Tíminn - 23.08.1973, Síða 12
12
TÍMINN
Fimmtudagur 23. ágúst 1973.
Hans Fallada:
Hvaðnú,ungi maður?
_ w
Þýðing Magnúsar Asgeirssonar
Allt of litill uppþvottur. Þegar
Dengsi varð til. Pússer hljóðar
eins og hinar.
Þaö er annað en gaman að
reika einn um i ibúðinni sinni og
spyrja sjálfan sig: Skyldi ég
nokkurn tlma fá að sjá hana aft-
ur? Þetta verður Pinneberg
smátt og smátt óþolandi kval-
ræði. Meðan að hann hefir nóg að
gera við uppþvottinn, gengur þó
allt skaplega. Hann reynir lika að
gera sér sem allra mest úr vinn-
unni, og nýr og fágar hvern hnif
og grýtu, þangað til að hægt er að
spegla sig i þeim. En alltaf er þó
sama myndin fyrir hugskotssjón-
um hans: Pússer i siða, hvita
náttkjólnum með bláu krönzun-
um. Hvers vegna það er veit hann
ekki, en honum finnst eitthvað
óheillavænlegt við það, að stimp-
illinn er eins og kranz i laginu.
Nú er uppþvotturinn búinn, og
hann hefir ekki hugmynd um
hvaö hann á að taka sér fyrir
hendur til þess að fá timann til að
liöa, en þá dettur honum allt i
einu i hug að hann hefir ætlað sér
allan veturinn að negla flóka-
ræmu undir hurðina, svo að Púss-
er yrði ekki kalt á fótum af súgn-
um. Flókaræmurnar eru tilbúnar
fyrir löngu siðan og smánagla
hefir hann lika, og þó að nú sé
komið vor og þessar varúðarráð-
stafanir séu þess vegna alveg
óþarfar i raun og veru, tekur
hann til starfa af mesta kappi.
Þegar þessu er lokið, lofar hann
sjálfum sér að hann skuli nú vera
rólegur þangað til klukkan er orð-
in dálitið yfir sjö. Þá ætlar hann
til sjúkrahússins og spyrja hvern-
ig Pússer líði. Það gæti verið, að
honum yrði leyft að lita inn.
Nú ætlar hann fyrst af öllu að
hengja upp fötin hennar. En hvað
lyktin af þeim er yndisleg. — eins
og raunar öllu, sem Pússer á. Og
eins var hörund hennar. Það hafði
hinn sama svalandi hreina ilm,
sem minnti á sól og græna skóga.
— t raun og veru var hún nú
alltof góð handa honum. Oftsinn-
is hafði hann verið öðruvisi við
hana en hann hefði átt að vera.
Hann hafði oft verið önugur, og
stundum hugsunarlaus lika. Hún
hafði alltaf tekið þátt i sorg hans
og áhyggjum með gleði, þó að
hann hefði hins vegar oft gleymt
þvi, að hún hafði líka sinn djöful
að draga.
Kortér yfir fimm. — Það er ekki
liöinn meira en rúmur kiukkutimi
siðan hann gekk út um sjúkra-
hússhliðið, og nú veit hann ekki
Iengur hvað hann á af sér að gera.
Hann fleygir sér i sófann og ligg-
ur þar i kuðungi — alveg eins og
fóstur-----. Hvað er maður nú
annars, þegar á allt er litið, nema
litiö og ómerkilegt kvikindi, sem
gerir hávaða, brúkar kjaft og
reynir, aö olnboga sig áfram?
Hvað getur maður eiginlega? Og
hvað skilur maður? Ekki neitt!
Ekki neitt!-----
Gæti maður bara — — væri
maður bara ekki svona-------.
Þarna liggur hann. Hann hugs-
ar ekki, heldur lætur alveg ráðast
hvað i hugann kemur. Jafnvel
þótt maður liggi á sófa með vax-
dúk á i Berlin N.W., sem minnir á
káetu og snýr út að ofurlitlum
garðbletti, þá nær þó gnýr stór-
borgarinnar til manns, einmitt á
þann hátt, að hann minnir á nið
úthafsins. Hann hækkar og hnigur
— — eins og hafbrimið. Hann
kemur nær og færist fjær. Hann
veit þó sizt af öllu, að við það að
hann hlustar þarna alveg ósjálf-
rátt, rifjast „sköpunarsaga”
Dengsa aftur upp fyrir honum.
Hafið — hafið. Heiðblátt
Eystrasalt á sumarkvöldi. Stað-
urinn hét Lehnsahn. Það var hægt
að komast þangað beint frá
Ducherov með litlum kostnaði
með sunnudagslestinni. Pinne-
berg hafði farið heiman að klukk-
an hálftvö eftir hádegi á laugar-
degi. Lehnsahn er ekki langt frá
Platz, sem Pússer er frá. Það var
I mai eða fyrst i júni. Nei — það
hlýtur að hafa verið i júni. Berg-
mann hafði sjálfur gefið honum
fri frá hádegi þennan laugardag.
1 Lehnsahn var ekki hægt að hald-
ast við fyrir hávaða. Alls staðar
var fullt af gestum, sem voru að
lyfta sér þar upp um helgina,
grammófóngargi, útvarpshljóm-
leikum og öskrandi krökkum.
Niðri á ströndinni æpti fólkið og
hamaðist eins og óaldarflokkur,
sem æðir af staö til manndrápa.
Pinneberg hefir gengið spölkorn
fram með sjónum. Þar er svo
góður og sléttur fjörusandur, að
hann blátt áfram freistar manns
til aö halda lengra áfram. Dálit-
inn spöl ogdálitinn spöl enn.
Pinneberg er farinn úr skóm og
sokkum og gengur berfættur.
Hann hefir ekki hugmynd um
hvert leiðin liggur eða hvort hún
liggur yfirleitt að nokkru tak-
marki. En kemur það annars ekki
aiveg i sama stað niður? Hann
hefir timann fyrir sér alveg fram
á mánudagsmorgun.
Ilann gengur klukkustund eftir
klukkustund. Stöku sinnum sezt
hann I sandinn eða á stein og
kveikir sér i sigarettu. Sifellt
lokkar strandlengjan hann lengra
og lengra. Stundum er það ein-
hver vik, sem freistar hans,
stundum er það klettur. Hann
verður sifellt að halda áfram til
að aðgæta hvort sandströndin og
klettarnir haldi lika áfram hinum
megin höfðans, eða hvort þá taki
ekki við allt i einu ekkert nema
haf og himinn. Loks stendur hann
við vik þar sem litlar, hvitfaldað-
ar, blágrænar bylgjurnar risa og
hniga i löngum röðum. Stand-
lengjan liggur i boga inneftir og
langt fyrir handan liggur mjó
landræma. Nú er hann svo að
segja kominn á heimsenda, nú
tekur ekkert meira við.----Jú,
þarna kemur samt eitthvað —
meira að segja mannleg vera.
Fyrst gerir þessi sýn Pinneberg
önugan i skapi. Honum finnst, að
hingað hafi aðrir en hann ekkert
erindi. Hinir gátu verið heima i
Lehnsahn. Þegar saman dró með
þeim, sá hann að þetta var stúlka.
Hún var lika berfætt og gekk á
háum, grönnum storkafótum. En
breiddin á herðunum á henni! Og
I ljósrauðri silkiblússu og hvitu,
felldu pilsi. Hún var ekkert lik
þessum teprulegu og sírausandi
stelpum, sem hann hafði séð i
Lehnsahn. Hún haföi eitthvaö
heilbrigt,' hreint og hressilegt i
öllu fasi sinu.
Það var farið að halla aö kvöldi,
og himinninn var rauður og gyllt-
ur. „Gott kvöld,” sagði Pinne-
berg og nam staðar og horfði á
hana. „Gott kvöld,” sagði Emma
Mörschel og nam staðar og horfði
á hann.
„Þér skuluð ekki fara þessa
leið, ungfrú,” segir Pinneberg og
bendir i áttina, sem hann kom úr.
„Þar er ekki verandi fyrir hávaða
og fylliröftum.”
„Já, en ég var nú að koma frá
Wiek og það var alveg sama
ástandið þar.”
Aftur lita þau hvort á annað.
Pinneberg hlær. „Hvað eigum við
þá að gera?” segir hann.
Hún hlær lika. „Það veit ég
ekki.”
iH II ItllH
■
::
■■
::
6
1
::
Húsmóðirin
mælir með Jurta!
:i
::
1481
Lárétt
I) Þungaðar,- 6) Farða,- 7)
Kind.- 9) Burt.- 10) Brúnina.-
II) Eins.- 12) Nafar.- 13)
Arinn,- 15) Hæg.-
Lóðrétt
1) Friðleysið,- 2) Kóf.-
Gervihermann.- 4) Eins.
Lagasetning um tófur.-
Runa,- 9) Æða.- 13) Röð.-
Fæddi,-
Ráðning á gátu nr. 1480.
Lárétt
1) Upplita.- 6) Söl.- 7) GH,- 9)
ED.-10) Lagfæra,-11) IM.-12)
NN,- 13) Hól,- 15) Glaðara,-
Lóðrétt
1) Ungling.- 2) PS,- 3)
Lögfróða.- 4) II.- 5) Andanna.-
8) Ham,- 9) Ern.- 13) Ha.- 14)
La.-
FIMMTUDAGUR
23.ágúst
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl), 9.00og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Þorlákur Jónsson
heldur áfram að lesa söguna
„Börnin i Hólmagötu” eftir
Asu Löckling (4). Tilkynn-
ingar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. Morgunpopp kl.
10.25: Dr. Hook og félagar
flytja. Fréttir kl. 11.00.
Hljómplötusafnið (endurt.
þáttur G.G.).
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni Asa Jó-
hannesdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
14.30 Siðdegissagan: „Óþekkt
nafn” eftir Finn Söeborg.
Þýðandinn, Halldór
Stefánsson, les (8).
15.00 Miðdegistónleikar:
Gömul tónlist Elfriede
Kunschak, Vinzenz Hladky
og Maria Hinterleitner leika
Divertimento i D-dúr fyrir
tvö mandólin og sembal
eftir Johann Conrad Sch-
lick. Diana Tramontini
syngur lag frá 15. öld eftir
Antoine Busnois.. André
Antoine og kammersveitin I
Liége leika óbókonsert eftir
Jan Vaclav Stamic, Géry
Lemaire stjórnar. Frans
Briiggen og Gustav Leon-
hardt leika Svitu i A-dúr
fyrir blokkflautu og fylgi-
rödd eftir Francis Dieupart.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornir.
17.05 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson cand. mag.
flytur þáttinn.
YATNS-
HITA-
lagnir
og síminn er
2-67-48
Bifreiða-
viðgerðir
Fljótt og vel af hendi
leyst.
Reynið viðskiptin.
Bifreiðastillingin
Grensásvegi 11, simi
81330.