Tíminn - 15.07.1971, Qupperneq 12
Fknmtadagur 15. }uh' 1973.
MEGINVERKEFNI VINSTRI STJÓRNAR - BLS. 2-3
Ólafur Jóhannesson, forsætssráðherra, í viðtali við Tímann:
Aðilar hafa komið til sam-
starfsins með góðan vilja
Landhelgismálið stærst mála
TKReykjavík, miðvikudag.
Tíminn átti viðtal við hinn
nýja forsætisráðherra, Ólaf
Jóhannesson, á heimili hans síð
degis í dag og lagði fyiir hann
nokkrar spurningar um hið
nýja ráðuneyti hans og málcfna
samning þann, sem stjórnar-
flokkarnir þrír hafa cert með
sér.
— Hvernig er þér innan-
brjósts í dag, Ólafur, á þessum
merku tímamótum í þínu lífi
og íslenzkum stjórnmálum?
— Mér er ljóst, að það hvílir
mikil ábyrgð á mínum herðum.
Mörg erfið verkefni bíða lausn
ar. Það er mér vissulega styrk
ur að ég hef undanfarna daga og
vikur orðið greinilega var við
eindreginn vilja almennings
um að þessi stjórn yrði mynd
uð. Ég mun að sjálfsögðu reyna
að gera mitt bezta en reynsl
an verður svo auðvitað að skera
úr um, hvernig til tekst. Þrír
fjokkar með mismunadi sjónar
mið á ýtnsum málefmjjn standa
að þessari stjórn. Málefnasamn
ingur þeirra er því eðlilega
málamiðlun í ýmsum atriðum.
Allir þessir aðilar þótt ólíkir
skoðanir hafi í sumum grein
um hafa komið til samstarfsins
méð góðan vilja um að ná sam-
komulagi um málefni og um
framkvæmd stefnumála stjórn
arinnar.
— Og landhelgismálið er höf
uðatriði málefnasamningsins, er
ekki svo?
— Jú, landhelgismálið er
stærsta málið. Það er sett efst
á blað í tnálcfnasamningnum
og þar verður haldið fast við
þá stefnu, sem mótuð var af
þessum flokkum á síðasta
þingi, en fullt samráð verður
þó haft við stjórnarandstöðuna
og henni gefin kostur á að
fylgjast með framvindu máls-
ins.
— Og kjaramálin?
— Já, ríkisstjórnin hefiir
sett sér það markmið að reyna
að tryggja, að hækkun verð-
lags vcrði ekki meiri en í ná-
granna- og viðskiptalöndum.
Ríkisstjórnin mun ekki beita
gengislækkun, en halda áfram
verðstöðvun, þar til nýjar ráð-
stafanir til að hamla gegn
óeðlilegri verðlagsþróun verða
gerðar.
f málefnasamningnum
er lögð áherzla á kjarabætur til
honda þeim, sem minnst hafa
Framhald á bls. 22
Hin nýja ríkisstjórn á tröppunum á Bessastöðum. F. v.: Olafur Jóhannesson, Hannibal Valdimarsson, I
ús Kjartansson, Lúðvik Jósefsson, Einar Ágústsson, Halldór E. Sigurðsson, Magnús Torfi Ólafsson.
(Tímamynd Gunnarj
Grasspretta yfirleitt góð
og sums staðar farið að slá
— BLADAMENN TÍMANS RÆÐA VIÐ BÆNDUR ÚR ÖLLUM LANDSHLUTUM
Grasspretta er nú yfirleitt góð á landinu, en hún tafðist nokkuð
framan af vegna þurrka og kulda. Nú er hins vegar víða beðið eftir að
upþ stytti, svo hægt verði að byrja að slá. í Eyjafirði er sláttur almennt
hafinn og sums staðar búið að hirða talsvert. Hvergi hefur frétzt af
nýju kali og gamalt kal er að gróa upp. Blaðið hafði í dag samband við
menn í öllum landshlutum og innti þá eftir heyskaparhorfunum og
sprettunni og fara viðtölin hér á eftir:
Enginn seinni sláttur
Hjörtur Þórarinsson á Tjörn í
SvarfaSardal, sagöi að grasspretta
vaeri góð, miklum mun betri en
í fyrra og útlit væri fyrir hey-
féng meiri en í meðallagi. Allir
bændur í Svarfaðardai væru nú
byrjaðir að slá, sumir þó nýbyrj
aðir, en sláitturmn gengi heldur
seint vegna rigninga. — Að vísu
var nú mál til komið, að rigndi,
sagði Hjörtur, — en það hefði þó
mátt byrja svolítiö fyrr. Nú rignir
svo mikið, að hey nást ekki inn.
Hér áður fyrr var yfirleitt byrjað
að slá um mánaðamót júní—júlí
og jafnvel fyrr, en síðustu 6—7
árin er þctta orðið hálfum mánuði
á eftir og þess vegna verður enginn
seinni sláttur. Um kal síðan í fyrra
sagði Hjörtur, að það hefði gróið
mikið upp og ekkert nýtt kal
væri sjáanlegt. — Arfinn, sem var
hér plága um allar jarðir í fyrra,
sézt nú hvergi.
Sumarið í fyrra var eitt versta
heyskaparsumar, sem lengi hefur
komið í Svarfaðardal og þá tóku
monn sig 1;il og hcyjuðu engjar,
sem ekki höfðu verið slegnar í
mörg ár, jafnvel þær ósléttu, sem
-lá varð með orfi og ljá — Engja
heyskapur er alltaf í nokkru giidi,
sagði Hjörtur — og alltaf eru
nokkrir bændur, sem heyja mikið
af engjum, en alla jafna ekki
nema þær sléttu, því nú má enginn
vera að því að slá með orfi og
ljá, nema í neyð, eins og í fyrra.
Engjaheyskapur verður líklega
minni í ár, sagði Hjörtur á Tjörn
að endingu..
Tún Ijót, en úthagi fallegur
Hermóður Guðmundsson í Ár-
nesi í Aðaldal, sagði, að þar í
sýslu hefði gras sprottið vel und-
anfarið, því eitthvað rigndi á
hverjum degi, en lengi hefur ver
'ð þurrt og kalt fyrir norðan. Ein-
staka bóndi er farinn að slá. —
Þetta er fremur seint byrjaö, sagði
Hermóður, — en þó ekki miðað
"ið bað sem var í fyrra, en þá
var nú allt svo slæmt. Tún eru
ljót vegna kals, en mikið af kal-
inu hefur þó gróið upp. Úthagi
er hins vegar mjög fallegur, og
hefur sprottið ágætlega. Um séinni
slátt sagði Hermóður, að hann
hefði enginn verið undanfarin ár,
þar sem sláttur hefði alltaf hafizt
í seinna lagi. Engjaheyskapur er
orðinn sáralítill í Þingeyjarsýslu,
nema á stöku bæ. Um Norðursýsl
una er það að segja, að bændur
munu heldur á eftir með sláttinn
þar, vegna langvinnra kulda og
þurrka.
Nýtt kal sézt í Hrútafirði
Jónas Jónsson á Melum i Hrúta
firði sagði Tímanum, að hvergi
væri byrjað að slá þar um slóðir
svo hann vissi. Margir hugsa sér
aftur á móti að byrja núna fyrir
Framhald á bls. 22