Tíminn - 25.05.1973, Page 1
Hálfnað
erverk
þá hafið er
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
'r. ■. •■'- ■
fi jh 3
If «■ pBflj MMi í
jhi JS*. Wjfjfí i Él
wBBat \ s Jlpte > S WÍW ■ X 1 |t«
SPi Pl| L
ISB|: * $
. 111 ! i|#■*/
Allur miðbærinn var eitt mannhaf á útifundinum, og hver einasti maöur rétti upp hönd, þegar fundarályktunin var borin undir atkvæði. — Timamynd: Gunnar.
30 þúsund manna fundur
fordæmdi hernaðarórásina
Fundur ASI um innrás Breta í íslenzka fiskveiðilögsögu hinn
langf jölmennasti sem nokkru sinni hefur verið haldinn hér á landi
Mesti mannfjöldi, sem nokkru
sinni hefur safnazt saman á
Lækjartorgi var á fundinum, sem
Alþýðusamband tslands efnditil I
gær til að mótmæla innrás brezka
flotans i islenzka fiskveiðiland-
helgi. Mikill samhugur ríkti á
fundinum, sem var þeim, sem að
honum stóðu, og tslendingum öll-
um til sóma. Mannfjöldinn
rúmaðist hvergi nærri á Lækjar-
torgi og stóðu fjölmargir á
Stjórnarráðstúninu, i Banka-
stræti, Lækjargötu og Bakara-
brekkunni. Er talið að um eða yfir
:I0 þúsund manns hafi verið á
fundinum.
Snorri Jónsson, varaforseti
ASt, setti fundinn og stjórnaði
honum. í fundarbyrjun mælti
hann nokkur hvatningarorð, sem
tekið var af fögnuði og samhug af
fundarmönnum öllum. Fyrstur
ræðumanna vara Geir Hallgrims-
son, sem talaði fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, siðan talaði Benedikt
Gröndal fyrir Alþýðuflokkinn, þá
Jón Skaftason fyrir Framsóknar-
flokkinn. Er ræðan birt á blaösiðu
11. Af hálfu Samtaka frjálslyndra
og vinstri manna, talaði ólafur
Hannibalsson og Lúðvik Jóseps-
son fyrir Alþýðubandalagiö.
Allir ræðumenn fordæmdu
framferði Breta, harðlega, og
hvöttu til þjóðareiningar i land-
helgismálinu og voru sammála
um að hvergi skuli kvikað i deil-
unni við Breta þvi íslendingum sé
sigur vis, ef þeir standa saman
sem einn maður og að vopnaðar
ofbeldisaðgerðir Breta komi þeim
sjálfum i koll.
t fundarlok bar fundarstjóri
fram eftirfarandi tillögu: Úti-
fundur haldinn i Reykjavik á veg-
um Alþýðusambands tslands,
þann 24. mai 1972, mótmælir
harðlega flotainnrás Breta i is-
lenzka fiskveiðilögsögu, sem
fyrirskipuð var af brezku rikis-
stjórninni 19. maí s.l. Þótt yfir 20
riki hafi fært úr fiskveiðilögsögu
sina í meira en 12 milur, hefur
enginn þeirra þjóða, sem hafa
talið sig hafa hagsmuna aö gæta,
gripið til vopnaðrar ihlutunar.
Hernaðarofbeldi Breta nú, gegn
islendingum, vopnlausri smá-
þjóö, á sér enga hliöstæöu i heim-
inum og er algjörlega einstakt i
samskiptum þjóða varðandi fisk-
veiðilögsögu.
Fundurinn skorar á rfkisstjórn
islands að hún hlutist til um að
lögð verði þegar i stað tillaga fyr-
ir allsherjarþing og öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna um fordæm-
ingu á þessari ofbeldisárás Breta.
Vér krefjumst þess, að fastaráð
Nato fordæmi aðgerðir Breta og
fyrirskipi þeim að afturkalla flota
sinn.
Með árás Breta hafa þeir lokað
öllum samningaleiðum. Aðeins
með afturkiillun flotans getur
skapazt grundvöllur til fram-
haldsviðræðna um bráðabirgða-
samkomulag. íslenzka þjóðin
mun aldrei semja undir valdbeit-
ingu.
Tillaga þessi var samþykkt ein-
róma.
Fundurinn á Lækjartorgi stóð
yfir i eina klukkustund. Að honuni
loknum héldu þúsundir fundar-
manna suður Laufásveg framhjá
bústað brezka sendiherrans og að
sendiráðsbyggingunni. Er sagt
frá þvi á öðrum stað i hlaöinu.
„Stórsigur"
brezka flotans
Brezka utanríkisráöuneytið Bretunum, sem enn cru i hnapp
sendi i gær út tilkynningu um suður af Hvalbak. Eru togararnir
mikinn sigur brezka flotans á ís- þar nú 24 i veiðileysi en herskipa
landsmiöum. Floti hennar fjöldinn sá sami svo og önnur að-
hátignar gerði hvorki meira né stoðarskip. SamkvænU tilkynn-
minna en að stugga við tveim is- ingu utanrikisráðuneytisius
lenzkum varðskipum, sem þóttu brezka gerðu varöskipin sig likl.-g
vera komin fullnærri veiðiþjóf- til að snciða trollið aftan út togu;
um- um og sigldu herskipin þá á milli.
Ægir og óðinn voru i gær nærri