Tíminn - 10.01.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.01.1973, Blaðsíða 9
TÍMINN 9 í höfn á eynni liggur ferjan: „Ellis Island”, sem i 50 ára þjónustu sinni flutti milljónir inn- flytjenda frá EIIis ey til virkisins á suðurodda Manhattan. Áöur en henni var lagt, 29. okt. 1954 hafði hún siglt meira en milljón sjómilur i New York-höfn. í ágúst 1968 sökk ferjan þar sem hún lá við hafnargarðinn. Á milliþilfari á skipinu .JVesternland" eign Red star skipafélagsins, sem var notað tii fólks- flutninga vestur um haf laust fyrir aldajnótin. Fólksflutningar yfir Átlantshaf voru um langa hrið mikill atvinnu- og peningagjafi stórum sérhæfðum félögum — milli 1850 og 1920 fluttust um 40 millj. Evrópubúa vestur um haf. vandræðaástandi, sem rikti i inn- flytjendabúðunum á Manhattan. Greinargerð hans: „Hvernig hin helftin lifði" kom út 1890. bar þvingaði hann yfirvöld til aðgerða með þvi að sýna fjölmörg dæmi, sem afhjúpuðu ástandið eins og það var. Um aldamótin reis upp hópur heimildaljósmyndara með Riis i fararbroddi. Þessi hópur lagði alla áherzlu á aö sýna óréttlætið i samfélaginu og skuggahliðar lifsins; ljósmyndun, sem var eins konar þverskurður af göturæsinu og var alls ólik þeirri ljósmynda- list, sem var fram borin á ár- legum sýningum. Það var þvi hálf öld liðin frá þvi ljósmyndavélin var upp fundin, áður en nokkur ljósmyndari komst að raun um, að hægt var að nota hana sem áhrifamikið vopn i baráttunni fyrir þjóðfélagslegum umbótum. Einhliða fagurfræðilegt mat á ljósmyndun gerði það þó að verk- um, að margar af ádeilumyndum þessa tima litu aldrei dagsins ljós eða voru eyðilagðar. Þrátt fyrir það hafa allmargar heimilda- myndir verið dregnar fram i dagsljósið i Bandarikjunum á siðustu árum. Á þeim má með grófu raunsæi lita þann tima, er grundvöllurinn að nútima stór- veldi var lagður með milljónum innflytjenda. Mjög fáar myndir sýna heimanbúnað og brottför frá gamla heiminum, eða kannski er þær fjölmargar að finna, þar sem þær liggja gleymdar i kjöllurum og skúmaskotum. Á fyrstu árum vesturferðanna tók Atlantshafssiglingin oft á annað mánuð, og stundum allt að þrem mánuðum. Farþegarnir ferðuðust þá i lestinni. Siðar urðu flutningarnir að stór-atvinnuvegi, og sérstök farþegaflutningaskip voru smiðuð. Fyrsta gufuskipið, sem sigldi yfir Atlantshaf, var Savannah, árið 1818,og var það 27 daga á leiðinni. Reyndar hafði það segl til hjálpar hjólunum. Hjólagufu- skipið „Liverpool” fór sina fyrstu ferð frá Englandi til New York 1838 á 20 dögum, en það var fyrst eftir 1860 sem gufuskip voru tekin til hópflutninga á fátækum út- flytjendum. Þeir bjuggu við eigin kost, elduðu mat á dekki og var troðið i klefa, þar sem þeir gátu sig varla hrært sökum þrengsla. Úldið vatn og kjöt orsökuðu veik- indi og harðræði, og allmargir þoldu ekki vosbbðina um borð og gáfu upp öndina. Milli 1855 og 1934 fóru meira en 20 milljónir innflytjenda um bandariskar hafnir. ! upphafi 20. aldar var tala þeirra um 1 milljón árlega, t.d. voru 1.285.349 skráðir á innflytjendaskrifstofunum árið 1907. 1 móttökunni á Ellis eyju unnu starfsmenn á tviskiptum vöktum alla daga vikunnar. Oft bar það við, að 5.000 innflytjendur væru afgreiddir á dag. Fjölmörg einkafyrirtæki græddu vel á mat- sölu og annarri þjónustu þeim til handa, sem rétt voru af hafi komnir. Þar var viða mikla spill- ingu og hvers konar rotnun að finna, en á þvi var fyrst ráðin nokkur bót i byrjun aldarinnar, er Theodore Roosevelt skipaði ungan málafærslumann, William Williams, yfirmann á Ellis eyju. „Sótthreinsun" hans á staðnum tókst vel, þó að aldrei yrði öll rotnun upphafin. Margir höfðu orðið að færa stórar fo'rnir við undirbúning ferðarinnar yfir hafið. Flestir höfðu selt hús sitt og búslóð á upp- boði ásamt öðrum eignum. En^ það var langt i frá, að allir erfið- leikar væru á burt um leið og við- komandi festi fót á Ellis eyju. Þar var alltaf tfndur úr stór hópur anarkista og kommúnista ásamt sjúkum og fötluðum. Þessi úrtin- ingur yfirvaldanna var siðan sendur til baka með fyrstu ferð. Hefði einhverrar veiki orðiðvartá leiöinni, var allur hópurinn settur i sóttkvi á Hoffman eyju. Aðrir voru kyrrsettir, þar til ljóst varð, hvort að vinnuráðningar, sem þeir höfðu gengizt undir, gegn þvi að fá fyrri ferð, ættu við rök að styðjast. Margir umboðsmenn unnu að sliku i „gamla heiminum", og oft var sú með- ferð, er þeir, er fyrir þessu urðu, sættu, ekki betri en þó að þeir hefðu verið stéttbundnir þrælar. Innflytjendayfirvöldin áttu þó við fleira en það eitt að stjórna hinum nýkomnu og skilja '„kjarn- ann frá hisminu”. Þeir reyndu t.d. allt til þess að hlifa inn- flytjendunum við ásókn allra þeirra mangara, sem biðu þeirra, er þeir stigu á land á suðurodda Manhattan úr ferjunni frá Ellis eyju. Starfsmennirnir sáu um farmiðapantanir, leituðu að ætt- ingjum, væri þeirra von, og ein- stæðum stúlkum var komið i samband við einhver kristileg hjálparsamtök, áður en þær yrðu melludólgunum að bráð. í dag standa allar byggingar innllutningsmiðstöðvarinnar auðar og yfirgelnar og hafa verið það siðan 1954 að siðasti gestur- inn, Norðmaður--. að nafni Peterson, fór þar um. A árunum þar á undan var þó búið að nota einangrunaraðstöðuna til ýmiss annars. T.d. hafði hún verið notuð til að hrúga þar saman Kin- verjum, þegar McCarthyisminn tröllreið landinu. 1 seinni heims- styrjöldinni voru einangrunar- bflðirnar notaðar til að hýsa þýzka eða þýzkætlaða sam- borgara, og sumir sátu þar i sex ár. 1 marz 1970 reyndi hópur her- skárra Indiána að taka eyjuna til að koma þar á fót menningarmið- stöð fyrir lif ættkvislanna og safni, sem gæfi hugmynd um hvernig „innrás" innflytjend- anna átti sér stað i það samfélag, sem fyrir var. Þessi hugmýnd var að engu gerð af yfirvöldunum. Siðar fór samt svo, að ný land- ganga heppnaðist á eyna. 62 negrar settust þar að i þeim tilgangi, að setja þar upp endur- hæfingarstöð fyrir fanga og eitur- lyfjaneytendur. Þeir fengu leyfi til að setjast að i þeim byggingum, sem bezt stóðu, og fimm ára tima lil að sýna og sanna árangur sam- vinnu sinnar. (Þýttogendursagt) Erl. Eftir að hafa komizt klakklaust gegn um gildrur innflytjendayfirvalda stendur hópur fólks á strönd Ellisey og bíöur ferjunnar til Manhattan. (Myndin er tekin 30. okt. 1912.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.