt í Seláslandinu og væntanlega myndu þeir ljúka við byggingu hesthúsa þar. áður en vetur gengi í garð. Þá munu þeir einnig ijúka við niðurrif Karde mommubæjar í sumar. Sem kunnugt er, er Karde- mommubær í Vatnsendalandi, og var lengi vel óvíst hvort það svæði, sem hann stendur á, til- heyrði Kópavogskaupstað eða Reykjavíkurborg. Úrslitin urðu þau, að svæðið skyldi tilheyra Reykjavíkurborg, og töldu yfir völd hennar sér þá skyit að beita sér fyrir fjarlægingu hesthúsanna vegna fyrr-greindra orsaka. Eru aðilar Sjálfshirðingarfélags ins nú komnir í nábýli við hesta mannafélagið sitt Fák. svo að eðlilegt er. að þeir séu ánægðir, þótt þeir vilji enn sem fvrr sjá um hesta sína sjálfir. er mun einkenni góðra hestamanna að öðrum aðilum Fáks ólöstuðum. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.