Tíminn - 10.03.1971, Side 16
r*
NATTURA MEÐ
NÁTTÚRU TIL
FÆREYJA
FB—Reykjavík. þriðjudag.
í fyrramálið fer pophljómsveit
in Náttúra til Færeyja, þar sem
hún mun halda hljómleika. Með
í förinni verður Leifur Þórarins
son tónskáld, sem samdi verkið
Náttúru, sem fyrir skömmu var
leikið á skemmtun í Háskólabíói,
sem efnt var til til styrktar og
stuðningi Laxárbændum. Má telja
fullvíst að þetta verk verði flutt
í Færeyjum, en þar hyggst hljóm
sveitin dveljast í eina viku, að
minnsta kosti.
Þá hefur fiogið fyrir, að Nátt
úra sé á leu.'mni til Kaupmanna
hafnar, þar sem tekin verði upp
plata með hljómsveitinni.
Þjófurinn
náðísf
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Brotizt var inn í Kaupfélag
Hafnfirðinga við Garðaflöt um
helgina. Þaðan var stolið miklu
af sígarettum og nokkur þúsund
krónum. Einnig var stolið ein-
hverju af sælgæti.
Lögreglan í Hafnarfirði hafði
unn á innbrotsþjófnum í gær. Við-
urkenndi hann brotið og skilaði
nokkru af varningnum aftur.
George-Brown
væntanlegur
til íslands
George-Brown, lávarður, er vænt
anlegur til íslands 24. marz n.k. í
stutta heimsókn í boði Alþýðu-
flokksfélags Reykjavíkur. Verður
hann heiðursgestur á árshátíð Al-
þýðuflokksfélagsins hinn 26. þ.m.
Kona George-Brown, lávarðar,
verður með í förinni.
George-Brown, lávarður, var ut-
anríkisráðherra Bretlands á árun-
um 1966—1968. Hann sagði af sér
árið 1968 vegna ágreinings við
Wilson forsætisráðherra. Hann
var einnig um langt árabil vara-
leiðtogi brezka Verkamanna-
flokksins. George-Brown, lávarð-
uf, hefur veri,ð einhver litríkasti
og skemmtilegasti stjórnmálamað
ur Breta um langt skeið. Verður
því mikill fengur að því að fá
hann í heimsókn hingað til lands.
GEORGE.BROWN
AFNÁM SÖLUSKATTS Á BÚVÖRU
MUNDI DRAGA ÚR DÝRTÍÐINNI
AK, Rvík, þriðjudag. — Á
fundi búnaðarþings í dag voru
afgrciddar nokkrar ályktanir,
og hefur þingið þá afgreitt 19
mál. Einnig voru nokkur mál
til fyrri umræðu, en voru
ekki öll tekin fyrir.
Samþykkt var tillaga vegna
crindis Jóns H. Þorbergssonar
um áburðartilraunir. Leggur
þingið áherzlu á, að rannsókn-
um um notagildi búfjáráburð-
ar verði haldið áfram og nið-
urstöður birtar sem fyrst. Þing
ið skoraði einnig á bændur að
nýta betur búfjáráburð. Tillaga
þessi kom frá jarðræktarnefnd,
og var Egill Jónsson framsögu-
maður.
Þá var einnig samþykkt til-
laga frá jarðræktarnefnd, og
var Egill Jónsson framsögu-
maður.
Þá var einnig samþykkt til-
laga fjárhagsncfndar, þar sem
skorað er á landbúnaðarráð-
herra að beita sér fyrir því við
ríkisstjórnina og Alþingi, að
söluskattur á búvörum verði
felldur niður. í greinargerð er
bent á, að þessi ráðstöfun
mundi draga stórlega úr al-
mennri dýrtíð í landinu og auka
sölu búvara innan lands. Tillag
an var flutt vegna erindis Gísla
Magnússonar, en tillögu sama
efnis samþykkti aðalfundur
Stéttarsambands bænda á s.l.
hausti. Framsögumaður á bún-
aðarþingi var Guðmundur
Jópasson.
Þá var og samþykkt tillaga
búfjárræktarnefndar vegna er-
indis Búnaðarsambands Suður-
lands um að búnaðarþing feli
stjórn B.í. að vinna að því ár-
iega, að fram fari skipulegar
eftirleitin um afrétti og
öræfi með flugvélum, og verði
leitað samvinnu við landhelg-
isgæzluna um þetta vcrkefni og
farið fram á þátttöku ríkissjóðs
í greiðslu kostnaðar. Framsögu
maður var Magnús Sigurðsson.
Loks var samþykkt ályktun
um að innheimta þungaskatt
af vörubifreiðum bitni óeðli-
lega þungt á íbúum landsbyggð
arinnar, þar sem langleiða-
flutningar með bifreiðum eru
óhjákvæmilegir. Telur þingið,
að þetta hafi ekki getað verið
tilgangur lagasetningar um
þetta, og hefði landbúnaðarráð-
herra gefið um það fyrirheit í
bréfi til Stéttarsambands
bænda, að skatturinn verði
lækkaður, þegar vöruflutninga
akstur fer fram úr 30 þús. km.
á ári. Þingið lagði áherzlu á, að
þessi iækkun skattsins kæmi
réttilega niður og þeim til
góða, sem við mest langræði
eiga að búa.
Allmiklar umræður urðu
um endurskoðun á lögum Bún-
aðarfélagsins og starfsemi bún-
aðarsambandanna, og var
þeirri umræðu frestað.
Vegna ógreinilegrar frásagn-
ar af afgreiðslu tillögu á bún-
aðarþingi á dögunum, mátti
skilja svo, að þingið hefði sam
þykkt fjárstuðning við athug-
anir á breyttu ákvarðanakerfi
í landbúnaði, en ályktunin var
á þá lund, að búnaðarþing
teldi ekki ástæðu til þessarar
fjárveitingar, því að ekki yrði
séð, að slík athugun hefði gildi
fyrir félagssamtök bænda.
Stéttarsamband bænda hafði
hins vegar veitt 50 þús. kr. í
þessu skyni með því skilyrði,
að búnaðarþing veitti sömu
fjárhæð á móti.
Myndin er af loðnuveiöibátnum Dagfara, þar sem Hann er aö veiðum undan suðurströndinni. Verið er að draga
nótlna. (Mynd SE)
Löndunartregða vegna ofsaveiði
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Ekkert lát cr á löðnuaustrinum
ög eru nú víðast hvar orðin vand
ræði að taka á móti loðnunni.
Skipin koma yfirfull til Faxa
flóahafna, Sandgerðis, Grindavík
ur, Þorlákshafnar og Vestmanna
eyja. Allar þrær fiskimjölsverk-
smiðjanna eru orðnar fullar, og
verksmiðjurnar bræða stanzlaust
allan sólarhringinn. í Vestmanna
eyjum. Þorlákshöfn og Grinda
vík er loðnunni ekið á tún. f
Reykjavík verða bátarnir að bíða
allt upp undir sólarliring eftir
löndun.
Loðnan var í morgun rétt und
an höfninni í Grindavík og held
ur enn vestur á bóginn. í dag
voru Grindavíkurbátar aðeins
nokikrar mínútur á miðin frá höfn
inni. í dag var loðnan grunnt und
an Grindavíkurbjargi og fjölmarg
ir bátar þar að veiðum. Virðist
gangan þéttast heldur en hitt eft-
ir því sem vestar dregur. Er orð
iö erfitt fyrir veiðiskipin að at-1
hafna sig, þar sem loðnan er nú j
á svo grunnu vatni að hætta er á I
að næturnar rifni.
Aflahæsta skipið á loðnuveiðun
um er Eldborg. í gær landaði hún
570 lestum í Hafnarfirði og aft-
ur 500 lestum í dag. Er Eldborg
in komin méð yfir 5 þúsund lest-
ir.
Önnur loðnuganga er greinilega
á leið vestur með landinu. Rann
sóknarskipið Árni Friðriksson var
í gær og nótt við Hrollaugseyjar
Samband ungra framsóknar
manna og FUF-félögin á Suður-
landi, efna til ráðstefnu um
byggðaþróun og byggðaskipulag,
sunnudaginn 14. marz n.k., kl. 14.
Ráðstcfnan verður haldin í Skarp
héðinssalnum að Eyrarvcgi 15 á
Selfossi.
Már Þór
og fann þar mikið magn af þéttri
og veiðanlegri looliu, og er hún
mjög grunnt. Ekkert veiðiskip er
á þessu svæði, en alls munu nú
um 60 skip stunda loðnuveiðar
hér við land.
Már Pétursson, formaður SUF,
mun setja ráðstefnuna með
ávarpi, en framsögumenn verða
Þór Guðmundsson, viðskiptafræð-
ingur, Björn Stefánsson, búnaðar-
hagfræðingur, Arnór Karlsson
bóndi á Bóli, og Ágúst Þorvalds-
Björn Arnór
Landeigendafundur
í gærkvöldi
Ræður áfram-
haldandi
gangi málsins
SB—Reykjavíik, þriðjudag.
Óákveo'ið er nú. hvenær samn-
ingafundum í Laxárdeilunni verð'
ur haldið áfram. Landeigendur
halda með sér fund í kvöld, þar
sem þeir taka afstöðu til þeirra
skilyrða fyrir frekari viðræðum,
sem Laxárvirkjun hefur sett, en
þau eru, að eingöngu verði rætt
um Laxá III. Gangi Landeigendur
að skilyrðunum, kemur til mála,
að haldinn verði sáttafundur á
Húsavík á fknimtudaginn.
Starfsmenn Norðurverks við
Laxá fóru heim til sín í gær, eft
ir að hafa beðið eftir lausn máls
ins í gærkvöldi. Nú er beclið eftir
niðurstöðu fundar Landeigendafé
lagsins í kvöld. Gangi Landeigend
ur að viðræðuskilyrðum Laxár-
virkjunar. og ákveðið verður að
halda fundinn á Húsavík á fimmtu
daginn, verður að líkindum ekk
ert unnið við virkjunina þessa
vifcu. En ef Landeigendur hins
vegar hafna skilyrðunum, verður
enginn fundur haldinn, og sagði
Árni Árnason, forstjóri Norður-
Framhald á 14. síðu.
son, alþm. Fundarstjóri á ráð-
stefnunni verður Eggert Jóhann-
esson, formaður FUF í Ámes-
sýslu.
Ráðstefnan verður öllum opin
og allt áhugafólk velkomið.
Ágúst Eggert
Byggðamál rædd á Selfossi á sunnudaginn