Tíminn - 30.11.1971, Side 16
I
Biskupinn yfir Islandi vígði Bústaðakirkju á sunnudaginn. Þá var þessi m ynd tekin í kirkjunni, og sést hér ofan af söngpallinum og niður yfir
kirkjuna. (Tímamynd Gunnar)
60 þús. getraunaseðlar seldust
BEKKUR í UNDARGOTUSKÚLA MEÐ12 RÉTTA
Þriðjudagur 30. nóv. 1971
Júgóslavar
leika í kvöld
og á miðv.dag
KJ—Reykjavík, mánudag.
Júgóslavneska handknattleiks-
liðið kom til landsins í dag, og
hófusí. þá þegar samningaumleit-
aínir við liðið, um að flýta leikj
unum tveim sem fyrirhugaðir
voru. Er þetta gert vegna ótta
við verkföll, svo Júgóslavarnir lok
ist ekki hér inni. Samningar tók-
ust um að fyrri leikur íslands og
Júgóslavíu fari fram annað kvöld,
þriðjudagskvöld, og sá síðari á
miðvikudagskvöld. Forsala að-
göngumiða hefst í Laugardalshöll
inni klukkan fimrn á þriðjudag.
Sprenging í
rúgbrauðs-
gerðinní
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Mikil sprenging varð í Rúg-
brauðsgerðinni við Borgartún
laust fyrir hádegi í dag. Sprakk
ketill í kyndiklefa. Rúður úr
tveim stórum gluggum splundruð
ust og lentu glerbrot á bíl, sem
leið átti framhjá og urðu skemmd-
ir á honum.
Ekkert slys varð á fólki vegna
sprengingarinnar en talsverðar
skemmdir í kyndiklefanum og
ketillinn er ónýtur.
Ágúst á Hofi, lætur flest flakka
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur sent frá sér bókina Ágúst
á Hofi lætur flest flakka, og rek
ur Ágúst B. Jónsson, fyrrum
bóndi á Hofi í Vatnsdal, lands-
kunnur frásagnarmaður, þar
ýmsar minningar af mönnum og
málefnum bæði í heimahér-
aði og annars staðar. Andrés
Kristjánsson, ritstjóri, hefur hag
rætt frásögnum Ágústs í letur.
Bókin ber undirheitið: Með stór
mennum lífsins í breiðum byggð
um.
í fyrra kom út bókin Agúst á
Hofi leysir frá skjóðunni, þar sem
Ágúst segir frá stórveldistímanum
í Vatnsdal fyrir og um aldamótin,
oippvexti sínum og búskap og
ferðum um landið þvert og endi
langt á vegum mæðiveikivarn-
anna. Sú bók átti miklum vin-
sældum að fagna.
í þessari nýju bók, sem er í
senn framhald hinnar fyrri og
alveg sjálfstæðar frásagnir, er
fyrst sagt frá hinum sérstæða og
umbrotasama sveitarbrag og
stórmannlegu átökum í Vatnsdal
á þriðja, fjórða og fimmta ára-
tugi aldarinnar, og nefnist sá
kafli: „Nú skelfur allur Vatns-
dalur.“ Þá er rakin hin sviptinga
sama stjórnmálasaga í Húnaþingi
á sama tímabili, og heitir sá
kafli „Þrjátíu ára stríðið." Þá
eru frásagnir af kynnum við
f jölda manna, greint frá sérkenni
legum atvikum, skemmtilegum
ferðum um fjöll og firnindi og í
önnur lönd, sagt frá atvikum á
bruggárunum og brugðið upp
myndum úr riki náttúrunnar.
Við þessa sögu ko<ma hundruð
kunnra manna, ekki aðeins í
Ilúnaþingi heldur víðs vegar um
land, og frásögnin úir og grúir af
ÞÓ—Reykjavík, mánudag.
Salan á getraunaseðlunum jókst
um níu þúsund frá síðustu viku —
fór í 60 þús. seðla. Sigurgeir Guð-
mannsson hjá Getraunum sagði í
viðtali við blaðið, að þeir væru að
vonum ánægðir með þessa miklu
sölu. — Síðasta vika var metvika,
fjörlegum gamansögum og kími-
legum dæmisögum úr lífinu.
Á bókarkápu segir m.a.: Og nú
lætur Ágúst flest flakka úr skjóð
unni — minningar um ferðalög
með stórhöfðingjum og vestfirzk
um konum, grannaglettur, Miðjarð
Framhald á bls. 14
sagði hann, — þá seldust 51 þús.
seðlar. f upphafi reiknuðu forráða
menn Getrauna með, að salan
myndi ekki verða miklu meira en
10 þús. á viku, en nú er hún orðin
sexfalt meiri.
Sigurgeir sagði, að fólk væri
ekki eins getspakt í þessari viku
og þeirri síðustu. Komnir voru
Hátíðasýning
Leikfélags
Keflavíkur
í kvöld heldur Leikfélag Kefla-
víkur upp á tíu ára afmæli sitt
með sýningu á leiknum Loganum
helga í Félagsbíói. Með aðalhlut-
verk fara Finnur Magnússon, Egg-
ert Ólafsson, Jónína Kristjáns-
dóttir og Guðriður Magnúsdóttir,
en leikstjóri er Albert K. Sanders.
Formaður félagsins er .Tónína
Kristjánsdóttir.
fram tveir seðlar með 12 réttum
og 30 með 11 réttum. Að þessu
sinni er potturinn 750 þús. kr. 12
réttir gefa því 260 þús. og 11
réttir 3 þúsund kr. Annan seðil-
inn með 12 réttum eiga böm í ein
um bekk Lindargötuskóla, en hinn
seðillinn er frá Vestmannaeyjum.
Andrés Kristjánsson og Ágúst á Hofi.
Fundur um Framkvæmdastofnun ríkisins
er í Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg
A almennum fundi Fram-
sóknarfélags Reykjavíkur n.k.
fimmtudag hafa framsögu um
Framk''æmdastofnunina og
önnur þingmál ríkisstjórnar-
innar alþingismennirnir Stein-
'n,u.' Hermannsson og Þórar-
inn Þórarinsson. Fundurinn
verður í Framsóknarhúsinu
við Fríkirkjuveg og hefst kl.
2C "1.
Þórarlnn
Steingrímur.
ÁRNESINGAR
Athugið, að næsta spilakvöld Framsóknarfélag
anna í Árnessýslu verðúr j félagsheimili Hruna
manna, Flúðum, föstudaginn 3. desember og
hefst kl. 21. Jón Helgason Seglbúðum flytur
ávarp. Þriðja spilakvöldið verður í Aratungu,
Biskupstungum föstudaginn 10. desember.
Verðlaun verða veitt á hverju spilakvöldi, og
auk þess heildarvcrðlaun að þriggja kvölda
keppni lokinni.
EVINRUDE
ÓLMUM HESTUM
í ÆVIIITÝRALEIT!
Léttur sem fis, sterkur sem björn
Nylonstyrkt belti, sem endast og endast.
Tvö Ijós lýsa betur en eitt
Lokaðar sjálfsmurðar legur
Sjálfskiptur með diskabremsu
Ö ÞORHF ©
■ Armúla11 Skólavörðust.25_
ÁGÚST Á H0FILÆT-
UR FLEST FLAKKA
Andrés Kristjánsson hagræddi