Tíminn - 25.08.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.08.1970, Blaðsíða 1
WKIMM AVAXTAM ■MMHl'WM VðXIUU 188. tbl. — Þriðjudagur 25. ágúst 1970. — 54. árg. L Skoðanakönmin eystra fram- lengd um viku FB—Keykjavík, mánudag. Ákvtíðið hefur verið að fram Iengja skoðanakönnun um röð- un á framboðslista Framsókn- armanna á Austurlandi, sem staðið hefur yfir frá 8. ágúst s.l. og átti að ljúka á sunnu- Framhald a bls. 14. Varhugavert að setja á lömb á öskufallssvæðum Leitaði til læknis eftir hashreykingar KJ—Reykjavík, mánudag. Á laugardagskvöldið var kom ið með mann á Slysavarðstoí una, sem taldi sig hafa rcykt hash, og jafnvel eitthvað enn sterkara, og hafði þetta svif ið svo á manninn, að hann leitaði læknis. Læknar á Slysavarðstofaniú. tilkynntu rannsóknanlögregl- unni um þetta, og hófst rann- sókn í máli þessu um h?.gina. Ef rétt reynist, að maður- inn hafi reykt hash, sem bland að hafi verið einhverjum sterk ari fíknilyf.ium, verður að rann saka hvar maðurinn hefur feng ið þetta, og með hverium hætti það hefur komizt inn í landið. Maðurinn mun hafa haft eitthvað af samskonar efni og hann reykti. ' fór um sínum, og var það sent t.l rannsóknar, þar sem gensið verður úr skugga um hvað I maðurinn hafi raunveruiega reykt. Sumarslátrun hófst í gær FB—Reykjavík, mánudag. Sumarslátrun hófst í dag í Reykjavík, á Selfossi, í Borg- arnesi og á Akranesi. Ekki liggja fyrir neinar tölur um það, hve mörgu fé verður slátr að að þessu sinni, og mun þáð fara eftir eftirspurninnl eftir hinu nýja kjöti, en heyrzt hef- ur, að það verði mun dýrara heldur en það kjöt, sem verið hefur á markaði undanfarið. Kjötverðið verður tilkynnt ann að kvöld, samkvæmt upplýs- ingum Framleiðsluráðs land- búnaðarins. Jó- Bergs forstjóri SS sagði, að kki væri enn vitað, hve miklu verður slátrað að þessu sinni. Sagði hann að það færi eftir eftirspurainni. Hann sagði, að það fé, sem slátrað hefði verið í dag, hefði litið allvei út. Hjá Sláturfélagi Suð- •urlands er einungis slátrað hér í Reykjavík, þar sem ekki borg ar sig að dreifa slátruninni á fleiri staði, þar eð hún verður ekki það mikil í bili. Lítið mun vera orðið utn kjöt í verzlunum hér í borg- inni, og í sumum verzlunum er það sagt uppgengið. Stútkur viS vinnu í Sláturhúsi Suðurlands við Skúlagötu í Reykjavík í gær. (Tímamynd GE) EB—Reykjavík, mánudag. Á aðalfundi Dýralæknafélags íslands, sem haldinn var a3 Keldum s.l. laugardag, var einkum fjallaS um búfjársjúk- dóma í sambandi við eldgos. Kom greinilega fram á fund- inum, að alimikið tjón hefur hlotizt af slíkum kviilum á öskufallssvæðunum, og að varhugavert sé að setja á lömfa á þeim svæðum, vegna tann- og beinasjúkdómahættu Páll Agnar Pálsson yfirdýralækn ir gerði yfirlit um gossjúkdóma í búpeningi út frá gömlum heim- ildum, og dýrailæiknar á öskufalls svæðunum, þeir Sverrir Markús- son á Blönduósi, EgiU Gunnlaugs son á Hvammstanga og Gunnlaug ur Skúlason gerðu grein fyrir reynslu sinni á kvillunum í bú- peningi. Tíminn sneri sér í þessu sam- bandi j dag til Árna G. Péturs- sonar hjá Búnaðarfélagi íslands. Sagði Árni að þar hefði málið ver ið lauslega rætt. Sauðfé af öaku- fallssvæðunum seo slátrað verð ur í sumarslátrunimii, verður rann sakað á Keldum. Hins vegar sagði Árni það fé, sem slátrað yrði nú, en það er einungis af nærtæk stum svæðum, heldur vænni dilka, svo að fé sem gengið hefur á þekn svæðum, þar sem meng- unarinnar hefur gætt mest, verð- ur yfirleitt slátrað í haustslátr- uninni. Þá sagði Árni, að hann teldi eðlilega eins og dýrailæknarnir. að mjög varasamt væri að setja á löimb á öskufaHsvæðunum, vegna fyrrgreindarar sjúkdóms- hættu, sem fram getur komið á búpeningi, þótt hann sjáist ekki á honum í fyrstu. Bændurnar hafa að sjálfsögðu Eitt tilfelli af músatauga- veiki á Suðureyrí staðfest Veikt barn flutt tii Reykjavíkur EB—Reykjavík, mánudag. Enn sem komið er hefur aðeins fengizt fullvissa fyrir því, að ein manneskja á Suðreyri hafi veikzt af svokallaðri músataugaveiki sem virðist hafa stungið sér þar nið- ur. Hefur ekki fengizt staðfest, að ungbarn er dó þar, hafi tekið vcikina. Annað barn, sem óttazt var að hefði tekið veikina og var flutt suður til rannsóknar, er nú á batavegi og sýkillinn hefur ekki fundizt í því. Tíminn hafði í kvöld samband við Atla Dagbjartsson héraðslækni á Isafirði. sem þá var staddur á Suðureyri. Sagði hann, að konan sern sýkillinn hefur fundizt í, hefði veikzt fyrir um það bi; hálfum mánuði, og hefði hún fyrir viku verið flutt á sjúkrahúsið á ísafirði. Konan er reykvísk og kom til Suðureyrar fyrir þrem vikum, en Atli taldi ljóst, að hún hefði veikzt þar á Suðui syri. Mikið hefur verið um niður- gangspest á Suðureyri 1 sumar, en ekkert hefur bent ti' þess að þar hafi verið um þennan taugaveiki- sýkil a® ræða. Þá sagði Atli að málið væri nú í ítarlegri rannsókn, því að eins og fyrr sagði, væri Ijóst að sýkillinn hefði komið upp á Suðureyri. Þessi sýkill kemur eiokum frá fuglurn, oftast úr andareggjum og kemur hann við og við upp hér- lendis, td. fyrir nokkru á Húsa- vík. Hann er þó mun sjaldgæfari hér en í mörgum öðrum löndum vegna kuldans. Berst hann frá saur yfir í matvæli og er hreinlætið því sterkasta vörnin og svo eðli'.ega að einangra uppsprettuna dyggilega þegar hún finnst. úrslitavaldið hverju verður slátr að og hverju efcki, en vegna hey- skorts, má búast við að minna verði sett á af lömbum en undan- farin ár. Eins og kunnugt er, eru ösku- svæöin einfcum í uppsveitum Ár- nessýslu og Húnavatnssýslu. Miklu af geldneyti er minni hætta búin af fluormenguninni, vegna þess að því var komið í bur t'i af öskufallssvæðuniim. Þá má að lok um geta þess, að enn eru svo mikil brögð að öskunni í Húnavatns- sýslu að fólk verður krimótt við hey=kápinn og því hætta á því, að búpeningi geti orðið 'meint af þeim litla heyfeng sem af ösfcu- fallssvæðunum fæst. Verður Niarchos ákærður fyrir að myrða konu sína? NTB—Aþenu, mánudag. Búizt er við, að gríski skipa- kóngurinn Stavros Niirchos snúi aftur heim til Grikklands, nú þeg ar ríkissaksóknarinn i Pireus hef ur farið fram á, að hann verði ákærður fyrir að hafa myrt eig- inkonu sína, hina 44 ára gömlu Eugenie, en hún fannst látin í svefnherbergi sínu hinn 4. maí' s.l. Enginn veit, hvar Niarchos er niðurkominn í augnablikinu. Heimildir segja, að hann hafi flogið til Ítalíu í gær, en ekfci var sagt, hvar í landinu hann er. Lögfræðingur hans held ir því. hins vegar fram, að Niarchos sé; úti á Miðjarðarhafi á snekkju sinni, sér til hvíldar og hressing ar. Lögfræðingurinn bætti því' við að Niarchos myndi ekki segja eitt orð um dauða konj sinnar opinberlega. Frú Eagenie var dóttir skipa- kóngsins Stavros Livanos og syst- ir Tinu, fyrrum frú Onassis. í' fyrstu var talið, að orsök dauða, hennar sem bar að höndum á eyj-; unni Spetsopoula, þegax fjölskyld-. an var þar samankomin, hafi veri'5 of stór skammtur svefnlyfja. S£ð- an kom í ljós, að læknar höfðu fundið áverka á líkinu. Læknar segja nú, að þessa áverka hafi frú- in fengið eftir, að hafa teJdð inn svefntöflurnar. en þeir hafi eng- anveginn getað dregið hana til dauða. Framhald á bls. M.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.