Tíminn - 27.04.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. aprfl 1973. TÍMINN 3 Rauðinúpur °9 Hólmatindur SB-Reykjavik — Skuttogarinn Rauöinúpur ÞH 160 frá Raufar- höfn, kom úr fyrstu veiðiferö sinni á þriðjudaginn og landaði að þessu sinni i Hafnarfirði, 130 lest- um af fiski eftir átta daga útivist. Afiann fékk hann fyrir suðvestan land. Minnsti skuttogari tslendinga, Hólmatindur frá Eskifirði, land- aði á miðvikudag 150 lestum á Eskifirði, en þess má geta, að átta dögum áður landaði hann þar sama magni. Alls hefur Hólma- tindur fengið um 1100 lestir frá áramótum. Skipstjóri á Hólma- tindi er hinn kunni aflamaður Auðunn Auðunsson. Breytt dreif ingakerfi Leyland- verk- Karlakórinn Vökumenn HÚNAVAKAN HAFIN smiðjanna BREZKU verksmiðjurnar, British Leyland Motor Corporati- on, hafa ákveðið að gera breytingar á dreifingarkerfi sinu á Islandi. Frá og með 1. mai 1973 verður P. Stefánsson hf. einka- umboðsmaður á Islandi fyrir Austin, Morris, M.G., Triumph, Jaguar, Land Rover, Range Rov- er og Rover-bifreiðar. P. Stefánsson hf. er þekkt fyrir- tæki i bifreiðainnflutningi á Is- landi, og var stofnað árið 1906. Sigfús Bjarnason i Heklu keypti fyrirtækið 1953, og hafa fyrirtæk- in verið rekin i nánum tengslum siðan. Við stofnun B.L.M.C. 1968, sameinuðust mörg mjög vel þekkt nöfn i brezka bifreiða- iðnaðinum og mynduðu fyrirtæki, sem er stærsta sinnar tegundar i Bretlandi. Þessi breyting á dreifingarkerfi B.L.M.C.á Islandi er ein af loka- framkvæmdum til samræmis við stefnu B.L.M.C. i Vestur-Evrópu, en hún er að hafa einn og sama umboðsmanninn fyrir allar gerð- ir fólksbila, sem B.L.M.C. fram- leiðir. Fyrstu staðreyndir þessara breytinga á dreifingarkerfi B.L.M.C. á Islandi koma nú i ljós á bifreiðasýningunni i Kletta- görðum, sem hefst 27. april, þar sem P. Stefánsson hf. mun sýna bifreiðir frá Austin, Morris og Rover. Við viljum sérstaklega benda sýningargestum á milli- stærð af Morris, sem fáanlegir eru með ýmsum vélarstærðum og yfirbyggingum, en þessar bifreið- ar verða kynntar hér á landi i fyrsta sinn. B.L.M.C. er nú alþjóðafyrir- tæki, sem selur bifreiðar i yfir 180 löndum um viða veröld. Auk verksmiðja fyrirtækisins i Bret- landi, þá eru reknar 112 fram- leiðslu og samsetningarverk- smiðjur i 49 löndum öðrum. ÞÓ-Reykjavik — Húnavakan, hin árlega fræðslu- og skemmtivika Ungmennasambands Austur- Húnvetninga hófst i fyrradag, með svonefndri húsbændavöku, sem ávailt er Þ,rsta atriöi vök- unnar. Aö vanda var húsbænda- vakan fjöisótt og voru hafðar tvær sýningar á henni og um kvöldið var dansleikur. 1 gær, fimmtudag, var svo kvikmyndasýning og unglinga- dansleikur. 1 dag verður skop- leikurinn „Góðir eiginmenn sofa heima,” sýndur. Leikritið er i þýðingu Ingu Laxness, og er það Leikfélag A-Húnvetninga sem sýnir. A morgun verður mikið um að vera og byrja sýningar strax klukkan 14. Þá er barnasýning á vegum hjálparsveitar skáta á Blönduósi. Þeir sýna meðal ann- ars atriði úr „Dýrin i Hálsa- skógi,” og fleiri þætti við hæfi barna. Góðir eiginmenn verða sýndir aftur siðar um daginn og um kvöldið sýnir Leikfélag Blönduóss gamanleikinn „Þrjá skálka,” i þýðingu Þorsteins O. Stephensen. A sunnudaginn eru ýmsar skemmtanir, þar á meðal kvöldskemmtun karlakórsins Vökumenn. Oll kvöld Húnavök- HAGSVEIFLUVOG iðnaðarins sem svo er köiluð, hefur leitt i ljós, aö talsverð aukning varð i iönaði á árinu 1972, miöað við næsta ár á undan. Er þetta könn- un, sem framkvæmd hefur verið ársfjórðungslega síðan árið 1968 og framkvæmd af Félagi is- ienzkra iðnrekenda i samvinnu við Landssamband iðnaðar- manna. Heildaraukning á iðnaðarfram- leiðslu varð 6-8% árið 1972, en ár- ið 1971 varð hún 12-15%. Meira var selt af iðnaðarvöru árið 1972 en áður, og kemur það heim við aukið framleiðslumagn. Birgðir unnar er haldinn dansleikur og er það hljómsveit Þorsteins Guð- af fullunnum iðnaðarvörum minnkuðu litið á siðasta ársfjórð- ungi 1972, en svo var einnig árið áður. Svipuð breyting varð bæði árin á hráefnabirgðum. Nýting afkastagetu á 4. árs- fjórðungi 1972 var talsvert betri en hún var á 3. ársfjóröungi, sem er sama þróun og árið áður. Starfsmannafjöldi á 4. ársfjórð- ungi hefur litið breytzt frá lokum 3. ársfjórðungs. Búizt er við að litils háttar aukning verði á mannafla á fyrsta ársfjórðungi leikur fyrir dansi. Nánar verður sagt frá Húnavökunni i blaðinu eftir helgina. IÐNAÐI 1973. Fyrirliggjandi pantanir og verkefni voru nokkuö minni i árs- lok 1972 en 30. september 1972. Innheimta söluandvirðis hefur versnað verulega á 4. ársfjórð- ungi 1972, miðað við 3. ársfjórð- ung. Allt frá árinu 1969 hefur inn- heimta söluandvirðis farið versn- andi og hefur það aðallega komið fram hjá matvælafyrirtækjum. A árinu 1972 bættist annar stór hóp- ur við, sem er prjóna- og fata- iðnaður. Opið húsfyrir fólk úr Eyjum Um 10 milljónir fró samstarfsfélögum ASÍ á Norðurlöndum mundssonar frá Selfossi, sem Atriði úr Góðir eiginmenn sofa heima. 6-8% AUKNING I SUNNUDAGINN 29. apríl verður opið hús fyrir Vestmannaeyinga i Tjarnarbúð við Vonarstræti á milli klukkan tvö og sex. t salnum uppi verður ýmislegt gert til af- þreyingar ungu kynslóðinni, en aörir aldursflokkar hafa salinn niðri til sinna afnota. Veitingar veröa seldar vægu verði, en að- gangur að öðru leyti ókeypis. Að þessu standa kvenfélagið Likn i Vestmannaeyjum, slysa- varnafélagið Eykyndill, skáta- félagið Faxi og Reykjavikurdeild Rauða krossins, en vonir standa til, að fleiri Vestmannaeyjafélög leggi hönd á plóginn siðar. Það eru þau Eggert Asgeirsson, framkvæmdastjóri Rauða kross- ins, og Helena Halldórsdóttir, fulltrúi hjá félagsmálastofnun- inni i Rvik, sem hafa beitt sér fyrir þvi að koma þessu á. Mark miðiðer að stuðla að þvi, að Vest- mannaeyingar geti hitzt, styrkt gömul kynni og jafnvel stofnað til nýrra. Slikar samkomur á að halda hálfsmánaðarlega fyrst um sinn, og verða þrjár hinar fyrstu þvi 29. april, 13. mai og 27. mai. Á fimmtudag afhentu Björn Jónsson forseti Alþýðusambands Islands og Snorri Jónsson fram- kvæmdastjóri þess, Helga Bergs formanni Viðlagasjóös spari- sjóðsbók með kr. 9.421.659,70, sem eru gjafir til Viðlagasjóðs frá eftirtöldum norrænum sam- starfsfélögum ASl: Nordens Fackliga Samorgani- staion kr. 1.081.050,00, Svenska Kommunalárbetareforbundet 319.148,90, Sv. Metall Industriar- betareforbund 1.615.650,00, Tjanstemannens Centralorgani- sation 1.077.100,00, Bekládnads- folket Stockholm 150.794,00, Sv. Bleck-o platslagareförbundet 107.710,00, Landsorganisationen i Sverige 3.218.700,00, Lands- organisationen <i Danmark 780.873,00, Svenska Bygnadsar- betareförbundet 1.070.633,80.. Jónas og Jón Ef að líkum lætur verður það hvorki Jóhann Hafstein eða Gunnar Thoroddsen og heldur ekki Geir Hallgrims- son, er vekja munu mesta at- hygli og mest verður fylgzt með á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, sem haldinn verður i næstu viku. Þeir tveir fulltrú- ar, sem eru liklegastir til að vekja þar mesta eftirtekt, eru bankastjórarnir Jónas Haralz og Jón Sólnes. Jón Sólnes, sem hefur haft sig litiö i frammi á þjóðmálasviðinu til þessa, sækist nú fast eftir þing- mennsku I Norðurlandskjör- dæmi eystra og mun telja sig borinn til meiri frama, ef hann kemst á þing. Jón mun ákveð- inn I þvi að reyna að styrkja aöstöðu sina með þvf að láta Ijós sitt skina sem skærast á landsfundinum. En þótt Jóni Sóines takist vel, er hætt við að hinn banka- stjórinn skyggi á hann og veki mun meiri athygli. Jónas Har- alz hefur staðið utan flokka siðan hann var borgarfulltrúi i Reykjavik fyrir Sosialista- flokkinn, en er talinn hafa kos- ið flokk Gylfa Þ. Gislasonar um skeið. Hann hefur nú alveg nýlega gengið formlega I félag Sjálfstæðismanna i Kópavogi og var nær samstundis kosinn fulltrúi þess á landsfundinn. Þeir, sem þekkja skaplyndi Jónasar, telja óllklegt, aö hann hafi gengið i flokkinn til þess eins aö vera þar óbreytt- ur liösmaöur. Þaö er lika al- talað, að Bjarni Benediktsson hafi haft Jónas I huga sem eft- irmann sinn, því að hann hafi efast um foringjahæfni Jó- hanns og Geirs, en verið cin- dregið á móti Gunnari. Fyrsti leikur þessa slynga pólitiska tafimanns hafi þvi verið að gera Jónas að bankastjóra i stað Gunnars, sem sótti það fast að hreppa stöðuna. Vist er það llka, að Jóhann, Geir og Gunnar munu bjóöa Jónas velkominn I flokkinn án fagnaöar. Margt bendir lika til þess, að þrátt fyrir þær mála- myndasættir, sem tókust i þinglokin, sé foringjadeilan i Sjálfstæðisflokknum óleyst enn og innganga Jónasar i flokkinn sé þvi óbeint framboð af hans hálfu, ef þeir þre- menningarnir kynnu að tefla sig allir úr leik, sem vel getur gerzt. Aflarýrnun Breta Samkvæmt nýjustu tölum minnkaöi afli Breta á tslands- miöum um 10% fyrstu sex mánuöina eftir að fiskveiöi- landheigin var færð út i 50 mil- ur, ef miðað er við afla þeirra sömu mánuði árið áður. Hann nam á timabilinu 1. sept. 1972- 1. marz 1973 65.496 smál. en frá 1. scpt. 1971-1. marz 1972 72.069 sml. Mestur var sam- drátturinn I janúar og febrúar eða um 20%. Væntanlega verða þessar tölur birtar i Mbl. Þ.Þ. Þrír sækja LOKIÐ er umsóknarfresti um prófessorsembætti i hreinni stærðfræöi i verkfræði- og raun- visindadeild Háskóla Islands. Umsækjendur eru Eggert Briem, cand. scient., dr. Halldór I. Eliasson og dr. Ketill Ingólfs- son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.