Tíminn - 23.08.1973, Síða 11
Miðvikudagur 22. ágúst 1973.
TÍMINN
11
lijarni Strfiinssoii — (vöfaldur
sigurvegari i gærkvöldi — sigraði
lia'fti i 100 og 200 in hlaupi.
Stefán Hallgrímsson setti glæsilegt islandsmet i 400 m grindahiaupi á Oslóar-leikunum f gærkvöidi.
Evrópumót unglinga í Duisburg í dag:
27 ÞJÓDIR TAKA
ÞÁTT í MÓTINU
Island sendir 6 keppendur
i DAG hefst Kvrópumeistaramót
unglinga i frjálsum iþróttum i
Duisburg i Vestur-Þýzkalandi,
incö setningarathöfn. A morgun
hefst keppnin og stcndur yfir I
þrjá daga. Alls laka 27 Evrópu-
þjóðir þált í mótinu m.a. isienzk
ungmcnni, en keppendur héðan
eru (i, I.ára Sveinsdóttir, Ingunn
Einarsdóttir, Kagnhildur Páls-
dóttir, Vilmundur Vilhjálmsson,
Július iijörlcifsson og Guðni
Halldórsson. Fararstjóri er Páll
Pálsson.
Þetta er annað Evrópu-
meistaramótið, sem háð er, það
fyrsta fór fram i Paris. Aldurs-
takmark drengja er 19 ára og
yngri, en stúlkna 18 ára og yngri.
A EM i Paris fyrir 3 árum komu
fram afreksmenn, sem létu á sér
bera á OL i fyrra t.d. Borzow og
eins má reikna með, að þeir sem
fremstir verða i Duisburg verði
sigurvegarar i Montreal i Kanada
eftir 3 ár.
Bjarni hjó nærri „gull-
aldarmeti" Hauks Clausen
— sigraði bæði í 100 og 200 m hlaupi Oslóar-leikanna í gærkvöldi.
— Stefón Hallgrímsson setti glæsilegt íslandsmet í 400 metra grindahlaupi
íslandsmet um 9 sekúndubrot, en
það var 53,6 sek. Þessi árangur
Stefáns er þvi mjög góður, en
hann nægði honum til 2. sætis i
keppninni.
Þá var árangur Bjarna
Stefánssonar ekki siður athyglis-
verður, en hann sigraði bæði i 100
og 200 metra hlaupi.
Timi hans i 200 metra hlaupinu
var 21,4 sek. og hjó hann nærri
hinu 23ja ára gamla tslandsmeti
llauks C'lausen, sem er 21,3 sek
iiilmar ÞorKrjörnsson jafnaði það
tslandsmet árið 195«. Arangur
Kjarha hendir til þess, að vænta
megi þess, að þetta gamla og
fræga tslandsmel „gulláranna”
verði senn slegið.
Þá sigraði Bjarni einnig i 100
metra hlaupinu. Timi hans var
ágætur, 10,8 sek., þó að
Islandsmet Hilmars Þorbjörns-
sonar, 10,3 sek., hafi ekki verið i
neinni hættu.
Agústleikarnir i Osló sem hóf-
ust i gærkvöldi, eru vettvangur
frjálsiþróttamanna frá Norður-
löndunum, Þýzkalandi, Póllandi,
Nýja-Sjálandi og fleiri löndum.
Stefán Hallgrimsson, sem m.a.
tók þátt i 400 metra grindahlaup-
inu setti glæsilegt Islandsmet i
þeirri grein. Hljóp hann vega-
lengdina á 52,7 sek. og bætti fyrra
ÍSLENZKU keppend-
urnir á alþjóðlega
frjálsiþróttamótinu,
sem hófst i Osló i gær-
kvöldi, stóðu sig yfirleitt
mjög vel, sérstaklega þó
Stefán Hallgrimsson,
sem setti nýtt íslands-
inet i 400 metra grinda-
hlaupi og bætti fyrra
met verulega, og Bjarni
Stefánsson, sem sigraði
bæði i 100 og 200 metra
hlaupi.
ELMAR SA EINI, SEM GAT
ÓGNAÐ HOLLENDINGUNUM
landsleikurinn í gærkvöldi tapaðist 0:5
ÞRÁTT fyrir,
Elmar Geirsson — bezti maður Islenzka liðsins i gærkvöldi
að is-
lenzka landsliðið i knatt-
spyrnu legði megin-
áherzíu á vörnina í
leiknum gegn Hollend-
ingum i gærkvöidi, tókst
þvi ekki að koma i veg
fyrir, að hollenzku
sóknarmennirnir skor-
uðu 5 mörk, þar af 4 i
fyrri hálfleik, en þá léku
Hollendingar af fullum
hraða og áttu ótal tæki-
færi til að skora. Um 25
þúsund áhorfendur voru
á Ajax Stadion i gær-
kvöldi og klöppuðu þeir
hollenzka liðinu lof i lófa
hvað eftir annað i fyrri
hálfleik, þegar holl-
enzku leikmennirnir
með Johan Cruyff i
broddi fylkingar léku is-
lenzku vörnina sundur
og saman.
Eini ljósi punkturinn i þessum
mikla darraðardansi, sem fram
fór i flóðljósum á hinum glæsilega
leikvelli Ajax i Amsterdam, af
hálfu fslenzka liðsins, var Elmar
Geirsson. Hraöi hans og kraftur
kom hollenzku leikmönnunum á
óvart. Þáttur Elmars varö til
þess að minnka heldur hinn ann-
ars gifurlega mun á liöunum.
Aðeins tvisvar sinnum i öllum
leiknum átti islenzka liðið tæki-
færi til aö skora, en i bæöi skiptin
runnu þessi tækifæri út i sandinn.
1 fyrri hálfleik var þaö Hermann
Gunnarsson, sem átti tækifæri, en
I síöari hálfleik var Guðgeir
Leifsson i góöu færi.
Hollenzka landsliðiö, aö mestu
skipað leikmönnum Ajax, sem er
bezta félagsliö heimsins um þess-
ar mundir, byrjaði leikinn i gær-
kvöldi af miklum krafti og hraöa.
Var þaðgreinilegt á þeim, að þeir
voru staöráönir i þvi að skora
mörg mörk á sem skemmstum
tima, samkvæmt fréttastofu-
fregnum. tslenzka liðið komst i
mikinn vanda, þrátt fyrir, að
vörnin væri styrkt sérstaklega.
Auk öftustu varnarmannanna,
Guðna Kjartanssonar, Einars
Gunnarssonar og bakvarðanna
Astráðs Gunnarssonar og Ólafs
Sigurvinssonar, léku Marteinn
Geirsson og Ólafur Júliusson
aftar en þeir eiga vanda til.
En allt kom fyrir ekki. Aður en
10 minútur voru liðnar hafði
knötturinn tvivegis hafnað i is-
lenzka markinu. 1 fyrra skiptið
skoraði Wim van Hanengem á 7.
minútu og i siðara skiptið Johan
Cruyff á 9. minútu. Þriðja mark
Hollendinga kom á 19. minútu,
skoraö af Arie Haan og fyrir leik-
hlé bætti Willie Brokamp fjóröa
markinu við.
Leikurinn gjörbreyttist i siðari
hálfleik. Hollendingar héldu ekki
uppi sama hraða og áður, greini-
lega ánægðir með að vinna leik-
inri með 5 eða 6 marka mun. Og 5i
og siðasta marki leiksins bættu
þeir viö snemma i hálfleiknum,
eða á 12. minútu, og var Johan
Cruyff að verki.
Úrslit leiksins i gærkvöldi eru
skárri en bjartsýnustu knatt-
spyrnuunnendur hér heima höfðu
þoraö að vona, þegar tekið er tillit
til þess, að i gærkvöldi átti is-
lenzka landsliöið i höggi viö eitt-
hvert sterkasta landslið Evrópu.
Sem fyrr segir var Elmar Geirs-
son bezti maður islenzka liðsins,
en jafnframt áttu bakverðirnir,
Astráöur Gunnarsson og Ólafur
Sigurvinsson skinandi leik. Hins
vegar gekk miðjumönnum okkar
ekki eins vel að halda aftur af
hollenzku sóknarmönnunum.
ísland vann
islendingar og Færeyingar léku
unglingalaiidsleik i Þórshöfn i
gærkvöldi. Lyktaði honuin með
sigri islendinga, sem skoruðu 2
m örk gegn I.