Tíminn - 03.10.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.10.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. október 1973 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Uitstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuði innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaðaprent h.f > ______________________________ s Brottför herskipanna Það eru góð tiðindi, að brezka rikisstjórnin hefur ákveðið að kveðja herskipin og dráttar- bátana út úr fiskveiðilögsögu íslands. Það breytir ekki þvi, að fagna ber þessari ákvörðun brezku stjórnarinnar, þótt hún sé knúin fram af þeirri einbeittu og ákveðnu afstöðu islenzku stjórnarinnar að slita stjórnmálasamskiptum, ef brezku herskipin og dráttarbátarnir yrðu ekki kölluð út úr landhelginni. Hvergi hjá brezku stjórninni né Atlantshafsbandalaginu komst veruleg hreyfing á þessi mál fyrr en ljóst var, að innrás herskipanna og dráttarbát- anna myndu varða slitum stjórnmálasam- skipta milli íslands og Bretlands. Eftir það fóru þessir aðilar fyrst fyrir alvöru að rumska. Að dómi ýmissa mun það varpa nokkrum skugga á brottkvaðningu herskipanna og dráttarbátanna, að brezka stjórnin segist gera hana i þeirri trú, að islenzku varðskipin hætti að áreita togarana, og að herskipin og dráttar- bátarnir muni snúa aftur, ef þessi trú reynist röng. Viðbrögð islenzku stjórnarinnar við þess- ari hótun, er að árétta fyrri yfirlýsingar um, að „islenzk lög gildi áfram á fiskimiðunum”, þ.e. að landhelgisgæzlunni verði haldið uppi með sama hætti og áður en herskipin og dráttarbát- arnir komu til sögu. Islendingar munu aldrei semja um að hætta landhelgisgæzlu innan 50 milna markanna. Treysta verður þvi, að þetta sé Bretum ljóst, og það jafnframt, að þeir eru að framkalla slit stjórnmálasamskipta, ef þeir senda herskipin inn fyrir 50 milna mörkin aft- ur. Þess verður að vænta, að það sé góðs viti, að brezki forsætisráðherrann skuli bjóða islenzka forsætisráðherranum til viðræðna i framhaldi af brottkvaðningu herskipanna. Væntanlega felst i þvi, að brezk stjórnarvöld séu nú reiðubúin til að ganga lengra til móts við íslendinga en áður. Það var sjálfsagt af ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra að taka þessu boði og ræða við brezka forsætisráðherrann hvernig framhaldi samningaviðræðna verði bezt háttað. Það voru íslendingar, sem áttu frumkvæði að þessum viðræðum i úpphafi. Það voru Bretar, sem hættu þeim i marzmánuði siðastl. og sendu i staðinn herskip á vettvang. Á meðan kom ekki til mála að ræða við þá. Þetta er að sjálfsögðu breytt við brott- kvaðningu herskipanna. En jafnhliða samningsviljanum verður að sýna festu. Það sést bezt á þvi, að ekki komst neinn skriður á brottkvaðningu herskipanna fyrr en eftir hina skeleggu ákvörðun Hallorms- staðarfundarins. Þá brást Nato fyrst við af alvöru og framkvæmdastjóri þess kom hingað og hefur hann siðan unnið vel að þvi, að her- skipin yrðu kvödd burtu. Þetta sýnir, að ekkert fæst fram, ef málunum er ekki fylgt eftir af festu. Það má enginn halda, að landhelgisdeilan sé leyst, þótt herskipin hverfi burtu, og vitanlega myndi það fjarlægja lausn hennar, ef Bretar sendu þau aftur á vettvang vegna lögmætra starfa islenzku varðskipanna. Geri Bretar sig hins vegar ekki aftur seka um slikan verknað, hefur málum óneitanlega þokað i rétta átt með brottkvaðningu herskipanna. Þvi er eins og áður segir gild ástæða til að fagna þessum áfanga. Þ.Þ. John AAackintosh þingmaður, Guardian: Svörtu sérsvæðin í Suður-Afríku Þau skapa svertingjum vissa möguleika THE ‘BANTU HOMELANDS HOMELAND PEOPLE I Boputhatswana Tswana 2 Lthowa NorthSotho .1 Ndcbele Ndebele 4 Gazankulu Shangaan & Tsonga 5 Vhavenda Venda (i Swazi Swazi - Basotho- Qwaqwa SouthSotho 8 Kwazulu Zulu 1 Transkei Xhosa 1(1 Ciskei Xhosa Atlantic ' | Ocean 1 • ■ r;; oC.tpo fown Svörtu blettirnir á kortinu sýna sérsvæöin, sem svertingj- um cru ætluð. Höfundur þessarar greinar er einn af þingmönnum brezka Verkamannaflokks- ins. Hann hefur nýlega veriö á ferö i Suöur-Afríku og kynnt sér m.a. málefni sér- svæöanna, sem biökku- mönnum einum eru ætluö, en stjórn Suöur-Afrlku kall- ar þau „home lands". AÐKOMUMAÐUR i Suður- Afriku halíast að þvi að lita á sérsvæðin sem hluta af að- skilnaðarstefnunni (apart- heid), tákn kenningarinnar um aðskilnað framvindu, og þess vegna óhafandi. Þannig litur hreyfingin Svarti borðinn á málið. Hugmyndin kom fyrst fram hjá Tomlinson-nefndinni árið 1955. Tilgangurinn var að mynda mörg sérsvæði, þar sem halda átti vanþróuðum af ásettu ráði (enda máttu hvitir menn ekki fjárfesta þar). Vinnuafl átti hins vegar að vera fáanlegt þarna, ef og þegar atvinnurekendur ann- ars staðar i Suður-Afriku þyrftu á auknu starfsliði að halda. Til þess er ætlazt, að svartir Ibúar Afriku eigi heima á þessum sérsvæðum, en þau ná aðeins til 13 af hundraði land- rýmisins. Þetta eru efalitið haröbýlustu svæði landsins, og þar eru ekki einu sinni verk- efni fyrir ibúana, sem þar eru' fyrir, hvað þá fyrir þær milljónir svartra Afriku- manna, sem búnir eru að eiga heima umhverfis borgir landsins nokkra mannsaldra. TAKNRÆNT má þó teljast, að rikisstjórn Suður-Afriku er ekki á einu máli um þessa hlið aðskilnaðarstefnunnar, ekki óttalaus um framvinduna og hefir hana ekki að öllu leyti á sinu valdi. Tiigangurinn með kenningunni um aðskilda framvindu var i og með sá, að efla innlenda, hefðbundna for- ustu meðal svertingja, og höfðingjar voru þvi ýmist viðurkenndir eða nýir út- nefndir, ef með þurfti. En þessir menn hafa hvorki reynzt sljóir vegna menntunarskorts né þakklæt- is, eins og rikisstjórn Suður- Afriku ætlaðist til. Þeir hafa þvert á móti orðið raunverulegir foringjar. Kunnastur þeirra er Gatscha Buthelzi, höfðingi Zulunegra, sem boðar þjóðernisstefnu innfæddra Afrikumanna. Þeg- ar Buthelezi kom til Soeto, fá- tækrahverfis svartra verk- amanna i Johannesarborg, fögnuðu honum allir svertingjar, af hvaða kynþætti,sem þeir voru. Hann er eini ættarhöfðinginn, sem herskáir æskumenn meðal negra lita ekki á sem lepp. Rikisstjórnin getur hins vegar ekki stungið upp i hann, þar sem tilvist hans og hans lika er beinlinis liður i stefnu hennar. BUTHELEZI og aðrir for- ustumenn vilja auka við land- rými sérsvæðanna, fá aukið fé og aukið sjálfstæði. Þeim er eigi að siður ljóst, að sérsvæð- in, sem þegar eru til orðin, eru til ávinnings fyrir blökku- menn. Höfuðkosturinn er, að þar geta svertingjar átt eign, komið á fót verzlun eða vinnu- stofum og annarri starfrækslu og myndað eðlilegt samfélag. Hitt er svo vafamál, hvort rikisstjórn Suður-Afriku vill halda óbreyttri stefnu, þegar hún kemst að raun um, að stefna hennar hefir fengið svertingjunum i hendur eins konar lögmætar og eðlilegar höfuðstöðvar starfsemi sinn- ar. En tortryggnustu menn verða jafnvel að játa, að leið- togarnir hafa gengið of langt og gefið of mikil fyrirheit til þess að við verði snúið vand- ræöalaust. ÞRATT fyrir þetta hlýtur öllum þeim, sem vilja lausn kynþáttavandans i Suður- Afriku,að vera umog ó að þvi er sérsvæðin áhrærir. Ungir menntamenn af evrópsku bergi brotnir eru ekki i nein- um vafa. Þeir segja, aö enginn geti borið fullt traust til stjórnar Suður-Afriku fyrri en eitthvert sérsvæðanna hefir fengið sjálfstæði, að nafninu til að minnsta kosti — og efst á blaði er Transkei undir for- ustu Matanzima. öfgafullir þjóðernissinnar meðal negra hata hina innlendu höfðingja og óttast þá i senn. Torvelt er að ferðast milli sérsvæðanna, þarsem þau eru afar dreifð. Transkei er lengst á veg komið, og ibúar þess hafa unnið tvo mikilvæga sigra. Þeim tókst að hrinda af sér útnefndum, hvitum umboðsmanni stjórnarvald- anna i Pretoria og fengu leyfi til þess að nota ensku við kennslu i miðskólum i stað Xhosa, eins og stjórnar- herrarnir i Pretoria ætluðust til. Yfirvöldin i Pretoria hafa hins vegar strangt eftirlit, til- nefna alla helztu opinbera em- bættismenn og gefa aðkomu- mönnum ferðaleyfi, sem eru af skornum skammti. Þau hvika ekki frá þvi, að allt utanaðkomandi fé til fjárfest- ingar sé á vegum Bantu þróunarfélagsins og kæfa i fæðingu alla andstöðuvið- leitni. Rikisstjórn landsins ber þó sennilega ugg i brjósti vegna afleiðinganna af áfram- haldandi eflingu sérSvæðanna og hris hugur við að veita heimamönnum forustu og stjórn. ÞETTA er þó einkum áhyggju- og ágreiningsefni innan stjórnarflokksins. Stjórnarandstööuflokkar hvitra, frjálslyndra manna, Sameiningarflokkurinn og Framfaraflokkurinn, hafa lit- ið lagt til málanna. Opinber stefna þeirra er að vinna gegn aögreiningunni smátt og smátt. Sérsvæðinu eru greini- lega afsprengi aðskilnaðar- stefnunnar, og þess vegna eru þeir ýmist beinlinis á móti þeim eða viðurkenna þau með semingi. Hvorugur þessara flokka skiptir verulegu máli eins og sakir standa, þar sem þeir eru fulltrúar hins enskumælandi minnihluta. Þjóðirnar tvær, sem ekki eiga föðurland utan Suður-Afriku, eru Afrikunegr- ar og hvitir Suður-Afriku- menn. TALSMENN Afrikunegra hafa til þessa krafizt sömu meðferðar og aðrir og barizt gegn kynþáttaaðskilnaði. Þó er ekki unnt að verjast þeirri hugsun, að hvitir suður- Afrikumenn hafi ástæðu til að óttast, ef hinir svörtu komast til valda, að þeir segi við hvita meðbræður sina: „Annað hvort verðið þið hér kyrrir upp á þau býti, sem við segjum fyrir um, eða þið hypjið ykk- ur”. Suður-Afrikumenn af evrópsku bergi brotnir hafa kennt þeim þjóðernisstefnu og algera drottnun annars þjóð- flokksins yfir hinum, og ættu þeim þvi að vera ljósar afleið- ingarnar, ef einokun þeirra á valdinu yrði rofin. Ekki þarf þetta þó aö útiloka þá hugmynd, að hvitir menn geti drottnað á sinum svæðum en svartir annars staðar. Sennilegt virðist,að ótti hvitra manna hyrfi að mestu, ef þeir gætu orðið til frambúðar fjöl- mennari en hinir svörtu á yfir- ráðasvæðum sinum. En þetta getur ekki gerzt. Jafnvel þó að sérsvæðin yrðu efld og veitt stóraukið sjálfstæði, þá yrðu eftir sem áður milljónir svertingja i borgunum, og i greinilegum meirihluta þar. Ótti hvitra manna verður þvi ekki upp hafinn. LEIÐTOGAR sérsvæðanna hafa bæði lagt leið sina til Evrópu og Bandarikjanna i leit aö aðstoð. Ef unnt væri að veita ibúum sérsvæðanna að- stoð, án þess að yfirvöldin i Pretoria færu um hana hönd- um, nytu þeir áreiðanlega góös af alþjóðlegum vilja til þess að leysa kynþáttavand- ann i Suður-Afriku. Þá yrði hart lagt að rikisstjórn þjóð- ernissinna að veita svörtum Ibúum fátækrahverfanna i út- jöðrum allra borga verulega aukið frelsi. Af þessum sökum verður varla hjá þeirri ályktun kom- izt, að sérsvæðin veiti vissa möguleika til framfara, enda þótt tilvera þeirra geti aldrei falið i sér endanlega lausn. Þau eru glufa, sem hugsuðir aðskilnaðarstefnunnar rufu á brynju þjóðernissinna- stjórnarinnar, og þessi glufa verðskuldar fulla athygli. Ef til vill mætti vikka hana nægi- lega til þess að hleypa inn bæði nokkurri birtu og fersku lofti, en ærin þörf er á hvoru tveggja i Suður-Afriku eins og sakir standa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.