Tíminn - 19.09.1970, Síða 9

Tíminn - 19.09.1970, Síða 9
LAUGARDAGUR 19. september 1970 Útgefandi: FRAMSÓKMARFLOKKURINN Framtvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstjórnar- skrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingaslml 19523. Aðrar skrifstorttr sími 18300. Áskriftargjald kr 165,00 á mánuði, innanlands — í iausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Rafmagnsverðið Rafmagn til heimilisnota er nauðþurft hverrar fjöl- skyldu, og rafmagnskostnaður stór útgjaldaliður á hverju heimili, því stærri og tilfinnanlegri sem fjölskyldan er barnfleiri. Rafmagnsverðið ræður því mjög miklu um af- komu heimilanna. Rafmagnssala til heimilanna er ein- hver mikilvægasta þjónustustarfsemi höfuðborgarinnar við íbúana. Borgin framleiðir eða kaupir rafmagnið í heildsölu en selur það heimilinum í smásölu. Hver á álagning borgarinanr að vera? Rafmagnsverð í Reykjavík hefur oft verið óþarflega hátt og íhaldið farið þar að eins og sérgóður kaupmað- ur. Það hefur gætt þess vandlega, að rafmagnshækkanir drægjust ekki aftur úr öðrum almennum hækkunum, en borgarstjóra og liði hans þótti heldur leiðinlegt að þurfa sífellt að samþykkja þessar hækkanir í borgarstjóm, leið- inlega áberandi framan í borgurunum þegar dýrtíðar- hjólið snerist hraðast — einkum fyrir kosningar. ! ' fann upp snjalla peningaveltu fyrir rafmagnsveitun.. setti þær reglur, að rafmagnsverð skyldi hækka sjálf- krafa tvisvar á ári eftir stuðlunum: Orkukaup, verðjöfn- unargjald, laun, efni og vélakostnaður. Fyrsta siálfkrafa hækkun eftir þessu nýja kerfi varð 1. júlí s.l. — þá um tæp 20%. Fyrirsjáanleg stórhækk- un er um næstu áramót, einnig sjálfkrafa. Þurfti Rafmagnsveitan þessa hækkun? Rekstursaf- gangur árið 1969 varð um 100 milljónir, og eignir henn- ar 717 millj. en skuldir aðeins 60 millj. og innstæða í banka 50 millj. Handbært framkvæmdafé um 100 millj. Útlit um mjög hagstæða afkomu á árinu 1970. Að sjálfsögðu þarf Rafmagnsveitan að vera fjárhags- lega sjálfstæð, en hún á ekki að seilast í sjóði heimil- ana umfram það. Það er ekki eðlileg borgaraþiónusta. Rafmagnsveitan á ekki að sækja rekstrarfé handa bönk- um í buddur heimilanna. Hún á að veita þiónustu við sanngjörnu verði og ekki selja rafmagn dýrara en nauðsynlegt er. Sjálfvirkt hækkunarkerfi á rafmagni á ekki að vera eldsneyti á dýrtíðarvélina eða féfletta heim- ilin. Af þessum sökum lögðu fulltrúar Framsóknarflokks- ins í borgarstjórn Reykjavíkur fram þá eðlilegu tillögu á borgarstjórnarfundi í fyrradag, að sjálfvirka hækkun- arkerfið yrði afnumið, en verðákvörðun rafmagns yrði í höndum borgarstjórnar, sem reyndi að sjá um það eftir mætti og af trúnaði við heimilin, að rafmagnsverðið væri ákveðið hverju sinni eftir þörfum stofnunarinnar, og álagningin í þessari sölustarfsemi borgarinnar yrði hvorki of né van. Vel mætti hugsa sér, að almannastofn- un eins og rafmagnsveita greiddi neytendum til baka við ársuppgjör það, sem fram yfir væri ákveðinn rekstr- arágóða, eða léti það koma fram í næsta árs verði. — AK Tennur og skattar Tannviðgerðir eru dýrar, en heilsufræðileg nauðsyn er að fólk láti þær ekki undir höfuð leggjast af féleysi. Skattur stórra fjölskyldna til tannviðgerða er þungur. Sjúkrasamlög greiða þetta ekki enn Bæir greiða að nokkru tannviðgerðir skólabarna, ríkið greiðir ekkert. Meðan svo er ástatt er það sanngirniskrafa, að tann- viðgerðareikningar séu frádráttarbærir til skatts eins og sjúkrasamlagsgjald, læknishjálp og sjúkrakostnaður, svo sem lyf, sem notuð eru að læknisráði Það væri spor í rétta átt að hafa tannviðgerðarkostnað frádráttarbæran til skatts eins og annan sjúkrakostnað, meðan önnur skipan kemst ekki á um þessa heilbrigðisþjónustu. — AK TÍMINN JAMES RESTON, NEW YORK TIMES: Verðbólgan er tíðara umræðu- efni en styrjöldin í Vietnam Um almenningsálitið í vesturfylkjum Bandaríkjanna ENN er það svo, að ferða- maður, sem leggar leið sína til vestarfylkjanaa í Bandaríkjun- um, verðar agndofa andspæn- is mætti þjóðarinnar og fjöl- breytni. Fjölgunin virðist auk- ast með hverju árina, sem líð- ar, ergelsið og óprýðin eykst einnig ofurlítið, en mannlífið gengur sinn gang þrátt fyrir ýmsar hamfarir af manna völd um, — frumstætt og eilíft eins og útihafið. Miðhlati Denver-borgar hef- Ur verði rifinn til grunna til þess að framfylgja áætlun um endurnýjan þétfcbýlis. Gamal- dags húsasamstæða við Lari- merstræti hefur verið látin standa til minja. Þásundir Rambler-bíla á hæðanum við Denver minna á risavaxin bíla- stæBi. SAGA Bandarikjanna geng- ar einfaldlega sinn gang. Þjóð- in heldur áfram að flytjast vestur eins og fyrrum. Fast- eignasalar, framleiðendur og seljendur bjúgna, rjómaíss og bjórs virðast valda meiri breyt ingum en styrjaldir og önnur átök í mannlegu Iífi. Viðskipta- baráttan virðist ganga fyrir öðru, og annars sjást naamast merki. Ef til vill hefar himinvídd- in og hin tígullegu fjöll veru- leg áhrif á karla og konur í þessam landshluta, engu sfður en veðarfarið. Hitt getur eng- um dulizt, að umræðuefni manna og framferði tekur veru legum breytingum eftir því. sem vestar dregar. Hér er fyrst og fremst tal- að um fjölskylduna, samfélag- ið og viðskiptin. Verðbólgan er mikilvægara umræðuefni en styrjöldin í Vietnam. Viðhorf flestra til stjórnmála bera ýmist merki um fáskiptni eða hæðni, rétt eins og stjórnmála mönnum sé ekki við bjargandi, eða séu óviðkomaníji vandamál um almennings að minnsta kosti. VITASKULD eru hér heit- trúaðir minnihlutar bæði til hægri og vinstri, alveg eins og annarsstaðar. Meginhlui almenn ings á þessum slóðum virðist trúa nálega öllum eftirtöldum atriðum: 1. Styrjöldin i Vietnam veld- ur vandræðum. við hefðum aldrei átt að leggja út í hana en hún er nú senn á enda sem betur fer. 2. Hinir uppreisnargj6rnu unglingar hafa ekkí aðeins á röngu að standa heldur staf- ar beinlínis ógn ai þeim. 3 Eigi að draga úr glæpum er miklu meiri þörí á að fjölga lögregluþjónum ■>« þyngja við urlög en að útrvma fátækra- hverfunum. 4 Hæstréttur hefur villzt af leið í ákvörðunum anum og ar farinn að taka sér allt of mik- ið „löggjafarvald". 5. Bölvaðir skattarnir eru allt of háir. 6. Fátæklingarnir eru eink- um en ekki einvörðungu fá- tækir vegna þess, að þeir vilja ekki vinna og eiga of mörg börn. 7 Viðleitni ríkisstjórnarinn- ar til að leysa félagslegan vanda með fjárframlögum hef- ur mistekizt. 8. Menntuninni er ábóta- vant vegna þess, að „þeir" kenna nú allt nema það sem máli skiptii eða að lesa og skrifa. 9. Við börfnust mikils víg- búnaðar vegna þess, að komin únistar valda enn alvarlegri ógn og minnsti sparnaður í hernaðarútgjöldum er háska- legur. 10. Negrar hafa að visu rétt- ■■MnMHUBffiW---------------- indi, en að lögbanna aðskilnað kynþáttanna i skólum gerir að- eins illt verra. 11. Eftirlátir foreldrar eru eitt stærsta þjóðarbölið. 12. Einkaframtak leysir hvað eina betur af hendi en hið opinbera og ríkisstjórninni ætti að skera sem þrengstan stakk. 13. Vöxtur er ekki aðeins óhjákvæmilegur, ne aur góð- ur, og því er stórrekstur góð- ur og enn stærri rekstur en:i betri, en fyrirferðarmikil ríkis stjórn er hræðileg og fyrir- ferðarmeiri ríkisstjovn neinlín- is hættuleg, ALLT ÞETTA 9 séi vita- skuld meðmælendur o? and- mælendur hvarvetna um xand en þessar kenningar eru boð aðar af meiri ákefð og af fleiri milli Alleghenifjalla og Klettafjalla en annars staðar í Bandaríkjunum. - ——-----------

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.