Morgunblaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 1
2005 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER BLAÐ C
MIKIL ÁNÆGJA MEÐ NÝJA ÍÞRÓTTAHÚSIÐ Í LAUGARDAL / C2, C3
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N AB L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
JÓNA Guðlaug Vigfúsdóttir og Emil Gunnarsson, lands-
liðsmenn í blaki, hafa verið valin bestu blakmenn ársins
af stjórn Blaksambands Íslands.
Jóna Guðlaug, sem er aðeins 16 ára gömul, lék með
Þrótti frá Neskaupstað á síðustu leiktíð og varð þá þriðji
stigahæsti leikmaður deildarinnar. Hún gerði síðan at-
vinnumannasamning við Cannes í Frakklandi og hefur
dvalið ytra í vetur.
Sterkust á móti í Finnlandi
Jóna Guðlaug vann sér fast sæti í íslenska landsliðinu
á Smáþjóðaleikunum í Andorra og lék með liðinu í
keppnisferð þess til Nígeríu sl. sumar, auk þess sem hún
lék með 17 ára landsliðinu á móti í Finnlandi og var þar
talin sterkasti maður mótsins.
Emil leikur með sigursælu liði Stjörnunnar í Garða-
bæ. Hann er fyrirliði karlalandsliðsins og lék vel með
liðinu á Smáþjóðaleikunum. Hann varð í öðru sæti á Ís-
landsmótinu í strandblaki í sumar.
Jóna og Emil
blakmenn ársins
DANSKI framherjinn Bo Henrik-
sen mun leika með ÍBV í Lands-
bankadeildinni í knattspyrnu á
næstu leiktíð. Gísli Hjartarson,
stjórnarmaður í knattspyrnudeild
ÍBV, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að búið væri að ná
munnlegu samkomulagi við Hen-
riksen og einhvern næstu daga
verður gengið frá samningi við
hann.
Henriksen, sem er þrítugur að
aldri, lék með Reykjavíkurliðunum
Val og Fram í sumar. Hann gekk
til liðs við Val fyrir tímabilið en
fékk fá tækifæri – lék aðeins einn
leik með liðinu í Landsbankadeild-
inni. Henriksson skipti yfir til
Fram um miðjan júlí þar sem hann
lék sjö leiki liðsins í Landsbanka-
deildinni og skoraði fjögur mörk
og þá skoraði hann bæði mörk
Framara þegar liðið sló FH út í
undanúrslitum bikarkeppninnar.
Henriksen verður þriðji nýi leik-
maðurinn í herbúðum ÍBV, sem
hafði fengið Brynjar Þór Gestsson,
fyrrverandi leikmann FH og
Hauka. sem var spilandi þjálfari
Hugins á Seyðisfirði í sumar, og
Arilíus Marteinsson frá Selfossi.
Bo Henriksen
til ÍBV
Eftir Guðmund Hilmarsson
gummih@mbl.is
ÍSLENDINGAR eru í 94. sæti á
nýjum styrkleikalista Alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA,
sem gefinn var út í gær. Íslend-
ingar falla um eitt sæti frá síðasta
mánuði og hafa lækkað um fimm
sæti frá áramótum.
Fjórða árið í röð eru heimsmeist-
arar Brasilíumanna í toppsæti
listans þegar hann er gerður upp í
lok ársins. Tékkar eru í öðru sæti,
Hollendingar í þriðja sæti, Argent-
ínumenn í fjórða sæti, Mexíkóar,
Spánverjar og Frakkar eru jafnir í
fimmta til sjöunda sæti, Banda-
ríkjamenn eru í áttunda, Englend-
ingar í níunda og Portúgalar.
Af Norðurlandaþjóðunum eru
Danir efstir í 13. sæti, Svíar eru í
14. sæti, Norðmenn í 38. sæti, Finn-
ar í 46. sæti og Færeyingar í 132.
sæti.
Eþíópíumenn hafa takið stærsta
stökkið á FIFA-listanum á árinu en
þeir fara upp um 39 sæti og eru í
112. sæti, Tógó fór upp um 33 sæti
og er í 56. sæti og Skotar hafa
hækkað sig verulega á listanum á
árinu. Skotar eru í 60. sæti og hafa
hækkað um 26 sæti á árinu.
Ísland í
94. sæti á
FIFA-lista
Prinz fékk 513 stig í kjörinu enönnur varð Marta frá Brasilíu
með 429 stig en bandaríska lands-
liðskonan Shannon Boxx varð þriðja
með 235 stig en þess má geta að
Marta varð þriðja á þessum lista í
fyrra.
Prinz hefur leikið 143 landsleiki
fyrir Þjóðverja og skorað 90 mörk
sem er met en hin 28 ára gamla Prinz
varð Evrópumeistari með félagsliði
sínu, Frankfurt, í ár og einnig Evr-
ópumeistari með þýska landsliðinu.
Ronaldinho var með mikla yfir-
burði í þessu kjöri en hann fékk 965
stig, Lampard var með 306 stig en
Eto’o fékk 190 stig.
Brasilíumaðurinn Ronaldo sem
leikur með Real Madrid hefur þrí-
vegis verið efstur, 1996, 1997 og
2002, og það sama gildir um Frakk-
ann Zinedine Zidane sem einnig leik-
ur með spænska liðinu en hann varð
efstur árið 1998, 2000 og 2003.
„Ég tileinka félögum mínum í
Barcelona og landsliðinu þessi verð-
laun en án þeirra væri ég ekki að
taka við þessari viðurkenningu,“
sagði Ronaldinho og bætti við að fjöl-
skylda hans og Guð ættu einnig hlut
að málinu. „Guð hefur gefið mér
heilsu til þess að stunda það sem ég
elska heitast,“ sagði leikmaður árs-
ins í Zurich í Sviss í gær.
FIFA hefur staðið að þessu kjöri
frá árinu 1991 en þeir sem hafa feng-
ið viðurkenninguna, eru:
2004 – Ronaldinho
2003 – Zinedine Zidane
2002 – Ronaldo
2001 – Luis Figo
2000 – Zinedine Zidane
1999 – Rivaldo
1998 – Zinedine Zidane
1997 – Ronaldo
1996 – Ronaldo
1995 – George Weah
1994 – Romario
1993 – Roberto Baggio
1992 – Marco van Basten
1991 – Lothar Matthaus
Sænski dómarinn Anders Frisk,
sem er hættur að dæma, fékk hátt-
vísisverðlaun FIFA.
Prinz og Ronaldinho
eru í sérflokki
BRASILÍUMAÐURINN Ronaldinho hafði mikla yfirburði í kjörinu á
knattspyrnumanni ársins hjá FIFA í gær, annað árið í röð, en það eru
landsliðsþjálfarar og fyrirliðar sem standa að kjörinu. Þýska knatt-
spyrnukonan Birgit Prinz varð efst í kvennaflokki en þetta er í fyrsta
sinn frá því að kjörið fór fyrst fram að leikmaður fær þessa við-
urkenningu þrjú ár í röð.
AP
Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldinho heldur hér á verð-
launum sínum í óperuhúsinu í Zürich í gærkvöldi.
Reuters
Þýski landsliðsfyrirliðinn Birgit Prinz tók við verðlaunum sínum
þriðja árið í röð og er það einstakt afrek í sögu FIFA.