Fréttablaðið - 20.10.2003, Side 4
4 20. október 2003 MÁNUDAGUR
Finnst þér rétt að lækka áfengis-
kaupaaldur niður í 18 ár?
Spurning dagsins í dag:
Er staða útvarpsstjóra óþörf?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
37%
63%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Írak
BANGKOK, AP George Bush, forseti
Bandaríkjanna, neitar að til standi
að ráðast inn í Norður-Kóreu. Bush
neitaði þó að skrifa undir griða-
sáttmála við Norður-Kóreu og úti-
loka þannig að hvorugt ríkið ráðist
á hitt.
Bush er staddur á fundi með
leiðtogum Asíuríkja í Taílandi þar
sem meðal annars er rætt um leið-
ir til þess að minnka spennuna
milli Bandaríkjanna og Norður-
Kóreu.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, stakk upp á annars
konar sáttmála til þess að koma til
móts við stjórnvöld í Norður-
Kóreu. „Við erum tilbúnir til þess
að koma á fót einhvers konar sam-
komulagi við þá, til þess að veita
þeim þá tryggingu sem þeir eru að
leita eftir,“ sagði Powell.
Norður-Kórea hefur lýst því
yfir að kjarnorkuáætlun þeirra sé
einungis milli Bandaríkjanna og
þeirra. Eina leiðin til þess að koma
í veg fyrir uppbyggingu kjarn-
orkuáætlunar í landinu sé að
Bandaríkin skrifi undir griða-
samning og komið verði á fót frið-
samlegum samskiptum milli land-
anna. ■
Erfðaþættir tengj-
ast krabbameini
VÍSINDI Niðurstöður viðamikillar
rannsóknar Íslenskrar erfða-
greiningar benda til að sterkir
erfðaþættir tengist krabbameini
og flytji aukna áhættu á myndun
krabbameins á milli kynslóða.
Þessar upplýsingar komu fram á
kynningafundi Íslenskrar erfða-
greiningar í gær.
Kári Stefánsson forstjóri
sagði á fundinum að á Íslandi
væru einstakar aðstæður til að
rannsaka ættlægni
og erfðafræði
krabbameina. „Ís-
lendingabók er al-
gjör grundvöllur
að þessum rann-
sóknum því við
getum þá tengt saman fólk sem
er mjög fjarskylt. Í því liggur
sérstaða okkar. Eðli algengra
sjúkdóma eins og krabbameins
er að þeir geta hoppað yfir kyn-
slóðir. Það er það sem gerir þá
erfiða því það fá ekki allir sem
eru með breytanleikan í erfðavís-
inum sjúkdóminn.
Kári upplýsti að áhætta og
skyldleiki allra krabbameins-
gerða hafi verið metin, bæði inn
hverrar fyrir sig og á milli mis-
mundandi krabbameinsgerða.
Þannig hafi vísindamenn fyrir-
tækisins rannsakað 30.000 tilfelli
krabbameins af 80 mismundandi
gerðum. Í ljós kom að áhættan
virðist ekki bundin við eina teg-
und krabbameins heldur virðist
áhætta á mörgum mismunandi
gerðum krabbameins aukin bæði
hjá náskyldum og fjarskuldum
ættingjum krabbameinssjúk-
linga. Hann benti á til skýringar
að náin ættingi manns með
krabbamein í blöðruhálsi reynd-
ist vera í aukinni áhættu á að fá
krabbameinið í nýrum, svo dæmi
sé tekið.
Vísindamenn Íslenskrar
erfðagreiningar munu halda
áfram rannsóknum sínum á
tengslum krabbameins á milli
kynslóða. Kári taldi of snemmt
að segja til um það hvenær þess-
ar rannsóknir kæmu okkur bein-
línis að notum en ekki varlega
ályktað ættu börn þeirrar kyn-
slóðar sem nú er að vinna að
þessum rannsóknum að geta nýtt
sér þær. „Vonandi einhver tíma
innan örfárra ára verður komin
greiningartæki sem spáð getur
fyrir um það hvað líkur eru á því
að menn fái hin ýmsu krabba-
mein. Ef svo er þá er hægt að
fylgjast með og grípa inn í fljótt.
Því eins og stendur er það besta
aðferðin til að koma í veg fyrir að
menn falli fyrir krabbameini.
Síðan þegar árin líða er ég hand-
viss um að við eigum eftir að
þróa lyf sem koma í veg fyrir að
tilhneiging verði að krabba-
meini,“ sagði Kári. ■
NÝR BÚNAÐUR
Talið er að ríkisstofnanir og fyrirtæki muni
nýta sér nýja hugbúnaðinn til þess að
reyna að koma í veg fyrir að trúnaðarupp-
lýsingar leki út.
Microsoft kynnir nýjung:
Tölvupóstur
sem eyðist
TÖLVUMÁL Í nýjustu útgáfu af
Microsoft Office hugbúnaðinum
er mögulegt að stilla tölvupóst-
sendingar þannig að pósturinn
sem sendur er eyðileggist sjálf-
krafa eftir ákveðinn tíma.
Er þetta hugsað sem öryggis-
ventill þegar verið er að senda
viðkvæmar upplýsingar á milli
tölva. Talið er að ríkisstofnanir og
fyrirtæki muni nýta sér þetta til
þess að reyna að koma í veg fyrir
að trúnaðarupplýsingar leki út.
Notendur hugbúnaðarins munu
einnig geta stillt hugbúnaðinn
þannig að aðeins ákveðnir aðilar
geti lesið tölvupóst. Einnig er
hægt að stilla búnaðinn þannig að
ekki sé hægt að framsenda tölvu-
póst eða prenta upplýsingarnar
sem í honum eru. ■
PERES OG SHAATH
Shimon Peres, fyrrverandi forsetisráðherra
Ísraels, ræddi við Nabil Shaath, utanríkis-
ráðherra Pakistan.
Samskipti Ísraels
og Pakistans:
Hvatt til
opinnar
umræðu
ISLAMABAD, AP Shimon Peres, fyrr-
um forsætisráðherra Ísraels,
hvatti í gær pakistönsk stjórnvöld
til þess að opna umræðu um að
bæta samskipti þjóðanna.
Peres vísaði því algjörlega á
bug að ísraelsk stjórnvöld aðstoð-
uðu indverska herinn til þess að
berjast gegn pakistönskum
skæruliðum í héraðinu Kasmír,
eins og haldið hefur verið fram í
pakistönskum fjölmiðlum.
„Pakistan er ekki óvinur okk-
ar,“ sagði Peres. „Ég neita því al-
gjörlega. Ísrael tekur ekki þátt í
átökunum í Kasmír. ■
Alltaf ód‡rast á netinu
Breytanlegur farseðill!
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
22
35
0
1
0/
20
03
AUGA LUNDÚNA
Parísarhjól Kínverja verður næstum helm-
ingi stærra en Lundúnaaugað, stærsta par-
ísarhjól heims í dag. Þvermál þess er 132
metrar en hjól Kínverjanna verður 210
metrar í þvermál.
Kína:
Risa parísar-
hjól
PEKÍNG, AP Kínverjar ætla að reisa
heimsins stærsta parísarhjól. Það
verðru byggt í Pekíng í tengslum
við Ólympíuleikana sem haldnir
verða í borginni árið 2008. París-
arhjól Pekíngbúa verður 210
metrar í þvermál og getur sam-
tímis flutt 720 farþega.
Til samanburðar er þvermál
parísarhjóla Lundúna, „Auga
Lundúna“ aðeins 132 metrar í
þvermál.
Byrjað verður að reisa hjólið
árið 2007 og er áætlaður kostnað-
ur um 100 milljónir dollara eða
nálægt 7,7 milljörðum króna. ■
FYRIRSÁT VERÐUR TVEIMUR AÐ
BANA Tveir bandarískir hermenn
voru drepnir og einn særðist í
fyrirsáti norður af Bagdad í gær.
RÁÐIST Á BÍLALEST Ráðist var á
bílalest bandaríska hersins í
Fallujah með þeim afleiðingum
að nokkur farartæki sprungu í
loft upp. Engin meiðsl er talin
hafa orðið á fólki.
HANDSPRENGJUÁRÁS Þrír Írakar
létust í handsprengjuárás sem
beint var gegn bandarískum her-
mönnum í Hawija norður af
Bagdad.
Bush útilokar griðasáttmála við Norður-Kóreu:
Neitar að til standi
að ráðast á landið
BUSH Í TAÍLANDI
George Bush Bandaríkjaforseti er staddur í
Taílandi á ráðstefnu ásamt leiðtogum Asíu-
ríkja. Meðal umræðuefna er spennan milli
Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.
Íslendingabók er forsenda fyrir rannsóknum sem benda til að erfþættir
krabbameins flytji aukna áhættu á milli kynslóða. Vonanst er til að inn-
an fárra ára verði komin tæki sem spá um líkur á krabbameini.
TENGSL Á MILLI MISMUNANDI TEGUNDA KRABBAMEINS
Ættingi þess sem fær krabbamein í blöðruhálsi getur verið í aukinni áhættu
á að fá krabbamein í nýru.
■
Í ljós kom að
áhættan virðist
ekki bundin við
eina tegund
krabbameins
MÚSAFARALDUR „Það eru vandræði
með mýs alls staðar á landinu,
mikið meira en vanalegt er,“ seg-
ir Jóhannes Þór Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Meindýravarna
Suðurlands.
Jóhannes segir að þar sem síð-
asti vetur var mildur voru afföll
músa lítil og stór stofn lifði af
veturinn. Þá hefur líka einstak-
lega góð fræ- og kornuppskera í
sumar mikið að segja því það er
þeirra aðalfæða og um leið valda
þær uppskerunni miklum skaða.
Hann segir að núna kvarti
fólk sérstaklega mikið yfir því
að mýsnar fari í bílana og skem-
mi þá mikið. Þær eyðileggi raf-
kerfið, fari í klæðninguna, sætin
og hanskahólfið. Mýsnar koma
líka inn í hýbýli fólks í ætisleit.
Jóhannes segir að þeir vinni
mikið á músunum með eitri en
líka með ýmsum tólum og tækj-
um. „Hér á Selfossi er ég með
einu verslunina sem að sérhæfir
sig í meindýravörnum hér á
landi.“
Hann telur að veturinn eigi
eftir að vera mjög slæmur. „Hins
vegar ef veturinn verður mildur
og góður verður fólk lítið
vart við músagang
sem verður þá
enn meiri á
næsta ári.“ ■
Mikið að gera hjá meindýraeyðum:
Músafaraldur
eftir mildan vetur
MÚS
Stór músastofn lifði
veturinn af .