Tíminn - 13.06.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1971, Blaðsíða 5
■BMNUPACTB 13. jöní 1971 TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Nonni litli, fimm ára gamall, fór með móður sinni í heimsókn til kunningjafólks hennar. Hún hafði lagt ríkt á við Nonna, að hann maetti ekki tala nertt um heimilisfólkið. Nú stóð svo á, að faðir hús- móðurinnar var mjög einkenni- legur í útliti og háttum, gamall og hrumur, og verður strák star- sýnt á hann. Loks snýr hann sér að móður sinni og segir upphátt: — Heyrðu mamma þennan karl skulum við tala um, þegar við komum hcim. Jón Björnsson frá Svarf- hófi, hreppstjóri á Akranesi, vur einstakur stillingarmaður og orðvar. Hana var lengi formaður þar á Skaganum. Ehm sinni sem oftar var hann að búast í róður á vertíð, og skyldu piltar hans aka lóð- wwri á handvagni niður á bryggju, en bryggjan var klök- uð og flughál. Þeir misstu þá stjórn á vagninum, og rann hann með lóðina út af bryggj- unni og í sjóinn. Hásetarnir bjuggust nú ekki v*J5 hýrum kveðjum hjá for- manni sínum, því að ekki var um róður að ræða í það sinn, en því er við brugðið hvernig Jóhann brást við. Hann leit niður íyrir brj’ggj- una og sagði aðeins. — Ekki ætlaði ég nú að leggja hér. Fyrir nokkrum áratugum bar svo við, að bóndi einn, Páll að nafni, kom á prestsetur og sá, að þar var verið að sjóða eitt- hvað í stórum potti. Bóndi var matmaður og spurði, hvað væri í pottinum. — Og það er nú bara þvott- ur Páll minn, svarði prests- konan. _ i ao ova ,'il Bóndi varð híssa og mælti: — Þetta gerir hún Gunna mín aldrei. Hún eldar aldréi þvottinn. Lítill maður var í biðröð á milli tveggja mjög stórra manna. Varð þá öðrum hinna stóru manna að orði. Ósköp fer lítið fyrir þér Jón minn á milli okkar. Því svarði Jón. „Já, ég er eins og tíeyringur á milli tveggja fimmeyringa.“ 7 DENNI DÆMALAUSl Settu pening í baukinn, ef þú ætlar að tala frú mín góð. t t t t t i 1 t t Ungfrú Svíþjóð í ár er Wivi- anne (Vava) Öigen, 20 ára stúlka frá Vaxholm. — Svo skemmtilega vill til, að Vava hefur áður verið ungfrú Sví- þjóð, en ekki í raunveruleikan- um, heldur í kvikmynd. Vava lék í sænskri kvikmynd, sem nefjú^ Ungfj'ú og herra Sví- þjóðj og var mótleikari hennar „Jðt:! jCplle. er sögð vera gamanmynd. Krýningaraátíðin gekk sæmilega fyrir sig, a. m. k. hvað viðkom sjálfri drottn- ingunni, en heldur erfiðlegar fyrir þá, sem um fegurðarsam- keppnina sáu. Þegar sá, sem átti - * - * — Frakkar eru nú að reyna að fá kvenfólk til þess að ganga í herinn þar í landi. Er konunum heitið, að þær muni ekki þurfa að standa í neinum byssuleik í herþjónustunni, heldur verði þeim aðeins falin friðsamleg hlutverk, sem krefjast hæfi- leika þeirra. Til þess að kven- maður geti gengið í franska herinn, þarf hann að vera á aldrinum 18 til 27 ára, ógift verður konan að vera, ekkja eða fráskilin. barnlaus, eða að minnsta kosti má hún ekki hafa umsjá með börnum, og svo verða konurnar að haía hreina — ★ — — Ellen heitir hún Ohlsson, og er 51 árs. Fyrir einu ári vóg hún 176 kíló, en er nú að- eins rúmlega 100 kíló, svo að hún hefur losað sig við 70 kg. á einu ári. Ellen hefur verið óskaplega feit alla tið síðan hún eignaðist yngslu dóttur sína, ár- ið 1945. Offitan jókst þó um all an helming, þegar eiginmaður Ellenar yfirgaf hana fyrir nokkr um áruin, því þá fór hún fyrir alvöru að drekkja sorgum sín- um í mat. Fyrir einu ári lagð- ist hún inn á sjúkrahús í Jan- köping, og frá þeim degi hefur hún létzt um 1.5 kg. á viku. Læknirinn hennar telur hæfi- legt að hún vegi 55 kg., og hún er vongóð um að það takist áður en allt of langt líður. því nú borðar hún aðeins það, sem henni er uppálag. að krýna drottninguna, opnaði kassann, sem í átti að vera dýr- indis hringur, sem hún átti að hljóta í viðurkenningarskyni, reyndist kassinn tómur. En mað urinn lét engan bilbug á sér finna, heldur tók næsta kassa, sem ætlaður var stúlkunni i öðru sæti, og tók hringinn henn ar, og dró á fingur Ungírú Sví- þjóðar. Vava fær 90 þúsund kr. í verölaun auk hringsins, og svo ferðina til Florida í Banda- ríkjunum, þar sem hún tekur þátt í keppninni um titilinn Miss Universe. - ★ - * — sakaskrá. Kvenhermenn verða að hætta herþjónustu giftist þeir, eigi von á barni eða eitt- hvað annað alvarlegt kemur fyrir. - ★ - ★ - Það eru vandræði með bíl- númer víðar en í Reykjavík, en eins og kunnugt er verður sí- fellt erfiðara að koma löngu, nýju bílnúmerunum fyrir á sum um bílategundum. Vandræðin eru sem sé einnig töluverð í París, ekki vegna lcngdarinnar á númerunum, heldur vegna þess, að ekki eru margir tölu- möguleikar eftir í tölu- og stafa samsetningu þeirri, sem þar hefur verið notuð, því alltaf fjölgar bílunum. Bílarnir eru merktir með tveimur bókstöf- um og sex tölustöfum. Tvær leiðir eru fyrir hendi, að því er sagt er. í fyrsta lagi að bæta við nýjum bókstaf, og í öðru • lagi að byrja aftur á númerinu 1A75. 75 er svæðisnúmerið, sem táknar Parísarsvæðið. Verði síð ari leiðin farin, verða allir bíl- eigendur, sem eiga bíla, fimm ára og eldri, að sækja um ný númer, að því er sagt er. — ★ - ★ - Nýlega hefur farið fram at- þugun ó aksturshæfni franskra ökumanna og niðurstaðan varð heldur slök, svo ekki sé mcira sagt. 97,75% bílstjóra þyrftu að taka ökuprófið að nýju. Athug- unin fór fram á vegum umferð- areftirlitsins í Frakklandi, og var framkvæmd á þann hátt, að 1600 bíl^jórar vom teknir og látnir gangast undir próf. Flest- ir þeirra féllu, og sérstaklega gekk þeim illa að svara spurn- ingum um umferðarmcrki alls konar. .r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.