Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.07.1971, Blaðsíða 1
148. fbL ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sportvoruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klbjpparstíg 44 - Sími 11783. — Þriðjudagur 6. júlí 1971 55. árg. Nýr fundur EJ-Reykjavík, mánudag. morgun. Ólafur Jóhannesson, Fundur stjórnarandstöðu- formaður Framsóknarflokks- flokkanna um nýja ríkisstjóm ins, lét í ljósi þá von í dag, að stóð í rúma tvo tíma í dag. viðræðurnar færu að komast Nýr fundur hefst kl. 17 á á lokastig. Frjálslyndir og vinstri menn leggja til: KOMIÐ VERÐI Á FÓT SÉRSTÖKU SAMEININGARRÁÐI EJ—Reykjavík, mánudag. Samtök frjálslyndra og vinstri manna hafa nú svarað bréfi Al- þýðuflokksins til stjórnarandstöðu flokkanna þriggja, mcð því að leggja til, að komið verði á fót sérstöku sameiningarráði Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sam- taka frjálsiyndra og vinstri manna, sem hafi það hhitverk, að viirna að undirbúningi að stofnun nýs sameinaðs flokks jafnaðar- eg samvinnnmanna. Hannibal Valdimansson, formað- ur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sendi bréfið í daig tfl flokksstjórnar Alþýðuflokksins. Það er svohljóðandi: „f framhaldi af fyrri tilraun- um flokks okkar til sameiningar lýðræðissinnaðra jafnaðar- og samvinnumanna í einum flokki, og með tilliti til samþykkta flokks stjórnar Alþýðuflokksins frá 20. júní s.l., þar sem m.a. segir, að úrslit kosninganna hafi áréttað mikilvægi sameiningarmálsins, vill framkvæmdastjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna leggja til eftirfarandi: Að myndað verði nú þegar sam- einingarráð Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna, sem skip að yrði fulltrúum eldri sem yngri hreyfinga flokkanna. Hlutverk sameiningarráðsins verði að vinna að hvers konar undirbúningi að stofnun nýs sameinaðs flokks jafnaðar- o» samvinnumanna, svo sem með því að móta tillögur um stefnuskrá og skipulag hans. Framkvæmdastjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna lýs- ir sig reiðubúna til viðræðna við fulltrúa Alþýðuflokksins um fram angreind málefni, og æskir þess eindregið, að slíkar viðræður geti hafizt hið fyrsta." Sundlaug vígö í Þjórsárdal OÓ-Reykjavík, miðvikudag. f gær var vígð sundlaug sem Landsvirkjun byggði í Þjórsárdal. Er laugin á þeim stað sem gamli Reykholtsbærinn stóð og er þar hver, sem vatn er tekið úr í iaug- ina. Sundlaugin er 12x25 metrar að stærð. Er luin fullkomin að öllum útbúnaði. Eru þar böð og búningsklefar og kar með heitu vatni við hlið laugarinnar. Er laugin opin og er ekki enn full- ráðið hvort liún verður opin allt árið eða aðeins yfir sumarmán- uðina. Sundlaugin hefur verið í byggingu s.I. tvö ár. Auk Lands- virkjunar lagði Gnúpverjahrepp- ur nokkuð af mörkum til bygging- ar laugarinnar. í gær vígði Steinþór Gestsson, oddviti laugina. Flutti hann ávarp og synti að því loknu. Gísli Júlíus- son, stöðvarstjóri Búrfellsvirkjun ar, sagði í dag, að laugin væri fyrst og fremst ætluð starfsfólk- inu þar, en að sjálfsögðu hafa hreppsbúar greiðan aðganga að henni og svo og ferðamenn sem leggja leið sína um Þjórsárdal. UMHVERFIS JÖRÐINA Á HRAÐBÁTI? Þ.Ó.-Reykjavík, mánudag. Daninn Hans Tholstrup, sem einn á báti ætlar sér að sigla á hraðbáti sínum Eiríki rauða, til Ameríku og jafnvel um- hverfis jörðina, kom til Vest- mannaeyja í dag, eftir hálfs- mánaðar ferðalag frá Dan- mörku. Tholstrup lagði af stað frá Færeyjum til fslands í gær- morgun og upphaflega bjóst hann við því að hann kæmi til Hornafjarðar eða Vestmanna- eyja í gærkvöldi. Menn urðu fyrst varir við hann um kl. hálf tíu í morgun og hafði hann valið að sigla alla leið til Vestmannaeyja. Var hann þá staddur við Portland. Það var svo um klukkan hálf tvö í dag, að hann kom inn á Framhald á bls. 14. Daninn Hans Tholstrup, kemur á báti sínum Eiríki rauða, upp að Skansmum í Eyjum. (Tímamynd HE.) •7 EBE viðurkennir sérstöðu íslands EJ—Reykjavík, mánudag. Framkvæmdastjórn Efnaliags- bandalags Evrópu hefur nýlega lagt fyrir ráð bandalagsins skýrslu um samband hins stækkaða banda Iags við þau sex EFTA-lönd, scm ekki hafa sótt um aðild að banda- laginu. í frétt frá viðskiptaráðu- neytinu um skýrsluna segir, að í henni sé „sérstaða íslands viður- kennd". Skýrsla framkvæmdastjórnarinn- ar er byggð á könnunarviðræðum framkvæmdastjórnarinnar við full- trúa þessara sex landa síðastliðinn vetur. í skýi-slunni bendir framkvæmda stjórnin á tvo möguleika til að leysa vandamál núverandi EFTA- landa, ef þrjú þeirra, — Bretland, Danmörk og Noregur, — ganga í bandalagið án þess að samið sé við hin EFTA-löndin. Fyrri mögu- leikinn er, að hið stækkaða banda- lag geri fríverzlunarsamning fyrir iðnaðarvörur við hvert þessara Ianda — Austurríki, Finnland, Is- land, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Seinni möguleikinn er, að fríverzl- ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Rétt fyrir klukkan 4 í nótt, barst Slysavarnafélaginu tilkynn- ing þess efnis, að vélbáturinn Bára RE 26, væri strandaður um það un sú, sem gilt hefur á milli EFTA- landanna, haldist óbreytt í tvö ár eftir stækkun bandalagsins, 1973 og 1974, en á þeim tíma verði samið um það fyrirkomulag, sem skuli gilda til frambúðar. Innan EFTA Fi imhald á bls. 14 bil 4 sjómílur vestan við Ingólfs höfða. Björgunarsveitinni á Fag- urhólsmýri var þegar gert við- vart, og hélt hún á strandstað, en Framhald á bls. 14. Strönduðu og stigu hjálparlaust á land ,•7 TURNINN BLÍFUR! OÓ—Reykjavík, tnánudag. Jarðýta jafnaði hús Hreyfils við Kalkofnsveg á nokkrum klukkutímum í morgun. Varð húsið að víkja þar sem gat- an verður breikkuð: Á þá Lækj argatan að breikka scm nem- ur því er tekið var af Stjórn- arráðstúninu, en stytturnar þar eru nú aftur komnar á stalla sína nær húsinu, en þær stóðu áður. En þótt flest verði að víkja vegna breikkunar götunnar, þá fær söluturninni, sem stendur á horni Hverfisgötu og Kalk- ofnsvegar að standa áfram. Þessi "söluturn hefur lengi sett sinn sérstæða svip á miðbæ- inn, enda engri annarri bygg ingu líkur. Turninn stóð áður á miðju Lækjartorgi, þar sem klukkan er nú, en var fluttur á núverandi stað árið 1922, og hefur ávallt verið verzlun í honum, og á væntanlega eftir að standa enn um hríð, þar sem hann virðist ekki vera í vegi fyrir síaukinni bílaum- ferð í m.iðborginni. Turn þenn an byggði Sveinn Gunnarsson frá Mælifellsá. Hreyfilshúsið varS aS víkja, eins og stytturnar viS Stiórnarráðið. En turninn, sem Sveinn á Mælifellsá byggði fyrir 49 árum stendur enn af sér skipulagiS. (Tímnmynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.