Tíminn - 25.05.1973, Side 19

Tíminn - 25.05.1973, Side 19
Föstudagur 25. mal 1973 TÍMINN 19 Þingflokkar stjórnarandstöðunnar: Staða okkarílandhelgismál inusterkari en nokkru sinni Nýtt félag SFV í Reykjavík Þingflokkur Alþýðuflokksins, þingflokkur og miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins héldu fund i fyrradag og var fjallað um land- helgismálið hjá báðum flokkun- um. 1 ályktunum, sem samþykkt- ar voru á fundunum voru Bretar fordæmdir, harðlega fyrir að senda herskipaflota og flugvélar inn í islenzka fiskveiðilögsögu og þjóðin hvött til einhuga samstöðu f landhelgismálinu. 1 ályktun þingflokks Alþýðu- flokksins segir m.a.: Þingflokkurinn telur þessar að- gerðir Breta sönnun fyrir því, hve árangursrik starfsemi land- helgisgæzlunnar hefur verið, og lýsir þakklæti til allra starfs- manna hennar. Staða Islendinga i landhelgis- málinu er nú sterkari en nokkru sinni og allar aðgerðir ber að miöa við að tryggja hagstæðan árangur af hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þingflokkurinn telur sjálfsagt að Islendingar gripi til gagnað- geröa á vettvangi Sameinuöu þjóðanna, Atlantshafsbandalags- ins og annarra alþjóðlegra sam- taka, þar sem Bretar verði sóttir til saka. 1 ályktun miðstjórnar og þing- flokks Sjálfstæðisflokksins segir: Að kæra beri framferði Breta, nú þegar fyrir Norður-Atlants- hafsbandalaginu og öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og krefjast þess, að þessir aðilar hlutist til um, að Bretar hverfi þegar á brott með herafla sinn, úr is- lenzkri fiskveiðilandhelgi. Að samningaviðræður við Breta séu útilokaðar meðan her- skip þeirra eru i islenzkri fisk- veiðilandhelgi. Að auka skuli, af fremsta megni, kynningu á málstað Is- lands meðal annarra þjóða og vinna að þvi á allan hátt, að tryggja sigur á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Að efla landhelgisgæzluna með fjölgun varðskipa og bættum bún- aði. Að leggja áherzlu á, að öllum veröi gert ljóst, aö tslendingar muni hvergi hvika frá 50 milna fiskveiðilandhelgi, og að 50 mil- urnar eru aðeins áfangi að þvi markmiði islenzku þjóðarinnar, að allt landgrunnið, út að yztu mörkum þess, verði islenzk fisk- veiðilandhelgi. Allmikil olía á fjörum við Akureyri SB-Reykjavik — Enn er allmikil olia á fjörum við Akureyri eftir þá illa innrættu menn, sem dældu 6 lestum i sjóinn við Krossanes á dögun- um. Að sögn Péturs Bjarnasonar hafnar- stjóra i gær hefur eitthvað af oliu komizt inn fyrir Oddeyrartang- ann, en þó mjög óveru- legt magn. Stefán Bjarnason kom frá Siglingamálastofnun rikisins til að gefa ráð um hreinsunina, sem siðan fór fram með heimatilbún um tækjum og efnum. M.a. var settur plastdúkur norðan á Krossanesbryggjuna til að koma i veg fyrir að olian bærist með haf- golunni inn að Akureyrarhöfn. Allmikið rak þegar á land allt út aö Þórsnesi en þeirri oliu sem flaut, var hægt að eyða að mestu. Ekki er vitað til þess að fugl hafi farið sér að voða i óþverranum. Lögreglunni á Akureyri hefur ekki tekizt að hafa uppi á þokka- piltum þeim, sem þarna voru að verki, en rannsókn er haldið áfram. O Golf hvað er vert væri að athuga betur. Þeir sem könnuðu mál- ið sáu flestir, að þarna var á ferðinni heilnæm og skemmti- leg iþrótt, sem allir gætu tekið þátt i. Þeir ilentust, tóku með sér aðra og lærðu galdur Iþróttarinnar. Þannig óx golf- inu smátt og smátt fiskur um hrygg þar til nú, að það er að verða ein vinsælasta al- menningsiþrótt landsins. Heiðurinn að þvi eiga sjálf- sagt margir góðir menn og konur. En þeir sem fyrstir riðu á vaðið, verða þó ætið i minnum hafðir, enda eiga þeir það allir skilið, að merkjum þeirra sé haldið vel og dyggi- lega á lofti af þeim sem nú njóta ávaxta af þeirra. frumkvæði — klp — 0 Iþróttir Kcppcndur fæddir 1962-1963 Piltar: Karl Hjálmarsson 2/23.0 min. Kristinn Hrafnss. 2:24.0 min. Birgir Jóakimss. 2:30.0 min. Hafliði Harðars. 2:30.0 min. Stúlkur: Katrin Sveinsd. 2:18.0 min. Berglind Pétursd. 2:23.0 min. Sólveig Pálsd. 2:29.0 min. Keppendur fæddir Piltar: 1964 og siðar Guðjón Ragnarsson 2:15.0 min. Benedikt Jónasson 2:38.0 min. Jakob Ásmundsson 2:50.0 min. Stúlkur: Jódis Pétursd. 2:37.0 min. Halldóra Guðjónsd. 2:52.0 min. Þóra A. Sörensen 3:05.0 min. Nýtt félag Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna var stofnað I Reykjavik s.l. laugar- dag. Var Guðmundur Bergsson, kjörinn formaður þess. Er þetta nýja félag greinilega stofnað til höfuðs Bjarna Guðnasyni og fylgismönnum hans. 1 tilkynningu frá félaginu segir: 15% iðgjalda- hækkun leyfð I VETUR fóru tryggingafélög fram á heimild til þess að hækka iðgjöld ábyrgðartrygginga á öku- tækjum um nærfellt 34% og hús- tryggingar um nær 29%. Nú hefur rikisstjórnin fallizt á að heimila allt að 15% hækkun af iögjöldum, og tekur sú hækkun gildi 1. júni. Tilhæfulaus er sá söguburður Morgunblaðsins að rikisstjórnin hafi tekið afstöðu til tillögu Magnúsar Kjartanssonar um að sérstakri rikisstofnun verði falið að reka slikar trygg- ingar. Hugmyndin hefur aðeins verið flutt til kynningar, og hefur hvorki verið felld né samþykkt innan rikisstjórnarinnar. A hinn bóginn er unnið að þvi að semja frumvarp til laga um breytt fyrirkomulag ábyrgðar- trygginga á ökutækjum. „Vegna atburða innan Samtaka frjálslyndra i Reykjavik ályktar flokksstjórnarfundur SFV, 29. april 1973, eftirfarandi: Flokksstjórnin lýsir yfir stuðn- ingi sinum við þá stjórn samtak- anna undir formennsku Guð- mundar Bergssonar, sem tók við i félaginu samkvæmt fyrirmælum lögmæts félagsfundar og vegna neitunar einstaklinga innan stjórnarinnar á að sinna þeim fyrirmælum. Vegna þeirra aðgerða af hálfu framangreindra einstaklinga, sem hindra eðlilegt félagsstarf i samtökunum, telur flokksstjórnin hins vegar nauðsynlegt að stofnað verði nýtt félag, sem verði fullgildur aðili að SFV og hefji jákvætt starf til framdráttar mál- stað þeirra”. Skylab- áhöfnin upp í dag ÍNTB — Washington — I Skylab-áhöfnin, sem hætta varð við för sina út i geiminn, heldur af stað i dag eftir 10 daga frestun vegna bilunarinnar i geim- rannsóknarstöðinni. Aðalverkefni þeirra verður að spenna sólsegl yfir hinn bilaða hluta stöðvarinn- ar til að vernda hana frá hinum brennandi geislum og gera hana ibúðarhæfa. ISRAELSVIKA Hótel LoftleiÓum D ’ T s n MATSEÐILL MENU / CcSL! QVL4^AU austurlenzk EGGJAKAKA Oriental Egg Roulade □ Misn ni’nip Dy miyo Vnj ÍSRAELSKUR blandaður kjotrettur með kartofluteningum Israeli Mixed Grill with Potato Cubes iunj ’isk yy BÖKUÐ EPLI MEÐ HUNANGI Baked Apples with Honey m sn Kr. 695.00 I tilefni 25 ára afmælis hins endurreista israelsríkis, hefur verið ákveðið að efna til Israelsviku í Hótel Loftleiðum á vegum ísra- elsku ríkisferðaskrifstofunnar, ísraelska flug- félagins EL-AL, og Hótels Loftleiða. Vikan er frá og með 24/5. - 1/6. Þessa daga munu ísraelskir réttir framreiddir í veitinga- sölum Hótels Loftleiða og mun bryti frá Israel annast gerð þeirra. A kvöldin munu lista- menn frá Israel skemmta. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Vinningur er flugmiði fyrir tvo með Loftleið- um til Kaupmannahafnar og til baka og með EL-AL fram og til baka milli Kaupmanna- hafnar og Tel Aviv. Daglega verða ísraelskir grillréttir á kalda borðinu i hádeginu. w TÍZKUS' ' AÐ HC 12:30—13*0. sréttlr veröa enn »iu«- lla föstudaga insælu istenzku to*u' lt þegar gestir eig telmiliBÍ8na8u| M6de ' ;r, sem islenzkur HelmUis ^ (östu<Jaga, w« »» »9 "*•“**“ a6 Kynna sérst® úr í#ienzKum uiiar iSar, sem unninn er ur og sklnnavórum. ■ ■ s pi '

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.