Tíminn - 10.03.1971, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 10. marz 1971
6
TIMINN
SIM7ÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Tónleikar í Háskólabíói fimtudaginn 11. marz M.
21.00. Stjórnandi: Bodhan Wodiczko. Einleikari:
Rafael Orozco. Konsert fyrir hljómsveit eftir Herbert
H. Ágústsson, píanókonsert nr. 2 eftir Prokofjeff og
sinfónía nr. 2 eftir Beethoven. Aðgöngumiðar seldir
í bókabúð Lárusar Blöndal og bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
Bifreiðaeigendur athugið:
Hafið ávallt bíl yðar í lagi. Vér framkvæmum al-
mennar bílaviðgerðir: — Bílamálun — réttingar
— ryðbætingar — yfirbyggingar — rúSuþétting*
ar — grindaviðgerðir. — Höfum sílsa í flestar
gerðir bifreiða. — Vönduð vinna. —
BLIKSMIÐJAN K Y N D I L L
Súðavogi 34. Sfmi 32778 og 85040.
Höfum til sölu
skólaborð með stólum af þremur stærðum fyrir
bamaskóla, einnig hentug fyrir börn í heima-
húsum.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Jörðin Fífustaðir
í Arnarfirði er til söiu og laus til ábúðar í vor. Á jörðinni er
stórt íbúöarhús, raflýst með öllum þægindum. Útihús steypt og
stálgrindahúB£grindafjárhús (700 fjár), heyhlaða (1000 hestb.),
votheysgryfj#« kýrfóður), fíó8.v(4mtórgrM*^^^^sáfth4.- fyrri skQrðjir. Supiir kalla olíkt
40 ha og 7 ha þurrkað og brotið. 300 ha girt og þurnkað beiti-
land. Við söluna fylgir samliggjandi jörð, Klúka, ásamt geysi-
stóru beitilandi. Ennfremur getur fylgt ný heyvinnutæki,
traktorar o.fl. og allt að 300 úrvals fé (úrtak úr stórum stofni).
Um daiinn liðaet straumlygm, vatnsmikU á, tiivalin til fiski-
ræktar. Greiðsluskilmálar mjög hagstæðir.
Fasteignasalan HÚS & EIGNIR
Bankastræti 6 — sími 16637.
GARÐYRKJUMAÐUR
Garðyrkjumaður óskast til starfa við gróðrarstöðvar
vorar í Hveragerði hið allra fyrsta. Húsnæði fyrir
litla fjölskyldu er fyrir hendi.
Upplýsingar gefur Reynir Pálsson, garðyrkjumaður,
Neðra-Ási, í síma 99-4185, og skrifstofa vor í Reykja-
vik, sími 16318.
Elli- og hjúkrunarheimilið Grund.
Einn af mörgum víta-
hringum mannlífsins
Skólaleikur
Kennaraskólans
Jakob eða tamningin
eftir lonleseo
Leikstjóri:
Einar Þorbergsson
Þýðandi:
Karl Guðmundsson
Nemendur Kennaraskólans
hafa á þessum vetri haft með
höndum allmikið félags- og list-
menningarstarf innan sinna vé-
banda, og einn þáttur þess er
æfing og sýning á leikriti Ion-
esco, sem nefnt hefur verið
Jakob og tamningin, eða Jakob
og uppeldið, eða eitthvað i þá
veru. Þessi leikur hins fræga
höfundar fjallar um gamal-
kunnugt og alþjóðlegt fjöl-
skyldustef í nærgöngulum tákn
málsstíl, sem sveiflast milli
fjarstæðu og raunsæis. Leik-
stefið er um ungmennið, sem
vill brjóta af sér vanabönd
fjölskylduhefðar og yfirráða,
og síðan tilburði fjölskyldunn-
ar við að temja hann og fella í
uppeldi en það er afskrætning
þess hugtaks. Inntakið er hin
gamalkunna þversögn fjöl-
skyldulífsins - að kynþroskinn
og ástin leiðir til árekstra við
fjölskyldu og uppreisnarhneigð-
ar unglingsins, en verður síð-
an vopn í hendi fjölskyldunnar
til þess að sveigja æskumann-
inn í gamla farið. í leiknum er
vítahringurinn sýndur stig af
stigi — uppreisn, sigur í fyrstu
lotu og jafnvel annarri, en síð-
an undanhaldið og uppgjöfin
fyrir samverkun gamallar slæg-
vizku fjölskyldunnar og eigin
hvata, sem lengi hafa verið
kallað veikleiki holdsins.
Tákn þessa leiks etru alloft
mjög berleg og ódulin, ýkt og
hvesst, og þeim fylgir snjallt
mál yddað gamansemi og mark
vísri háðbeiskju. Ahorfandan-
um finnst ærið oft til sín talað
og nærri sér höggvið, og það er
mesti styrkur leiksins. Hins
vegar ræður sviðsetning leiks-
ins verulegum úrslitum um
þessi áhrif. Vafalítið er nauð-
synlegt að leikfólk — annað en
Jakob — hafi grímur, því aið
það er inntak verksins, að það
sé aðeins gervingar vanans, en
hitt hlýtur að orka tvímælis,
hvort það þjónar túlkun verks-
ins rétt að gera leikenduma
alveg að gínum og iáta þá
hreyfa sig eins og tréhesta.
Segja má, að það undirstriki
inntak verksins, en það rýfur
samkenndina við áhorfandann,
breikkar bilið milli hans og
leikenda, trémennin skýr-
skota ekki eins vel til
hans, höggva ekki eins nærri
honum og eðlilegt fólk á svið-
inu. Þannig virðist mér þessi
uppfærsla færa leikinn nær
fjarstæðustíl, en höfundur ætl-
ast að líkindum til.
Hins vegar verður því ekki
neitað, að meðferð leikstjórans
á leiknum er mjög sjálfstæð,
hnitmiðuð og sýnir hugkvæmni.
Hann beitir húsbóndavaldi sínu
til þess að sýna verkið í sínum
skilningi og neytir réttar síns
til persónulegrar túlkunar inn-
an þeirra marka, sem leikstjóra
hlýtur að vera heimilt, og gerir
það af smekkvísi og alúð.
Búningar eru einfaldir, og
er það við hæfi, leiktjöld engin,
og kemur ekki að sök. Leikend-
ur skiluðu hlutverkum sínum
af nákvæmni og aiúð og hófðu
augsýnilega æft vel. Sýningin
var öll snurðulítil og liðleg.
Vant er að sjá, hvað kalla má
aðalhlutverk í leiknum, nema
Jakob. Hann lék Rúnar Björg-
vinsson með góðum tilþrifum
og mannlegum, enda kemur
hann fram grímulaus. Þó virtist
mér sem meiri alúð hefði verið
rétt að leggja við stigbreyting-
una á manninum og láta hana
fylgja betur stigum leiksins, og
þá hefiði ungæðið þurft að mást
betur af á efsta stigi. Einnig
sýndi Sigrún Þóra Magnúsdótt-
ir ágætan og samfelldan leik.
Á undan sýningunum í Lind-
arbæ flutti Örnólfur Árnason
stutt en greinargott og fróðlegt
inngangserindi um Ioneseu og
verk hans, og var að því tví-
mælalaus fengur og jók skiln-
ing á sýningunni.
Kennaraskólanemac. eiga
þakkir skyldar fyrir þennan
myndarskap sinn og félagslegt
starf þeirra er á margan hátt
til fyrirmyndar. Sýningin á
Jakobi er fyllilega þess virði,
að fullorðið fólk jafnt sem ung-
lingar horfi á þessa sýningu.
Hún er góð þjónusta við list og
líf og hallast ekki á. Því væri
óskandi, að Kennaraskólanem-
ar gætu haft eina eða tvær sýn-
ingar í Lindarbæ að lokinni
Akureyrarför, og fólk notaði
það tækifæri.
Þýðing Karls Guðmundsson-
ar virðist mér bæði snjöll og
vel gerð til túlkunar á sviði.
Orðfærið í þýðingunni og
glöggt háðskyn, sem þar nýtur
sín vel, á sinn þátt í þvi að lyfta
þessu verki yfir allt meðallag.
—AK.
LEIÐRÉTTING
SANDVIK
snjónaglar
SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í
og hólku. Lótið okkur athuga gömlu
hjólbarðana yðar og negla þá upp.
Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða.
Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 ^il kl. 22,
GÚMMIVNNUSTOFAN HF.
SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055
Þar sem hluti greinarinar „Iðn-
ríki íslendinga“ féll niður, birtist
hér hluti hennar eins og hann er
réttur:
Hvernig verður svo iðnríki Is-
lendinga? Ég hef þá ekki ’aðeins í
huga Reykjavík og Akureyri. Hring
inn í kringum landið eru starfandi
verkstæði af ýmsu tagi, vélsmiðj-
ur og skipasmíðastöðvar. Reynsla
er fyrir því frá öðrum löndum og
öðrum tímum að það eru svona
verkstæði sem hafa vaxið upp í að
verða vöruframleiðendur. Hvað
má helzt vera til eflingar iðnaði á
stöðum eins og Stykkishólmi, Þing
eyri, ísafirði, Blönduósi, Siglufirði,
Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Hellu
og Selfossi? Nú á dögum er ekki
dugnaður og útsjónarsemi eigenda
og starfsfólks nóg til að breyta
lítilli smiðju í verksmiðju. Það
sem virðist vanta fyrst og fremst
er tækniþjónusta og sölusamtök.
Hvorugt ráða lítil fyrirtæki við
sjálf. Þar þurfa að koma til lands-
samtök eða opinber stofnun. Það
sýnist mér vera rökrétt svar við
boðskap Galbreiths. Galbraith
leggur áherzlu á að fjármögnun
stórfyrirtækjanna er í höndum
þeirra eigin sérfræðinga. Þó að
íslenzk iðnfyrirtæki réðu fyrir
meira eigin fjáirmagni réðu þau
ekkj yfir því liði að þar mætti
segja að fjármögnun 'þeirra væri í
höndum sérfróðra manna. Verður
það þá að vera hlutverk banka og
lánasjóða að leggja sérfræðilegan
dóm á allar stærri framkvaemdir
sem kalla á lánsfé? Hvernig verður
bönkum og lánasjóðum þá hezt
stjórnað þannig, að meðai annarra
íbúar þeirra staða ,sem ég nefndi,
geti treyst því að lánsfé sé ráð-
stafað á sanngjarnan og hagkvæm
an hátt?
sniðum. Þó er það vitað að margs
konar framleiðsla getur verið
tæknilega hagkvæm í tiltölulega
litlum verksmiðjum ef séð er fyr-
ir tækniþjónustu af öðrum t.d. iðn-
aðarmálastofnun, og framleiðslan
seld af sölusamtökum. Þar sem
flest byggðarlög hér á landi eru
svo fámenn verða hagkvæm iðn-
fyrirtæki fljótlega svo stór að þau
verða á mælikvarða byggðarlag-
anna stórfyrirtæki. Hðnrekstur nú-
tímans er nokkuð áhættusamur
vegna örrar tækniþróunar, jafnvel
ekki síöur en sjávarútvegur Eg
tel því líklegt að það muni ekki
þykja ráðlegt að veita miklu fé til
iðnaðar hringinn í kringum landið
nema til komi ábyrgð, og fyrir-
greiðsla sveitafélaganna. Mér sýn-
ist Islendingar vera heppnir að
þeir hafa oftast þannig sveitarfé-
lög á landsbyggðinni að þau eru
afmörkuð atvinnulega, að það er
sjaldgæft að það sé saman í sama
sveitarfélagi þorp og verulegt
strjálbýli eða tvö eða fleiri þorp.
Af því leiðir að íbúar byggðarlag-
anna eiga það yfirleitt við sjálfa
sig hvaða ráðstafanir þeir vilja
gera til að tryggja rekstur atvinnu-
fyrirtækja síns byggðarlags, en
þurfa ekki að leita til fólks í ná-
grannabyggðarlögum, sem sækir
vinnu annað. um leyfi til nauðsyn
legra skuldbindinga Iðnaðarþorp
og kaupstaðir þurfa ekki síður á
; sjálfstæðum hagstjórnartækium
' að halda en útgcrðarþorp og bæir
I landsins. Á mælikvarða viðkoro-
I andi staða er um ekki minna að
| tefla en stórfyrirtæki Bandaríkj-
1 anna á mælikvarða þeirra. Nauð-
syn virðist krefjast slíkra stiórn-
tækja til að tryggja rekstur fyrir-
tækjanna. Þetta allt meðal annars
I þarf að hafa í huga þegar rætt er
Iðnrekstur nútímans er stór í | um umdæmaskiptingu landsins.