Tíminn - 26.03.1971, Blaðsíða 5
FÖSTODAGUR 26. marz 1971
TIMINN
17
LANDFARl
Magnús Guðmnndsson,
Reyðarfirði skrifar:
VetrarferSir milli
Norður- og Austurlands
Mánudaginn 8. febrúar
1971 fréttist, að vegurinn frá
Aiusturlandi til Akureyrar
væri næstum bílfær. Talið
var að smávegis moskstur
þyrfti í Heljardal, Vegaskarði
og Námaskarði. Þar eð flutn
ingaþörf var um þessa leið,
var Vegagerðin spurð, hvort
rétthermt væri um færðina. En
forsvarsmenn hennar höfðu
enga hugmynd um það. Þá
var, af Kaupfélagi Héraðsbúa,
gripið til þess ráðs. að fá mann
í Möðrudal, til að athuga þetta.
Við þá athugun kom í ljós,
að mjög lítið þurfti að gera,
til þess að fært væri. Að þeim
upplýsingum fengnum, var
Vegagerð ríkisins beðin að
opna leiðina. Fljótlega barst
svar um, að Námaskarð skyldi
Vegagerðin sjá um að opnað
yrði. En hiklaust svar um, að
vegfarendur yrðu að sjá um
hitt, fékkst ekki fyrr en að
kvöldi.
Þegar fengizt hafði vilyrði
fyrir. að Námaskarð yrði opn
að, var hjá K.H.B. hafizt
handa við fermingu tveggja
bíla, með gærum, sem biðu
flutnings til Akureyrar. Og
Ingimar Þórðarson. sem rækir
vöruflutninga á bílum milli
Austurlands og Reykjavíkur,
ákvað að slást í förina. Hann
tók smjörfarm hjá mjólkurbú
inu á Egilsstöðum. Þaðan lögðu
bflamir af stað íim kl. 10 á
þriðjudag. Þá hafði K.H.B. feng
ið menn í Möðrudal til að
moka Vegaskarð. Þeim var síð
an ætlað að mæta bílunum í
Heljardal og aðstoða bílstjór
ana við mokstur þar. En bílam
ir voru komnir yfir skaflinn í
Heljardalnum. þegar fundum
þeirra bar saman.
Ferðin gebk síðan vel, þar
til að komið var í nánd við
Námaskarð. Þá kom í ljós, að
þar hafði of lítið verið að
gert Það tók bflana 2 tíma að
komast 5 km spöl austan skarðs
ins, þótt þar væri snjólaust, að
öðra leyti en því, að driftir
vora á niðungröfnum vegL
Til Akureyrar komu bílamir
á miðvikudagsnótt. Þar skiptu
K.H.B. bílarnir um fanm árdeg
is á miðvikudag, en síðdegis
snera þeir heimleiðis. Auðsótt
var, að Vegagerð ríkisins lag
færði það sem illfært var
við Námaskarðið, og bílstjórara
ir gerðu ráð fyrir að verða til
affermingar á Egilsstöðum kl.
8 á fimmtudagsmorgun. En
þegar þeir komu í Vestari-
Möðradalsfjallgarð, kom í ljós,
að torfæri var upp, vegna
hálku. Til þess að uppferðin
væri hættulaus, urðu bflstjór
amir að moka rás í gadd. sem
þar mjókkar færan veg.
Um Heljardalinn gekk þeirn
vel, þótt smávegis þyrfti að
moka, þar eð dregið hafði i
annað hjólfar. En austan í
Austari-fjallgarði fór gamanið
að káma. Þar reyndist illfært
niður, vegna hálku, sem var
mjög lúmsk fyrir snjóföl á
svellum. Þrautaráð varð þar
að gera slóð á þeim hluta veg
arins. sem var gaddi hulinn,
ofan við gljána. Síðla fimmtu
dagsnætur lögðust bílstjóram
ir til svefns í sæluhúsi á Þrí
vörðuhálsi. Þaðan gekk heim
ferðin vel á fimmtudag.
Það er í frásögn færandi, að
svo' auðvelt. sem raun ber
vitni, var að komast þessa leið
með ferrnda vörabfla á þorra.
Það má þakka uppbyggðum
vegi 02 snjóléttum vetri. Undr
unarefni er, að Vegagerð rík-
isins skuli telja sjálfsagt, að
þessi vegur sé ekki farinn
nema yfir sumarið, þótt nm
aðalleið milli Austur- og Norð
urlands sé að ræða. Það virð
ist takmarkast af sýslumörkum
Múla- og Þingeyja-sýslna, hvort
Vegagerðin aðstoðar eða ekki.
Veghefli hefði mátt aka, úr-
takalítið með tönnina uppi. á
fullri ferð, og gera leiðina vel
færa. Þessi þorraferð var mun
álhættusamari, fyrir að það
var ekki gert. Bæði vegna
þess, hve miklu lengri tima
hún hlaut að taka, þegar bíl-
stjóranum var ætlað að tefja
sig á að gera leiðina slark-
færa, og hins, að veghefill
hefði gert hættulaust að fara
þar, sem annars var varasamt.
Þetta er auðvitað sé hugleitt,
að á þorra er allra veðra von,
og að á skammri stund skip
ast veður í lofti.
í október 1953 varð Kaup
Nýiega var opna'ður við Strandgötu í HafnarfirSi nýr og vlsttegur matsöiustaSur. Þar verSa heltir og kaldtr
réttir á boðstólum allan daginn. — Myndin er af Njáli Sigurjónssyn! I hinvm nýja veitingasal, en hann er eig-
andi hans, ásamt Karli Einarssyni. (Tímamynd Gunnar)
félag Héraðsbúa að láta fraan
kvœma, og kosta, snjómokstur
á MöðradalsfjallgörOtnn og
Jökulsdalsheiði, vegna bfla,
sem tepptust í Möðradal á heim
leið. Sá mokstur varð tfl þess.
að leiðin var farin alllengi á
eftir, þegar brá til betri tíð
ar. Atvik til þess moksturs
vora slík, að undran vakti, að
Vegagerðin skyldi ekki sjá um
þá aðgerð, miðað við hvað þá
gerðist annars staðar á land-
inu. Nú hefðu forsvarsmenn
hennar talið það sjálfsagt Þá
gat sögn um þá ferð varla ver
ið sönn, annars staðar en í
Múlasýslum. Febrúarferðin nú,
sannar að enn er þjónustusemi
hins opinbera lengi á leiðinni
til Múlasýslna. En sjálfBagt er
að vona, að þó seint komi sum
ir, komi þeir þó.
Um viðureign Þorsteins
Sveinssonar kaupfélagsstjóra á
Egilsstöðum og Vegagerðar rík
isins 8. febrúar heyrðist þetta
raulað:
Vegamönnum gerði grikk. að
gatan auð var talin.
Snjólög meira en þökuþykk
þarf í Heljardalinn.
Annars Steini leyfislaust lætur
yfir fara,
Þó að vetur vor og haust,
veginn ætti að spara.
16.15
17.00
17.13
18.00
18.45
19.00
19.30
19.55
HLIÓÐVARP
FOSTUDAGUR 26. marz.
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir. Tónleikar 7.
30 Fréttir. Tónleikar 7.55
Bæn 8.00 Morgunleikfimi.
Tónleikar. 8.30 Fréttir og
veðurfregnir. Tónleikar 8.
55 Spjallað við bændur 9.
00 Fréttaágrip og útdráttt
ur forastugreinum dagblað
anna 9.15 Morgunstund
barnanna: Geir Christensen
les „Ævintýri Trítils“ eftir
Diek Laan (7) 9.30 Tilkynn
ingar. Tónleifcar. 10.00
Fréttir. Tónleikar. 10.10
Veðurfregnir. Tónlerkar. 11
00 Fréttir. Tónleikar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til
kynningar. Tónleifcar.
13.15 Húsmæðraþáttur.
Dagrún Kristjámsdóttir tal-
21.30
22.00
22.15
22.25
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan: ,,Jens Munk“ 22.45
eftir Thorkil Hansen
Jökull Jakobsson les þýð-
ingu sína (19).
15.00 Fréttir. Tilkynníngar. Lesin
dagskrá næstu viku.
Klassísk lónlist:
Sinfóníuhljómsveit Lundúna
leikur „Scheherezade“.
hljómsveitarverk eftir
Rimsky-Korsakoff Leopold
Stokowski stj.
23.20
Kór rússnesku rfldsakadem
íunnar syngur ættjarðarlög,
Alexander Swesníkoff stj.
Veðurfregnir. Létt Iög.
Fréttir. Tónleikar.
Útvarpssaga barnanna:
„Tommi“ eftir Berit
Brænne
Sigurður Gunnarsson- les
þýðingu sína (4).
Tónlekar. Tilkynningar.
Veðurfregnir.
Dagskrá kvöldsins.
Fréttir. Tilkynningar.
ABC
Ásdís Skúladóttir og Inga
Huld Hákonardóttir sjá um
þátt úr daglega lífinu.
Kvöldvaka
a Lög eftir Pétur Sigurðs-
son frá Sauðárkróki.
Svala Nielsen og Frið-
björn Jónsson syngja ein
söng og tvösöng, Guð-
rún Kristinsdóttir leikur
undir á píanó.
b. „Eitthvað mun hann
Eggert minn svamla“.
Þorsteinn frá Hamri tek
ur saman þátt og flytur
ásamt Guðrúnu Svövn
Svavarsdóttur.
e. Mælt af munni fram
Ingþór Sigurbjömsson
fer með stökuir, sem
Iðunnarfélagar gerðu á
sumarferð sinni til Hvera
valla 1969.
(Kl. 20.45 verður stund
arfjórðungs hlé á kvöld
vökunni, og þá útvarpað
handknattleikslýsingu frá
Laugardalshöll: Jón Ás-
geirsson segir frá lands
leik íslendinga og Dana,
sem er fyrstí leikur í
Norðurlandamóti pilta).
d. Þjóðfræðaspjall
Ámi Bjömsson cand.
mag. flytur.
e. ,3ænin má aldæei bresta
Þig"
Guðrún Eirfksdóttir í
Hafnarfirði fer með vers
og sáltna.
f. Kórsöngur.
Kammerkórinn syngur
nokkur lög, Rut L. Magn
ússon stj.
Útvarpssagam: „Mátturinn
og dýrðin“ etftir Graham
Greene
Sigurður Hjartarson fslenzk-
aði. Þorsteinn Hannesson
les (5).
Fréttir.
Veðurfregnir.
Lestur Passíusálma (39)
Kvöldsagan: Úr endurminn
ingum Páls Melsteðs
Einar Laxness les (8).
Kvöldhljómleikar: Frá tón
leikum Sinfóníuhljómsveit-
ar íslands í Háskólabíói
fcvöldið áður.
Stjómandi: Bohdan Wod-
iczfco.
Sinfónía nr. 8 í G-dúr op.
88 eftir Antonín Dvoráfc.
Fréttir í stuttu máli.
Dagskrárlok.
1 TOLD DiANA — 1
PEMEMBER, IT'S
JUST AS EASy TO
LOVE A RICH MAN
AS A POOR MAN.
I REMEMBER THE
EX.ACT WORDS —
"AS IF I COULD mv
EVER FORGET. * Æg ,
— Það var rétt, piltar, kveikið í heyinu.
— Þeir eru að reyna að kveikja í til að
flæma okkur út. — Blake, haltu áfram
að sfcjóta. — Við Tonto ætlum að leysa
hestana. — Hvernig bjargar það okkur?
fssssssssss^s^s^sssvssssss«ss5sssssssss-?5ssssssssssssssssssssss#5vssvssss$sssssss$5s«svs5ssssssssssssssssssssssssssvsss$ssssssssssvvvssssv$5sssvs:
FÖSTUDAGUR 26. marz.
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Frá sjónarheimi.
Myndlistarþáttur.
Bænda-Breugel.
Rakin eru æviatriði hol-
lenzka málarans Peters
Breugel, sem uppi var á
16. öld, og fjallað um
listaverk hans.
Umsjónarmaður:
Bjöm Th. Björnsson.
21.10 Mannix. Syrtir í álinn.
Þýðandi:
Kristmann Eiðsson.
22.00 Erlend málefnL
Umsjónamaður:
Ásgeir Ingólfsson.
22.30 Dagskrárlok.