Tíminn - 10.03.1971, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 10. marz 1971
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
6’ramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Jón Helgason, Indriði G Þorsteinsson og
Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Rit-
stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingaslmi:
19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 195,00
á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Nýlega var skýrt hér í blaðinu frá mikilvægri örygg-
isstofnun ríkisins, Rafmagnseftirliti ríkisins, og starfs-
semi hennar. Þessi öryggis- og eftirlitsstofnun er samkv.
lýsingum forstöðumanns hennar í algjörri niðurlægingu
og getur ekki innt af höndum lögskyld verkefni. Lög-
um samkvæmt skal Rafmagnseftirlit ríkisins „rekið sem
fjárhagslega sjálfstæð stofnun með sérstöku reiknings-
haldi“. Þessi stofnun hefur nú verið strikuð út af fjár-
lögum þvert gegn ákvæðum laga. Reikningar stofnun-
arinnar hafa ekki verið birtir undanfarin 4 ár og sjálfur
yfirmaður stofnunarinnar hefur aðeins getað fengið
slitróttar upplýsingar um tekjur og gjöld stofnunar sinn-
ar — að hans eigin sögn.
Þessi stofnun og húsnæðismál hennar eru eitt dæmi
af mörgum, hvemig ríkisvaldið hefur bókstaflega gefið
ýmsum einkaaðilum húseignir í formi leigusamninga til
langs tíma og fyrirframgreiðslu leigu, sem viðkomandi
einkaaðilar hafa notað sem útborgun til að kaupa eign-
ina og leiguna síðan til að greiða niður lán, sem tekin
hafa verið í ríkisbönkunum. 1961 átti þessi stofnun kost
á að kaupa húsnæði það sem hún hefur nú til leigu. Þá
átti Rafmagnseftirlitið 10 milljónir króna i höfuðstól.
Stofnuninni var meinað að eignast húsnæðið en í stað
þess var einkaaðila hjálpað til að eignast húsnæðið með
því að gera við hann 10 ára leigusamning og borga
hluta af leigunni fyrirfram, sem nægði honum til út-
borgunar við gerð kaupsamnings að eigninni!
Verra er þó, að þær 10 milljónir, sem þessi stofnun
átti, hafa verið teknar af henni bak við lög og rétt og
að auki að sjálfsögðu vextir af þessari eign.
En því miður er hér aðeins um eitt dæmi af mörgum
um búhyggindin í ríkisrekstrinum.
Því verður sjálfsagt svarað til að niðurlæging þessar-
ar mikilvægu öryggisstofnunar sé dæmi um þá viðleitni
fjármálaráðherrans að spara í ríkisrekstrinum.
Ýmsum sýnist þó að bera hefði átt niður hendi á ýms-
um öðrum stöðum. Fjármálaráðherrann upplýsti það
t.d. í síðustu fjárlagaræðu sinni, að auk Landssmiðj-
unnar væru rekin 11 verkstæði í véla- og málsmíði í
Reykjavík einni, auk fjölda verkstæða annars staðar á
landinu á vegum ríkisins. Um þetta sagði ráðherrann
m.a.: „Vinna þessi verkstæði mjög skyld störf. Fleiri
en ein ríkisstofnun eiga þannig sambærilegar eða sams
konar vélar, sem standa stundum ónotaðar um lengri
tíma, á sama tíma og önnur stofnun þarf á sams konar
vél að halda. Ósamræmi í vélakaupum og tegundum
véla veldur erfiðleikum í rekstri og margfaldri fjár-
festingu í varahlutum og rekstrarvöru. Mörg smíðaverk-
stæði hafa óþarfa stjómunarkostnað, mannafli verk-
stæðanna nýtist misjafnlega vegna smæðar þeirra og
takmarkaðra verkefna og rík tilhneiging er til að taka
inn á verkstæði þessi starfsmenn á ýmsum tímum,
sem þar hafa raunar ekkert að gera enda ætlað að
sinna öðrum verkefnum.“
Þannig er hagræðingin og ráðdeildin í framkvæmd.
Mikilvægar öryggisstofnanir eru rændar og niðurlægðar
á sama tíma og bruðlið vex í allar áttir og annað eins
hnevksli og fjármálaráðherrann lýsti hér að ofan við-
gengst ár eftir ár Fjármálaráðherrann hafði áður gert
það hneyksli að umtalsefni við fyrri fjárlagaafgreiðslur,
en síðan lagt til og leggur enn til með nýjum fjárlög-
um að allt skuli þetta halda áfram óbreytt á þessu
ári! Er ekki kominn lí:ni til að skipta um ráðsmenn á
ríkisbúinu? — TK
TIMINN____________________________________________9
■BBsrsjnirtfinaœsBSj-í «.-■ iii riiiMnni i ~ ~i
KARL-HEINZ PREUZ:
Þýzkar mataruppskriftir eiga
að bæta mataræði í Thailandi
Þörungar frá Dortmund eiga að auka hvítuefnin
í fæðu vanþróaðra landa
WALTER SCHEEL, utanríkisróSherro Vestur.Þýzkalands
Vestur-ÞjóSverjar láta
stöðugt meira og meira til
sín taka í þróunarlöndun-
um. Þeir auka við þau marg
vísleg viðskipti, og veita
þeim bæði fjárhagslega og
tæknilega aðstoð í vaxandi
mæli. í eftirfarandi grein
segir vestur-þýzkur blaða-
maður, Karl-Heinz Preuz,
frá sérstæðri aðstoð, sem
Vestur-Þjóðverjar hyggjast
veita Thailendingum.
Uppi eru ráðagerðir um að
kynna Thailendingum þýzkar
mataruppskriftir, til að gera
mataræði þeirra fjölbreyttara.
Frumhugmyndin er að grlpa til
fæðutegundar, sem ekki hefur
verið notuð áður, frekar en að
flytja út þýzk matvæji til ann-
arra landa. Tvær konur. önnur
næringaefnafræðingur frá
Sambandslýðveldinu Þýzka-
landi, hin húsmæðraráðgjafi
frá Thailandi, munu starfa sam
an við að semja uppskriftir á
réttum, sem unnir verða undir
effirliti Matvælaranrísókha-'
stofnunar Thailands, sem starf
ar bæði í Bangkok og Chieng
Mai norðan til í landinu. Verð-
ur þarna um tilraunir að ræða
til að komast að niðurstöðu
um það, hvort ýmsar þjóðfél-
agsstéttir geti sætt sig við slík-
ar nýjungar í mataræði og hve
mjög það bæti lifnaðarhætti
fólks.
Rækta æta þörunga
Þetta er raunar annar þátt-
ur samstarfsáætlunar ríkis-
stjórna Vestur-Þýzkalands og
Thailands, en fyrsta þætti hef-
ur þegar verið hrundið í fram-
kvæpid samkvæmt samningi og
verður ekki um hann fjallað
hér. En til undirbúnings mat-
vælatilraununum þeim, sem að
framan greinir, starfa tveir
ungir, thailenzkir matvælafræð
ingar nú í Þýzkalandi við að
kynna sér aðferð við ræktun
ætra þörunga, er upp hefur
verið fundin £ Dortmund. Thai-
lendingar þessir munu síðan
fljúga til heimalands síns eft-
ir nokkrar vikur ásamt þýzkum
líffræðingi og þegar þangað
kemur, munu þeir hefja þar
tilraunir með ræktun nýrrar
tegundar grænþörunga, ein-
frumunga, sem tekizt hefur að
,,skapa“ í liffræðistofnuninni í
Dortmund.
Þessir Dortmund-grænþör-
ungar, sem kallast á latínu
scenedesmus obliquus, tilheyra
minnsta grænþörungaflokkin-
um og eru margir svo smáir.
að þeir sjást ekki nema í smá-
sjá. Þúsundir tegunda slíkra
þörunga lifa í öllum höfum og
stöðuvötnum veraldar. Hvítu-
efnainnihald þeirra er mjög
mikið (tegund sú, sem ræktuð
hefur verið í Dortmund, hefur
50—55% hvítuefnainnihalds),
en auk þess er vaxtarhraði
þeirra svo ör, að hann er 15—
20 sinnum örari en vöxtur
venjulegra landbúnaðarafurða.
Þýzkum vísindamönnum þótti
því einsýnt, að gera bæri til-
raunir með að rækta slíka þör
unga til manneldis
Dagleg uppskera
Þörungaræktin í Dortmund
fer fram í umfangsmiklum úti-
geymum, þar sem þörungunum
er séð fyrir nægu magni kol-
sýru og steinefnaáburðar.
Vökva og gróðri er haldið á
sífelldri hreyfingu með sér-
stakri dælu, svo að þörungarn-
ir setjist ekki á botn geym-
anna og allir njóti birtu og nær
ingar jafn vel. Miðflóttavél,
sem gengur án afláts, er notuð
við „uppskeruna", en hún er
framkvæmd á degi hverjum.
Þörungar þeir, sem setjast í
síur miðflóttavélarinnar, eru
síðan þurrkaðir f eins konar
kefli við mjög hátt hitastig.
Frumuhimnan sprengur við
þurrkunina og við það verður
frymið meltanlegt. Úr þessu
verður duft, sem hægt er að
blanda í heitt eða kalt vatn,
hvenær sem er og neyta síðan
eins og grænmetis. Skærgrænn
liturinn er ekki mjög girnileg-
ur við fyrstu sýn, en hinn full-
gerði réttur er frekar lystugur.
Hafa þessir grænþörungar
raunar verið prófaðir nú þeg-
ar með góðum árangri I Vest-
ur-Þýzkalandi í mataræði sjúk-
linga, sem þjást af mjög mikl-
um skorti hvítuefna.
f Indlandi sunnanverðu er
mjög mikill skortur hvítuefna,
og því er í undirbúningi að
prófa þetta mataræði þar, en
Thailand er fyrsta vanþróaða
landið, þar sem vestur-þýzkir
vísindamenn vinna skipulega
að prófun á græ íþ irungatækn-
inni, sem þeir kalla svo, og
notkun grænþörunga til mann-
eldis.
Hagstæðar aðstæður
Thailand varð fyrir valinu
af þrem ástæðum aðallega:
Matvælaástandið virðist tiltölu
lega gott í landinu, en þó að-
eins við fyrstu sýn, eða frá
sjónarmiði hitaeiningaþarfa,
því að hungrið í heiminum
stafar aðeins að nokkru leyti
af hitaeiningaskorti, sem full-
nægja má með nægum birgð-
um kolvetna. Skortur á hvítu-
efnum og meðfylgjandi ófeiti
er að minnsta kosti jafnalvar-
legt mál. Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóð-
anna (FAO) áætlar, að eigi
færri en 2000 milljónir manna
um allan heim þjást af hvítu-
efnaskorti. f hinum fátækari
héruðum Thailands er þannig
gífurlegur skortur á þeim.
Önnur ástæðan er sú, að
loftslag er mjög hagstætt í
landinu, svo að grænþörungs-
uppskera fæst allt árið um
kring (í Mið-Evrópu fæst hún
aðeins sex mánuð á ári) og er
grænþörungaræktun því hag-
kvæmari í hitabeltinu en ann-
ars staðar á hnettinum. Loks
er gert táS fyrir, að auðvelt
rrynist að kynna landsmönn-
um þessa nýju, óvenjulegu
fæðutegund. Matvælarannsókn
arstofnuninni í Bankok tókst
nýlega með ágætum að kynna
almenningi fæðu, sem líkist
þörungum, er bíandað var í
önnur matvæli. Á einnig að
prófa notagildi þeirra, þegar
tilraunir þær, sem getið hefur
verið hér að framan, verða
hafnar innan skamms.