Tíminn - 12.07.1970, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 12. júlí 1970.
TIMINN
Útgefandi: FRAMSÓXNARFLOKKURINN
Pramfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (át>), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar-
skrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur
Banikastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsing«isimi 19523.
Aðnar skrifstofur sími 18300. ÁskHftargjald kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Landsýn
Pram á fjórða tug þessarar aldar var mikill hluti
þjóðarinnar bundinn við heimahaga sína alla ævi og
gerði vart ferð í önnur héruð, hvað þá að almenningur
skoðaði land sitt að nokkru ráði. Nú er breyting á orðin
með betri farartækni. Nú setja mjög margir metnað sinn
í það að sjá sem mest af landi sínu, verja nokkrum
'dögum á hverju sumri til þess að kanna þá staði, sem
þeir hafa ekki áður séð, auk þess sem það þykir sjálf-
sagt, að menn sigli nokkrum sinnum til útlanda.
Þetta er afar mikilvægt og færir þjóðina saman og
gerir ættjarðarástina stórtækari og víðsýnni. Um æ færri
eiga nú við orð Guðmundar á Sandi um ekkjuna við ána:
„Hún elskaði ekki landið en aðeins þennan blett“.
Hins vegar hefur í allri þessari ferðatækni og ferða-
lögum síðustu ára orðið ein breyting, sem ekki telst til
bóta. Áður fyrr ferðuðust menn mjög á sjó með strönd-
um fram. í ferðalýsingum fyrri ára sést víða, hve menn
dásömuðu landsýnina af hafi. Nú heyrist slík dásömun
ferðamanna sjaldan nema hjá þeim, sem koma til lands-
ins í lofti. Þetta er afleiðing þess, að nú ferðast menn
miklu minna með ströndum fram en áður. Engin far-
þegaskip ganga reglulega með ströndum fram. Að vísu
njóta sjómennirnir enn landsýnarinnar, en landkrabb-
arnir ekki lengur.
Þeir, sem góð skil kunna á íslenzkri náttúrufegurð,
telja þó hiklaust, að landsýnin sé ekki veigalítill þáttur
hennar, og sá, sem ekki hefur notið hennar í nokkrum
mæli, hafi ekki séð land sitt.nógu vel og farið mikils
á mis. íslendingar skilja þetta einnig vel, því að í hvert
sinn, sem boðið er upp á siglingu kringum land með
farþegaskipi, er ætíð nóg um farþega.
Hringferðirnar að sumarlagi með Heklu eða Esju
áður fyrr voru mjög vinsælar, þótt þau skip væru engan
veginn sérstaklega þægindum búin til þess, og nú eru
þau skip úr sögu, en ný strandferðaskip miðuð við vöru-
flutninga að mestu. Eina góða farþegaskipið, sem íslend-
ingar eiga, Gullfoss, er mest í förum til útlanda, en þegar
hann fer með ströndum, er jafnan nóg um farþega.
Útlendir ferðamenn munu einnig sakna mjög að geta
ekki átt kost á reglulegum og tíðum farþegasiglingum
umhverfis landið, að minnsta kosti að sumarlagi.
Allt þetta sýnir ljóst, að við höfum ekki haft næga
fyrirhyggju um þessi mál, og það er fráleitt, að við skul-
um ekki síðasta áratuginn að minnsta kosti hafa átt eitt
gott og hæfilega stórt farþegaskip 1 reglulegum ferðum
umhverfis landið, að minnsta kosti að sumarlagi, og mál
er að bæta úr því.
Þess vegna var tillaga sú, sem Vilhjálmur Hjálmars-
son, Sigurvin Einarsson, Páll Þorsteinsson, Bjarni Guð-
björnsson og Eysteinn' Jónsson fluttu á Alþingi í vetur
um strandferðir, fyllilega tímabær og má ekki liggja
1 láginni. Þar var lagt til að Alþingi fæli ríkisstjórninni
að láta gera áætlanir um byggingu og rekstur strand-
ferðaskips til farþegaflutninga.
Þetta mál þarf auðvitað góðrar athugunar við, einkum
hvers konar skip hentar bezt og hvernig ferðum skuli
hagað. En vafalítið hlyti sú athugun að leiða til þess,
að þetta þætti sjálfsagt. Við getum varla gert ráð fyrir
að taka á móti 124 þús. erlendum ferðamönnum árið
.1980. nema sigling umhverfis landið sé eitt af því, sem
á boðstólum er, og innlent fólk mun ekki vanta í slíkar
ferðir. Skipið mætti hafa í siglingum erlendis á vetrum.
En fegurð strandarinnar, landsýnina. verðum við að
opna á ný fyrir landsfólkinu í hinum. tíðu sumarferðum,
og hana má ekki vanta á dagskrá erlendu gestanna. - AK
9
LEONARD BEATON:
anríkisstefna brezku stjórn-
máiaflokkanna er ekki hin sama
Verkamannaflokkurinn aðhyllist til dæmis nána samvinnu við Vestur-
Þjóðverja/ en íhaldsflokkurinn kýs helzt að halla sér að Frökkum. —
Þessi munur einn gæti haft örlagarík áhrif á stjórnmálin í Evrópu.
NOKKUU munar á heims-
mynd Verkamannaflokksins
undir forustu Wilsons og
heimsmynd íhaldsflokksins
undir forustu Heaths. Sá mun
urinn, sem mest kveður að,
ifimur sennilega von bráðai
fram í stjórnmálum Evrópu.
Öllum er kunnugt, að for-
usta beggja flokkanna er
hlynnt inngöngu Breta 1 Efna
hagsbandalag Evrópu, en bó
að því tilskyldu (að minnsta
kosti að því er Wilson varðar)
að almenningsálitið og skoð-
anir þingmanna almennt snú-
ist ekki of harkalega til and-
spyrnu gegn aðild. Stefnumót-
un í málefnum Evrópu al-
mennt verður þó metin miklu
meira en aðild að Efnahags-
bandalaginu og hefir raunar
miklu víðtækari og langdræg-
ari áhrif.
ÞESSI stefnumótun veltur
fyrst og fremst á eindreginni
og öflugri samvinnu tveggja
eða fleiri ríkja. ^ Verkamanna-
flokkinn og íhaldsflokkinn
greinir á um. hverja Bretar
eigi að velja sér að aðalbanda
mönnum, og vera má, að þessi
skoðanamunur reynist ein-
mitt mikilvægari en flest ann-
að.
Reynslan undangengin fimm
ár bendir eindregið til þess.
að forustu Verkamannaflokks
ins hafi miðað utanríkisstefnu
sína við nána samvinnu við
Vestur-Þjóðverja. Margt mælti
og mælir eindregið með þessu.
Hagsmunir Breta og Vestur-
Þjóðverja fara mjög saman og
áhugaefnin eru hin sömu á
mörgum sviðum. Báðir hneigj-
ast yfirleitt mjög til samvinnu
við Bandaríkjamenn, og báðir
eru hollir í stuðningi sínum
við Atlantshafsbandalagið. Báð
ar þjóðirnar byggja afkomu
sína að langmestu leyti á iðn
aði, óska- eftir aukningu heims
viðskiptanna og óttast lokað
viðskiptakerfi innan Evrópu.
Vestur-Þjóðverjar eru á
góðri leið með að verða áhrifa
og aðsópsmesta þjóðin í Vest-
ur-Evrópu og liggur því í hlut
arins eðli, að náin samvinna
Breta og Vestur-Þjóðverja get-
ur ráðið úrslitum í stjórnmál-
um Evrópu. Hér má einnig
bæta við þeirri augljósu, land-
fræðilegu staðreynd, að stefna
vestrænna manna gagnvart
austurveldunum verður að
taka fullt tillit til Þjóðverja,
en getur komizt af án stuðn-
ings annarra þjóða í Vestur-
Evrópu.
VlðHORF íhaldsflokksins
hefir verið með allt öðrum
hætti, að minnsta kosti tii
þessa. Forustumenn flokksins
hafa talið Frakkland eina mik-
ilvæga veldið í Vestur-Evropu
og sigursæld og áhrif utanrík-
isstefnu Breta i álfunni yltj
þvj fyrst og fremst á náinni
samvinnu við Frakka
Þessi skoðun hefir einmg
mjög mikið til síns máls.
laust sinn þátt í að tekist hef-
ur að draga úr þessari and-
úð, en forusta brezka Verka-
mannaflokksins hefur þó ekki
laðazt að samvinnu við Vest-
ur-Þjóðverja af hugsjóna-
ástæðum. Stefnan er upp runn
in í utanríkisráðuneytinu og
efldist vegna löngunar Denis
Healey til að gegna forustu-
hlutverki í stjórnmálum Atl-
antshafsbandalagsins.
LÍKT stendur á um stefnu
íhaldsflokksins, að hún á að
litlu leyti skylt við íhaldssemi
|§g|§| ríkisstjórnarinnar í FrakSc-
landi. fhaldsmenn eru yfir-
leitt þannig gerðir, að þeir
laðast að Frökkum alveg
I I ósjálfrátt. Hversu harkalega
sem brezkir og franskir em-
bættismenn og stjórnmála-
menn kunna að takast á í
ýmsum málum, ala báðir í
brjósti þá tilfinningu, að þar
eigi þeir loksins í höggi við
hina einu, verðugu jafningja
sína. Frakkar láta of mikið vf-
ir sér og vera má að sá eig-
inleiki laði brezka íhaldsmenn
að þeim.
JHf Brezkum íhaldsmönnum
Sir Alec Douglas-Home^ £remst stundum stefna Frakka
utanríkisráðherra Breta eru henni andvígir, en þeir
eru þó þeirrar skoðunar innst
Frakkland er eina öfluga veld- inni 1 hug.f.oti sínu: að Frakk:
, xr . „ , „iand sé mikið og mattugt veldi
lð t YeStUi:fVrÓPU °ef ^ralf: og þar í landi sé hásæti menn-
ar hafa miklu meira frelsi til . ° • . ,
athafna en aðrar Evrópuþjóð- fgnnnnar' Marglr. brezkLr
ir. Samvinna Frakka og Breta ihaldsmenn erui einnig a verði
var náin lengst af á. árunum gegn, Bandarlk.iamonnum ab
milli 1950 og 1960, en Bretar veg osjálfratt og Frakkar hafa
hurfu frá henni vegna Banda- ?agt og gert ymlsiegt' sem
ríkjamanna þegar Suezmálið Þeir vildu gjarna hafa neyrt
var á döfinni. Slíkt náið banda og seð tl] brezkrar rlkslstjóru-
lag Breta og Frakka gæti orð-
ið sá ás, sem eining Evrópu
hlyti að snúast um. Frakkland
er kjarnorkuveldi eins og Bret
land. Frakkar eru einnig treg
ir til að hverfa inn í ríkja-
samsteypu Evrópu eins og
Bretar og staðráðnir í að verj-
ast efnahags- og stjórnmála-
drottnun Bandaríkjamanna
eins og þeir.
Sú vafasama skoðun er einn
ig mjög útbreidd, að stefna
Breta í Evrópumálum geti þvj
aðeins haft veruleg áhrif að
þeir gerist aðilar að Efnahags-
bandalaginu. Þeir, sem bessa
skoðun aðhyllast, hljóta að
leggja við hlustir þegar á það
er bent, að Frakkar einir geti
komið j veg fyrir aðild Bre'a
að Efnahagsbandalaginu.
SUMIR kynnu að vilja
halda fram. að forusta Verka-
mannaflokksins hafi hneigzt
til vináttu við Vestur-Þjóð-
verja af hugsjónaástæðum. bar
sem þeir hafi nú aðhyllzt lýð-
ræðislega jafnaðarstefnu og
skipað sér í sveit með bioð-1
unum á Skandinavíu að því
leyti. Vinstr armur Verka-
mannaflokksins hefur frá
fornu fari haft megna andúð
á Þjóðverjum og samskipti við
stjórnmálamenn j Austur-Ev-
rópu hafa alið á beirri andúð.
Willy Brandt á að vísu efa-
ÞEGAR til álita kemur hin
afmarkaða spurning um aðild
Breta að Efnahagsbandalasi
Evrópu, er girnilegt að velta
fyrir sér. hvort áhrifaríkara
reynist að snúa sér að Frösk-
um eða Vestur-Þjóðverjum.
Aukin vinátta og samvinna
Breta og Vestur-Þjóðverja,
eins og Wilson stefndi að.
kemur við kaunin á Frökkum
vegna möguleikans á lang-
vinnri samstöðu Breta og Vest
ur-Þjóðverja um forgangs-
atriði.
þrátt fyrir þetta hafði
stefna Wilsons i för með sér
vissa áhættu. Samstaða Breta
og Vestur-Þjóðverja gekk ’
þerhögg við bá kenningu, að
Frakkar ættu að taka aðild
Breta fegins hendi vegna ótt-
ans við aukin áhrif og völd
Sambandslýðveldisins. Þetta
var góð og gild röksemd þeg-
ar rætt var við Bandaríkja
menn. en ekki mikils virði í
viðræðum við F’iakka.
Sé það höfuðmarkmiðið að
fá aðild að Efnahagsbandalagi
Evróou og séu Frakkar beir r
einu, sem hafa kjark til aS |
hindra inngöngu Breta ’
bandalagið bá er stefna íhalds p
flokksins tvímælalaust líklegri
til heillavæiúegs áranguifs en £
stefna VerkamannaíloKksins. I