Tíminn - 01.08.1971, Page 3
/
SUNNXJDAGUR 1. ágúst 1971
TÍMINN
15
Magnús H. Gíslason, Frostastöðum:
abýlon við vötnin ströng'
Gísli skáld Brynjólfsson orti
ýmis góS kvæði á sinni tíS, þótt
ekki sé hann talinn meSal stór-
skálda þjóðarinnar. Það kvæði,
sem talið er að lyft hafi orðstír
hans hæst, nefnist Grátur
Jakobs yfir Rakel. Er almennt
álitið, og efalaust með réttu, að
kvæðið sé sorgaróður skáldsins
vegna missis æsku-unnustu þess,
sem yar öðrum manni gefin.
Undanfarið hefur maður
nokkur, Styrmir Gunnarsson að
nafni, gerzt fyrirferðarmikill á
síðum Mbl. og er mjög ekka-
þrunginn. Hann er þar að
harma það fyrirbæri, sem með
nokkrum hætti var hans Rakel,
viðreisnarstjórnina. Mikill mun
nr er þó á þessum tveimur „eft-
irmælum". Er hann ekki aðeins
fólginn í því, að Grátur Gísla
er í bundnu máli en Styrmis í
óbundnu, heldur hallast einnig
mjög á um orðfæri og andagift.
Grátur Gísla var lærður og
mufiaður lengi af mörgum. Grát
Styrmis man enginn að kvöldi,
sem hefur lesið hann að morgni.
Ég tel það þó ekki með öllu
maklegt. Mér finnst t.d. að síð-
asta hugvekja Styrmis spegli
það vel geðsmuni Mbl-manna
þessa dagana að hún verðskuldi
að á henni sé vakin athygli.
Sagt er að sumir menn, sem
miður vel hafa hegðað sér í
lifanda lífi, eigi stundum erfitt
með að átta sig á og sætta sig
við þau umskipti, sem óhjá-
kvæmilega verða þegar flutt er
á milli tilverusviða. Svo fer
þeim Mbl-mönnum. Þeim geng-
ur illa að glöggva sig á að þjóð-
in skuli ekki telja sjálfsagt að
stjórnarráðsskrifstofurnar séu
vinnustofur viðreisnarráðherr-
anna ævilangt. Þó er eins og
einhver pólitískur banagrunur
hafi búið með þeim stjórnar-
liðum því ekki vildu þeir hætta
á að verða höndum seinni að
skipa menn í nokkur þýðingar-
mikil embætti, þar á meðal
sendiherra, og er ekki um að
fást, segir Moggi, því slíkar
ráðstafanir heyri bara til dag-
legum stjórnarstörfum.
En nú hefur stjórnarmyndun-
im hinsvegar tekizt. Sú stað-
reynd verður ekki umflúin. Og
þá er að reyna að hugga sig við
það, að með vinstri stjórninni
sé aðeins tjaldað til einnar næt-
»r, bráðum komi betri tíð með
efóm í haga, þjóðin geti ekki
'lengi án umhyggju íhaldsins og
forsjár verið. Skyldi þessa menn
aldrei geta rennt grun í það, að
þeir eru af fáum taldir ómiss-
andi nema sjálfum þeim?
En víkjum nú nánar að gráti
Styrmis. Hann eyðir miklu máli
i að skýra frá ný-afstöðn-
um stjórnarmyndunarviðræðum,
rétt eins og enginn sé þeim
málum kunnugri en hann né
líklegri til þess að segja rétt
og trúverðuglega frá, — og
verður þó ekki á milli séð
hvort muni fjarstæðara. Reynt
er að sýna fram á, að myndun
vinstri stjórnarinnar séu eins-
konar þjóðsvik. Segir um það
m.a.:
„Engum flokki kom til hugar
að setja það á oddinn í kosn-
ingabaráttunni að mynda ætti
vinstri stjórn að kosningunum
loknum“.........Islenzkir kjós-
endur voru ekki að greiða at-
kvæði með vinstri stjórn í kosn-
ingunum 13. júní“. ........
Þjöðin veitti ekkert umboð til
vinstri stjórnar þótt hún vildi
augljóslega breytingu á stjórn
landsins“.
Þetta er enginn smáræðis
vísdómur. Veit ekki þessi Mbl-
ritstjóri það, sem allir aðrir
kjósendur í landinu vita, að síð-
ustu alþingiskosningar snérust
um tvö megin atriði? Annars-
vegar hvort fara ætti leið þá-
verandi stjórnar eða stjórnar-
andstöðu til lausnar á land-
helgismálinu, hinsvegar hvort
taka ætti upp nýja stefnu í inn-
anlandsmáium. Landhelgismálið
varð ekki leyst í anda stjórnar-
andstöðunnar nema því aðeins
að flokkar hennar fengju meiri
hluta í alþingi og mynduðu
stjórn. Þetta var kjósendum full
ljóst og víst er, að einmitt af-
staða flokkanna til landhelgis-
málsins hefur átt veigamikinn
þátt í úrslitum kosninganna.
Eða er aðstoðarritstjórinn að
gefa í skyn, að Sjálfstæðisflokk
uxínn hafi verið til með að
verzla með landhelgismálið
gegn því að fá að vera áfram
við völd? Ekki veit ég til, að
það hafi verið látið uppskátt
fyrir kosningar. Afstaðan til
landhelgismálsins ein skuldbatt
beinlínis stjórnarandstöðuflokk
ana þáverandi til þess að mynda
ríkisstjórn, fengju þeir til þess
bolmagn, þótt ekkert annað
hefði komið til. En á fleira var
að líta. Stjórnarandstaðan var
á einu máli um, að margt hefði
gengið úrskeiðis hjá fyrrver-
andi ríkisstjórn og stefna henn-
ar í veigamiklum málum bein-
■ línis röng. Einnig af þeirri
ástæðu var tilraun til stjórnar-
myndunar af hennarhálfu sjálf
sögð, úr því að þingstyrkur var
fyrir hendi. Eða hvað halda
menn að sungið hefði í Mbl. ef
myndun vinstri stjórnar hefði
ekki verið reynd, eða mistek-
izt? Þá hefðu það heitið svik
við kjósendur. Vinstri flokkarn-
ir hefðu lofað breyttri stjórn-
arstefnu en kæmu sér svo ekki
saman um nein úrræði. Það er
nefnilega öðru vísi talað í sól-
skini en rigningu á þeim bæ.
Alþbl. skoðar þetta mál hins-
vegar eðlilegum augum þegar
það sefiir svo 22. júní, s.l.:
„Þeir, sem fyrjr kosningar
gátu staðið saman um að gefa
ákveðin loforð til lausnar á
stærstu viðfangsefnum stjórn-
málanna og unnu kosningarnar
með tilstyrk þeirra loforða,
eiga eðlilega að taka við stjórn-
artaumunum og efna sín loforð
við þjóðina. Annað væru hreih
svik og ömurleg uppgjöf af
þeirra hálfu."
Þetta er hárrétt hjá Alþýðu-
blaðinu.
Öll þjóðsvikabrígzl Styrmis
Gunnarssonar vegna myndunar
vinstri stjórnarinnar eru aðeins
fáránlegir hugarórar manns,
sem veit að íhaldið hefur beðið
ósigur af því að þjóðin var orð-
in þreytt á stjórn þess, og kvíð-
ir nú kuldanum utan dyra.
St. G. hefur þungar áhyggj-
uraf því, sem hann nefnir
reynsluleysi ráðherrann. Hon-
um sýnist það ekki álitleg ríkis-
stjórn þar sem aðeins tveir
ráðherrar af sjö hafa áður
gengt ráðherraembættum. Hlut
falla „reyndra ráðherra í nýrri
ríkisstjórn á Islandi hefur raun
er ekki ávallt verið stórum
Magnús H. Gíslason
stærra en nti og ekki komið að
sök. Mannaskipti í störfum hjá
okkur fslendingum eru einmitt
of fátíð. Menn hítna oft og
einatt miklu lengur í sömu
störfum en þeir ættu að gera,
til tjóns bæði fyrir sjálfa þá
og hina, sem starfanna eiga að
njóta. Hér þarf að vera meiri
hreyfanleiki. Nýir menn eru lík
legir til þess að færa með sér
ný viðhorf, ferskari tök. Venju
bundin viðhorf og vinnubrögð
geta verið góð en einnig viðsjár
verð. Og engin vá mun fyrir
dyrum þótt annar og frískari
andblær fái nú að leika um
ráðuneytin en þar hefur rjkt
um sinn.
Kátlegt er flaður St.G. upp
um Hannibal og hans fólk.
Fyrst eftir kosningarnar gerði
íhaldið sér að vísu vonir um
að Hannibal mundi bjarga við
reisnarstjórninni. Sá þanka-
gangur hlaut þó að byggjast á
því, að Selárdalsbónda væri
ekki sérlega fast í hendi með
að efna það kosningaloforð
sitt, að stuðla að myndun
vinstri stjómar. Það reyndist
falsvon. Þá er reynt að slá á
þá strengi, að Hannibal hafið
látið hlunnfara sig við verk-
efnaskiptingu milli ráðherr-
anna, og spurt, hvað þéttbýlis-
flokkur hans geti hagnazt á því,
að hafa með samgöngumál að
gera. Líklega hugsar Hannibal
eitthvað öðru vísi en Styrmir.
Ef til vill telur hann ekki einsk
is vert að vinna að þörfum
málum án þess að hagnast á
því flokkslega? Mikilla átaka
er þörf í samgöngumálum víðs
vegar um land, þótt menn suð-
ur í Morgunblaðshöll virðist
ekki hafa mikla hugmynd um
það. Vel kynni svo að fara, að
samgöngumálaráðherra tæki
þar rösklega til höndum, að
einhverjir myndu honum það,
ekki bara persónulega heldur
einnig flokkslega. Ég hygg að
St.G. eigi fáa skoðanabræður
um það, — jafnvel í sínum
eigin flokki, — að telja mennta
málin meðal þýðingarminni við
fangsefna, ef taka má mark á
því, hvaða sess flokksbræður
hans skipuðu þeim í á sínum
síðasta landsfundi. Er og mála
sannast, að víða er umbóta
þörf í þessu þjóðfélagi en
óvíða meiri en í menntamál-
um. Varla verða félagsmál
heldur talin meðal minnihátt-
ar viðfangsefna. Sjálfsagt vill
St.G. Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna vel, en trúlega
taka þau þó með allri varúð
leiðbeiningaþjónustu Morgun-
blaðsmanna.
Hér að framan hefur verið
vikið að þremur atriðum í
grein St.G. Þó er ekkert þeirra
hinn raunvcrulegi undirtónn
greinarinnar. Hann er ofinn úr
tveimur megin þáttum: Trega
og svartsýni. „Hvert ertu farin
hin fagra og blíða?“. StG. harm
ar það, að viðreisnarstjómin
Framhald á bls. 18.
Hélduð þér að þessi mynd
væri frá Austurlöndum?
Nei, það er hún ekki. En'hún er á leiðinni þangað. Myndin er frá »Tívólí« hinum
óviðjafnanlega skemmtistað Kaupmannahafnar. Á 12 klukkustundum komizt þér hins
vegar med SAS til fjarlægra Austurlanda.Fljótustu ferðirnar til Asíulanda og til Ástralíu.
Frá Kaupmannahöfn eru úrvals flugsamgöngur til allra átta. En e.t.v. er förinni ekki
heitið nema til Hafnar? Hvort sem þér ætlið langteða skammt með SAS reynum við að
gera yður til hæfis. Þjónusta, það er okkar starf. Frá Keflavík beint til Kaupmannahaf-
nar kl. 17.25 á mánudögum og fimmtudögum. Farseðlar hjá ferðaskrifstofunum og hjá
x/r
Iaugavegi 3 sími 21199
SCASDISAVfAJV AffUfSCS