Fréttablaðið - 28.09.2002, Blaðsíða 6
6 28. september 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS
Eiga Íslendingar að taka upp
evruna?
Að sjálfsögðu, það er ekki nokkur spurning.
Þetta er líka svo falleg mynt.
Símon Wium.
SVEITARSTJÓRNIR Flug þýska flugfé-
lagsins LTU milli Dusseldorf og Eg-
ilsstaða í sumar mun kosta heima-
menn á Héraði tæpar 4,2 milljónir
króna vegna óseldra farseðla sem
þeir gengust í ábyrgð fyrir.
Heimamenn; opinberir aðilar,
fyrirtæki og einstaklingar gengust
alls í ábyrgð fyrir að 500 sæti yrðu
seld með LTU-fluginu frá Egilsstöð-
um í sumar. Niðurstaðan varð sú að
332 sætu seldust í þrettán ferðum.
Óseld sæti voru því 168. Fyrir hvert
þeirra þurfa Héraðsbúar að greiða
flugrekandanum 24.900 krónur.
Alls eru það því 4.183.200 krónur
sem greiða þarf vegna ábyrgðar-
innar.
Að sögn Hannibals Guðmunds-
sonar hjá Ferðaskrifstofu Austur-
lands, umboðsaðila LTU á Egils-
stöðum, verður fluginu haldið
áfram næsta sumar. Bréf hafa þeg-
ar verið sent til aðila á svæðinu
með beiðni um að gangast í ábyrgð
vegna flugsins. Hannibal segist
eiga von á að svör liggi fyrir fljót-
lega.
Hannibal segir að bæði þurfi að
fá fleiri Héraðsbúa í flugið og
fleiri Þjóðverja til að stíga frá
borði á Egilsstöðum í stað þess að
halda áfram til Keflavíkur. „Við
þurfum að leggja meiri áherslu á
pakkaferðir héðan næsta sumar.
Til dæmis að bjóða upp á sólar-
ferðir í framhaldi af fluginu héð-
an,“ segir hann.
TERRA NOVA-SÓL
Ferðaskrifstofan Terra Nova-Sól er umboðsaðili þýska flugfélagsins LTU á Íslandi. Flugi LTU
til Egilsstaða sem hófst í sumar verður haldið áfram næsta sumar. Bæta á við tveimur
ferðum í september miðað við það sem var í sumar.
Millilandaflugið á Egilsstöðum kostaði heimamenn 4,2 milljónir króna:
Brunnu inni með þriðjung farseðla
Vilhjálmur Þ. endur-
kjörinn:
Sjö nýir
valdir í stjórn
SVEITARFÉLÖG Sjö nýir einstaklingar
voru valdir í stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga á landsþingi
sambandsins sem lauk á Akureyri í
gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
var endurkjörinn formaður Sam-
bandsins. Stjórnarmönnum fjölgaði
um tvo í samræmi við ný lög sam-
bandsins sem samþykkt voru á
þinginu.
„Það var mikil vinna lögð í
stefnumótun sambandsins,“ segir
Vilhjálmur. Sett voru markmið um
þá þætti sem snúa að starfsemi
sveitarfélaga og starfi sambands-
ins. Eins hafi verið samþykkt til-
laga um að boða til aukalandsþings
að tveimur árum liðnum. „Það er
mikill hugur í fólki,“ sagði Vil-
hjálmur. Það hafi endurspeglast í
kröftugu starfi á þinginu.
Erlendir sérfræðingar:
Óvíst að
barn hafi
látist vegna
hristings
DÓMSMÁL Sveinn Andri Sveinsson,
lögmaður manns sem dæmdur var í
Héraðsdómi Reykjaness fyrir að
hafa hrist níu mánaða dreng til
bana, segir fjóra erlenda sérfræð-
inga sammála um að óvíst sé að
drengurinn hafi í
raun látist af
svokölluðu „shak-
en baby syn-
drome“.
Dómurinn yfir
manninum, sem
starfaði sem dag-
faðir og hafði
drenginn í gæslu,
byggði á fram-
burði innlendra
sérfræðinga og á
krufningarskýrsl-
um.
Álit erlendu
sérfræðinganna
kemur fram í greinargerð sem
Sveinn Andri hefur lagt fyrir
Hæstarétt. Málið verður tekið til
flutnings 6. nóvember.
„Kjarni málsins er sá að þessir
fjórir sérfræðingar telja að ekki
hafi verið sýnt fram á barnið hafi
dáið af völdum hristings. Hver í
sínu lagi telja þeir allir að það sem
kallað er ungbarnaskyrbjúgur geti
verið orsökin fyrir heilablæðingun-
um sem barnið lést úr. Mjög sterk
vísbending um það sé gróið bein-
brot í handlegg barnsins sem
fannst við krufningu,“ segir Sveinn
Andri.
Sveinn Andri segir að tveir sér-
fræðinganna bendi einnig á að gam-
alt blóð sem fannst þar sem heila-
blæðing drengsins geti bent til þess
að blóð hafi safnast fyrir í gúlpum
vegna eldri áverka. Jafnvel hnerri
eða vægt högg gæti komið þessu
blóði af stað.
HÆSTIRÉTTUR
Verjandi dagföð-
urs leggur ný
gögn í máli
mannsins fyrir
Hæstarétt en þar
verður málið tek-
ið til flutnings 6.
nóvember nk.
GAZABORG, AP Ísraelsk stjórnvöld
viðurkenndu í gær að Palestínu-
maðurinn Mohammed Deif hafi
sloppið lifandi úr loftárás á Gaza-
strönd á fimmtudaginn. Ísraels-
menn fullyrða að Deif sé einn
helsti sprengjusérfræðingur
Hamas-samtakanna og árásin hafi
beinlínis verið gerð til þess að
koma honum fyrir kattarnef.
Hann komst hins vegar undan
og lét gera að sárum sínum á
sjúkrahúsi í Gazaborg en hefur
ekki sést síðan. Tveir félagar hans
í Hamas létu hins vegar lífið og 35
manns særðust, þar af fimmtán
börn. Þegar árásin var gerð voru
nemendur að koma úr tveimur
skólum í nokkur hundruð metra
fjarlægð.
Ísraelsmenn hafa undanfarin
tvö ár gert tugi slíkra banatilræða
á Palestínumenn, sem þeir gruna
um hryðjuverkastarfsemi. Með
þessum árásum hefur þeim tekist
að drepa 78 grunaða hryðjuverka-
menn. Um leið urðu þessar árásir
52 saklausum að bana, sem stadd-
ir voru í nágrenninu þegar árás-
irnar voru gerðar.
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, for-
dæmdi loftárásina. Hann hvatti
Ísraelsstjórn til þess að „hætta
slíku athæfi og haga sér í fullu
samræmi við alþjóðleg mannúð-
arlög, sem gera Ísraelsmönnum
greinilega skylt að vernda líf
óbreyttra borgara.“
Misheppnað morðtilræði Ísraelsmanna:
Sprengjusérfræðing-
urinn komst undan
VESTURBAKKAMÚRINN AÐ RÍSA
Ísraelsmenn hafa reist þriggja kílómetra
langan múr meðfram hluta Vesturbakkans,
sem Ísraelsmenn hertóku árið 1967. Búist
er við að samskonar múr verði reistur
meðfram öllum Vesturbakkanum.
AP
/L
EF
TE
R
IS
P
IT
AR
AK
IS
WASHINGTON, MOSKVA, BAGDAÐ, AP
Bandaríkjastjórn hefur ekki tek-
ist að sannfæra þingmenn á
Bandaríkjaþingi um nauðsyn þess
að veita George W. Bush forseta
víðtæka heimild til að beita
vopnavaldi gegn Írak.
Demókratinn Tom Daschle,
leiðtogi meirihlutans í Öldunga-
deild Bandaríkjanna, sagði á
fimmtudag að ekkert samkomulag
væri komið um orðalag ályktunar
Bandaríkjaþings um heimild
handa forsetanum.
„Ég átti von á að við værum
komnir með samkomulag núna,“
sagði hann. „Við erum það ekki.“
Hægt gengur einnig að sann-
færa Öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna um nauðsyn þess að hóta
Írökum hernaði ef vopnaeftirlit
Sameinuðu þjóðanna fær ekki að
athafna sig í landinu. Hvorki
Frakkar né Rússar hafa látið sann-
færast og óljóst er um afstöðu Kín-
verja. Bretar eru eina þjóðin, sem
hefur neitunarvald í Öryggisráð-
inu, sem standa skilyrðislaust að
baki Bush í þessu máli.
Ígor Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði í gær að stjórn
Rússlands væri engan veginn orð-
in sannfærð um að Írakar séu að
reyna að verða sér úti um gereyð-
ingarvopn, þrátt fyrir skýrsluna
sem Tony Blair, forsætisráðherra
Breta, lét birta í vikunni. Hún væri
heldur ekki sannfærð um að Íraks-
stjórn væri í tengslum við al
Kaída.
„Við teljum að það væru ófyrir-
gefanleg mistök að tefja nú að al-
þjóðlegir eftirlitsmenn fari til
Íraks,“ sagði Ívanov á blaða-
mannafundi í Moskvu. Hins vegar
gaf hann í skyn að Rússar væru til-
búnir til að leita að málamiðlun,
sem Bandaríkin gætu sætt sig við.
„Við erum opnir fyrir viðræðum.“
Marc Grossmann, aðstoð-
arutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hélt í gær af stað til Frakk-
lands til þess að ræða þar við ráða-
menn um orðalag ályktunar í
Öryggisráðinu. Grossmann ætlar
síðan áfram til Rússlands í dag í
sömu erindagjörðum. Fulltrúi
bresku stjórnarinnar er með í för-
inni. Þá fór annar fulltrúi Breta til
Kína í gær í sams konar erinda-
gjörðum.
Þá fóru þrír bandarískir þing-
menn til Íraks í gær til þess að
freista þess að finna friðsamlega
lausn á deilunum um vopnaeftir-
litið.
Bandaríkin mæta
mikilli fyrirstöðu
Bandaríkjastjórn leggur allt kapp á að sannfæra eigin þingmenn sem og
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um nauðsyn harðra aðgerða gegn
Írak. Á hvorugum vígstöðvum gengur né rekur.
BANDARÍSKIR ÞINGMENN Í ÍRAK
Þrír bandarískir þingmenn komu til Íraks í gær til að freista þess að finna friðsamlega
lausn á deilunni um vopnaeftirlitið.
AP
/A
LI
H
AI
D
ER
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 87.07 -0.68%
Sterlingspund 135.49 -0.97%
Dönsk króna 11.46 -0.74%
Evra 85.17 -0.72%
Gengisvístala krónu 128,57 -0,64%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 296
Velta 6.107 milljónir
ICEX-15 1.299 0,60%
Mestu viðskipti
Íslandsbanki hf. 46.932.281
Búnaðarbanki Íslands hf. 81.811.786
Delta hf. 55.467.500
Mesta hækkun
Líftæknisjóðurinn MP BIO hf. 40,00%
Jarðboranir hf. 2,63%
Olíuverslun Íslands hf. 2,17%
Mesta lækkun
Ker hf. -4,17%
Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. -3,66%
SR-Mjöl hf. -3,23%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 7793 -2,50%
Nsdaq*: 1216 -0,50%
FTSE: 3907,2 1,50%
DAX: 2936,3 -2,80%
Nikkei: 9530,4 2,30%
S&P*: 840,5 -1,70%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
SINDRI SINDRASON
Forstjóri Pharmaco verður forstjóri fjárfest-
inga í nýjum lyfjarisa í sóknarhug.
Gengið frá samruna:
Íslenskur
lyfjarisi
fæðist
VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtækin
Pharmaco og Delta sameinuðust
formlega í gær. Þar með er orðið
til annað verðmætasta fyrirtækið
í Kauphöll Íslands, samtals að
verðmæti um 43 milljarðar króna.
Við samrunann verður fyrirtækið
tvískipt til að tryggja framtíðar
vöxt. Fyrirtækinu verður skipt í
rekstur og fjárfestingar. Fyrrum
forstjórar félaganna sem samein-
ast munu verða forstjórar hvor
yfir sínu sviði. Róbert Wessman,
forstjóri Delta, verður forstjóri
rekstrar, og Sindri Sindrason
verður forstjóri fjárfestingar.
Starfsmenn sameinaðs fyrir-
tækis verða um 5.300 talsins og
áætluð velta er tæpir 25 milljarð-
ar króna.
Áhersla verður lögð á áfram-
haldandi vöxt fyrirtækisins með
kaupum og yfirtöku á erlendum
fyrirtækjum. Mat stjórnenda er
að fyrirtækið sé eitt framsækn-
asta samheitalyfjafyrirtæki í Evr-
ópu og er stefnt að skráningu þess
í erlendum kauphöllum. Fyrir-
tækin störfuðu fyrir á ólíkum
markaðssvæðum, þannig að búast
má við því að samlegðaráhrif
verði töluverð við sameiningu
þeirra.