Tíminn - 25.05.1973, Síða 11
Fimmtudagur 24. maí 1973 TÍMINN 11
Hver einasti fundarmaöur samþykkti meö handauppréttingu ályktun sem borim. var fram i fundariok þess efnis aö Bretar hverfi þegar meö togara sina og herskip lir fslenzku
fiskveiöilögsögunni og aö hvergi veröi kvikaö f landheigismálinu.
þjóðalög i aðgerðum okkar og
skerðum aðeins litillega hags-
muni þeirra. Bretar ráðast
beinlinis með herskip inn á is-
lenzkt yfirráðasvæði likt og
1958. Þessi ósvifni og yfirgangur
hlýtur að leiða til endurmats
okkar, er styðjum NATO-aðild,
á þeirri ákvörðun, ef NATOráðið
beitir ekki áhrifum sinum til
þess að reka brezka árásarflot-
ann úr islenzkri landhelgi.
En fyrst og siðast verðum við
að treysta á sjálfa okkur til
sigurs i þessari baráttu. Það
gerum við bezt með þvi að
standa þétt saman um mótaða
stefnu, hopa hvergi en láta tim-
ann vinna fyrir okkur. Við þurf-
um að efla landhelgisgæzluna
að tækjakosti og halda áfram
klippingum og annarri ertni við
brezku lögbrjótana, án þess að
stofna varðskipsmönnum i
beina lifshættu. Þetta og margt
fleira þurfum við að gera.
Bretar hafa nú enn á ný lagt
upp i ferð án fyrirheits. Fisk-
veiðar þeirra hér við land undir
herskipavernd verður þeim lé-
legur atvinnuvegur. Þrákelknin
og heimsveldishyggjan gerir
það þó sennilegt, að þeir þumb-
ist hér eitthvað áfram, en á þvi
tapa þeir meira en við.
Góðir fundarmenn! Is-
lendingar hafa teygt sig langt til
samkomulags til þess að koma i
veg fyrir þessa deilu, en
árangurslaust. Bretar hafa nú
ráðizt á okkur og þá ber að taka
þvi af festu og stillingu. Ég efast
ekki eitt augnablik um endan-
legan sigur okkar i þessari
deilu.
Markmiðið er sigur, hvaö sem
kostar, hversu löng og crfiö sem
leiðin verður, þvi að án sigurs er
grundvelli lifsafkomu okkar
stefnt i voöa.
tslendingar: Stöndum saman
sem einn maður i þessari bar-
áttu. Hvergi að vikja og þá er
sigur vis.
Árabáturinn, sem kallaður hefur veriö fyrsta gæzluskip islenzku landhelgisgæzlunnar. Fyrir 74 árum
fór Hannes Hafstein, þáverandi sýslumaöur i isafjaröarsýslu á þessum báti út á Dýrafjörð til að hand-
taka brezkan Iandhelgisbrjót. Endaöi sú ferö með þvi aö Bretar hvolfdu bátnum og þrir menn drukkn-
uðu. Var báturinn viö styttu Hannesar Hafstein á Stjórnarráöstúninu meöan á mótmælafundinum stóö,
sem tákn um baráttu islendinga við brezka veiðiþjófa, sem staöiö hefur I langan aldur.
GOD SAVE THE
Þetta skilti vakti mikla ánægju fundarmanna. Þaö var búiö til og boriö
af starfsmönnum Kassageröarinnar.
Tímamyndir:
Gunnar og Róbert