Tíminn - 08.12.1970, Side 2

Tíminn - 08.12.1970, Side 2
I 14 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 8. desemer 1970 -Reykjavík, laiugardag. I hefur hann tekið þátt í mörgum Einar Baldvinsson listmálari! samsýningum hér og erlendis. Sýn hefur opnað sýningu í Bogasalnum og eru þar 33 olíumálverk, öll til sölu. Þetta er fimmta sýningin, sem Einar heMur, en auk þess ingin verður opin frá kl. 2 til 10, Verð málverkanna er frá 6 til 30 þúsund krónur. (Tímamynd Gunnar) Brunaútköll- um fækkar KJ—Reykjavík, mánudag. — Áður fyrr var desember sá mánuður, þegar flestir brunar urðu, en með aukinni uppl.starf- semi er nú svo komið, að desemb- er er bezti mánuðurinn hjá okkur, því þá eru útköllin fæst, sagði Rún ar Bjarnason, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, á fundi með blaðamönn um. Rúnar sagði, að í desember á Si'. ári hefðu útköllin verið 12, eða fæst í einum mánuði, og til sam- anburðar má geta þess, að í nóv- ember á þessu ári-var Slökkviliðið í Reykjavík kallað út 37 sinnum, en aldrei það sem af er desember nú. Bjarki Elíasson, yfirlögreglu- þjónn, var á blaðamannafundinum í Slökkvistöðinni, og ræddi hann um reghir varðandi áramóta- brennur í Reykjavík. Bjarki sagði, að með árunum hefðu myndazt fastar reglur um brennustaði, og BIBLÍAN et JÓLABÓKIN Fœst nú í nýju, fallagu bandi f vasaútgáfu hjá: —- bókavarzlunum — krlstilegu fólðgunum — Blblíufólaginu HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG SkilavörCuhæO Rvlk $u5Drali&»aíofH slml 17605 <\ <> v> -<v V>' ^rentmvndastota V> iaugavegi 24 Sim /F> Geru/T' dHa eyundi’ .. mimdamora tvru vóui væru brennur á sömu stöðum ár eftir ár. Hann sagöi, að nú utn ára- mótin yrði Borgarbreunan á sama stað og undanfarið, eða á auða svæðinu austan Kringlumýrar- brautar og sunnam Miklubrautar. Sú breyting yrði nú, að kveikt yrði fyrr i Borgarbrennunni og jafn- framt yrði dagskrá Sjónvarps- ins hagað þannig, að fólk gæti bæði fylgzt með áramótaþætti þess, og verið við brennuna, og síðan heima hjá sér um áramótin. Eins og áður þarf að sækja um leyfi fyrir hverri brennu, og brýndi Bjarki fyrir fólki að sækjaj um leyfi í tíma, svo ekki hljótistl vandræði af brennu, sem ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir. Þá munu olíufélögin ekki afhenda ol- íu til annarra en þeirra, sem hafa leyfi. Ábyrgur aðili skal vera fyr- ir hverri brennu. í fyrra voru brennurnar 33 í höfuðborginni. Þingeyingar spyrja nú hverjir aSra: Er nokkurt sa neitunar og málshðfðunar? MYNTALBUM fyrir alla ísl mjmtina. 1922—-1971, kr 490,00 Fyrir lýðveldismyntina kr 340,00. Lnnstungubækur i úrvali Opið laugardaga tii ióla WŒMMEÍ Laékjargötu 6A Reykjavík Sími 11814 ENSKIR RAFGEYMAR LONDON BATTERY fynrliggjandi Lárus Ingimarsson, heildverlun Vitastu 8* Slm; 16205 Auglýsið í Tímanum KJ—Reykjavílv, mánudag. f fréttatilkynningu frá Landeig- endafélagi Laxár og Mývatns seg- ir: „Þrátt fyrir skýr lagaákvæði og umsagnir virtra fræðimanna leyfir saksóknari sér að veitast að 65 Þingeyingum með opinberri málsókn. Hinsvegar segir hann: „ekki vera efni til“ að höfða mál á hendur Laxárvirkjunarstjóm þrátt fyrir skýr og ótvíræð lagabrot hennar“ og er þá átt við að Lax- árvirkjun hafi byggt stífluna I Miðkvísl án leyfis, og neitað að höfða mál á hendur Laxárvirkj- unar vegna stíflubyggingarinnar. Landeigendafélagið hefur af þessu tilefni sent frá sér frétta- tilkynningu, ásamt afriti af bréfi til sa'ksóknara ríkisins. Fer frétta- ti'lkynningin hér á eftir. ásamt bréfinu: „í tilefnj af síðustu ákvörðun- um saksóknara ríkisins hefur Land eigendafélag Laxár og Mývatns sent saksóknara bréf það, sem fylgir á eftir fréttatilkynningu þessari. Saksóknari ríkisins höfðar opin- bert sakamál á hendur 65 Þingey- ingum, enda þótt honum sé bann- að í 260 kg. almennra hegningar- lága að höfða opinbert sakamál vpgpa þfj.ss, að menn taka rétt sinn sjálfir. í 260. gr. laga nr. 19/1940 segir: „Hver sem gerist sekur um ger- tæki, skal sæta sektum. Út af broti þessu skal ekki höfða opin- bera málsókn." Ekkert ihefur komið fram í rann sókn Miðkvíslarmálsins, sem bendi til annars en, að um sjá:lftöku réttar hafi verið ao' ræða. í Rit- inu „Eignarréttur" eftir Ólaf heitinn Lárusson prófessor segir m.a. á bls. 180: „Ef maður hefði í heimildar- leysi t.d. grafið skurð á fasteign annars manns eða lokað hliði á girðingu hans, um eign sína. Þá myndi eigandanum vera rétt að fylla skurðinn eða opna hliðið og beita til þess valdi, ef með þyrfti. Að því er til þessarar réttarvörzlu tekur, þá myndi hún eigi verða talin stranglega bundir. við það. að hún færi fram í beinu fram- haldi af hinni ólögmætu röskun. Hún myndi vera heimild, þótt nokk uð væri frá liðið.“ Þrátt fyrir skýr lagaákvæði og umsagnir virtra fræðimanna leyf- ir saksó'knari sér að veitast að 65 Þingeyingum með opinberri mál- sókn. Hins vegar segir hann „ekki vera efni til“ að höfða mál á hend- ur Laxárvirkjunar.stjóri þrátt fyr- ir skýr og ótvíræð lagabrot henn- ar. Vér spyrjum af þessu tilefni. Eru ekki menn jafnir fyrir lögun- um? Er ísland ekki réttarríki? Fyrir brotum Laxárvirkjunar- stjórnar er grein gerð í eftirfar- andi bréfi til saksóknara og hann beðinn um skýringar á ákvörðun sinni, en Þingeyingar spyrja nú hverjir aðra, ihvort nokkurt sam- band sé á milli neitunar þeirra aó ganga að kröfugerð iðnaðarráð- herra á sáttafundinum 23. og 24. nóiv. s.l. og hinnar opinberu máls- höfðunar nú.“ Reykjavík, 4. desember 1970. Til saksóknara ríkisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. ✓ Bréf tii saksóknara Oss hefur borizt bréi, yðar, þar sem þér neitið Æ.ð höfða opinber mál á hendur stjórn Laxárvirkjun- ar vegna stíflugerðar hennar í Miðkvísl. Bjóðum við yður að gefa rökstuðning á þessari neit- un yðar. 67. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 verndar menn gegn því, að ráðizt sé á eignir þeirra, án þess að Þær séu áóur teknar eign- arnámi. í a) lið 153 gr. vatnalaga nr. 15/1923 segir: „Hver sem byrj- ar á fyrirtæki, sem leyfi eða sam- þykki þarf til sam'kvæmt lögum þessum, eða ef matsgerð þarf til þess, svo’og ef maður vinnur verk verr en í skiiyrðum í leyfi, sam- þykki eða matsgerð felst, eða bregður að öðru leyti út af fyr- irmælum slíkra heimilda, skal sæta sektum eða einföldu fang- elsi.“ Laxárvirkjunarstjórn gerðist hrotleg vió þetta ákvæði, þegar hún setti stíflu í Mið'kvíisl án samþykkis réttra umráðamanna lands og gerði ónothæfan silunga- stiga, senda þótt henni hefði verið sett sem skiiyrði að gera nothæf- an silungsstiga. Hún leitaði ekki heldur álits Náttúruverndarráðs, eins og henni er boðið í 2. gr. laga nr. 48/1956. Hún tók land og vatnsréttindi undiir stíflurnar án þess að bjóða bætur eða að taka réttindin eign- arnámi. í 2. mgr. 4. gr. laga nr. 61/1917 segir, aö sá sem vill taka hags- muni eignarnámi, geti ekki tekið þá, fyrr en hann hefur greitt verð eignanna og allan áfa,linn kostnað við matsgerð. Laxárvirkjunar- stjórn tók land undir stíflu án þess að taka land eignarnámi eða láta meta tjón, eins og segir í 146. gr. laga nr. 15/1923. Hún sannaði ekki heldur gagnsemi stíflunnar, eins og henni bar sam- kvæmt 72. gr. vatnalaganna, en þetta ákvæði braut ráðuneyti með því að gefa leyfi til stíflugerðar. Laxárvirkjunarstjórn bar þvi að refsa samkvæmt refisákvæðum vatnalaga nr. 15/1923 og refsi- ákvæóum laga um náttúruvernd nr. 48/1956. Af verknaði Laxárvirkjunarstjórn ar hafa hlotizt stórkostleg eigna- spjöll, samkvæmt 257 gr. al- mennra hegningarlaga ber því að refsa Laxárvirkjunarstjórn fyrir iþau eignasipjöll, ef ekki fýrir ásetningarverk, þá fyrir gáleysis- verk, sbr. 2. mgr. 257. gr. laga nr. 19/1940, sbr. og 138. gr. I. sömu laga. Hvernig þér, herra saksóknari, komist 'hjá að höfða opinbert saka mál af þessu tilefni. fáum vér ekki skilið. Gildir ef til vill hvorki 67. gr. stjórnarskrárinnar um fi'iðhclgi eignarréttarins né framangreind lagaákvæði hér á landi. Vér biðjum yður um skýr- ingar og rökstuðning herra sak- sóknari. Yður sem opinberu stjóm- valdi ber að rökstyðja ákvarðanir yðar. Þao er yður skylt eftir ís- lenzkum stjórnsýslurétti. Stjóm- arathöfn yðar er réttarskýrandi." MENNINGARSJÓÐUROG ÞJÓÐVMA FÉLAGID í NVJUM HÚSAKYNNUM EJ—Refkjavík, mánudag Menntamálaráð, Menningarsjóð- ar og Þjóðvinafélagið hafa nú flutt í nýtt húsnæði, Landshöfðingja- húsið gamla við Skálholtsstíg eða Næpuna, eins og húsið er almennt kallað. Var blaðamönnum sýnt þetta húsnæði auk þess sem forystumenn Bókaútgáfu Menning arsjóðs og Þjóðvinafélagsins gerðu grein fyrir bókaútgáfunni nú fyrir jólin — og verður bókanna getið sérstaklega í blaðinu einhvern næstu daga. Menntamálaráð keypti húsið árið 1958, en hefur fyrst nú flutt starfsemi sína þangað. Hefur við- gerð á húsinu verið kostuð með fé úr sérstökum sjóði, og mun því ekki hafa nein áhrif á starfsemi Menntamálaráðs. í kjallara hússins er bóka- geymsla bókaútgáfunnar, en á fyrstu hæðinni skrifstofuhús- næði, þar sem afgreiðsla og bók- hald útgáfunnar er til húsa. Á annarri hæðinni eru skrifstofur og fundaherbergi Menntamálaráðs og Menningarsj., og Þjóðvinafélag ið hefur þar einnig skrifstofu. Allt húsið er innréttað eins og það var í upphafi, 02 á annarri hæðinni hefur öllu verið íyrir- komið í sama stíl og var ráðandi um aldamótin — jafnvel húsgögn- in eru flest frá því tímabili. Vilhjálmur Þ Gíslason. formnð ur Menntamálaráðs, sagði blaða- mönnum, að imeð því að taka þetta húsnæði í notkun yrðu nokk ur þáttas'kil í stárfsemi stofnun- arinnar, og væri þetta húsnæði bæðj stærra og betra en það sem hún hafði áður. Eftir er að ganga frá efstu hæð hús'sins. en þar er ætlunin að verði m.a. herbergi fyrir fræðimenn, innlenda og erlenda, sem starfa kunna á vegum Menntamálaráðs að ákveðnutn verkefnum, Á blaðamannafundinum voru mættir, auk Vilhjálms, Gils Guð- mundsson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn Sæmundsson, ritstjóri Almanaksins, og ritstjórar And- vara, þeir Finnbogi Guðmundsson og Helgi Sæmundsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.