Tíminn - 25.05.1973, Síða 7

Tíminn - 25.05.1973, Síða 7
Föstudagur 25. mai 1973 TÍMINN 7 Iscargo flutti ieinni ferö lifandi ál frá Súdan til Amsterdam og var myndin tekin i Súdan. Þess má geta til gamans að gárungarnir segja um vél Iscargo, TF-OAA, að það sé „ljótasta fiugvél norðan Alpanna”. HEIMILifl'73 I sambandi við Watergate-mdlið: Þingmaður fremur sjálfsmorð Útvegsbændafélag Vestmannaeyja: Hafnarbætur í Þorlákshöfn og ný höfn á Suðurströndinni NTB-Washington — Bandarískur þingmaður repúblikanafiokksins, sem þegið hafði 25 þúsund dollara úr kosningasjóði Nixons forseta, fannst i gær skotinn á heimiii sinuog bendir allt til þess, að hann hafi framið sjálfsmorð. Þingmaðurinn, William Mills, fékk peningana þegar hann var i framboði við þingkosningarnar i mai 1971. Framlagið var þó ekki skráð i samræmi við lög Mary- landfylkis. Morten innanrikisráðherra sagði á miðvikudaginn að hann hefði ætlað að ræða málið við Mills, sem á þriðjudaginn sendi út fréttatilkynningu um að hann hefði ekki aðhafzt neitt ólöglegt. Iscargo tekur við hestaflutningum Fragtflugs — aukning '71—'72 nam 88,2% ÖV—Reykjavik. Nýtt flugfélag, ISCARGO, hef- ur nýlega fengið, flugrekstrar- leyfi fyrir þá vöruflutninga, sem flugfélagið Fragtflug h/f hefur annazt, á undanförnum árum, til og frá islandi. Hafa þeir flutning- ar mest byggzt á flutningi hesta til meginlandsins. A fundi með fréttamönnum i gær skýrðu aðaleigendur Iscargo h/f, þeir Hallgrimur Jónsson, fiugstjóri, og Lárus Gunnarsson, flugvélstjóri — sem áður störfuðu hjá Fragtflugi — frá aðdraganda stofnunarinnar. Fyrir rúmu ári tjáðu forráða- menn Fragtflugs sig ófúsa til að halda áfram rekstri Islandsflugs- ins, þar sem það hefði verið rekið með halla. Fóru þeir Hallgrimur og Lárus þá fram á að þeir fengju að taka við rekstri þessa flutn- ingaflugs til reynslu. Var hluta- félagið Iscargo stofnað i þessu skyni, fyrir úmu ári, eða hinn 15. marz sl.>Fragtflug veitti siðan Is- cargo heimild til að reka vöru- flutningaflugið, þar til félagið fengi sjálfstæða flugrekstrar- heimild og var hún veitt 2. april sl. 1 samningum Iscargo og Fragt- flugs náðist jafnframt samkomu- lag um að Iscargo tæki á leigu TF-OAA, sömu flugvél og Fragt- flug hafði notað i þessum flutn- ingum. Nú hafa tekizt samningar á milli Iscargo og eigenda vélar- innar um kaup á henni. Hefur hið nýja félag nú hug á að láta gera breytingar á vélinni til að gera hana hagkvæmari til vöruflutn- inga, og er i þviskyni einkum haft I huga að á hana verði settar stærri dyr, svo hægt sé að flytja stærri stykki. Eins og að framan greinir hafa hingað til aðallega verið fluttir út Islenzkir hestar og að sögn fróðra manna mun sá markaður, Vest- ur-Evrópa, vera „frjósamur” i að minnsta kosti 10 ár til, miðað við að árlega séu fluttir út um það bil 1300 hestar. Fragtflug flutti út 489 hesta, árið 1971, en i fyrra var flogið með 921 hest til Evrópu. Það, sem af er þessu ári hafa ver- ið farnar 10 ferðir með 429 hesta, en 40-50 hestar eru fluttir i hverri ferð og er reiknað með allt að 35 ferðum á þessu ári. Auk þess hef ur Iscargo flogið með 15 tonn af frystu lambakjöti til Helsinki, ferskan fisk til meginlands Evrópu og fleira. Jafnframt íslandsfluginu hefur félagið jafnan verið i vöruflutn- ingum milli staða erlendis, öðru hverju. Alls flutti félagið 489 tonn á siðasta ári á milli landa erlend- is. Flug þetta hefur að mestu ver- ið bundið við V-Evrópu og norður- strönd Afriku en þó flutti félagið á siðasta ári 125 sjúka hermenn á milli Ravalpindi og Nýju Dehli, á vegum Alþjóða rauða krossins. — Okkur bjóðast mun fleiri verkefni en við getum annað, sögðu þeir Hallgrimur og Lárus á fundinum i gær. — Við höfum alls staðar mætt góðri fyrirgreiðslu og litum þvi mjög björtum augum til framtiðarinnar. ÚTGERÐARMENN úr Vest- mannaeyjum eru þegar farnir að hugsa til næstu vetrarvertiðar, og munu hvorki þeir né sjómennirnir úr Eyjum sætta sig við svipaða aðstöðu i annað sinn, og þeir bjuggu við í vetur. Þetta kom greinilega fram á fundi i Útvegs- bændafélagi Vestmannaeyja, sem haldinn var um siðustu helgi. Fyrst og fremst telja þeir, að stefna beri markvisst að þvi, að vinnsla sjávarafurða geti aftur hafizt i Eyjum, ef þess er nokkur kostur, svo að bátar Vestmanna- eyinga geti farið að landa þar afla sinum, svo sem frekast eru tök á. En jafnframt skoraði fundurinn á samgöngumálaráðherra og vita- og hafnarmálastjórn lands- ins að beita sér fyrir þvi, að nú þegar verði hafizt handa um stór- auknar hafnarframkvæmdir, i Þorlákshöfn, með það fyrir aug- um, að þar verði undir eins á næstu vetrarvertið stórbætt að- staða fyrir bátaflotann. Ef svo illa fer, að ekki verði hægt að gera út frá Vestmannaeyjum, næsta vetur, segir i samþykkt frá fundinum, hlýtur útgerð Vest- m.eyinga að dragast verulega saman, verði slikar hatnarbætur ekki gerðar i Þorlákshöfn. Taldi fundurinn einnig, að nú þe.gar yrði að bæta vinnuaðstöðu ágætra manna, sem starfa við hafnar- vogina i Þorlákshöfn. I framhaldi af þessu létu út- gerðarmennirnir i Eyjum i ljós ánægju sina með samþykkt þingsályktunar, þar sem rikis- stjórninni var falið að hef ja þegar athugun á þvi, hvar nýrri höfn skuli ákveðinn staður, á suður- strönd landsins, en vöruðu um leið við þvi að ný höfn yrði látin draga úr framkvæmdum við hafnir, sem fyrir eru. Loks fjallaði fundurinn um fisk- mat i Þorlákshöfn og skoraði á sjávarútvegsmálaráðherra að beita sér fyrir því, að sérstök matsstöð risi i Þorlákshöfn, þar sem allt mat á fiski fari fram strax þegar hann hefur verið sett- ur á land. Lúðrasveit Reykja vikur heldur tónleika i Háskóiabiói laugardaginn 26. mal undir stjórn Páls Pampichl- ers Pálssonar, en einleikarar verða Gunnar Egilsson og Viihjálmur Guðjónsson. A siðast liðnu ári átti Lúðrasveit Reykjavikur fimmtíu ára afmæli og minntist þess með vei heppnaðri Vesturheimsför. Það er greinilegt á þessum bókstöfum, að fólk kemur um langan veg, til þess að skoða heimilissýninguna í Laugardalshöll. Þessir bókstafir sýna hvaðan af landinu þeir bílar eru, sem sézt hafa við Laugardalshöllina. Hvergi annarsstaðar er hægt að kynna sér á ein- um stað, framboð, verð og gæði, alls þess nýjasta, sem nú fæst til heimilisins. Vegna sýningarinnar veitir Flugfélag íslands 20% afslátt á f lugfar- gjöldum innanlands, sé flogið til baka innan 3ja daga. • • Vinningur í gestahappdrætti dreginn út daglega. • • Tízkusýningar og skemmtiatriði. • • Sýningin stendur til 3. júní. • • Opið 3 til 10. Svæðinu lokað kl. 11.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.