Tíminn - 30.11.1971, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. nóvember 1971
TÍMINN i
GEFJUN AKÚREYRI
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Á laugardag var slökkviliðið
kvatt að sumarbústað við Rauða-
vatn. Var allmikill eldur í bú-
staðnum og þótt tækist að slökkva
hann, er húsið ónýtt. Enginn bjó
í bústaðnum þegar eldurinn kom
upp og er talið víst að kveikt hafi
verið í honum.
Eldurinn kviknaði niðri við
gólf inni í húsinu og hefur auðsjá-
anlega verið kveikt þar í ein-
hverju rusli. Ekk. t rafmagn var
í bústaðnum. Hafi einhver orð-
ið var mannaferða við umrædd
an sumarbústað um það bil sem
eldurinn kom upp, er viðkomandi
vinsamlegast beðinn að hafa sam
band við rannsóknarlögregluna í
"O nirVí ot'ÍIt
DRALON sængin fæst í þrem stæroum
og er fyllt með fjaðurmagnaöri
DRALON kembu frá Bayer.
DRALON SÆNG — LÉTT OG HLÝ
DRALON SÆNG —-
Á SANNGJÖRNU VERÐI .■
BAYER
Urvals tref/aefni
heim, og er Iðunn aðili að þeirri
samvinnu hér á landi. Báðar bæk
urnar eru prýddar stórum mjög
fallegum litprentuðum teikning-
um. Þær eru prentaðar á sér-
staka gerð pappírs og er allur
frágangur þeirra hinn vandaðasti.
Söguþráðurinn er við hæfi yngstu
barnanna og sjálfar bækurnar eru
„hreinasta augnayndi“ eins og
einn gagnrýnandinn hefur komizt
að orði og hentar því einnig börn-
um scm lítið eða ekki eru orðin
læs.
Bækurnar eru eftir Mariette
Vanhalewijn en mýndirnar teikn-
aði Jaklien Moerman. Þýðandi er
Örnólfur Thorlacius.
Komnar eru út á vegum IÐUNN
AR tvær nýjar barnabækur: Prin-
sessan sem átti 365 kjóla og Litla
nornin Nanna. Hollenzkt fyrirtæki,
sem stendur mjög framarlega í
bókagerð framleiðir þessar bækur
fyrir útgefendur , víðs vegar um
Kveikt í
sumarbústað
Fyrstu þrjár skákir
Alékhínmótsins
Fyrstu skák mótsins lauk
friðsamlega. Rúmenski stór-
meistarinn F. Gheorghiu og
W. Uhlmann frá DDR sættust
á jafntefli, eftir að þeir höfðu
skipt upp megninu af mönn
um sínum.
Tékkneski stórmeistarinn V.
Hort tafðist einhvers staðar á
leiðinni og seinkaði í fyrstu
umferðina. Mótherji hans, Sovét
meistarinn V. Savon varð því
að yfirgefa sviðið um stundar
sakir og taka sér sæti meðal
áhorfenda. í fyrstu var hann
að sjálfsögðu dálítið mæddur
yfir þessu, en áttaði sig fljótt
á því, að hann hafði að vissu
leyti haft heppnina með sér.
Þótt þetta væri fyrsta umferð,
var slík orrahríð á flestum
borðum, að sjaldséð mætti
kalla í lok stórmóta.
Sovétmenn mættu erlendum
stórmeisturum á fjórum borð-
um. M. Tal ofþreytti sig greini
lega við að athuga leikfléttu-
möguleika í skák sinni við
íslenzka stórmeistarann Frið
rik Ölafsson, varð á gróf yfir
sjón og mátti slíðra sverð sitt.
Friðrik Ólafsson varð þannig
fyrsti sigurvegari mótsins.
R. Byrne knúði J. Balasjov
til uppgjafar. Bandaríski stór-
meistarinn náði óvenju sterkri
sókn og lauk skákinni með
nokkrum stórfallegum leikjum.
í skákinni B. Parma — A.
Karpov virtist um tíma sem
hamingjan væri að snúast á
sveif með Júgóslafanum, en
Karpov varðist eins og ljón, og
í biðskákinni má Parma hafa
sig allan við að forða tapi.'
Skák þeirra L. Legyels og
B. Spasskís fór í bið. Greini-
legt var, að heimsmeistarinn
tefldi til vinnings frá fyrsta
leik.
í skákum Sovétmanna inn-
byrðis var einnig líf
í tuskunum. V. Smyslov réðst
hart að V. Túkmakov og á
unna biðskák. T. Petrosjan
vann V. Kortsjnoj harða
viðureign.
Hér koma svo sigurskákir
umferðarinnar:
V. Kortsjnoj — T. Petrosjan
Drottningarbragð.
1, c4 c6 2. d4 d5 3. Rf3 Rf6
4. Rc3 e6 5. Db3 De7 6. Bg5
Rbd7 7. e3 0—0 8. Bd3 b6 9.
0—0 Bb7 10. Hfdl Kh,8 11. Ha
cl Re8 12. Bxe7 Dxe7 13. cd ed
14. Da4 Rd6 15. Da3 Hae8 16
Hel f5 17. Re5 Rxe5 18. de Dx
e5 19. Dxa7 d4 20. f4 Df6 21.
Rdl Dd8 22.He2 c5 23. ed c4
24. Hxe8 Hxe8 25. Bfl Hel
26. Da3 Re4 27. d5 Rd2 28.
Kf2 Hxflf 29. Ke2 Bxd5 30.
De3 c3.
Hvítur gaf.
R. Byrne — J. Balasjov.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. rf3 d6 3. d4 cd
4. R:d4 Rf6 5. Rc3 a6 6. ce3
e5 7. Rb3 Be6 8. Dd2 Rd7 9.
f3 Be7 10. 0—0—0 Hac8 11.
g4 Rb6 12. g5 Rfd7 13. Hhgl
Dc7 14. Kbl Rc4 15. B:c4 D:c4
16. h4 b5 17. Dg2 b4 18. Rd5
Bd8 19. f4 f5 20. gf gf 21. fe de
22. Bh6 f5 23. ef B:f5 24. Rd4
D:d4 25. H:d4 H:c2 26. Rc7 B:
c7 27. Da8f Ke7 28. Svartur gaf.
F. Ólafsson — M. Tal.
Indversk vörn.
1, d4 Rf6 2. c4 c5 3. Rf3
Bd4. 4. R:d4 e6 5. Rc3 Bb4 6.
Rb5 0—0 7. a3 B:c3t 8. R:c3 d5
9. Bg5 h6 10. B:f6 D:f6 11. e3
Hd8 12. cd ed 13. Dd4 Dg5 14.
h4 Df5 15. Bd3 De6 16. 0—0—0
Rc6 17. Df4 d4 18. ed
H:d4 19. Dc7 Bd7 20. Hhel
Df6 21. He4 Hc8 22. D=c8t.
Svartur gaf.
D. Bronstein, 'alþjóðlegur stór-
meistari. — APN.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
í fjórðu umferð á Alékín-
mótinu gerði Friðrik jafutefli
við Karpov, og er því með 2
vinninga, en efsti maður með
3 vinninga.
Tvær fallegar barnabækur
IGóðar vonir glæðast
Sáttanefnd hefur undanfar
ið setið sleitulaust á fundum
með deiluaðilum í kjaradeil-
unni. Fundur stóð til kl. 2 í
fyrrinótt og áfram var haldið
að þæfa kl. 10 í gærmorgun. Á
fundinum í fyrrinótt jukust
sem betur fer mjög líkur á
því, að ekki þurfi að koma til
langvinnra verkfalla í jólamán
uðinum. Á þeim fundi varð
ejlamkomulag miíli deiluaðála
um að fresta um sinn viðræð
um um allar sérkröfur aðildar
Ifélaga ASÍ. Það þýðir að nægj
anlegt verður að ná samkomu-
lagi um hinar sameiginlegu
kröfur ASÍ-félaganna til að af-
stýra verkfalli í desembermán
uði.
Almenningur er mjög ugg-
andi vegna yfirvofandi verk-
falls, enda er þetta viðkvæm
asti mánuður ársins, hvað
vinnudeilur snertir, og mundi
það hafa geysileg áhrif á allt
heimilishald og jólahald, ef
svo hörmulega tækist til að
verkfall skylli á. Óskir allra
góðra manna beinast nú að því
að allir aðilar sýni ýtrasta sam
komulagsvilja, taki mið af
stefnuyfirlýsingum og fyrirheit
um ríkisstjórnarinnar, og
tryggi vMinufrið á aðventu.
Misjafn er með-
göngutíminn
Það hefur verið einkenni
meirihluta SjálfstæSisflokksins
í borgarstjórn Reykjavíkur
ag vísa frá eða fella,allar til-
lögur minnihlutaflokkanna þar.
Gildir þá einu, að því er virð-
ist, hver málefnin eru. Tillögur
minnihlutans getur meirihlut-
inn ekki samþykkt. Þetta þýð
ir ekki að minnihlutinn
geti ekki kuú'5 fram ýmsar
umbætur. Minníhlutinn hefur
Iað vísu ekki aðstöðu til að
sýna vilja sinn öðru vísi en
með tillöguflutningi í borgar-
| stjórninni. Meirihlutinn getur
1 hi.ns vegar sýnt vilja sinn í
i verki. Eðlilegt er því að tillög
ur minnihlutans beinist að því
að benda á, hvar taka þarf til
hendinni, hvar séu óunnin nauð
synleg og brýn verkefni. Vak
andi áhugi almennings á
málefnum þeún, sem tekin eru
til möðferðar í borgarstjórn,
getur þá ráðið úrslitum um það,
Ihvort og hvenær mikilvæg hags
munamál borgaranna komast
til framkvæmda. Finni tillögur
minnihlutans hljómgrunn meðal
almennings, mun meiri
hlutanum ekki verða stætt á
því að leggjast á mál árum sam
an. Þegar almenningsálitið er
nógu upplýst og sterkt með ein-
hverju framfaramáli verður
það ekki stöðvað, hver sem sá
er, sem hefur verið upphafs-
maður málsins eða formað það
í tillöguform. Það er m.a. af
þessum ástæðum, sem stjórnar-
Íandstaða í lýðræðisskipulagi er
svo mikilvæg. Án stjórnarand
Í stöðu stenzt lýðræðisskipulagið
| ekki og jákvæð stjórnarand-
: staða þokar framfaramálum
áleiðis, jafnvel þótt staðnaðir
menn fari með meirihluta-
stjórn í lýðræðissamfélagi.
Undir þetta lögmál verða
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
j Reykjavíkur líka að beygja sig,
1 Framrald á bls. 14.