Tíminn - 01.08.1971, Page 4

Tíminn - 01.08.1971, Page 4
TÍMINN SUNNUDGUR 1. ágúst 1971 Í6 HALL CAINE: GLATAÐI SONURINN 33 en svo ofsalega, Óskar hafði gert sitt bezta til að hlæja ekki, en svo réði hann ekki lengur við sig og hló eins hátt og Helga. Svip- ur Þóru varð aumkunarlegur, svo sagði hún hálf brostnum rómi: — Af hverju ertu að hlæja, Óskar, — Kæra bam, — sagði Óskar, Helga hló enn og sagði: — Hún er alveg eins og hatta- saumakona. — Nei, alls ekki, þetta er bara ekki Þóra, hún er indæl íslenzk stúlka, töfrar hennar eru einmitt fólgnir í, hvað hún er látlaus, en þetta... — Ég skil sagði Þóra og snéri til dyra, Óskar gekk í veg fyrir hana, en hún ýtti honum til hlið- ar, hún rak upp vein eins og sært dýr, hún fór upp stigann hægum skrefum, hún klæddi sig úr er- lenda búningnum, setti hann of- an í öskjurnar og ýtti þeim und- ir rúmið sitt, hún tárfelldi og þurrkaði sér um augun. Nú vissi hún loks, hvaða álit Óskar hafði á henni, í hans augum var hún bara blá.tt áfram íslenzk stúlka, það var allt og sumt, það var Helga, sem hann elskaði. Þegar dyrnar lokuðust að baki Þóru, sneri Oskar sér að Helgu og sagði: — Hvað í ósköpunum gengur að hcnni? — Skilurðu ]),að ekki? — Nei. — En hvað .þessir gáfuðu pilt- ar geta verið blindir, ég get skýrt málið fyrir þér með þrem orðum. — Gerðu það þá. — Þóra er afbrýðisöm. — Þú meinar það ekki? — Helga roðnaði og leit framan í Óskar, hið óvænta hafði raunveru- lega gerzt, því Óskar fann dular- fulla strauma fara um líkama sinn. 6. Kafli. Þá nótt svaf Óskar illa, í tvo mánuði hafði hann lifað í eins konar töfragarði, þar sem' ilmur blómanna hafði slævt skilningar- vit hans, nú var hann loks að vakna og mæta fyrir dómstóli sjálfsmeðvitundar, þar sem hann var bæði dómari og sakborningur, hann spurði og svaraði uggvæn- legra spurninga. — Hefur Þóra ástæðu til af- brýði? — Nei, jú, ég hef sjálfsagt sýnt henni hugsunarleysi og van- rækslu. — Elska ég Helgu? — Ja, ég dáist að fegurð henn- ar og gáfum. — Elska ég hana þá ekki? — Mér líður vel með henni, hún er svo vel gefinn og við eig- um svo mörg sameiginleg áhuga- mál. — Ef ég elska Helgu ekki, því hætti ég ckki að vera með henni öllum stundum, heldur en horfa á Þóru kveljast? — Það get ég ekki. — Þá elska ég Helgu? — Já. — Hvað þá um Þóru? — Ég vorkenni henni. — Er ég þá hættur að elska hana? — Tilfinningar mínar til Þóru eru eins og þær hafa alltaf verið. — Hefur þú þá aldrei elskað hana? — Það hélt ég. — Voru þá tilfinningar þínar til Þóru blekking? — Já, til allrar ógæfu, en ég mun ætíð hafa áhyggjur af henni. — En ég er trúlofaður henni. — Já, Guð hjálpi mér. — Hvað á ég að gera? — Ég hlýt að fylgja rödd hjarta míns, ég hef trúlofast vegna mistaka og sjálfsblekking- ar, Þóra cr góð stúlka, en getur nokkur dæmt mig fyrir að kvæn- ast henni ekki, þegar ég elska aðra konu? — En hvað um landslög, þú hefur undirritað hjúskaparsamn- ing? — Já, að vísu, en er hægt að verzla með hjörtun eins og hverja aðra vörutegund? — Ætla ég þá ekki að ganga að eiga Þóru? — Ég get það ekki, nú þegar systur hennar er komin til sög- unnar, veit ég, að ég elska Þóru ekki. — Get ég horft upp á að hjarta Þóru bresti? — Nei, þá vil ég heldur líða sjálfur. — Það versta, er að Þóra elsk- ar mig af öllu sínu hreina hjarta, og hvað verður, ef ég svík hana? — Hvað á ég að gera? — Ég sé nú, að ég verð að kvæn ast hcnni, það er skylda mín, en þá verð ég líka að lifa því, lífi sem hún er vön og það hentar mér ekki. — Ef ég svík samninginn og geng að eiga Helgu, þá finn ég, að það er líf, sem mér hæfir, Helga veitir mér innblástur og töfrar mig. — Að lifa við hlið Helgu er hið æðra líf, hitt er óæðra, ég þoli ekki að hugsa um þetta, mér er það kvöl, en hið æðra líf er helg- að eigingirni, en hitt fórn, hvort er betra? — Það skal ráða úrslitum, ég ætla að standa við samninginn, hverjar sem afleiðingarnar verða. — Um morguninn þegar Óskar vaknaði af óværum svefni, fannst honum að hann yrði að standa við gefin heit og fórna sér, hann varð að uppræta ást sína til Helgu og segja skilið við tónlistina, hann varð að gera skyldu sína, hann felldi nokkur tár, en hann var stoltur af fórn þeirri, er hann er sunnudagurinn 1. ágúst Árdegisháflæði í Rvik kl. 00.45 Tungl í hásuðri kl. 21.03 HEILSUGÆZLA Slvsavarðstofan t Borgarspítalan- um er opin aUan sólarhrlngiita Simi 81212. SlÖkkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr Ir Reybjavík og Kópavog simi 11100 Sjúkrabtfreið t Bafnarfirði slml 51336 Tannlæknavakt er I Hellsu'’erndar stöðinnl. par sem Slysavarðstoi an vai. og er opin taugardaga o< sunnudaga kl. 9—6 e. b. — Sim 22411 Almennar upplýsingar um lækna þjónnstu 1 borginnl «ru gefnai stmsvara Læknafélags Reykiavlk ur. slml 1888b Apotek Hainartjarðar ei oplð at1 vtrka dag tra ki 9—?• a taugar dögum ki 9—2 og a sunnudöa um og ððrum nelgidögum ei 1ð fra ki 2- 4 Nætur- og helgidagavarzla lækna Neyðarvakt: Mánudaga — föstudaga 08.00 — 17.00 eingöngu í neyðartilfellum sími 11510. Kvöld-, nætur- og helgarvakt. Mánudaga — fimmtudaga 17.00 — 08.00 frá kl. 17.00 föstudag til kl. 08.00 mánudag. Sími 21230. Læknavakt í Reykjavík. 31. ágúst — 6. ágúst Vesturbæj- ar Apótek. Háaleitis Apótek. Læknavakt í Keflavik. 2. ágúst — Jón K. Jóhannsson. 3. ágúst — Arnbjörn Olafsson. OPÐSENDING Orðsending frá verkakvenna- félaginu Framsókn. Sumarferðalagið ákveðið 14. og 15. ágúst næstkomandi. Farið verður í Þjórsárdalinn um • sögustaði Njálu og fleiri staði. Gist að Eddu- hóteli Skógaskóla. Tilkynnið þátt- töku sem allra fyrst á skrifstofu félagsins, sem veitir nánari upp- lýsingar í síma 26930 — 26931. Fjölmennum og gerum ferðalagið ánægjulegt. Minningarspjöld Geðverndar- félags íslands eru afgreidd á eftirtöldum stöðum: Verzlun Magnúsar Benjamínsson- ar Veltusundi 3, Markaðinum Hafn arstræti 11 og Laugaveg 3. Minn- ingabúðinni Laugavegi 56. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema laugardaga, frá kl. 1.30 — 4. Aðgangur ókeypis. GENGISSKRÁNING Nr. 91 — 22. iúlí 1971 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 212,65 213,15 1 Kanadadollar 86,20 86,40 100 Danskar kr. 1.172,10 1.174,76 100 Norskar kr. 1.237,40 1.240,20 100 Sænskar kr. .1.704,04 1.707,90 ÍOO Finnsk m. 2.101,90 2.106,68 100 Franskir fr. 1.594,00 1.597,60 100 Belg.fr. ' 177,10 177,50 100 Svissn. fr. 2.149,50 2154,40 100 Gyllini 2.472,10 2;481,50 100 V.-þýzk mörk 2.536,50 2.545,10 100 Lírur 14,10 14,14 100 Austurr, sch. 353,10 353,90 100 Escudos 308,80 309,50 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Reykningskrónur - Vöruskiptalönd 99,86 100,14 1 Reikningsdollar - Vöruskiptalönd 87.90 8,10 1 Reikníngspund — Vöruskiptalönd 210,95 211,45 IM J V, J.U Beinar útsendingar á fréttum af umferðinni, ástandi vega og fleiru, fyrir ferðafólk, frá Upplýsinga- miðstöð Umferðamála, verða á eftirtöldum tímum: Sunnudagur 1. ágúst. Kl. 13.00 Á undan þætti Jökuls Jakobssonar. Kl. 13.30—17.40 Miðdegistónleik- ar (2—3 innskot). Kl. .18.05 Á undan barnatíma. Kl. 20.35 Á eftir sænskum ljóð- um. Mánudagur 2. ágúst. Kl. 13.00—17.00 „Fyrir ferðafólk og aðra hlustendur“, þáttur Jón- asar Jónassonar, með tónlist við- tölum og fréttum frá Upplýsinga- miðstöð Umferðamála. Kl. 18.10 Eftir fréttir á ensku. Kl. 19.50 Á eftir þáttinn um Dag- inn og veginn. RIDG I leik Noregs 1 og Finnlands 1 á Norðurlandamótinu í Finnlandi á dögunum kom þetta spil fyrir. 4> ÁG V ÁG952 4 8762 * KG 4 D 10 6 4 2 «875 VKD10 8 V 764 ♦ G3 4 10 * 93 4» D 106542 A K 9 3 V 3 4 ÁKD954 4. Á 8 7 Norðmennirnir Harald Nordby og Terje Pedersen áttu í engum erf- iðleikum að ná 7 T á spil N-S með Bláa laufinu. S opnaði á 1 L — N 2 L (fimm kontról) S 2 T — N 2 Hi„ S3T — N4T, S5L — N 5 Hj. (L-K eða' einspil í L) og Norby í S stökk nú í 7 T. — tJr- spilið býður ekki upp á neina erfið* leika. Á hinu borðinu náðu Finn- arnir Heitto og Svorkko aðeins 3 gröndum! 1440 gegn 490 og 14 stig til Noregs. — * — ★ — Á Clare Benedict mótinu í ár kom þessi staða upp milli Orienter, Austurríki, sem hefur hvítt, og Toran, Spáni. Hvítur á leik og vann í örfáum leikjum. ABCDEFGH <o C4 1. Hxf6! — Rd4 2. Bg5 — Dd8 3. Hf7! — KxH 4. Dxh7f — Kf8 5. BxR — pxB 6. Hflý og svartur gafst upp. Kl. 22.00 Eftir fréttir. Kl. 22.30 1 danslögum. Upplýsingamiðstöð Umferðarmála MyTOWWA/ A/ZO --/VHOHASA /VAí?/?A//r £OR /£■ JVO/r £Y£ CA/VAÍ/Sr £>£lAy £ASl£ 7A/0A' ZC/VS £//OUG//— WA/T/ £/£ST £AGi£ _ TAIO/Z, /Af/JST G/V£ yVOLF £y£,/£T/A£T/?y 70 A "M£P/C//Z£" TO you& , C/SAMA//0 S£/Y //Jsr/?UM£/ZTSf Úlfsauga, þú hefur gert mikið fyrir Dá- dýrshornið, en leyfðu mér nú að reyna svolítið nýtt til þess að bjarga lífi höfð- ingjans. — Ég get ckki ncitað Arnar- klónni um þetta, en ég vcrð að tefja fyrir honum, þar til sýslumaðurinn kemur aftur. — Þú hefur á réttu að standa Tonto, Aðstoðarmaður Úlfsauga virðist flýta sér ótrúlega mikið. Við skulum komast að því, hvert ferð hans er heitið. — Með því að stytta mér leið yfir hæðirnar ætti ég að geta verið kom- inn nógu snemma með sýslumanninn til þess að handtaka Arnarklónna. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIIIIIIllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIHIIllimillllllHIIHIIIIIIIIIIIHIIIIMIIIIIIIIUIHIIIIIHimillllllllllllimHIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillllllllHIIIIIIIIIHHIUIIIIimillllllllllllllllllllMIIHiHIHIHB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.