Tíminn - 23.09.1973, Qupperneq 28

Tíminn - 23.09.1973, Qupperneq 28
28 TÍMINN Sunnudagur 23. september 1973 Behn-fjölskyldan sýndi vinum slnum gjarnan a6 Adnré var lokaður inni' i skúrnum. Aður en hann var frelsaöur, tók kunningi þeirra þessa mynd af honum bak við rimlana. OTI i horni i grasi grónum garði viö húsið aö Dasewegen 6 i Bili- stedt, úthverfi Hamborgar,stóð til skamms tima litill skúr. Hann var negldur saman úr bjálkum og fyrir dyrunum var stór hengilás. Ekki var gler I glugganum, held- ur sverir járnrimlar og strigapoki var breiddur fyrir. Nú er skúrinn horfinn. Eigand- inn, Wilfried Behn verkamaöur, þurfti ekki að nota hann lengur og brenndi hann. Ekki er langt siðan lögreglan braut skúrinn upp og fór inn. Ósjálfrátt urðu lögreglu- mennirnir að gripa fyrir nefið, þvi lyktin var verri en i nokkru fjósi. Úti i horni skúrsins mátti greina trébekk og á honum lá eitt- hvert hrúgald, vafið óhreinum tuskum og klætt rifnum og enn óhreinni fötum. Hrúgaldið var hinn 15 ára gamli André Behn. Þegar geislinn frá vasaljósi lög reglumanns féli á andlit hans, reis hann upp. Hann reyndi aö brosa,og með sprungnum vörum hvislaði hann: — Frændi, frændi. Þetta var eina orðið, sem hann kunni. Liðin voru fimm ár siðan André hafði séð annaö fólk en stjúpföður sinn og móður. Allan þann tima hafði hann hafzt við i aðeins sex fermetra skúrnum og aðeins ör- sjaldan komið út undir bert loft — á aðfangadagskvöld fyrir tveim- ur árum og á páskadaginn i ár, þegar hann fékk að vera I af- mælisveizlu systra sinna I tvær klukkustundir. Auk þess i þau fáu skipti sem hann fékk ný föt. André var andlega vanheill. Heili hans er álika þroskaður og fjögurra ára barns. Hann getur ekki talað, aðeins gefið frá sér óskiljanleg hljóð og tautað fáein einföld orð. Skömmuðust sín fyrir drenginn Marta Behn og maður hennar skömmuðust sin fyrir drenginn. Hann var villtur og órór og vakti athygli á almannafæri. Þess vegna byggöi Wilfried Behn skúr- inn, þar sem hægt væri að geyma hann. Þegar einhver spurði, hvar André væri, var þvi til svarað að hann væri að leika sér i herbergi sinu. En fáir spurðu, aðeins þeir, sem eitthvaö þekktu Wilfried Behn, sem talinn var skapmikill og fremur leiöinlegur maður. Og nágrannarnir á Dasevegi höfðu nóg með sjálfa sig og sin mál. En svo gerðist þaö, að gömul kona við götuna gat ekki lengur Þar til André var 9 ára var hann róllegur og góður drengur. En svo fór hann að fá æðisköst. þagað. 1 sjónvarpinu hafði hún verið að horfa á mynd um illa meðferð á börnum og þá datt henni André i hug — skrýtni drengurinn, sem hvarf skyndi- lega dag nokkurn fyrir 5 árum. Hún hringdi til lögreglunnar og eftir talsverðar umræður fengust tveir menn til að aka til þess heimilisfangs, sem hún gaf upp og leita að drengnum. Eins og svo oft áður var enginn heima i húsinu númer sex. Lög- reglumennirnir litu i kring um sig i garðinum og þegar þeir komu að skúrnum, undruðust þeir þennan stóra og mikla hengilás. Þeir brutu hann upp og fundu dreng- inn. Farið var meö André til sjúkra- hússins i Ochsenzoll. I fyrsta skipti i fimm ár var hann baðaöur og hann fékk hrein föt. Svo fékk hann aö sofa i raunverulegu rúmi og var ákaflega hamingjusamur yfir þvi. Við gerðum ekkert rangt Marta og Wilfried Behn, bæði 36 ára, voru handtekin sama kvöld og lögreglan var ekki i neinum vandræðum meö ákæruna á hendur þeim. Hún hljóðaði upp á misþyrmingar og ólöglega inni- lokun. Daginn eftir var þeim þó sleppt og þá fóru þau heim. Wilfried Behn náði sér i kúbein og braut niður skúrinn og kveikti i honum. Nú þurfti ekki lengur að nota hann. André er eitt versta dæmið um misþyrmingu barns i Evrópu á siðari timum. En Marta og Wil- fried Behn skilja þaö ekki. Þau telja sig ekki hafa gert neitt rangt. FIMAA ÁR í BÚRI M í sjúkrahússgarði í útjaðri Hamborgarer 15 ára dreng- ur að leik. Hann er andlega vanheill, en hamingjusam- ur. Fuglarnir og trén eru vinir hans og hin bömin eru góð við hann. Drengurinn heitir André. í fimm ár var hann lokaður inni eins.og dýr í búri. Foreldrar hans skömmuðust sín fyrir hann og geymdu hann í skúr. Einu sinni á ári kom hann út til að fá ný föt. — Við höf um ekkert gert af okkur. Hann er aumingi, segir stjúpfaðir hans. Hvern skyldi gruna, að þarna á bak við húsið væri dreng haldið inni- lokuðum? — Við erum ekki vond. Við vild- um André bara þaö bezta. Okkur þykir eins vænt um hann og tvi- buradæturnar, en hann var öðru- visi og þess vegna neyddumst við til að loka hann inni, segir Wii- fried Behn. Litla húsiö við Dasewegen er nú eins og vigi. Sjónvarpsmenn og blaðamenn viðs vegar að úr Þýzkalandi hafa vaktað það daga og nætur, en Wilfried Behn hefur ekki opnað fyrir neinum. Hann hefur stóran varðhund i garöinum og hótar að skjóta alla, sem nálg- ast. — Þvi getum viö ekki fengið að vera i friði? Viö höfum ekki myrt neinn, sagði hann þegar hann opnaði fyrir þeim, sem þessa grein skrifaði og er sá eini, sem fengið hefur að koma inn i húsið. I þrjár klukkustundir fékk blaða- maðurinn að vera inni og tala við Wilfried. Skyndilega stökk hann upp úr stólnum og hljóp út að glugganum. — Fólk vill skjóta mig. Hvers vegna eru allir svona vondir? Hvers vegna skilja þeir okkur ekki? spurði hann. — Það var ekki okkur að kenna að André var andlega bilaður. Við neyddumst til aö vernda dætur okkar og þess vegna lokuðum við hann inni i skúrnum. André fæddist nokkrum árum áöur en Marta og Wilfried giftust. Enginn veit, hver faðir hans er og fyrstu fjögur árin var hann á barnaheimili. Þegar móðir hans var búin aö ná sér i mann, sem gjarnan vildi hafa barnið, vildi hún fá þaö, en læknirinn réði henni frá þvi. Þó tóku þau André heim. Réðst á systur sínar Þau höfðu verið vöruð við þvi að André væri erfiður. Hann var

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.