Tíminn - 04.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1971, Blaðsíða 1
BLAÐ II — Sunnudagur 4. júli 1971 I Austurlöndum er það al- mennt álit, a‘ð fólk hafi oft lifað áður og eigi eftir að lifa oftar, í öðrum líkömum. Óneit- anlega er þetta athyglisverð tilhugsun, en hér á Vestur- löndum erum við svo raunsæ, að við eigum bágt með að trúa þessu. Hins vegar hefur okkur ekki heldur tekizt að leysa lífsgátuna, þrátt fyrir alla okkar tækni . . . Andries Bekker frá Trans- vaal í Suður-Afríku velti þess- um málum aldrei fyrir sér, fyrr en sumardag cinn árið 1965. Sjálfsagt hefðu margir eins og hann, kennt sólarhit- anum um það, sem þá gcrð- ist, en það var rannsakað af vísindamönnum og sólstingur útilokaður m.a. Þennan sumai’dag var Bckk- er úti í reiðtúr með tíu ára gömlum syni sínum, Corne- líusi. Allt í einu sagði dreng- urinn: — Heyrðu, pabbi. Hvað varð eiginlega um hestinn, sem sparkaði í afa, svo hann dó? Eg sá það. Japie frændi sagð- ist ætla að skjóta hann eftir jarðarförina. Bekker stöðvaði hestinn og starði á son sinn. — Er nokkuð að þér, Corne líus? spurði hann órólegur — kannski var ekki ráðlegt að riða svona langt í sólarhitan- um. Hann varpaði hugsuninni frá sér og sagði: — Elskan mín, hvernig get- ur þú hafa séð hestinn, sparka í afa? Þú fæddist ekki fyrr en tíu.árum eftir að afi þinn dó. Drengurinn leit alvarlegur á föður sinn. — Ég veit það ekki. Ég bara sá það. Ég sá líka, þegar afi var jarðaður. Ég sat við hlið- ina á ömmu í vagni með fjór- um hvítum hestum fyrir, og hún grét allan tímann . .. — Ég held, að við ættum að snúa við heim, drengur minp, var það eina, sem Andries Bekk er gat sagt. Þeir feðgar sögðu ekki margt á heimleiðinni, báð ir höfðu um margt að hugsa. Bekker sagði síðar, að honum hefði fyrst dottið í hug, að sól- in hefði skinið of mikið á höf- uð drengsins og ruglað hann. Eftir því sem Bekker vissi bezt, hafði aldrei neinn sagt drengnum frá hinum sviplega dauða afa hans, en það var þó hugsanlegt. Raunsönn saga Andries Bekker var ný- kvæntur árið 1945, þegar hest- ur sparkaði í höfuð föður hans. Cornelíus var yngstur af fjór- um börnum hans, og fæddist 1955, réttum 10 árum eftir dauða afa síns. Móðir Bekkers lézt 1948 og elzta barnabarn hennar var þá aðeins hálfs þriðja árs. Á heimilinu höfðu örlög gamla mannsins aldrci verið rædd og Bekker hafði sjálfur aðeins einu sinni farið til bernskuheimilis síns til að Hann hafði verið við jarðarför afa síns og gat lýst atburðunum í smá- atriðum. Það er kannske ekki svo merkilegt út af fyrir sig. Hitt er merkilegra, að hann fæddist ekki fyrr en tíu árum eftir jarðarförina. Enginn hafði nokkru sinni sagt honum, hvað þar gerðist. — Kanadísk stúlka, sem aldrei hefur lært frönsku, talar málið lýtalaust í dásvefni og segir frá dauða sínum fyrir meira en einni öld. Þetta eru aðeins tvö dæmi úr parasálfræðilegum rannsóknum, sem vísindamenn geta enga skýringu fundið á. vitja um leiði foreldra sinna. Ekkert barna hans hafði nokk- urn tíma komið þangað — jörð in hafði fyrir löngu verið seld námafélagi, eftir að þar fannst gullæð. Jóhanna, kona Bekkers, sór, að hún hefði aldrei sagt syni sínum neitt um dauða afa hans eða jarðarförina. Hvað við kom Japie ,,frænda‘‘, þá lézt hann í bílslysi árið 1950. Cornelíus hafði aldrei hitt hann og senni- lega aldrei heyrt hann nefnd- an. Japie var fjarskyldur ætt-- ingi og var bara af tilviljun staddur á heimilinu, þegar slys- ið varð. Þegar fjölskyldan sat heima í friði og ró um kvöldið og far- ið var að svalna í veðri, bað Bekker drenginn að segja frá öllu, sem hann „mundi“ um dauða afa síns og jarðarför- ina. — Það var kalt um morgun- inn, sagði Cornelíus. — Jörð- in var hrímuð og afi átti í vandræðum með verkamenn- ina. Hann fór út í hesthús til að athuga með hestana. Þeim hafði ekki verið gefið og afi var að gefa þeim, þegar hestur, sem hann hafði nýlega keypt á uppboði, sló afturundan sér og hitti afa í andlitið, en hann hafði beygt sig til að taka upp hrífu. Gamall negri, sem allir kölluðu Kerneels, sá þetta, dró afa frá hestinum og hljóp svo og sótti ömmu og Japie frænda. Amma og einhver, sem ég man ekki, báru hann inn, Miemie frænka sótti lækn- inn, en afi var dáinn, þegar hann kom. Hann sagði, að afi hefði látizt á staðnum. Nákvæm smáatriði Bekker var einkennilega inn anbrjósts. Nú íór hann að hafa áhyggjur af syni sínum — Cornelíus sagði í minnstu smá- atriðum frá því, sem gerzt hafði þennan örlagaríka dag. Gamli negrinn, sem hann nefndi, lézt aðeins tveim árum eftir atburðinn. Miemie frænka var ömmusystir Corne- liusar «2 lézt árið 1951. — Geturðu sagt mér, hvern- ig Miemie frænka leit út? — Bekker beið svarsins með ótta- blöndnum spenningi. — Mie- mie frænka hafði verið dauð- hrædd við myndavélar, það hafði aldrei verið tekin af henni mynd, svo drengur- inn gat ekki haft neina vitn- eskju eftir þeirri leið. — Já, hún var mjög há, svaraði Cornelíus brosandi — hærri en þú, pabbi, og mögur eins og beinagrind. Hún gekk alltaf í svörtum öklasíðum kjól, sem var hnepptur upp að höku og niður úr. Hún var : með knipplinga framan á erm- unum. Hún var rangeygð og < varð mjög reið, ef einhver minntist á það. Einu sinni kast aði hún steini í mann með myndavél, lögreglan kom, en gerði ekkert — sagði bara, að maðurinn mætti ekki taka mynd af henni gegn vilja henn ar. Bekker varð að taka á öllu sem hann átti til, til að skelf- ingin, sem greip hann, kæmi ekki í ljós. Honum fannst liann vera að gægjast inn um dyr inn í annan heim. Þetta sem sonur hans sagði, voru hlutir, sem hann sjálfur hafði löngu gleymt og aldrei nefnt við neinn. Kona hans vjssi ekki einu sinni um þetta með Ijósmyndarann og steininn. Cornelíus vissi ýmislcgt, sem enginn gat hafa sagt honum, nema faðir hans, sem aldrei h'afði gert það. En jarðarförin, hvað gat drengurinn sagt um hana? Cornelius Bekker gat lýst smia*riSum viS dauSa afa síns, sem áttl sér •sta8 10 árum á8ur en hann s)a1fur faeddlst. — Ég sat hjá ömmn. Bún var svartklædd og var með barðastóran hatt og þykkt slör. Svarti kjóllinn var síður, en svo var hún í hnepptum stígvélum upp fyrir ökla. í höndunum hélt hún á litltim vendi af villtum blómum. AH- ir hestarnir voru hvítir, en sá, sem var aftan til hægra meg- in, var með svartan blett á flipanum. Vagnarnir óku upp langa brekku. Vegurinn var vondur og það var girðing með fram honum. Uppi á hæðinm stóð sedrusviðartré og nokkr- ar mímósur. Gröfin var rétt uið girðinguna, undir mímósutré. Japie frændi bar kistnna vinstra megin, en ég þekkti ekki hina þrjá, sem báru líka. Gamli presturinn **sem talaði yfir kistunni var með snjóhvítt hár. Svo sungu allir sálmiim Lýs milda ljós. Af eigin reynslu Drengurinn gat lýst kistunni nákvæmlega o? sagði líka frá því, þegar amma gekk fram og kastaði blómvendinum í gröf- ina. —Þegar við svo lögðum af stap heim, komu þrumur og eldingar, en himininn var heið- skír. Amma sagði við mig: — Þetta var skrýtið, ég hef aidrei séð þetta fyrr. Bekker spurði ekki meira. Hann vissi ekkert, hvað hatm átti að hugsa og var hræddur við son sinn. Þetta var svo óskiljanlegt, að hann treysti sér ekki til að bera það eimi Hann hafði heyrt um prófessor Arthur Bleksley, sem var fræg- ur parasálfræðingur og stjóm- aði rannsóknarstöð í þeim fræðum í Suður-Afrflm og hafði samband við hann. Bleksley stakk upp á að þeir skyldu gera tilraun á drengn- um, án þess að segja nokkuð um það fyrir fram. Þeir óku með Comelíus að gamla heim- ilinu og spurðu, hvort hann gæti sýnt þeim leiðina, sem 1&- fylgdin fór. Bleksley, sem var ókunnur á staðnum, ók og Comelíus sat við hlið hans, en Bekker í aftursætinu. Comelí- us vísaði veginn hiklaust, og uppi á hæðinni var einstakt leiði undir mímósuranna. En þegar þeir stóðu þar þögulir, spurði Corlelíus: —Kom einhver hingað seinna og lagaði til á leiði brezka hermannsins Watkins, eins og Miemie frænka var vön að gera? Hún var ást- fangin af honum, og hann var tekinn af lífi, af því að b*wn strauk úr hemum. Corneiíus gekk að gröf um 200 metram fjær. Illgresi var ráðandi þar, en á legsteininum stóð nafnið Thomas Edward Watkins, dáinn 1.10. 1901. Þetta var saga síðan fyrir daga Bekkers, en hann mundi að hann hafði heyrt foreldra sína tala um ástarævintýri frænkunnar með berzkum her-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.